Morgunblaðið - 07.12.1994, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 07.12.1994, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUÐAGUR 7. DESEMBER 1994 35 MINNINGAR HALLVARD MAGER0Y + IIallvard Mag- erey fæddist í Borgnnd við Ala- sund 15. janúar 1916. Hann andað- ist í Ósló 15. nóvem- ber síðastliðinn. Hann lauk cand.philol. prófi í norrænum fræðum við Háskólann í Ósló 1946 og dokt- orsprófi 1958 fyrir rit sitt um Banda- mannasögu (Stud- iar i Bandamauna saga). Hann var lektor í norsku við Háskóla Is- lands 1949-52, síðan styrkþegi hjá norska Rannsóknaráðinu í fjögur ár og þá starfsmaður við útgáfu norska Fombréfasafns- ins í sex ár. 1962 varð hann dósent í norrænum fræðum við Óslóarháskóla og prófessor í íslensku frá 1974, uns hann lét af störfum fyrir aldurs sakir í árslok 1983. Hallvard Mageroy gerði úr garði útgáfur og norskar þýðingar íslenskra fornrita og ritaði margt um þau efni. Einkum fékkst hann mjög við fomsögumar - auk Banda- mannasögu sérstaklega við Ljósvetningasögu og Böglunga- sögur. A 75 ára afmæli hans 1991 gáfu vinir hans og sam- starfsmenn út af- mælisrit honum til heiðurs með úrvali ritgerða eftir hann sjálfan (Norroena et Islandica). Hall- vard átti við nokkra vanheilsu að stríða hin síðari ár, en hélt þó áfram rann- sóknum og ritstörf- um til hinstu stund- ar, og fyrr á þessu ári kom út eftir hann allmikið rit um Austmenn á Is- landi. Eftirlifandi eiginkona Hallvards er Ellen Marie listfræðingur, og eignuð- ust þau þrjú börn sem öll lifa föður sinn, Nils Are, Jostein og Ingeborg. Ellen Marie Mageroy hefur lagt stund á íslenskar menntir eins og maður hennar. Einkum hefur hún rannsakað íslenskan útskurð frá fyrri tím- um og ritað margt um það efni, meðal annars doktorsritgerð sina Planteomamentikken i is- landsk treskurd (1967). Einnig hefur hún sérstaklega rannsak- að íslensk drykkjarhom, og hún hefur gert miklar skrár um íslenskan tréskurð í erlend- um söfnum sem Kristján Eld- jám birtí í Arbók Fornleifafé- lagsins. MEÐ Hallvard Mageray er hniginn að foldu merkur fræðimaður og mikill vinur íslands. Hann fékk þegar á unga aldri áhuga á íslandi og íslenskum fræðum, enda alinn upp í kristilegu og þjóðlegu and- rúmslofti og var ávallt trúr æsku- hugsjónum sínum; hann var alla ævi einlægur trúmaður, bindindis- maður og nýnorskumaður. Að loknu háskólaprófi í norrænum fræðum fór hann í námsför til Islands, og síðar var hann í þijú ár norskur sendikennari við Háskóla íslands. Þá lærði hann ágæta vel að talá og rita íslenska tungu og varð í raun og veru mjög íslenskur í anda og hugsun. Þannig aðhylltist hann þau viðhorf og rannsóknaraðferðir sem efst voru á baugi hérlendis á yngri árum hans - varð fylgismað- ur hins „íslenska skóla" sem svo hefur stundum verið nefndur. Hann var einn þeirra fræðimanna sem leggja meiri stund á að hlaða stein við stein í musteri fræðanna heldur en reyna að gera einhveijar frum- legar og snillilegar uppgötvanir - sem oftar en ekki reynast einberar tálsýnir þegar betur er að gáð. Hann fór ekki grólega geyst, en sótti fram með jöfnum hraða, elju- oamur og vandvirkur og furðulega seigur að koma í framkvæmd áhugamálum sínum. Þó hann væri hógvær og bros hans feimnislegt þá var hann Ijarri því að vera nokk- ur veifískati í stefnu sinni og at- höfnum. Og þótt hann kæmist ekki hjá því að taka umdeildar og af sumum óvinsælar ákvarðanir, þá held ég að hann hafí