Morgunblaðið - 07.12.1994, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 07.12.1994, Blaðsíða 36
36 MIÐVIKUDAGUR 7. DESEMBER 1994 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ JÓN HALLDÓRSSON + Jón Halldórs- • son fæddist að Miðdalsgröf í Steingrímsfirði hinn 23. apríl 1905. Hann andaðist á Hjúkrunarheimil- inu Sunnuhlíð Kópavogi 30. nóv- ember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Halldór Jóns- son, bóndi og fræðimaður, Mið- dalsgröf (f. 1871, d. 1912), og kona hans Elín Gróa Samúelsdóttir (f. 1884, d. 1971). Jón flutti ungur til ísafjarðar og bjó þar öll sín manndómsár. Hann starfaði þar lengst af sem bif- reiðarstjóri. Alsystkini Jóns voru Alfreð Halldórsson, bóndi í Kollafjarðarnesi (f. 1902, d. 1981); Eggert Hall- dórsson, meðeigandi Norðurt- angans á ísafirði (f. 1903, 1992); Þuríður Halldórsdóttir, Kópavogi (f. 1907); Samúel Halldórsson (f. 1910, d. 1915). Hálfbróðir Jóns, sammæðra, er Richard Björg- vinsson viðskipta- fræðingur, Kópa- vogi (f. 1925). Jón kvæntist árið 1933 Ingi- björgu Elínu Elías- dóttur frá Búð I Hnífsdal (f. 1910, d. 1958). Dóttir þeirra er Elín Jóns- dóttir (f. 1942), bú- sett í Garðabæ. Tvö börn misstu þau nýfædd. Fóst- ursonur Jóns og Ingibjargar er Haraldur J. Hamar, ritstjóri (f. 1935). Kona hans er Sigríður Guð- jónsdóttir. Dætur Haraldar og Sigríðar eru: 1) Inga Hildur (f. 1960). Dóttir hennar er Edda Árnadóttir (f. 1989); 2) Anna Þuríður (f. 1964), gift Derek Penning. Þeirra dætur eru Salka (f. 1989) og Sunnefa (f. 1991); 3) Halla (f. 1966); 4) Guðrún Helga (f. 1974). Jón verður jarðsunginn frá Garða- kirkju í dag. TENGDAFAÐIR minn Jón Hall- dórsson bifreiðastjóri frá ísafirði er látinn á 90. aldursári. Sjúkralega hans var orðin löng og var hann því hvíldinni feginn. Ég kynntist Jóni fyrir nærri fjór- um áratugum. Mér er mjög minnis- stætt hvað hann tók mér vel þá og alla tíð var á milli okkar gott samband, sem aldrei bar skugga á. Jón var afskaplega hlýr persónu- leiki, mikill húmoristi og gleðimað- ur. Fólk laðaðist að honum og í hópi vina var hann hrókur alls fagnaðar. Á sínum yngri árum var hann góður söngmaður og liðtækur sem leikari. Lék hann í mörgum upp- færslum hjá Leikfélagi Isafjarðar og minntist hann oft þeirra tíma með ánægju. Jón kvæntist árið 1933 Ingi- björgu Elínu Elíasdóttur frá Búð í Hnífsdal. Þau eignuðust eina dótt- ur, Elínu, og tóku í fóstur Harald J. Hamar, kvæntan undirritaðri: Barnabörnin eru fjögur og barna- bamabömin þijú. Jón og Inga kona hans bjuggu á ísafirði, þar til hún lést árið 1958, aðeins 48 ára að aldri. Jón hélt heimili með dóttur sinni í mörg ár en bjó síðan í Kópavogi og í Sunnu- hlíð fór hann fyrir þremur ámm. Þar naut hann einstakrar hjúkmn- ar og umönnunar og fyrir það vilj- um við þakka sérstaklega. Jón var mikill náttúruunnandi og dýravinur. Meðan heilsan leyfði naut hann þess að vera úti í náttúr- unni og ekki leið það vorið að hann fagnaði ekki komu lóunnar. Og löngu eftir að hann var hættur að geta gengið fór dóttir hans akandi með hann í „lóuferðir". Þegar Jón bjó á Isafirði var hann með smábúskap, kindur og hænsni. Heyjað var í Önundarfirði og minn- ist ég með ánægju þegar fjölskyld- an fór öll í heyskap þangað. Þar naut Jón sín sannarlega vel. Barngóður var Jón með afbrigð- um. Efast ég ekki um að margir ísfirðingar, sem í æsku fengu að sitja frammí hjá honum í bílnum, þar sem hann var við störf, minn- ast hans oft. Hér fyrr á árum, þegar Jón kom í heimsókn til Reykjavíkur til vina og kunningja, þá biðu börnin spennt eftir sögunum hans og oft voru þetta framhaldssögur og mundu þau þá nákvæmlega hvar frá var horfið síðast. Dætur mínar hafa svo sannarlega notið þess. t Elskuleg móðir okkar, EYGLÓ MARGRÉTTHORARENSEN, Grenigrund 8, Kópavogi, lést á heimili sínu mánudaginn 5. des- ember. Fyrir hönd aðstandenda, Runólfur Pór Jónsson, Hilmar Jónsson, Guðný Jónsdóttir. