Morgunblaðið - 07.12.1994, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 07.12.1994, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 7. DESEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ SJÚKRALIÐADEILAN Hjartadeild Landspítala er rekin með hálfum afköstum Um 200 manns bíða eftir hjartaaðgerð ENGIR sjúklingar hafa verið kall- aðir inn af biðlista eftir hjartaþræð- ingu síðan verkfall sjúkraliða hófst. Eingöngu bráðaþræðingar eru framkvæmdar. Nú eru yfir 100 manns á biðlista eftir hjartaþræð- ingum, 40 manns bíða eftir að kom- ast í æðavíkkunaraðgerð og yfir 60 bíða eftir að komast í hjarta- skurðaðgerð. Biðtími eftir aðgerð er nokkrir mánuðir. Kristinn Eyjólfsson, sérfræðing- ur á hjartadeild, segir að langan tíma taki að ná niður biðlistum, en biðlistar eftir hjartaþræðingu og æðavíkkun hafa verið að lengjast allt þetta ár. Venjulega eru gerðar 10-12 hjartaþræðingar á viku á hjarta- deild Landspítala, en undanfarið hafa einungis bráðaþræðingar verið gerðar. í síðustu viku voru aðeins fimm þræðingar framkvæmdar. Sjö hjartaskurðaðgerðir eru gerðar vikulega, en þeim hefur fækkað mikið. í síðustu viku voru einungis þrjár skurðaðgerðir gerðar. Hluti hjartadeildar tekinn undir annað Ástæðan fyrir því að aðgerðum á hjartadeild hefur fækkað um nær helming er að búið er að loka deild- um á Landspítala og þess vegna hafa bráðveikir sjúklingar verið lagðir inn á hjartadeild. Þar liggja nú sjúklingar sem eru að jafna sig eftir botnlangaskurði og ýmsa fleiri kvilla. Að sögn Grétars Ólafssonar, yfir- læknis á hjartaskurðdeild, voru 63 á biðlista eftir hjartaskurðaðgerðum í síðustu viku. Hann sagði að vel hefði gengið að fækka á biðlistanum á þessu ári en það hefði flölgað á listanum undanfamar vikur meðan verkfall sjúkraliða hefði staðið. Fjölgun á biðlista eftir hjarta- skurðaðgerðum er reyndar ekki mikil í verkfallinu vegna þess að þeir sem þurfa að fara í skurðað- gerð þurfa fyrst að fara í hjarta- þræðingu. Biðiistinn eftir hjarta- þræðingu lengist stöðugt. Biðlistar hafa lengst í ár Kristinn Eyjólfsson sagði að verkfall sjúkraliða kæmi mjög illa við hjartadeildina vegna þess að biðlistar eftir hjartaþræðingu og æðavíkkun hefðu verið að lengjast allt þetta ár. Biðlisti eftir æðavíkk- un hefði lengst vegna tækjabilunar í byijun þessa árs og vegna meina- tæknaverkfalls í vor. Kristinn sagði að um 30 hefðu verið á biðlista eftir æðavíkkun í sumar, en nú væru um 40 á biðlista. Venjulega eru sex víkkunaraðgerðir gerðar á viku. Kristinn sagði ljóst að það tæki langan tíma fyrir spítalann að ná biðlistunum niður eftir þetta verk- fall. Hann sagði að spítalinn hefði aðeins eina skurðstofu og ekki væri hægt að fjölga aðgerðum nema þá að gera aðgerðir á kvöldin eða um helgar, en það hefði hingað til ver- ið bannað. Bið fylgir viss áhætta „Þetta er mjög slæmt ástand, sérstaklega í sambandi við víkkanir á æðum. Æðarnar geta breyst á biðtímanum. Maður hefur séð til- felli þar sem æðar hafa lokast, en það gerir okkur miklu erfiðara fyr- ir. Það er því mjög óæskilegt fag- lega að sjúklingamir þurfí að bíða svona. Að sjálfsögðu hefur biðin einnig slæm áhrif á sjúklinginn. Þetta er hættulegt ástand fyrir suma sjúklinga sem em á biðlista. Maður veit hins vegar ekki hvaða sjúklingur á biðlistanum er í hættu. Þetta er hins vegar áhættuhópur og biðin felur í sér vissa áhættu," sagði Kristinn. Morgunblaðið/Kristinn KRISTÍN Á. Guðmundsdóttir, formaður