Morgunblaðið - 07.12.1994, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 07.12.1994, Blaðsíða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 7. DESEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Bókadag- skrá Lista- klúbbsins ÖNNUR bókadagskrá Lásta- klúbbs Leikhúskjallarans í des- ember verður í kvöld, miðviku- daginn 7. desember. Þá verður lesið úr ljóðabók- unum Engili í snjónum eftir Nínu Björk Ámadóttur, Stokks- eyri eftir ísak Harðarson og Skugginn í tebollanum eftir jap- anska ljóðskáldið_ Kobayashi Issa í þýðingu Óskars Áma Óskarssonar og skáldsögunum Dordingull, bamabók eför Svein Einarsson, Grandavegur 7 eftir Vigdfsi Grimsdóttur, Þorvaldur Víðförli eftir Áma Bergmann, Höfuðskepnur - Ástarbréfaþjónusta eftir Þór- unni Valdimarsdóttur og Þrí- leikur eftír Jónínu Leósdóttur og úr ævisögunum Veistu ef þú vin átt, minningum Aðal- heiðar Hólm Spans sem Þor- valdur Kristmsson skráði, Kveðja frá annarri strönd eftír Steinunni Jóhannesdóttur og Riðið á vaðið, þættír úr lífi Ein- ars Bollasonar, eftir Heimi Karisson. Jólatónleikar Blásara- kvintetts Reykjavíkur HINIR árlegu jólatónleikar Blásarakvintetts Reykjavfkur og félaga verða í kvöld, mið- vikudaginn 7. desember, f Kristskirkju, Landakotl Leiknar verða serenöður og divertimento fyrir blásara og að venju em tónleikamir haldn- ir undir heitinu Kvöldlokkur á jólaföstu, en orðið kvöldlokka hefur nú unnið sér fastan sess sem þýðing á serenöðu. Að þessu sinni verða leikin þijú verk eftír Wolfgang Amad- eus Mozart: Adagio í B-dúr K.V. 411, Divertímento í B-dúr K 270 og Serenaða í Es-dúr K. 375 fyrir átta blásara. Auk þess verður flutt hið fræga stef og tílbrigði Handels, sem þekkt er undir nafninu Jámsmiðurinn söngvísi. Tónleikamir heíjast kl. 21 Tónleikar á Kjarvals- stöðum TÓNLEIKAR með bresku hljómsveitinni „The Hafler trio“ verða haldnir á Kjarvalsstöðum fimmtudaginn 8. desember kl. 20.30. í hljómsveitinni er meðal annars hljóðmaðurinn Andrew McKenzie. Andrew hefur staKð fyrir fjölda tónleika út um allan heim, auk þess em hann hefiir gefið út tugi geisladiska, segir í kynningu. Um þessar mundir tekur hann einnig þátt í sam- sýningu í Gerðubergi þar sem hann flytur frumsamda tónlist við verk Eddu Þórarinsdóttur. Andrew vinnur algjörlega með hljóð sem hann tengir saman á ýmsan máta, til dæmis með hjálp tölvutækni. íslenska hljómsveitin Reptílicus mun hita upp fyrir tónleikana. Aðgangseyrir er 400 kr. Líf í hers höndum BOKMENINTIR Ævimin ningar HERBRÚÐIR Höfundun Þóra Kristín Ásgeirsdóttír. Útg: Fróði 1994,240 bls. VERALDARVÖN og tælandi kona brosir til þín tvíræðu brosi frá kápu bókarinnar Herbrúðir, eftir Þóru Kristínu Ásgeirsdóttur. Sú mynd er þó harla ólík þeim komungu, ráð- villtu og leitandi stúlkum sem les- andinn kynníst við lestur bókarinnar. Allar eiga þær það sameiginlegt að hafa gifst amerískum hermönnum af Keflavíkurflugvelli og freistað gæf- unnar með þeim vestan hafs. í draumalandinu upplifðu sumar sína verstu martröð — aðrar komust betur af. í aðstæðum kvennanna er margt merkilega keimlíkt, í upphafi. Flestar koma þær frá efnalitlum heimilum, hafa ient í uppflosnuðu ástarsam- bandi og/eða ótímabærri þungun. Hjá sumum voru vandamál heimafyr- ir, drykkjuskapur eða heimilisofbeldi. Allar gengu þær í berhögg við fjöl- skyldur sínar þegar þær bundu trúss við sína heittelskuðu. Bókin er tileinkuð eánni þessara kvenna öðrum fremur, Þóru Finn- bogadóttur (Lállu Rabom), sem fædd er í Aðalvík á Homströndum, en nú búsett ásamt eiginmanni og bömum í Texas. Hvað ræður tileinkun bókar- innar er ekki skýrt nánar. Lesandi fær á tílfinninguna að