Morgunblaðið - 07.12.1994, Side 20

Morgunblaðið - 07.12.1994, Side 20
20 MIÐVIKUDAGUR 7. DESEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Bókadag- skrá Lista- klúbbsins ÖNNUR bókadagskrá Lásta- klúbbs Leikhúskjallarans í des- ember verður í kvöld, miðviku- daginn 7. desember. Þá verður lesið úr ljóðabók- unum Engili í snjónum eftir Nínu Björk Ámadóttur, Stokks- eyri eftir ísak Harðarson og Skugginn í tebollanum eftir jap- anska ljóðskáldið_ Kobayashi Issa í þýðingu Óskars Áma Óskarssonar og skáldsögunum Dordingull, bamabók eför Svein Einarsson, Grandavegur 7 eftir Vigdfsi Grimsdóttur, Þorvaldur Víðförli eftir Áma Bergmann, Höfuðskepnur - Ástarbréfaþjónusta eftir Þór- unni Valdimarsdóttur og Þrí- leikur eftír Jónínu Leósdóttur og úr ævisögunum Veistu ef þú vin átt, minningum Aðal- heiðar Hólm Spans sem Þor- valdur Kristmsson skráði, Kveðja frá annarri strönd eftír Steinunni Jóhannesdóttur og Riðið á vaðið, þættír úr lífi Ein- ars Bollasonar, eftir Heimi Karisson. Jólatónleikar Blásara- kvintetts Reykjavíkur HINIR árlegu jólatónleikar Blásarakvintetts Reykjavfkur og félaga verða í kvöld, mið- vikudaginn 7. desember, f Kristskirkju, Landakotl Leiknar verða serenöður og divertimento fyrir blásara og að venju em tónleikamir haldn- ir undir heitinu Kvöldlokkur á jólaföstu, en orðið kvöldlokka hefur nú unnið sér fastan sess sem þýðing á serenöðu. Að þessu sinni verða leikin þijú verk eftír Wolfgang Amad- eus Mozart: Adagio í B-dúr K.V. 411, Divertímento í B-dúr K 270 og Serenaða í Es-dúr K. 375 fyrir átta blásara. Auk þess verður flutt hið fræga stef og tílbrigði Handels, sem þekkt er undir nafninu Jámsmiðurinn söngvísi. Tónleikamir heíjast kl. 21 Tónleikar á Kjarvals- stöðum TÓNLEIKAR með bresku hljómsveitinni „The Hafler trio“ verða haldnir á Kjarvalsstöðum fimmtudaginn 8. desember kl. 20.30. í hljómsveitinni er meðal annars hljóðmaðurinn Andrew McKenzie. Andrew hefur staKð fyrir fjölda tónleika út um allan heim, auk þess em hann hefiir gefið út tugi geisladiska, segir í kynningu. Um þessar mundir tekur hann einnig þátt í sam- sýningu í Gerðubergi þar sem hann flytur frumsamda tónlist við verk Eddu Þórarinsdóttur. Andrew vinnur algjörlega með hljóð sem hann tengir saman á ýmsan máta, til dæmis með hjálp tölvutækni. íslenska hljómsveitin Reptílicus mun hita upp fyrir tónleikana. Aðgangseyrir er 400 kr. Líf í hers höndum BOKMENINTIR Ævimin ningar HERBRÚÐIR Höfundun Þóra Kristín Ásgeirsdóttír. Útg: Fróði 1994,240 bls. VERALDARVÖN og tælandi kona brosir til þín tvíræðu brosi frá kápu bókarinnar Herbrúðir, eftir Þóru Kristínu Ásgeirsdóttur. Sú mynd er þó harla ólík þeim komungu, ráð- villtu og leitandi stúlkum sem les- andinn kynníst við lestur bókarinnar. Allar eiga þær það sameiginlegt að hafa gifst amerískum hermönnum af Keflavíkurflugvelli og freistað gæf- unnar með þeim vestan hafs. í draumalandinu upplifðu sumar sína verstu martröð — aðrar komust betur af. í aðstæðum kvennanna er margt merkilega keimlíkt, í upphafi. Flestar koma þær frá efnalitlum heimilum, hafa ient í uppflosnuðu ástarsam- bandi og/eða ótímabærri þungun. Hjá sumum voru vandamál heimafyr- ir, drykkjuskapur eða heimilisofbeldi. Allar gengu þær í berhögg við fjöl- skyldur sínar þegar þær bundu trúss við sína heittelskuðu. Bókin er tileinkuð eánni þessara kvenna öðrum fremur, Þóru Finn- bogadóttur (Lállu Rabom), sem fædd er í Aðalvík á Homströndum, en nú búsett ásamt eiginmanni og bömum í Texas. Hvað ræður tileinkun bókar- innar er ekki skýrt nánar. Lesandi fær á tílfinninguna að konumar sem fjallað er um þekkist innbyrðis, án