Morgunblaðið - 07.12.1994, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 07.12.1994, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR MIÐVIKUDAGUR 7. DESEMBER 1994 21 Nýjar bækur Aðventutónar TONLIST Kristskirkju SELKÓRINN Selkórinn; Jón Karl Einarsson stjóm- andi, Friðrik Vignir Stefánsson org- el, Þuríður Guðný Sigurðardóttir sópran, Eiríkur Hreinn Helgason baritón. Fimmtudagur 1. desember. TÓNLEIKARNIR hófust með or- g-elleik Friðriks Vignis. Andantino í g-moll eftir Cesar Franck, einskonar forleikur að söng Selkórsins. Þetta er ekki sérlega áhugaverð tónsmíð, þó ekki óáheyrileg, en hefði notið sín betur aðeins hægar leikin. Selkórinn byijaði á þrem gömlum kirkjulögum, tveim í útsetningu Jóns Þórarinssonar, Borinn er sveinn í Betlehem, úr Grallaranum og Jesú mín morgunstjarna, bæði mjög smekklega útsett, þó sérstaklega það fyrra, Borinn er sveinn ..., sem er hrein perla, bæði lag og útsetning. Þriðja lagið var Kom þú, kom, vor Immanuel, í útsetningu Róberts Abrahams Ottóssonar. Lögin voru öll flutt af innileik, en . nokkuð áberandi var að raddbeit- ingu, sérstaklega herranna, var nokkuð áfátt. Of mikið loft var á röddunum og náði röddin því ekki endurhljóm. Sama var um textafram- burð, þar var of lint tekið á samhljóð- unum. Að því leyti er hljómburður, líkur þeim í Kristskirkju, hættulegur söngvaranum, að honum finnst auð- velt og létt að syngja við slíkar að- stæður, en þar liggur einmitt hætt- an, söngvaranum hættir til að slaka á í sambandi við raddbeitingu og textaframburð. Reyndin er að þá þarf jafnvel ennþá meiri einbeitingu við raddbeitinguna og textaframburð verður að yfirdrífa, ef komast á til skila. Suite Gothique eftir Boellmann hefur orðið vinsæl hér á landi, jafnt hjá svokölluðum útlærðum orgelleik- urum sem og nemendum á flestum stigum námsins. Svítan er þó ekki hættulaus í flutningi og leynast í henni gildrur sem sýna gjarnan hvort nemandinn hefur stundað vel fornám sitt, þ.e. gamla Bach. Menuettinn þarf að vera mjög agaður í takti, bænin missii marks ef hún er spiluð mjög fijálst í takti og var, því miður, allt um of í þetta sinn. Toccötuna heldur maður auð- velda, en séu einhverjar veilur í und- irbúningnum stinga þær gjarnan upp kollinum á tónleikum. Þessa reynslu verða flestir ungir tónflytjendur að ganga í gegn um, en ánægjulegt var, eigi að síður, að kynnast nýjum ungum orgelleikara. Requiem Gabriels Faure er fagurt verk þrátt fyrir nokkuð óvenjulega formgerð þess, ekki aðeins að hinum hefðbundna Dies Irae-þætti er sleppt, heldur og bætt inn titlum sem ekki eru hefðbundnir. Segja má að Libera me eigi að einhveiju leyti að koma í stað Dies Irae, þótt allt annars stað- ar sé staðsett