konumar sem fjallað er um þekkist innbyrðis, án þess að það komi beinlínis fram. Sög- ur þeirra em sagðar hver með ann- arri og þeim eru gerð misgóð skil. Sú skörun sem verður milli sagnanna gefur misgóðan árangur og ruglar tímaskyn. En það er saga Lillu sem liggur eins og hlykkjóttur slóði í gegnum bókina alla. Höfundur er mistæk- ur í úrvinnslu á efnivið sínum. Á köflum er málfar lipurt og hæfi- lega enskuskotið í sam- ræmi við viðfangsefnið og tíðarandann. Hið síð- astnefnda getur þó gengið of langt, t.d. þegar talið berst að umhverfi utan Keflavík- urflugvallar. Óþarfi er að tala um „steisjónbíl" (124), „greihándrútu" (136, 205), „beis“ (216) og „treiler" (193), þeg- ar verið er að lýsa að- stæðum í Ameríku. Það leynir sér ekki að höfundur hefur kynnt sér vel húsaskipan á Keflavíkurflugvelli og staðhætti á Suðumesjum. Öllu því er vel og ná- kvæmlega lýst — jafnvel aðeins of nákvæmlega (t.d. 8-12). Höfundur á þó „sínar stundir" með góðum sprett- um í frásögninni. Sérstaklega var mér skemmt við lýsingu á drykk- felldri offíserafrú sem olli húsbmna á Kirkjuveginum (106-107). Á móti því vega hinsvegar afleitír kaflar með hugtakabrengli og slakri málbeit- ingu. Skulu hér tilfærð verstu dæmin: „... meðan hann stakk upp í sig arabískri geit með vinstri hendinní ..." ( 217 — nægði honum ekki kjöt- ið?). "... það fær enginn í hnén eins og sextán ára stelpa sem hefur heils- að þeim sem ekki áttí að heilsa. Þeim sem enn er óþekkt stærð." (215 - heilsaði hún stærðfræðiformúlu?). „Hann er ekki einstaklingur, heldur hópur, og þannig deyr hann ekki heldur verður áfram tíl.“ (217 - ???). „Tímanum fleygði fram, þökk sé þeim.“ (32) Það er einkum í síðari hluta bókar- innar sem stflþrif verða slitrótt og slöpp. Er engu líkara en að höfundur þreytist eftir því sem á bókina líður. Frásagnir — óviðkomandi söguefn- inu — eru af einhveijum ástæðum mest áberandi í köflum um Ónnu Vil- hjálms. Þar er m.a. að finna óviðeigandi lýs- ingu á dauðastríði móð- ur hennar, þar sem and- arslitur konunnar eru útlistuð I smáatriðum. Verður ekki séð að sú frásögn þjóni neinum tíl- gangi, hvorki listrænum né sannfræðilegum (227). Á öðrum stöðum er hinsvegar hvimleið ónákvæmni, Ld. þar sem einn unnust- inn bókstaflega yngist um fimm ár á nokkrum vikum (sjá 169 og 172). Þá er greinamerkjasetning viða í ólestri, eins og meðfylgjandi tilvitnun ber með sér. „Þar sem Kanamir voru jafnan svo fínir í tauinu á fyrirhafnar- lausan hátt og endumýjun varð í fata- skápum þeirra þó að íslensku búðim- ar væru tuttugu árum á eftir tísk- unni hlutu að vakna spumingar um hvemig hægt væri að eignast hlut- deild i ævintýrinu" (32). Það er skapraun að sjá athygiis- verða bók líða fyrir hroðvirkni — því að möigu ieyti er þetta góð bók og fróðleg. Trúverðugar eru lýsingar á andrúmsloftinu í hemum og íslensk- um tíðaranda fram á áttunda áratug- inn, að ógleymdum tilfmningum og væntíngum kvennanna sjálfra. Hins- vegar geldur viðfangsefnið fyrir ósjálfstæði í úrvinnslu og hugsanlega tímahrak, því sá grunur hlýtur að kvikna að frá bókinni hafi verið geng- ið í flýti. Formáli eða eftirmáli þar sem lýst er forsendum fyrir efnistök- um hefði ekki komið að sök, né held- ur nafnaskrá. Hvors tveggja saknaði ég við lesturinn. Ólína Þorvarðardóttir. Þóra Kristín Ásgeirsdóttír Silbinærföt Úr 100% silfei, sem er hfýtt í feulda en svalt í hita. Þau henta bæði úti sem inni — á fjöllum sem í borg. Síðar buxur og rúlluferagabolur eru td. frábær náttföt. Þeim fjölgar á hverju ári sem gefa vinum og ættingjum nærföt í jólagjöf — Stór innfeaup gcfa góöan afslátt. OQ S kr. 3.300,- M kr. 3.300,- l