Morgunblaðið - 07.12.1994, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 07.12.1994, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 7. DESEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ Framsóknarflokkur Norðurlandi eystra Jóhannes Geir stefnir ofar Frambjóðendur valdir á aukakjör- dæmisþingi á Húsavík FRAMSOKNARMENN velja fram- bjóðendur í sjö efstu sæti lista flokksins í Norðurlandskjördæmi eystra fyrir næstu kosningar á aukakjördæmisþingi sem haldið verður á Hótel Húsavík nk. laugar- dag. 23 gefa kost á sér í framboð. Jóhannes Geir Sigurgeirsson þing- maður og Guðmundur Stefánsson varaþingmaður stefna að hækkun á listanum og nýir frambjóðendur sækjast eftir sætum ofarlega. Þingmenn gefa áfram kost á sér Þingmenn flokksins í kjördæm- inu, Guðmundur Bjarnason, Val- gerður Sverrisdóttir og -Jóhannes Geir Sigurgeirsson, gefa kost á sér áfram. Jóhannes Geir segist stefna að öruggu sæti. Vegna ákvæða í kosningalögum færist eitt þingsæti af Norðurlandi eystra á Reykjanes í næstu þingkosningum og verða því kosnir fimm þingmenn úr kjör- dæminu í stað sex, auk uppbótar- sætis. Jóhannes er einmitt 6. þingmað- urinn og segir hann að 3. sætið á lista Framsóknarflokksins geti ekki talist öruggt þingsæti. „Ég hef hins vegar ekki gefið það út að ég sækist sérstaklega eftir öðru af tveimur efstu sætunum af þeim ástæðum að ég má helst ekki nefna 1. sætið vegna þess að þá er ég kominn í samkeppni við varafor- mann flokksins og ekki heldur 2. sætið því þá er ég að fella konu,“ segir Jóhannes. Fjöldi nýrra frambjóðenda Guðmundur Stefánsson, fyrsti varaþingmaður flokksins, segist stefna að kjöri í 3. sætið en hann skipaði það fjórða síðast. Einhveij- ir af nýju frambjóðendunum stefna á sæti ofarlega en hafa engu lýst yfir opinberlega nema Ingunn St. Svavarsdóttir, sveitarstjóri á Kópa- skeri, sem gefur kost á sér í 2.-3. sæti. Aðrir frambjóðendur eru Elsa Friðfinnsdóttir á Akureyri, Jón 111- ugason í Mývatnssveit, Stefán Eggertsson í Þórshafnarhreppi, Gísli Sigurðsson í Ljósavatns- hreppi, Jóhanna Valdimarsdóttir í Eyjafjarðarsveit, Ásdís Eydal á Akureyri, Haraldur E. Jónsson á Raufarhöfn, Halldóra Jónsdóttiri í Aðaldælahreppi, Þröstur Aðal- bjarnarson í Öxarfjarðarhreppi, Hulda Finnlaugsdóttir í Mývatns- sveit, Helga Jónsdóttir á Ólafs- firði, Sigurbjörg Jónsdóttir á Rauf- arhöfn, Sara Hólm í Reykjahreppi, Helga Eiríksdóttir á Dalvík, Gunn- laugur Aðalbjarnarson í Reykjavík, Kristín Torberg í Eyjafjarðarsveit, Bjarni Aðalgeirsson á Húsavík og Kristján Ólafsson á Dalvík. Sentíum í pöstkröfu. 5% staðgreiðsluafsláttur OplO laugartíag frá kl. 10-18 OptB sunnutíag frá Irf. 13-17 Blað allra landsmanna! - kjarni málsins! LAIMDIÐ Morgunblaðið/Silli GUÐNI Halldórsson, safnvörður, afhendir Einari Njálssyni, bæjarstjóra, fyrsta eintakið, en sitjandi eru höfundarnir, Sigur- jón Jóhannesson og Jóhann Hermannsson. • • Ornefni og sögu- minjar á Húsavík Húsavík - Safnahúsið á Húsavík hefur gefið út kortabók með skrá yfir örnefni og söguminjar í Húsa- víkurlandi og hefur Guðni Halldórs- son, safnvörður, haft forgöngu um þessa útgáfu. Um skráningu og rit- stjórn bókarinnar sáu Siguijón Jó- hannesson fyrrverandi skólastjóri og Jóhann Hermannsson fyrrver- andi skattstjóri. Yfir 400 örnefni Áður fyrr var nauðsynlegt að þekkja kennileiti til að ná áttum þegar engir vegir voru, kunna skil á landamerkjum svo og vita deili á svæðum þegar skipað var í fjárleit- ir. Þótt nú séu breyttir tímar er alltaf gott og oft nauðsynlegt