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, ÓLAFUR JÓNSSON húsasmiður, Digranesvegi 42, Kópavogi, lést þann 5. desember. Þórhanna Guðmundsdóttir, Ásdís H. Ólafsdóttir, Kim Leunbach, Jóhann B. Ólafsson, Aðalheiður B. Kristinsdóttir og barnabörn. Margar ljúfar stundir hafa þær átt með afa sínum. í nokkur ár bjó hann í sama húsi og við og þar bjó Jón þeim sérstaka aðstöðu til að teikna og lita, þegar þær vildu. Þar voru líka sagðar sögur og farið með vísur og kvæði. Alla tíð lét hann sér mjög annt um velferð þeirra og fylgdist vel með þeim fram til þess síðasta. Fyrir þær var þetta ómetanlegt. Þrátt fyrir að Jón væri að mestu rúmliggjandi síðustu árin, fylgdist hann alltaf vel með, missti aldrei af fréttatíma í útvarpinu og hafði áhuga á flestu. Stálminnugur var hann. Jón átti svör við flestu varð- andi menn og málefni í hans sveit í nær heila öld. Að leiðarlokum vil ég með þess- um kveðjuorðum þakka Jóni sam- fylgdina. Guð blessi minningu Jóns Halldórssonar. Sigríður Guðjónsdóttir. Ég man alltaf eftir því þegar pabbi sagði mér að hann afi minn hefði fæðst inn á moldargólf. Við vorum þá nýkomin úr heimsókn til afa í Fannborgina. Við höfðum dáðst að útsýninu yfir ljósum prýdda Reykjavíkurborg og spjall- að um nútímann. Afi minn lifði ólíka tíma og varð vitni að öllum þeim byltingarkenndu breytingum sem áttu sér stað á þessari öld. Mér fannst ég stundum sjá það í augunum á honum að hraði nútím- ans ætti ekki alveg við hann. Hann var stöðugt að kveðja okkur afa- stelpurnar í Stóragerðinu þegar við æ ofan í æ nýttum okkur nútíma- tækni til að skoða heiminn. Svar afa við öllum þessum látum og æðibunugangi var bænin. Hann afi bað alltaf fyrir okkur á meðan við vorum í háloftunum. Fyrstu minningar mínar um afa eru frá þeim tíma þegar hann og Ella dóttir hans bjuggu í kjallaran- um í Stóragerði. Þá komum við Halla systir okkur fyrir í fanginu á honum og hlustuðum óttaslegnar á hinar ógurlegustu „gýlusögur“ eins og Halla kallaði þær. Grýlu- sögurnar voru vinsælastar og ekki spillti fyrir stórgert andlit afa þeg- ar hann leiddi okkur systurnar um ævintýralöndin. I þá daga rifumst við Halla um að fá að blása á eld- spýturnar þegar afi kveikti í píp- unni sinni. Við vorum hálf smeykar við eldinn og spekúleruðum mikið í því af hveiju afi kveinkaði sér ekki þegar loginn lék við stóra fing- ur hans. „Afi er með stóra, harða putta sem brenna ekki,“ var niður- staðan. Afa verður alltaf minnst fyrir frábæra frásagnargáfu. Hann var húmoristi af Guðs náð. Litríkar frásagnir af samferðafólki hans í vestfirskum veruleika voru aðals- merki afa míns. Og þó svo að við afastelpurnar þekktum ekki til per- sónanna, sem margar hveijar voru afar skrautlegar, þá höfðum við mjög gaman af. Hann naut þess að segja sögur og í lok hverrar frásagnar birti yfir andlitinu, blik kom í augun og hláturinn fylgdi fast á eftir. Ég sá hann fyrir mér svo ljóslifandi, hlæjandi að troða í pípuna sína. Lífið gengur sinn vanagang og afi horfði á okkur Stóragerðisstelp- ur, dætur hans Halla Hamar, vaxa úr grasi. Mér eru minnisstæð gaml- árskvöldin heima hjá Ellu. Það var gott að vera nálægt afa á þeim stundum og græni, stóri höfðingja- hatturinn sem Inga systir bjó til sæmdi honum vel. Áramót eru tenging okkar við framvindu tímans og aldursforsetinn í hópn- um, hann afi minn hlæjandi með örlítið rök augu og grænan hatt, varð þungamiðjan. Það er ekki langt síðan ný kyn- slóð tók við hlutverki okkar Höllu. Dætur mína, þær Salka og Sunn- efa, fengu að blása á eldspýturnar hans afa. Afí fékk líka nýtt nafn og var aldrei kallaður annað en gamlafí. í síðasta sinn sem dætur mínar sáu hann gamlafa föðmuðu þær hann báðar og kysstu og ég sagði honum hvað hefði á daga okkar drifið. Gamlafi hlustaði sposkur á svip, hann hafði gaman af litlu ijörkálfunum, sagði síðan rámur: „Þú ert orðin frú!