kr. 4.140,- XL kr.4.140,- XXL kr.4.140,- R: XS kt 5.885,- S kt 5.885,- M kr. 5.885,- kr. 7.425,- XI kr. 7.425,- XS kr. 5.170,- S kt 5.170,- U M kr. 6.160,- /tVT} I kr.6.160,- I [ XL kr. 6.930,- l“J XXLkt 6.930,- ffl S kr. 5.940,- M kt 5.940,- l kr. 7.480,- XL kt 7.480,- XXI kt 7.480,- Mlfflllll'^ XS kr. 6.990,- 5 kt 6.990,- M kr. 6.990,- L kr. 7.920,- XL kt 7.920,- /Of €■9 S kr.7.150,- M kr.7.150,- L kt 7.995,- XL kr. 7.995,- XXI kr. 7.995,- 43 O □ XS kr. 4.365,- S kt 4.365,- M kr. 4.365,- L kr. 5.280,- XI kr. 5.280,- XXL kr. 5280,- XS kt 5300,- S kt 5.500,- M kr. 6.820,- L kr. 6.820,- XI kr. 7700,- XXL kt 7.700,- XS kr. 7.150,- kr.7.150,- kr. 8.250,- ktB.250,- XL kt 9.350,- XXL ki. 9.350,- R tf 60 kr. 2.750,- 70 kt 2.750,- 60 kt 2J95,- 70 kt 2.795,- 80-100 kr. 2.970,- 110-130 kr. 3.410,- 140-150 Itt 4.235,- S kr. 9.980,- ' Jlj M kr.9.980,- [J L kt 9.980,- Q 0-4 mnn. kr. 2.310,- 4-9 món. kr. 2.310,- 9-16 món.kt 2.310,- S kr. 3.560,- M kr. 3.820,- l kt 3.995,- O %«im» 80-100 kr. 3.300,- 110-130 kr. 3.740,- 140-150 kr. 4.620,- 80% ull - 20% silki Tf S kr. 2.970,- M kr. 2970,- L kr. 2.970,- 0-1 órs kr. 1.980,- 2-4 ón kr. 1.980,- 5-7 úrs kt 1.980,- Full. kr. 2.240,- ^ILlUilll—> XS kr. 3.960,- S kr. 3.960,- I \ M kr. 3.960,- LAi L kr. 4.730,- XL kr. 4.730,- 80-100 kr 3.130,- 110-130 kr. 4.290,- 140-150 kr. 4.950,- 80% ull - 20% silki S kr. 3.255,- M kr. 3.255,- L kr. 3.255,- Einnig höfum viö nærföt úr 100% lambsuO (Merinó) ullinni sem efefei stingur, angóru, kanínuullarnærföt í fimm þykktum, bnjáhlífar, mittishlífar, axlahlífar, olnbogahlífar, úlnliöahlífar, varmasofefea og varmasfeó. Nærföt og náttkjóla úr 100% lífrænt ræfetaðri bómull. I öllum þessum gerðum eru nærfötin til í barna-, feonu- og feariastærðum. Yfir 800 vöruoúmer. NóllúrulækningabúSin Laugavegi 25, símar 10262 og 10263, fax 621901 Nýjar bækur Trúarbrögð mann- kyns eftir Signrbjörn Einarsson biskup ÚT ER komin bókin Trú- arbrögð mannkyns eftir Sigurbjöm Einarsson, biskup. Trúarbrögð mannkyns er yfirlítsrit yfir trúar- brögð heimsins, önnur en kristindóm og er hún eina verk sinnar tegundar á íslensku. Trúarbrögð mannkyns var fyrst gefin út 1954 en er nú komin út á ný í endurskoðaðri útgáfu. I bókinni er fjallað um helstu irúarbrögð, eins og Búddha- dóm, Múhammed og íslam, trú- arbrögð Indveija, Kínverja og Jap- ana, Egypta, kaldea, írana, Hellena og Rómverja, auk frumstæðra trúar- bragða. Dr. Sigurbjöm Einarsson ! formála höfundar, dr. Sigurbjöms Einarssonar, biskups, segir meðal ann- ars: „Þessari bók er sá stakkur skorinn að hún fellir undan kristna trú, sem á fleiri játendur með- al jarðarbúa en önnur trúarbrögð mannskyns. Erindi þessarar bökar er að hjálpa íslenskum les- endum til þess að skyggn- ast um utan dyranna á trúarlegnm heimkynnum sínum. Það er takmark hennar og takmorkun." útgefandi er Skálholtsúgáfan, út- gáfufélag þjóðkirkjunnar. Bókin er 377 bls. að stærð, prýdd fjölda mynda. Steindórsprent - Gutenberg prentaði. Verð er kr. 2.980. Guð og mamma hans eftir Jóhönnu Sveinsdóttur LJÓÐABOKIN Guð og mamma hans eftir Jó- hönnu Sveinsdóttur er komin út. Meðal yrkisefna em ást, erótík, ferðalög, framandi fólk og suðrið, „Mörg ljóðanna í þess- ari bók lýsa djúpstæðri ævintýraþrá og þekk- ingarleit höfundar, en einnig er slegið á þjóð- lega strengi," segir í kynningu útgefanda. Þetta er fyrsta Ijóðabók Jóhönnu en hún er eink- um þekkt sem blaðakona og matkráka. Útgefandi er Mál og menning. Bókin er 58 bls., unnin í G. Ben.- Eddu prentstofu hf. Kápu hannaði Haraldur Jónsson. Verð 1.690 Jóhanna Sveinsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.