Sjúkraliðaféiagsins, átti fund með fjármálaráðherra og heilbrigðisráðherra í gær. Samninganefnd ríkisins kölluð á fund ráðherra FRIÐRIK Sophusson fjármálaráð- herra ætlar að kalla samninganefnd rikisins á sinn fund í kjölfar fundar sem hann átti með Kristínu Á. Guðmundsdóttur, formanni Sjúkra- liðafélagsins, í gær. Friðrik vill að í kjaraviðræðum við sjúkraliða verði tekið mið af almennri launaþróun í landinu síðustu tvö ár, en ekki eingöngu af kjarasamningi hjúkr- unarfræðinga. Kristín og Friðrik ræddu saman eftir að Kristín hafði átt fund með heilbrigðisráðherra og landlækni þar sem ástandið á heilbrigðis- stofnunum landsins var til um- ræðu. „Ég tel að þessi fundur hafi ver- ið gagnlegur," sagði Friðrik. „Á honum fóm fram einlægar viðræður um þetta viðkvæma mál og ýmis- legt sem gæti leitt til þess að frek- ari hreyfing kæmist á samningavið- ræðurnar. Það er ekki hægt að segja að fundurinn hafi leitt í ljós að það liggi fyrir einhveijir nýir möguleikar, en við munum hvort í sínu lagi, ég annars vegar og for- maður Sjúkraliðafélagsins hins veg- ar, ræða viðhorfin sem upp komu á fundinum við okkar samninga- fólk. Ég tel að andinn á fundinum gefi það til kynna að reynt verði að ná samkomulagi sem allra fyrst, en að því verða samninganefndimar að vinna. Þetta var ekki neinn samningafundur. Ég tel að þegar samið er við sjúkraliða sé eðlilegt að tekið sé tillit til þeirra almennu launabreyt-; inga sem hafa orðið í landinu á síð- ustu tveimur árum fremur en að viðmið sé sótt í einn sérstakan samning, eins og hjúkrunarfræði- samninginn þar sem aðstæður voru ákaflega sérstakar,“ sagði Friðrik. „Ég veit ekki hvort ég er bjart- sýnni eftir þennan fund. Ég minni bara á að fjármálaráðherra er lykil- maðurinn í þessu dæmi. Hvort að verkfall heldur áfram næstu vikur, það er fjármálaráðherra sem getur svarað því,“ sagði Kristín Á. Guð- mundsdóttir, formaður Sjúkraliða- félagsins, að loknum fundi með fjár- málaráðherra. Samningar við sjúkraliða skapa fordæmi „Þetta eru samningar sem hafa ákveðið fordæmisgildi," sagði Sig- hvatur Björgvinsson heilbrigðisráð- herra að loknum fundi með land- lækni og formanni Sjúkraliðafé- lagsins. Hann sagðist telja líklegt að ein af ástæðum þess að hægt miði í samningum sjúkraliða við ríkið væri að samningaviðræður á almennum vinnumarkaði væru að hefjast. Sighvatur sagði að ríkisstjómin hefði rætt um sjúkraliðadeiluna og afleiðingar verkfallsins. Umræður um málið hefðu þó ekki farið fram á ríkisstjórnarfundi í gærmorgun. Hann sagði að ekki hefði komið til umræðu að setja lög á verkfall sjúkraliða. ) I > ) i I i i i i i í l Hj úkrunarfr æ ð ingar að veikjast vegna þreytu Erfiðasta ástandið á hjúkrunardeildum ÁSTA Ólafsdóttir, trúnaðarmaður hjúkrunarfræðinga á Landakoti, segir að áiag á hjúkrunarfræðinga hafi verið mjög mikið undanfarnar vikur og mikillar þreytu sé farið að gæta meðal starfsfólks. Hún segir að dæmi séu um veikindi meðal hjúkrunarfræðinga sem megi rekja beint til álags sem skap- ast hafi vegna verkfalls sjúkraliða. Engir sjúkraliðar hafa verið við vinnu á Landakoti frá því fyrir helgi og halda hjúkrunarfræðingar uppi neyðarþjónustu. Ásta sagði að hjúkrunarfræðingar styddu sjúkraliða i kjarabaráttu sinni, en skyldur þeirra væru hins vegar númer eitt og tvö við sjúklinga. Hún sagðist ekki telja að hjúkrun- arfræðingar treystu sér til að neita að mæta á aukavakt ef yfirmaður þeirra kalli þær til