“ Ég var orðin stór. Lífið heldur áfram. Ég kveð þig, elsku afi minn, og bið góðan Guð að varðveita þig. Anna Þ. Haraldsdóttir. Fregnin um lát vinar míns Jóns Halldórssonar kom mér ekki á óvart. Bæði var aldur hans orðinn hár, tæplega 90 ár, ennfremur ásóttu hann ýmis áföll og veikindi, sem voru honum þung í skauti. Af þeirra völdum var hann bundinn við hjólastól síðustu æviárin. Þá raun bar hann með þrautseigju og aldrei heyrði ég hann kvarta yfir hlutskipti sínu. Slíkur maður er vel agaður og heldur reisn sinni til hins síðasta. Þessum manni var gott að kynnast. Börn hændust að Jóni. Hann var hjartahlýr og nær- gætinn við þau. Kunningsskapur okkar hófst fyrir tæpum 70 árum, þegar ég var sex ára. Líklega vita fáir ísfirðingar, að Jón tók fyrstur manna bílpróf á ísafírði og eignað- ist þar með ökuskírteini nr. 1. Þeg- ar ég kynntist Jóni, keyrði hann vöruflutningabíl, en þeir voru varla fleiri en tíu þar í bæ árið 1927. Einn mildan haustdag þetta ár var stórt kolaflutningaskip við bæjarbryggjuna. Verið var að losa farminn á pall vörubílanna, er biðu við skipshlið. Þar sem heimili mitt var ekki steinsnar frá bryggjunni, lagði ég leið mína þangað, enda var þar oft mikið um að vera. Áður en varði bar mig að bíl Jóns og spurði bílstjórann, hvort ég mætti sitja í hjá honum. Hann tók vel í það enda var hann vanur að sinna slíkum beiðnum barna. Farnar voru margar ferðir með fullfermi af kol- um þennan dag út í Hnífsdal, u.þ.b. 5 km akstursleið. Þegar þurrt var í veðri, var kolarykið alveg óbæri- legt, en ekkert þýddi að láta það á sig fá. Er akstrinum lauk að ál- iðnum degi, hljóp þakklátur en reyndar kolsvartur snáði heim til sín, alsæll yfír ævintýri dagsins. Um árabil skildu leiðir okkar Jóns, en er ég fluttist í Kópavoginn árið 1982, hófst samband okkar á ný. Við bundumst sterkari vináttu- böndum, enda vissum við, að: „Góð- ur vinur er gulli betri." Jóni þótti ávallt vænt um ísafjörð og þegar hann fluttist suður fyrir 30 árum, leitaði hugur hans oft vestur. Ævi hans var viðburðarík. Ung- ur að árum flytur hann frá heima- slóðum í Steingrímsfirði og var ferðinni heitið til Isafjarðar. Þar vann hann um tíma í Vélsmiðjunni hjá Tobba, er var meistari hans og lærifaðir. Alltaf minntist hann þess vinar síns með aðdáun og þakk- læti. Á þessum erfiðu árum var lífð ekki neinn dans á rósum, því unnið var sleitulaust svo að segja myrkr- anna á milli, til þess að sjá sér og sínum farborða í lífínu. Jón fékkst við mörg störf bæði í landi og á sjó, þar með prentun, stundaði síldveiðar og var meira að segja í siglingum í síðustu heimsstyijöld, en aðalstarf hans var bílstjórastafíð, eins og áður er getið. Eitt sinn hóf hann blaðaútg- áfu á ísafirði. Nefndist blaðið „Hrappur", sem margir eldri ísfírð- ingar muna eflaust eftir. Flutti það fróðlegar og gamansama greinar um menn og málefni. Jón var félagslyndur og söng með Karlakór Isafjarðar, einnig starfaði hann hjá Leikfélagi ísa- fjarðar um árabil. Allir, sem sáu hann á leiksviði, hljóta að muna eftir honum. Mér fannst hann eins og fæddur leikari, og þegar hann tók við aðalhlutverkinu af Haraldi Sigurðssyni í leikrintu yHúrra krakki“ sem sýnt var á Isafírði fyrir langa löngu, fannst mér hann ekki gefa þeim landsfræga leikara neitt