í verkinu en venjan er. Kórinn söng verkið frá orgelpaliin- um og er mér algjörlega óskiljanlegt hvemig allur hópurinn hefur komist þar fyrir og vom þrengslin kannske ástæðan fyrir því að nokkurs óhrein- leika gætti stundum í samspili orgels og kórs. Þrátt fyrir hægar og róman- tískar línur verksins, hefði ég kosið, á stundum, skarpari útlínur, ákveðn- ari innkomur og stundum dramatísk- ari átök, en kannske var ástæðan erfiðar aðstæður á orgelloftinu. Fallega hljómaði þó söngurinn oft til okkar áheyrenda og sérlega þó rödd Eiríks Hreins og meðferð hans á efninu var mjög góð. Faðir vor, lag Jóns Ásgeirssonar, söng kórinn í lok- in frá altarinu og var það fallegur endir á þessum aðventutónleikum. Ragnar Björnsson • DEKURDRENGIR á dreifbýl- isbomsum er eftir Hildi Einars- dóttur og er fyrsta bók hennar en hún hefur lengi fengist við ritstörf og blaðamennsku. Bókin fjallar um Reykjavíkur- strák sem býr við gott atlæti heima hjá sér en er dálítið baldinn og fyrir- ferðarmikill og foreldrum hans finnst prakkarastrik hans og félag- anna ganga helst til langt og ákveða að senda hann í sveit. í sveitinni hefst ný tilvera hjá stráknum. Útgefandi er Fróði. Bókin erprent- uð í G.Ben - Edda Prentstofa hf. Kápuhönnun annaðist Guðmundur Ragnar Steingrímsson. • SÖNGUR Salómons er skáld- saga eftir bandaríska Nóbelsverð- launahöfundinn Toni Morrison. Söngur Salómons er ein þekktasta skáldsaga höfundarins. í kynningu útgefanda segir: „Sag- an segir frá ungum blökkumanni, Milkman, og ijölskyldu hans, en þótt frásögnin hverfist um eina fjöl- skyldu er í raun um að ræða skáld- verk sem spannar heila öld í sögu bandarískra blökkumanna. Sagan er skrifuð af fádæma snilld: saman við kaldan og grimmilegan veruleik- ann vefur Morrison djúpum mann- skilningi og kærleika. Þetta er frá- sagnarlist eins og hún gerist best.“ Útgefandi er Forlagið. Úlfar Hjör- varþýddi bókina en hún er 293 bls. að stærð, prentuð hjá Prentsmiðj- unni Odda hf. Kápu gerði Jón Ás- geir Hreinsson. Bókin kostar 3.380 kr. • EKKERT varir að eilífu eftir Sidney Sheldon. Þýðandi er Her- steinn Pálsson. Hér þrífur Sidney Sheldon lesandann inn í heim spít- ala í San Francisco, þar sem þijár konur í læknastétt eru miðpunktur í örlagadansi. Útgefandi er Skjaidborg. Bókin er 300 bls. ogkostar 2.480 krónur. Jólastemning í Súlnasal 17. desember Glæsilegt jólahlaðborð og fjölbreytt skemmtiatriði: Kór Laugarneskirkju. Bossa Nova bandið með splunkunýja dagskrá. Egill Ólafsson og Guðrún María Finnbogadóttir (sigurvegari í Tón- vakakeppni RÚV 1994). Jónas Þórir og Jónas Dagbjartsson. Hljómsveitin Saga Klass, ásamt söngvurunum Reyni Guðmundssyni og Guðrúnu Gunnarsdóttur, leikur fyrir