Morgunblaðið - 07.12.1994, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 07.12.1994, Blaðsíða 24
MORGUNBLAÐIÐ 24 MIÐVIKUDAGUR 7. DESEMBER 1994 Ingibjörg á valdi örlaganna TÓNLIST Þjóölcikhúsið SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT ÍSLANDS Sinfóníuhljómsveit íslands. Stjóni- andi Maurizio Barbacini. Ingibjörg Marteinsdóttir sem Leonora. Sunnu- dagur 4. desember. ÞAÐ ER ekki auvelt að stökkva inn í sýningu án hljómsveitaræfing- ar, ef rétt er. Að vísu er þetta allt- af að eiga sér stað í stóru atvinnu- leikhúsunum erlendis, en þá er venjulegast um mjög reynda söngv- ara að ræða. En í þessum hlutum högum við okkur eins og stórþjóð, hendum okkar lítt reyndu söngvur- um inn á sviðið. Hljómsveitaræfing- in kostar nefnilega peninga og þá er hægt að spara þegar óvanir eiga í hlut. í þetta sinn heppnaðist þó hlut- kestið, því Ingibjörg Marteinsdóttir stóð sig vægast sagt mjög vel í hlut- verki Leonóru. Eðlilega fann maður fyrir því að æfíngar með hljómsveit- inni vantaði, aðallega á þann veginn að erfitt var fyrir hana að átta sig á hversu veikt eða sterkt hún mátti syngja móti hljómsveitinni. Ingibjörg sýndi nýja Leonóru, þessi var ung og sveiflukennt skap einkenndi hana. Kannske má segja að meiri festa í persónumótun hefði klætt Leonóru, en þessi Leonóra var líka eftirminnileg og ekki er heldur hægt að heimta allt án mik- illa æfínga með hljómsveit og öllu. Ingibjörg hefur rödd með mikla tjáningarmöguleika og í kvöld sýndi hún að hú hefur einnig vald á piano(veikum)-söng, sem hljóm- aði oft mjög fallega. Ingibjörg hefur auðheyrilega undirbúið hlutverk Leonóru mjög vel og t.d. var textaframburður hennar áberandi skýr, sem ekki er algilt hjá sóprunum. Aðalatriðið er að Ingibjörg stóðst álagið, sýndi af sér nýjar og kannske óvæntar hliðar og í næstu lotu ætti hún að fá meira en tvær sýningar út úr pakkanum. Kristján hef ég ekki heyrt betri en á sýningunni í kvöld, nær því ótakmarkað raddmagn og ótrúlegt úthald fékk hárin til að rísa og hlýtur Kristján margar stjörnur fyrir kvöldið. Jóhann Sigurðsson sýndi, í litlu hlutverki, að hann þarf ekki miklu við að bæta til að vera vel gjaldgeng- ur í óperur — éf hann sjálfur vill. Sparaðu kr. 35.000 á ári fyrir heimilið! Ef þú bakar eitt brauð á dag í sjálfvirku EL-GENNEL brauðvélinni, sparar þú 35 þúsund krónur á ári í heimilisrekstrinum og getur að aukið boðið fólkinu þínu upp á nýbakað, ilmandi og hollt brauð án aukaefna! Vélin hnoðar, hevar og bakar algjörlega sjálfvirkt og notar lítið rafmagn. Nýja gerðin af þessari geysivinsælu vél, bakar nú stærri brauð og hægt er að velja um Ijósan, millidökkan eða dökkan baksturiíslenskar leiðbeiningar og _______________uppskriftir fylgja.__________ Takmarkað magn á jólatilboðsverði: Kr. 2(».9«0 stgr.^ REYKJA VÍKURS VÆÐI: Heimasmiðjan, Kringlunni Húsasmiójan, Skútuvogi Rafvörur hf., Armúla 5 H.G. Guðjónsson, Suöurveri Rafbúðin, Álfaskeiði 31, Hafnarf. Miðvangur, Hafnarfirði VESTURLAND: Rafþj. Sigurdórs, Akranesi Kf. Borgfirðinga, Borgarnesi Blómsturvellir, Hellissandi Versl. Hamrar, Grundarfiröi Versl. E. Stefánssonar, Búöardal VESTFIRÐIR: Kf. Króksfjarðar, Króksf. Skandi, Tálknafirði Kf. Dýrfiröinga, Pingeyri Umboðsmenn: Laufið, Bolungarvík Húsgagnaloftið, ísafirði Straumur, ísafirði Kf. Steingrímsfjarðar, Hólmavík NORÐURLAND: Kf. Hrútfirðinga, Borðeyri Kf. V-Húnvetninga, Hvammstanga Kf. Húnvetninga, Blönduósi Kf. Skagfirðinga, Sauðárkróki KEA, Akureyri og útibú Kf. Þingeyinga, Húsavík Kf. Langnesinga, Þórshöfn Versl. Sel, Skútustöðum A USTURLAND: Kf. Vopnfiröinga, Vopnafirði