ekki átt sér nejna óvildarmenn, enda var hann vinmargur og sýndi vinum sínum tröllatryggð. Fyrir vináttu sakir er ég ef til vill ekki alveg óhlutdrægur, en ein- hvem tíma sagði ég við Hallvard að ég væri yfirleitt sammála öllu sem hann héldi fram, hvort sem hann væri að tala um Bandamanna- sögu, Böglungasögur eða Aust- menn á Islandi. Þessi eindrægni okkar var vitanlega bæði sprottin af eðlisfari og ytri aðstæðum; við höfðum hlotið menntun á sama sviði og stóðum á sama grundvelli. Hann var ágætur latínumaður og þess nutu rannsóknir hans á ýmsan hátt. Þegar fundum okkar bar saman í hinsta sinn réttu ári fyrir dauða hans, tjáði hann mér að hann þætt- ist hafa uppgötvað ýmisleg áhrif frá Eneasarkviðu á Eddukvæðin sem enginn hefði fyrr haft orð á. Þessi áhrif þyrftu raunar engan að undra, þar sem kviða Virgils var lesin í öllum latínuskólum á liðnum öldum. „Ef ég væri yngri þá mundi ég skrifa um þetta heila bók,“ sagði hann. „En nú verð ég að láta nægja að semja um það dálitla ritgerð." Og með áskapaðri staðfestu sinni lauk hann þeirri ritgerð, við bana sjálfan, og mega menn bíða þess með eftirvæntingu að kynnast nið- urstöðum hans. Meðal verka Hallvards er mest vert um það sem hann gerði fyrir Bandamannasögu, enda sýslaði hann við hana árum saman í mörg- um áföngum. Sagan er varðveitt í tveimur ólíkum gerðum, og höfðu ýmsar skoðanir verið uppi um sam- band þeirra sfn á milli. Hallvard byijaði á rannsókn textanna og skrifaði um það efni mikið verk, sem jafnramt var doktorsritgerð, þar sem hann heggur á hnútana af skynsamlegu viti. Jafnframt gerði hann úr garði undirstöðu- útgáfu sögunnar, byggða á fyrri rannsóknum sínum, þar sem hann birti báða textana stafrétt með athugasemdum og ítarlegum inn- gangi um öll handritin. Þá þýddi hann söguna á norsku - að sjálf- sögðu á landsmálið, með alþýðleg- um inngangi. Og að lokum gaf hann svo söguna út á frummálinu með samræmdri stafsetningu, og er textinn valinn eða endurgerður samkvæmt niðurstöðunni af rann- sóknum hans. íslenska textanum fylgja skýringar og inngangur á ensku til að útgáfan megi nýtast mönnum sem best víðs vegar um heim. Ég hygg að vart hafí nokkur íslendingasaga verið búin svo vel og vandlega í hendur nútímamönn- um sem Bandamannasaga með öll- um rannsóknum og útgáfum Hall- vards Mageray, og mætti þetta vera okkur íslendingum sjálfum til fyrirmyndar. - Af öðrum verkum Hallvards skal ég aðeins nefna rannsóknir og norska þýðingu Ljósvetningasögu, og útgáfu hans á Böglungasögum sem kom fyrir fáum árum ásamt ítarlegum inn- gangi í sérstöku bindi. Ást sína og tryggð til íslands sýndi Hallvard vel þegar hann hafði forgöngu um það _árið 1974 að Norðmenn færðu Ámastofnun á íslandi veglega bókagjöf til að minnast ellefu alda afmælis íslands byggðar. Með honum var að verki annar norskur íslandsvinur, Ludvig Holm-Olsen prófessor og háskóla- rektor í Björgvin. En Ludvig sagði mér að Hallvard hefði verið aðal- maðurinn í þessu fyrirtæki, og sam- kvæmt því kom hann út hingað með gjöfína færandi hendi. Með frábærri lagni og eljusemi hafði hann dregið saman ótrúlegan fiölda fágætra bóka, einvörðungu með frjálsum framlögum margra stofn- ana og fyrirtækja. Sumar bókanna máttu virðast gersamlega ófáanleg- ar, en þá náði Hallvard þeim út úr bókasöfnum sem hann vissi að mundu eiga tvö eintök af sömu bókum eða ritsöfnum. Síðan fékk hann kunnan norskan listamann til að teikna