vinnu. Mikið álag á hj úkrunarfræðinga „Álag á hjúkrunarfræðinga hef- ur aukist mjög mikið. Það er farið að gæta mikillar þreytu meðal starfs- fólks. Maður þorir hreinlega ekki að hugsa þá hugsun til enda ef þetta verkfall dregst fram yfir jól eins og talað er um,“ sagði Ásta. Asta sagði að verk- fallið hefði leitt til þess að hægt hefði verið á allri starfsemi Landa- kotsspítala. Dregið hefði verið úr skurðað- gerðum. Erfðiðast væri þó ástandið á hjúkrunardeildum. Sjúklingar hefðu verið fluttir af annarri hæð hjúkrunardeildar á Hafnarbúðum og yfír á deildir á Landakoti. Á hjúkrunardeildinni A-1 eru 4-5 hjúkrunarfræðingar á vakt, en venjulega starfa þar 8 hjúkrunar- fræðingar og sjúkraliðar. Þrír hjúkrunarfræðingar eru á kvöld- vakt, en venjulega eru 5 við störf. Engin breyting hefur orðið á næt- urvöktum. Þar eru tveir starfs- menn á vakt. Lög kveða á um að undanþágunefnd veiti undanþágu til að sjá um að neyðarþjónustu sé haldið uppi á heil- brigðisstofnunum. Orð forsvarsmanna sjúkrahúsa og land- læknis um að öryggi sjúklinga sé í sumum tilvikum ekki tryggt og að lágmarksþjón- ustu sé á sumum svið- um ekki haldið uppi vekur upp þá spurn- ingu hvort sjúkraliðar séu að bijóta lög. Segjast fara að lögum „Ég tel að við förum fyllilega eftir iögum. Þessi undanþágu- nefnd, sem starfar samkvæmt lög- um, á að sinna brýnustu neyðar- þjónustu. Túlkun fjármálaráðu- neytisins er sú að þessi neyðar- þjónusta þýði að um stórslys sé að ræða. Undanþágunefndin hef- ur veitt mun víðtækari undanþág- ur,“ sagði Kristín Á. Guðmunds- dóttir, formaður Sjúkraliðafélags- ins. ÁSTA Ólafsdóttir Lágmarksþjónustu | er ekki haldið uppi „ÞAÐ er mjög brýnt að þessu verkfalli fari að Ijúka. Það er orðið þannig að á sumum sviðum er lágmarks- þjónustu ekki haldið uppi,“ sagði Ólafur Ólafsson landlæknir að Ioknum fundi sem hann átti mcð heil- brigðisráðherra og formanni Sjúkralið- afélagsins. Ólafur sagði að bið- iistar eftir aðgerðum hefðu lengst mikið í verkfallinu og biðlist- ar eftir hjartaþræð- ingum hefðu ekki áð- ur verið lengri. Ólafur sagði að verkfallið hafði haft víðtæk áhrif á heilbrigðis- þjónustuna. Biðlistar lengdust stöðugt, sem hefði í för með sér vanlíðan fyrir sjúklinga. „Á bið- listum eru margir með langvinna sjúkdóma. Sumu fólk versnar meðan það bíður, oft og tíðum það mikið að það verður að lcggja það inn brátt. Það hefur auðvitað örlagarík áhrif á líðan fólks. Heilsa þess versnar. Það er sérstakt áhyggjuefni að biðlistar eftir hjartaþræðingu lengjast. Samanlagðir biðlistar eftir hjarta- þræðingum og hjarfa- skurðaðgerðum hafa aldrei verið lengri, en ^ sjúklingar með P hjarta- og æðasjúk- | dóma eru einmitt > mestri hættu. ™ Sjúklingar komast ekki í bað í öðru lagi er farið að sverfa rnjög að ýmsum sjúklingum, á hjúkrunardeildum. Ég veit dæmi þess að illa L haldnir öldrunarsjúkl- P ingar hafa ekki koni- | ist í bað í 2-3 vikur. I þriðja Iagi hefur vinnuálag á • hjúkrunarfræðinga og annað starfsfólk heilbrigðisstofnana aukist mjög mikið. Það eru dæmi um að fólk hafi átt við veikindi að stríða, sem rekja má til mikiD vinnuálags. Starfsfólk er orðið mjög þreytt og þá eykst hættan á mistökum. Þó að enn hafi ekki borist fregnir af því þá veit ég % um dæmi þar sem legið hefur við ^ alvarlegum mistökum. Þessu verkfalli verður að ljúka sem allra ■ fyrst,“ sagði landlæknir. Ólafur Ólafsson landlæknir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.