Rafvirkinn, Eskifirði Kf. Héraðsbúa, Seyðisfirði Kf. Héraösbúa, Egilsstöðum Kf. Fram, Neskaupstaö Kf. Hérðasbúa, Reyðarfirði Kf. Fáskrúðsfjaröar, Fáskrúðsfiröi Kf. A-Skaftfellinga; Djúpavogi Kf. A-Skaftfellinga, Höfn SUDURLAND: Kf. Rangæinga, Hvolsvelli Kf. Rangæinga, Rauðalæk Versl. Mosfell, Hellu Reynistaður, Vestmannaeyjum Kf. Árnesinga, Selfossi Kf. Árnesinga, Vík SUÐURNES: Samkaup, Keflavik Stapafell, Keflavík Einar Farestveit&Co.iif. Borgartúni 28 í? 622901 og 622900 LISTIR INGIBJÖRG Marteinnsdóttir Kristján Jóhannsson og Viðar Marteinsson. Áhrifamikil voru atriðin milli Kristjáns og Trond Halstein Moe. Moe hefur glæsilega rödd og er góður leikari, en efsta raddsvið hans missir stundum fókus og þptta er nokkuð sem hann, raddarinnar vegna, þarf að fá lagfært. Ragnar Björnsson Móri í himnaríki BOKMENNTIR Barnabók DRAUGUR í SJÖUNDA HIMNI eftir Kristínu Steinsdóttur. Vaka- Helgafell, 1994 -142 síður. EKKI er það algengt að barnabækur - eða yfir höfuð nokkrar bækur - eigi sér sögusvið í himnaríki. Eflaust er ein ástæðan sú að menn vita lítið um aðbúnað á þeim stað enda þótt allir hafi heyrt hans getið og líti hann hýru auga. En Kristín Steinsdóttir lætur ekki slíka smámuni aftra sér frá því að gera úr himnaríki sjö hæða stofnun þar sem sjöundi himirin er að sjálfsögðu eftirsókn- arverðastur. Þeir sem nýir koma til himna byija á fyrstu hæðinni og verða að feta sig upp á við. Aðalsöguhetjan er engillinn Gabríel Móri sem sum börn hafa áður kynnst í sögunni um drauginn sem ekki vildi dósagos. Móri er nú búinn að finna beinin sín og kominn til himnaríkis og við finnum hann í stórum grasgarði þar sem ótelj- andi englar sitja í hvítum kjólum með gyllta vængi og englahár, og hávaðinn er eins og í Krýsuvík- urbjargi. Eins og gefur að skilja eru englarnir margir og söguper- sónumar eru mjög margar nafn- greindar þótt þær hafi lítil sérein- kenni svo að nafnasúpan skiptir litlu máli. Þó má geta þess að þau eru öll heldur óveruleg eins og vera ber á englum og ekki nöfn sem algeng eru á Islendingum nútímans nema þá helst María. Lykla-Pétur er heldur fýldur ná- ungi og kemur fyrir sem þreyttur embættismaður og Debóra reynir að hald'a uppi lögum og reglu í Englaskólanum við litla hrifningu nemenda. Sagan gengur út á vandræði Móra í himnaríki. Hann verður fyrir miklum vonbrigðum þegar hann kemst að raun um að þarna er mikill agi og allir verða að læra einhver býsn af ljóðum og sálmum áður en þeir fá að fara lengra. Móra leiðist utanbókarlærdómur- inn og er einhvern veginn upp á kant við kerfíð. Hann vill bara fá að vera smali í dýraríkinu og þar bíða hans allar kindurnar sem hann gætti meðan hann var smali á jörðu niðri. En vandræði hans eru ekki þar með öll upp talin. Hann á greinilega í miklum vandræðum með að henda reiður á hlutun- um því að þótt beinin séu fundin þá man hann ekki hvað hann hét í lifanda lífi og það er ekkert gamanmál. Himnaríki Kristínar er náskylt því sem við kynntumst í Gullna hliðinu og þar má sjá og skynja viðhorf ís- lenskrar aldamóta- kynslóðar til þess besta sem þá þekkist. Þar er húsbúnaður og viðhorf til gæða lífsins bundin við fallega baðstofu, góðan rokk svo og góða töðu og væna sauði. Þó bregður fyrir glefsum úr nútímanum svo sem Jeremíasi með stresstöskuna sína sem á að koma með tillögur að endurskipu- lagningu á hluta stofnunarinnar. Engillinn Gabríel Móri er sann- ur ísbndingur og staðráðinn að snúa á kerfið. Honum tekst að smjúga alla leið upp í sjöunda him- in og tala við sjálfan guð og bera upp vandræði sín. Einnig tekst honum að gera guði