þess að það komi beinlínis fram. Sög- ur þeirra em sagðar hver með ann- arri og þeim eru gerð misgóð skil. Sú skörun sem verður milli sagnanna gefur misgóðan árangur og ruglar tímaskyn. En það er saga Lillu sem liggur eins og hlykkjóttur slóði í gegnum bókina alla. Höfundur er mistæk- ur í úrvinnslu á efnivið sínum. Á köflum er málfar lipurt og hæfi- lega enskuskotið í sam- ræmi við viðfangsefnið og tíðarandann. Hið síð- astnefnda getur þó gengið of langt, t.d. þegar talið berst að umhverfi utan Keflavík- urflugvallar. Óþarfi er að tala um „steisjónbíl" (124), „greihándrútu" (136, 205), „beis“ (216) og „treiler" (193), þeg- ar verið er að lýsa að- stæðum í Ameríku. Það leynir sér ekki að höfundur hefur kynnt sér vel húsaskipan á Keflavíkurflugvelli og staðhætti á Suðumesjum. Öllu því er vel og ná- kvæmlega lýst — jafnvel aðeins of nákvæmlega (t.d. 8-12). Höfundur á þó „sínar stundir" með góðum sprett- um í frásögninni. Sérstaklega var mér skemmt við lýsingu á drykk- felldri offíserafrú sem olli húsbmna á Kirkjuveginum (106-107). Á móti því vega hinsvegar afleitír kaflar með hugtakabrengli og slakri málbeit- ingu. Skulu hér tilfærð verstu dæmin: „... meðan hann stakk upp í sig arabískri geit með vinstri hendinní ..." ( 217 — nægði honum ekki kjöt- ið?). "... það fær enginn í hnén eins og sextán ára stelpa sem hefur heils- að þeim sem ekki áttí að heilsa. Þeim sem enn er óþekkt stærð." (215 - heilsaði hún stærðfræðiformúlu?). „Hann er ekki einstaklingur, heldur hópur, og þannig deyr hann ekki heldur verður áfram tíl.“ (217 - ???). „Tímanum fleygði fram, þökk sé þeim.“ (32) Það er einkum í síðari hluta bókar- innar sem stflþrif verða slitrótt og slöpp. Er engu líkara en að höfundur þreytist eftir því sem á bókina líður. Frásagnir — óviðkomandi söguefn- inu — eru af einhveijum ástæðum mest áberandi í köflum um Ónnu Vil- hjálms. Þar er m.a. að finna óviðeigandi lýs- ingu á dauðastríði móð- ur hennar, þar sem and- arslitur konunnar eru útlistuð I smáatriðum. Verður ekki séð að sú frásögn þjóni neinum tíl- gangi, hvorki listrænum né sannfræðilegum (227). Á öðrum stöðum er hinsvegar hvimleið ónákvæmni, Ld. þar sem einn unnust- inn bókstaflega yngist um fimm ár á nokkrum vikum (sjá 169 og 172). Þá er greinamerkjasetning viða í ólestri, eins og meðfylgjandi tilvitnun ber með sér. „Þar sem Kanamir voru jafnan svo fínir í tauinu á fyrirhafnar- lausan hátt og endumýjun varð í fata- skápum þeirra þó að íslensku búðim- ar væru tuttugu árum á eftir tísk- unni hlutu að vakna spumingar um hvemig hægt væri að eignast hlut- deild i ævintýrinu" (32). Það er skapraun að sjá athygiis- verða bók líða fyrir hroðvirkni — því að möigu ieyti er þetta góð bók og fróðleg. Trúverðugar eru lýsingar á andrúmsloftinu í hemum og íslensk- um tíðaranda fram á áttunda áratug- inn, að ógleymdum tilfmningum og væntíngum kvennanna sjálfra. Hins- vegar geldur viðfangsefnið fyrir ósjálfstæði í úrvinnslu og hugsanlega tímahrak, því sá grunur hlýtur að kvikna að frá bókinni hafi verið geng- ið í flýti. Formáli eða eftirmáli þar sem lýst er forsendum fyrir efnistök- um hefði ekki komið að sök, né held- ur nafnaskrá. Hvors tveggja saknaði ég við lesturinn. Ólína Þorvarðardóttir. Þóra Kristín Ásgeirsdóttír Silbinærföt Úr 100% silfei, sem er hfýtt í feulda en svalt í hita. Þau henta bæði úti sem inni — á fjöllum sem í borg. Síðar buxur og rúlluferagabolur eru td. frábær náttföt. Þeim fjölgar á hverju ári sem gefa vinum og ættingjum nærföt í jólagjöf — Stór innfeaup gcfa góöan afslátt. OQ S kr. 3.300,- M kr. 3.300,- l kr. 4.140,- XL kr.4.140,- XXL