dansi til kl. 3. Verð: 2.700 kr. Athugið, uppseltþann 10. desember. Borðapantanir eru í síma 29900. Jólahlaðborð í Skrúði, opið alla daga til 22. desember Úrval ljúfifengra jólarétta á notalegum stað. Tónlistarflutningur er í höndum Jónasar Þóris og Jónasar Dagbjartssonar. Verð í hádeginu: 1.650 kr. Verð á kvöldin: 2.490 kr. - þín jólasaga! KALLA KANINU KLÚBBURINN! DREOIÐ HEFUR VERID í FYRSTA VERÐLAUNAPOTTI NESQUIK LEIKSINSOC MUNU EFTIRTALDIR VINNIN6SHAFAR FÁ VINNINGA SENDA. NÆST VERDUR DRECID 15.DESEMBER. 1. VINNINGUR: MONGOOSE THRESHOLD FJALLAHJÓL. SICRÚN HEIÐA SVEINSDÓTTIR, SANDHÓLAR, 641 HÚSAVÍK. 2. -6. VINNINCUR NESQUIK SNJÓÞOTUR. KRISTÍN ÓLAFSDÓTTIR, NORÐURBRAUT13, 531 HVAMMSTANCI. RUT HENDRIKSDÓTTIR, UNNARBRAUT13A, 170 SELTJARNARNES. BRYNDÍS CYDA STEFÁNSDÓTTIR, STICAHLÍD 6, 105 REYKJAVÍK. AÐALHEIÐUR BJQ.RK.MELABRAUT 2, 170 SELTJARNARNES. HALLDÓR RAFN HALLDÓRSSON, BÁRUCATA 4, 620 DALVÍK. 7.-21. VINNINCUR NESQUIK HANDKLÆÐI. MARCRÉTÁRNADÓTTIR, REYNIHÓLAR 1, 620 DALVÍK. ERLA KRISTÍN, ÖLDUCATA, 621 DALVÍK. RÚNAR ÓLASON, ÞÓRÓLFSCATA 21A, 310 BORCARNES. LENA ÍVARSDÓTTIR, SNÆLAND 7, 108 REYKJAVÍK. SARA ÓSK NÓADÓTTIR, HLÍÐARHJALLI 53, 200 KÓPAVOCUR. SÆDÍS SÆMUNDSDÓTTIR, BYLCJUBYCCÐ 31, 625 ÓLAFSFJÖRÐUR. STEINUNN MACNADÓTTIR, NEÐSTALEITI 7, 103 REYKJAVÍK. ARNA ÓSKARSDÓTTIR, HÁACERDi 17, 108 REYKJAVÍK. UNNUR EDDA DAVÍDSDÓTTIR, SILFURCÖTU 2, 340 HELCAFELLSSVEIT. RACNEIDAR HEIDAR HAUKSSON, ÁSVECUR 25, 760 BREIÐDÁLSVÍK. SICURCEIR KRISTJÁNSSON, HAMRABORC 28, 200 KÓPAVOCUR. ÓSKAR ÞÓR JÓNSSON, HRINCBRAUT 68, 220 HAFNARFJÖRÐUR. ELMASIF EINARSDÓTTIR, LAXÁRVIRKUN 5, AÐALDAL 641 HÚSAVÍK. ELÍN ÞORLEIFSDÓTTIR, JAKASEL 29, 109 REYKJAVÍK. DACUR SKÍRNIR ÓDINSSON, ECCERTSCÖTU 12, 101 REYKJAVÍK. 22.-36 VINNINCUR KALLI KANÍNA. VIKTOR BJARKI ÁRNASON, ÁLFATÚN 3, 200 KÓPAVOCUR. LILJA SVAVARSDÓTTIR, NEÐSTABERC 22, 111 REYKJAVÍK. PEDRO CARCIA, KRINCLAN 87, 103 REYKJAVÍK. CYDA RÓS BRACADÓTTIR, ÁLFASKEIÐ 90, 220 HAFNARFJÖRÐUR. HERMÍNA ERLA HARALDSDÓTTIR,LITLU HLÍÐ, VÍÐIDAL 531 HVAMMSTANCI. VALDÍS MARÍA EINARSDÓTTIR, SUNDSTRÆTI 24, 400 ÍSAFJÖRÐUR. HEIÐRÚN BJÖRCVINSDÓTTIR, REYNIBERC 1, 220 HAFNARFJÖRDUR. UNNUR ÁSBERCSDÓTTIR, HEINÁBERC 18, 801 ÖLFUSHREPPUR. HEIÐARÖRN SICURÐSSON, KÁRSNESBRAUT51, 200 KÓPAVOCUR. JÓN PÁLMAR RACNARSSSON, KOLBEINSÁ 1, 500 BRÚ(BÆJARHREPPUR). SÆVAR ÞÓR SVANLAUCSSON, ÖLDUCATA 5, 621 DALVÍK. CÍSLI BÖÐVAR CUDMUNDSSON, LYNCFELLI, 900 VESTMANNAEYJAR. MÁLFRÍDUR ÁRNADÓTTIR, FJARDARBRAUT 50, 755 STÖÐVARFJÖRÐUR. ÁSA BJÖRC INCIMARSDÓTTIR, LERKIHLÍÐ 2, 550 SAUDARKRÓKUR. MÁNI VIDAR HAFÞÓRSSON, AÐALBRAUT 36 675 RAUFARHÖFN. TIL HAMINGJU OC NJÓTIÐ VEL! ER ER MEÐ KVEOJU! MLU KaM«aIÁ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.