smágreiða sem ekki spillir fyrir málarekstri hans. Sagan um Móra og afdrif hans í efstu hæðum er grínsaga þar sem atburðirnir skipta mestu máli. Hér er sáralítið lagt upp úr því að skapa persónur en þráðurinn rak- inn í gegnum atburði og skemmti- leg tilsvör. Kristín er góður sögu- maður og lætur vel að setja saman texta til að skemmta lesendum. Sigrún Klara Hannesdóttir. Kristín Steinsdóttir. Nýjar bækur • STEPLAN sem varhrædd við dýr heitir ný myndabók. Árni Bergmann skrifaði söguna og dótt- ir hans, Olga Bergmann myndlist- armaður, myndskreytti. Sagan er um stelpu sem hræðist öll dýr en yfirvinnur óttann eftir að kynnast dýrunum betur. Utgefandi er Mál og menning. Bók- in er 24 bls. ogprentuð í Singap- úr. Hún kostar 1.390 krónur. • ÍSLENSKi kirkjuklúbburinn hefur sent frá sér þjrár nýjar bæk- ur: Höfuðskepnur - Astarbréfa- þjónusta er ný skáldsaga eftir Þórunni Valdimarsdóttur. Ung kona, rithöfundur, skrifar ástarbréf eftir pöntun og fyrir væna þóknun viðtakandans. Bókin er 221 bls. og kostar 990 krónur. Hið undarlega mál Jekylls og Hydes og fleiri sögur eftir Robert Louis Stevenson. Sagan um hinn virðulega Jekyll lækni og fólið Hyde sem í honum býr kom fyrst úr árið 1886. Sagan birtist hér í nýrri þýðingu Arna óskarssonar. Þá eru í bókinini sögurnar „Mark- heirn" íþýðingu Arna Óskarsson- arog „Sumarskálinn ísandmót- unum“íþýðingu Guðmundar Finnbogasonar. Ú tgáfa þessi er gerð í tilefni af 100 ára ártíð Ste- . vensons. Bókin er 172 bls. ogkostar 799 krónur. Eldraunin eftir Béatrice Saub- in er sönn frásögn af ungri franskri stúlku sem hélt í ævintýraleit til Austurlanda. En ævintýrið snerist í skelfilegan harmleik. Guðrún Finnbogadóttir þýddi bók- ina sem er 335 bls. Hún kostar 799 krónur. • SJÁ VARBÖRN er bók fyrir börn eftir Braga Straumfjörð. Höfund- ur bókarinnar er betur þekktur sem dr. Bragi Jósepsson, prófessor í uppeldisfræði við Kennaraháskóla íslands og for- stöðumaður Námsefnisráð- gjafarinnar, sem er þjónustustarf- semi fyrir af- burðagreind börn. Undir skáldanafn- inu Kormákur Bragason hafa Bragi áður birst eftir Jósefsson höfundinn bæk- urnar Spíruskip og Djúpfryst Ijóð. Höfundurinn segir um bókina: „Ef til vill má segja að þetta sé vísinda- skáldsaga. Bókin er skrifuð fyrir börn og er víða reynt að vekja upp áleitnar spurningar um lífíð og til- veruna. Sagan er samspil raunveru- leika og fantasíu. Hún gerist í stríðslok í tilteknu sjávarplássi á Snæfellsnesi. Lýsingar á staðhátt- um eru raunverulegar. Örnefni, nöfn á jólum og hæðum, eyjum, bryggjum, bátum og jafnvel báta- vélum setja sterkan svip á sögusvið- ið.“ Útgefandi erLogi Bragason - bókadreifing. Bókin er 140 bls. Oddi prentaði. • ÆVINTÝRI á nýársnótt heitir ný myndabók eftir Árna Árnason. Halldór Baldursson myndlistar- maður myndskreytti. Á nýársnótt eru ýmsar kynjaverur á kreiki, kýrnar tala, álfar flytja búferlum og bjóða gull og gersemar á kross- götum. Gummi og félagar hans freista gæfunnar og eiga ævintýra- lega nýársnótt. Sagan gerist í nú- tíma veruleika en er öðrum þræði byggð á þjóðsögu. Útgefandi erMál ogmenning. Bók- in er24 bls. og prentuð íPrentsmiðj- unni Odda. Hún kostar 1.390 kr. • S TA FRÓFS VÍSUR heitir ný bók eftir Árna Sigurjónsson. Þar yrkir hann um stafina og teiknar myndir sem sýna líkingu einstakra starfa við ákveðna hluti. Einnig er ætlast til að börnin æfi sig í að skrifa þá eftir forskrift. Bókin er kilja. Útgefandi erMál ogmenning. Bók- in er 72 bls. ogprentuð í G. Ben/Eddu prentstofu hf. Hún kost- ar 790 krónur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.