bókmerki sem límt var inn í hveija bók. Þar er höfð að fyrir- mynd spássíuteikning í Flateyjar- bók, og stendur Jetrað fyrir ofan „Ámastofnun á íslandi", en fyrir neðan „874 Norska bókagjöfin 1974“. í fornum sögum er sagt frá ís- lenskum mönnum sem gerðust handgengnir konungum Noregs. En Hallvard Mageray sneri stefn- unni við og gerðist ungur hand- genginn íslandi og íslendingum. Nálega allt hans mikla æviverk var unnið í þágu íslands og íslenskra fræða, og fyrir það er okkur skylt að heiðra minningu hans. Og við Sigríður sendum Ellen Marie og börnunum þeirra Hallvards inni- legar samúðarkveðjur og þakkir fyrir trygga vináttu og velgjörðir í okkar garð. Nú er hann stiginn í æðri heima, en eftir lifir í jarð- neskum heimi minningin um „góð- an dreng og merkilegan mann“. Jónas Kristjánsson. GUÐMUNDA SESSELJA G UNNARSDÓTTIR + Guðmunda Sesselja Gunn- arsdóttír fæddist í Reykja- vík 3. febrúar 1929. Hún lést í Landspítalanum 14. nóvember síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Fossvogskirkju 18. nóvember. ELSKU Munda mín, nú ert þú far- in frá mér um stundarsakir, en við sjáumst aftur því að eitt er víst að við eigum þetta öll eftir að kveðjast og heilsast. Mamma okkar og pabbi voru vinafólk, svo urðum við vinkonur bara sjö ára. Þetta var ein fiöl- skylda. Manstu þegar við fórum í skát- ana, Farfuglana, leikfimina og svo í danskennslu í Þjóðleikhúsinu. Þá vorum við ungar með mörg áhuga- mál, svo komu stríðsárin með sinn blæ. Lilla systir þín fór til Ameríku og giftist þar, hún sendi þér alltaf svo falleg föt svo þú varst alltaf svo fín í dansinum. Tíminn leið við vinnu í Laugavegs Apóteki. Þá hitt- ir þú þinn mann, Böðvar Ámason, sómamann, og þið eignuðust fímm yndisleg böm, byggðuð hús í Kópa- vogi, og voruð þar alla tíð. Nú eru að koma jól. Þú sem elsk- aðir að gleðja aðra og sérstaklega þá sem áttu lítið, þú varst einstök vinkona. Ég þakka þér fyrir sam- veruna og tryggðina og bið Guð að fylgja þér og styrkja ástvini þína. Vertu yfir \ og allt um kring með eilífri blessun þinni. Sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. Guðrún Axelsdóttir. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Jólamitchell Breiðfirðing'a Hæsta skor á eins kvölds mitchell 1. desember sl.: NV: Hrafiihildur Skúladóttir - Jörundur Þórdarson 319 SigriðurPálsdóttir-EyvindurValdimarsson 306 GuðlaugurNielsen-AnnaG.Nielsen 287 IngibjörgHalldórsd.-SigvaldiÞorsteinsson 278 Páll !>. Bcrgsson - Þórður Sigfússon 270 AV: ÓskarKarlsson-ÞórirLeifsson 307 Kristín Þórarinsdóttir - Helga Bergmann 301 RagnheiðurNielsen-SigtryggurSigurðsson 295 Halldór Svanbergsson - Jón Stefánsson 287 Björn Svavarsson - Bjöm Ámason 282 Næsta fimmtudag verður einnig spilaður eins kvölds mitcheU, sigurveg- arar í báðar áttir taka með sér jóla- glaðning. Bridsfélag Sauðárkróks - jólatvímenningur rt Mánudaginn 5. desember var spilaður eins kvölds tvímenningur með þátttöku 13 para, Efstu pör urðu: AsgrimurSigurbjöms-JónBemdsen 166 EinarSvansson - Eyjólfur Sigurðs 147 ÞórdisÞonnóðsdóttir-ElisabetKemp 124 Mánudaginn 12. deseipber er síð- asta spilakvöldið á þessu ári. Pör verða dregin saman og fá tvö efstu pörin jólagjafir, einnig verður eitt par dreg- ið út í happdrætti. Framtíðin er þvottatölva sbr. skrifstofutölva. Miele EIRVIK heimilistæki hf. Suðuriandsbraut 22.108 Revkiavík. sími 91-880200.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.