að þekkja örnefni. í þessari bók eru yfir 400 ör- nefni sem færð hafa verið inn á loftmyndir, teknar á vegum Land- mælinga íslands. Einnig prýða bók- ina ljósmyndir af málverkum og teikningum Jóhanns Björnssonar, myndskera, af gömlum bæjum og býlum á Húsavík. Þessa dagana ganga konur úr Kvenfélagi Húsavíkur í hús og selja bókina jafnframt því sem hún er seld á skrifstofu Safnahússins. Upplagið er ekki stórt og eftir ára- mótin mun bókin einungis fást keypt hjá Safnahúsinu. Þegar bókin var kynnt fyrir blaðamönnum og bæjarstjóra af- hent fyrsta eintakið þakkaði Einar Njálsson, bæjarstjóri, Guðna safn- verði fyrir hans mikla framtak við útgáfu þessarar góðu og glæstu bókar og allt það starf sem hann væri að vinna að með því að gera úr Safnahúsinu lifandi stofnun sem jafnframt varðveitti gamla muni sem ættu og segðu sína sögu. Lions- klúbbur- inn Höfði 20 ára Hofsósi - Á haustdögum hóf Lions- klúbburinn Höfði sitt hefðbundna vetrarstarf. í ár má segja að klúb- burinn standi á vissum tímamótum því 15. desember nk. eru tuttugu ár liðin frá stofnun hans. Markmið Lionshreyfingarinnar er: Við leggum lið og vissulega hafa klúbbfélagar lagt góðum mál- ' um lið á starfssvæði klúbbsins, eft- ir því sem mögulegt hefur verið. Lionsmenn hafa verið með margs- konar fjáröflun í gegnum árin með ýmiskonar sölu og eins hafa klúbb- félagar tekið að sér að vinna alls- konar verk. Öllu því fé sem klúbb- félagar afla er varið til líknar- og menningarmála, en félagsgjöld eru hinsvegar notuð til að standa undir rekstri klúbbsins. Lionsfélagar hafa gegnum árin styrkt grunn- skólana á svæðinu til tækjakaupa, þá hefur heilsugæslunni á Hofsósi og læknamóttökunni í Fljótum ver- ið færð tæki að gjöf einnig hafa þeir styrkt björgunarsveitina Gretti. 20 félagsmenn Þá ber að geta þess að annað hvert ár hefur klúbburinn boðið eldri íbúum á svæðinu í skemmti- ferð um nágrannabyggðir og hafa þær ferðir tekist mjög vel. En fé- lagsstarf krefst vinnu og hafa fé- lagar í klúbbnum kynnst því. Mikil fækkun hefur orðið í frá því sem mest var, flestir hafa félagar verið 37 en eru núna skráðir 20. En þó að hafi fækkað í klúbbnum þá eru þeir sem eftir eru ákveðnir í að halda á lofti merki klúbbsins svo sem verið hefur. Formaður klúbbsins nú er Pálmi Rögnvaldsson. , , ' ' Morgunblaðið/Gísli Bogason IBUAR Djúpavogs fjölmenntu við opnun nýja íþróttahússins. Nýtt íþróttahús tekið í notkun á Djúpavogi Djúpavogi - Nýtt og glæsilegt íþróttahús var tekið í notkun með viðhöfn á Djúpavogi 1. desember sl. Margt góðra gesta mætti við opnunina, þ.á m. sveitarstjórnar- menn úr nágrannasveitarfélögum ásamt fulltrúum frá ýmsum íþrótta- samtökum. Ólafur Ragnarsson, sveitarstjóri, rakti aðdraganda og byggingarsögu hússins og kom fram í máli hans að kostnaðaráætlun hafi að mestu staðist og kostnaður við bygging- una fullkláraða numið 93 milljónum króna. Salur íþróttahússins er 15x29 m en undanfarin ár hefur kennsla far- ið fram í sal slökkvistöðvarinnar, sem er 64 fm og án búnings- og baðaðstöðu, þannig að hér er um mikla framför að ræða fyrir alla íbúa staðarins. Anna Bergsdóttir, skólastjóri Djúpavogsskóla, rakti sögu íþrótta- kennslu á staðnum, sem virðist hafa verið með ýmsum hætti fram að þessu. Margar góðar gjafir bár- ust íþróttahúsinu í tilefni dagsins. Það má með sanni segja að íbúar staðarins geti verið stoltir af fram- taki þessu, sem menn vilja að mestu leyti þakka áræði sveitarstjórans, Ólafs Ragnarssonar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.