kr.4.140,- R: XS kt 5.885,- S kt 5.885,- M kr. 5.885,- kr. 7.425,- XI kr. 7.425,- XS kr. 5.170,- S kt 5.170,- U M kr. 6.160,- /tVT} I kr.6.160,- I [ XL kr. 6.930,- l“J XXLkt 6.930,- ffl S kr. 5.940,- M kt 5.940,- l kr. 7.480,- XL kt 7.480,- XXI kt 7.480,- Mlfflllll'^ XS kr. 6.990,- 5 kt 6.990,- M kr. 6.990,- L kr. 7.920,- XL kt 7.920,- /Of €■9 S kr.7.150,- M kr.7.150,- L kt 7.995,- XL kr. 7.995,- XXI kr. 7.995,- 43 O □ XS kr. 4.365,- S kt 4.365,- M kr. 4.365,- L kr. 5.280,- XI kr. 5.280,- XXL kr. 5280,- XS kt 5300,- S kt 5.500,- M kr. 6.820,- L kr. 6.820,- XI kr. 7700,- XXL kt 7.700,- XS kr. 7.150,- kr.7.150,- kr. 8.250,- ktB.250,- XL kt 9.350,- XXL ki. 9.350,- R tf 60 kr. 2.750,- 70 kt 2.750,- 60 kt 2J95,- 70 kt 2.795,- 80-100 kr. 2.970,- 110-130 kr. 3.410,- 140-150 Itt 4.235,- S kr. 9.980,- ' Jlj M kr.9.980,- [J L kt 9.980,- Q 0-4 mnn. kr. 2.310,- 4-9 món. kr. 2.310,- 9-16 món.kt 2.310,- S kr. 3.560,- M kr. 3.820,- l kt 3.995,- O %«im» 80-100 kr. 3.300,- 110-130 kr. 3.740,- 140-150 kr. 4.620,- 80% ull - 20% silki Tf S kr. 2.970,- M kr. 2970,- L kr. 2.970,- 0-1 órs kr. 1.980,- 2-4 ón kr. 1.980,- 5-7 úrs kt 1.980,- Full. kr. 2.240,- ^ILlUilll—> XS kr. 3.960,- S kr. 3.960,- I \ M kr. 3.960,- LAi L kr. 4.730,- XL kr. 4.730,- 80-100 kr 3.130,- 110-130 kr. 4.290,- 140-150 kr. 4.950,- 80% ull - 20% silki S kr. 3.255,- M kr. 3.255,- L kr. 3.255,- Einnig höfum viö nærföt úr 100% lambsuO (Merinó) ullinni sem efefei stingur, angóru, kanínuullarnærföt í fimm þykktum, bnjáhlífar, mittishlífar, axlahlífar, olnbogahlífar, úlnliöahlífar, varmasofefea og varmasfeó. Nærföt og náttkjóla úr 100% lífrænt ræfetaðri bómull. I öllum þessum gerðum eru nærfötin til í barna-, feonu- og feariastærðum. Yfir 800 vöruoúmer. NóllúrulækningabúSin Laugavegi 25, símar 10262 og 10263, fax 621901 Nýjar bækur Trúarbrögð mann- kyns eftir Signrbjörn Einarsson biskup ÚT ER komin bókin Trú- arbrögð mannkyns eftir Sigurbjöm Einarsson, biskup. Trúarbrögð mannkyns er yfirlítsrit yfir trúar- brögð heimsins, önnur en kristindóm og er hún eina verk sinnar tegundar á íslensku. Trúarbrögð mannkyns var fyrst gefin út 1954 en er nú komin út á ný í endurskoðaðri útgáfu. I bókinni er fjallað um helstu irúarbrögð, eins og Búddha- dóm, Múhammed og íslam, trú- arbrögð Indveija, Kínverja og Jap- ana, Egypta, kaldea, írana, Hellena og Rómverja, auk frumstæðra trúar- bragða. Dr. Sigurbjöm Einarsson ! formála höfundar, dr. Sigurbjöms Einarssonar, biskups, segir meðal ann- ars: „Þessari bók er sá stakkur skorinn að hún fellir undan kristna trú, sem á fleiri játendur með- al jarðarbúa en önnur trúarbrögð mannskyns. Erindi þessarar bökar er að hjálpa íslenskum les- endum til þess að skyggn- ast um utan dyranna á trúarlegnm heimkynnum sínum. Það er takmark hennar og takmorkun." útgefandi er Skálholtsúgáfan, út- gáfufélag þjóðkirkjunnar. Bókin er 377 bls. að stærð, prýdd fjölda mynda. Steindórsprent - Gutenberg prentaði. Verð er kr. 2.980. Guð og mamma hans eftir Jóhönnu Sveinsdóttur LJÓÐABOKIN Guð og mamma hans eftir Jó- hönnu Sveinsdóttur er komin út. Meðal yrkisefna em ást, erótík, ferðalög, framandi fólk og suðrið, „Mörg ljóðanna í þess- ari bók lýsa djúpstæðri ævintýraþrá og þekk- ingarleit höfundar, en einnig er slegið á þjóð- lega strengi," segir í kynningu útgefanda. Þetta er fyrsta Ijóðabók Jóhönnu en hún er eink- um þekkt sem blaðakona og matkráka. Útgefandi er Mál og menning. Bókin er 58 bls., unnin í G. Ben.- Eddu prentstofu hf. Kápu hannaði Haraldur Jónsson. Verð 1.690 Jóhanna Sveinsdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.