eftir. Hann trúði mér eitt sinn fyrir því, er ég heimsótti hann_ í Sunnu- hlíð, að hann hugsaði til ísafjarðar á hveiju kvöldi áður en hann færi að sofa og bæði Guð um að blessa bæinn sinn „I faðmi fjalla blárra“. Manni hlýnaði um hjartarætur við að heyra þessi fallegu orð. Þau feðgin, Jón og Elín, voru mjög samrýnd. Hún sinnti föður sínum vel og leit jafnan við hjá honum dags daglega og hafði hann' hjá sér um helgar. Síðustu mánuð- ir voru erfiðir og sat hún við hvílu hans, allt þar til yfir lauk. Fóstur- sonur hans, Haraldur J. Hamar, sá einnig vel um föður sinn og mat hann mikils. Við Sveinbjörg sendum börnum Jóns, Þuríði systur hans og öðrum skyldmennum innilegar samúðar- kveðjur. Genginn er góður vinur. Óskum við honum brautargengis í ljóssins heimi. Með þessu litla versi vil ég þakka Jóni Halldórssyni fyrir allt það, sem hann var mér: Kærleikssól þér skíni skær skreyti vegi þína. Um þig leggi hún alltaf kær ástargeisla sína. (E.J.P.) Sveinn Elíasson. Hann Nonni frændi er dáinn. Minningarnar hrannast upp. Ég man eftir Nonna, Ingu, Halla og Ellu frá því ég man fyrst eftir mér. Þau voru á mínum fyrstu árum óaðskiljanlegur hluti af tilver- unni. Nonni var systursonur pabba, mér fannst það reyndar alltaf kynd- ugt því Nonni var 11 árum eldri, en þetta var bara eitt af því sem var svona. Nonni missti ungur föð- ur sinn, og þá fluttu afi okkar og amma mín aftur í. Miðdalsgröf til aðstoðar Elínu móður hans, og þar fæddist pabbi og þeir ólust upp að hluta saman. Síðar sem fullorðnir menn bjuggu þefy báðir á Selja- landsveginum á ísafirði, sinn í hvoru húsi, og aðeins smábil og lækur sem aðskildi lóðir. Ég held ég hafi verið oft eins mikið á Skriðu hjá Ingu og Nonna að leika við Ellu og heima hjá mér. Ein minningin er þegar Nonni vandi mig af að stoppa bílana. Ég hafði uppgötvað að ég gat stoppað stóra vörubíla með því að standa fyrir þeim og var orðin algjör plága, það þýddi ekkert að tala við mig. Einn daginn heyrði ég í bíl og fór á minn stað á miðri götunni, og Nonni kom á bæjarbílnum, en hann ók honum í mörg ár. Hann ók al- veg að mér og þegar ég hörfaði lét hann bílinn renna á eftir mér, þar til ég datt afturábak ofan í lækinn ofan við veginn. Þá snaraðist hann út og tók mig upp úr læknum og sagði að það væri ekki alltaf hægt að stoppa bíla þegar maður vildi og hann vildi ekki hafa litlu frænku sína í klessu á veginum. Svo fór hann með mig heim til mömmu, en ég veit að þungu fargi var létt af hinum bílstjórunum þó ekki væri umferðin mikil. Nonni bjó á Skriðu til 1959. Inga dó í febrúar 1958 og Ella fór til Svíþjóðar á lýðháskóla. Hann leigði á nokkrum stöðum á ísafirði eftir það, en snemma árs 1965 fékk hann heilablóðfall og var sendur til Danmerkur í aðgerð sem tókst nokkuð vel, en hann varð aldrei samur eftir. Þau Ella fluttu til Reykjavíkur og síðan flutti hann í Kópavog og bjó þar það sem éftir var. Síðast í Sunnuhlíð. En árin á Skriðu eru minnisstæðust, því það var mikill samgangur á milli fjöl- skyldnanna, og með skemmtileg- ustu minningunum eru ferðirnar vestur i Önundarfjörð til heyja. Þá fóru þeir pabbi gjarnan saman með fjölskyldurnar og í tvær, þijár vik- ur var búið í tjöldum, og okkur krökkunum þótti þetta mikið ævin- týri, en eflaust það verið erfiðara fyrir fullorðna fólkið. Þetta var á þeim árum sem maður þurfti ekki að hugpa um neitt nema mæta í skóla á veturna, heim í mat og til að sofa, því pabbi og mamma gátu allt og við höfðum engar áhyggjur. Ég vil þakka Nonna frænda fyrir öll gömlu góðu árin. Þegar hann skammaði mig ef ég átti það skil- ið, en var annars alltaf svo góður. Magndís Grímsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.