Morgunblaðið - 07.12.1994, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 07.12.1994, Blaðsíða 52
52 MIÐVIKUDAGUR 7. DESEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ Ein stelpa, tveir strákar, þrír möguleikar mneiiHianniiiKiiin w iwiiiM mwin anns 'KarmwOiliaaiiaaMSIIwaa'nilMig ntDKMi omaBMH K*r- — mM mrMniallinia nwiMI -«• Stórskemmtileg gamanmynd með vafasömu ívafi með LARA FLYNN BOYLE, STEPHEN BALDWIN og JOSH CHARLES í aðalh- lutverkum. Stuart er hrifinn af Alex, Alex þráir Eddy og Eddy er ekki með kynhvatir sínar á alveg á hreinu. „Galsafcngin og lostafull, með kyrtlif á heilanum. Andrew Fleming lætur allar óskir unga fólksins um kynlíf rætast á hvita tjaldinu og hrifur okkur með sér. Samleikur þrieykisins er frábær." David Ansen, NEWSWEEK *** MORGUNPÓSTURINN Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Bönnuð innan 12 ára. STJÖRNUBÍÓLÍNAN SÍMI 991065 Taktu þátt í spennandi kvikmy.ndagetraun. Verðlaun: Boðsmiðar á myndir í Stjörnubiói, geisladiskar og derhúfur úr myndinni Threesome og 67 12" pizzur m/þremur áleggjum á. Verð kr. 39,90 mln. SlMI 671515 ÞAÐ GÆTI HENT ÞIG Sýnd kl. 7 og 9. Kr. 800 fyrlrfullorðna. Kr. 500 fyrir börn yngri en FLÓTTINN FRÁ ABSALON 12 ára. Sýnd kl. 5. Sýnd kl. 11. B. i.16 Formið sprengt TÖNLIST STRIGASKÓR nr. 42 fara á kostum á Blóti. Gcisladiskur BLÓT Blót, fyrsta breiðskífa hljómsveit- arinnar Strigaskór nr. 42. Hljóin- sveitina skipa Hlynur Aðils Vilmars- son, sem leikur á gítar og píanó og syngur, Gunnar Reynir Valþórs- son sem leikur á gítar, Ari Þorgeir Steinarsson sem leikur á trommur og annað slagverk og Kjartan Ró- bertsson sem leikur á bassa. Að auki koma við sögu Nanna Kristín Jóhannsdóttir sem syngur, Snorri Heimisson sem leikur á flautur, Sig- rún Daníelsdóttir sem leikur á fiðlu og Vala Gestsdóttir sem leikur á lágfiðlu. Hlynur semur öll lög og texta og útsetti, upptökustjóm og hljóðblöndun var í höndum Jóns „Skugga" Steinþórssonar. Striga- skómir gefa út. 42 lög, 42,00 mín., 1.999 kr. DAUÐAROKKIÐ er að mestu dautt og þær hljómsveitir sem ekki náðu á þróa tónmál sitt út úr því hafa einnig lagt upp laup- ana. Meðal þeirra dauðarokksveita sem mést var í spunnið var Striga- skór nr. 42, sem lék óvenju löng og flókna tónlist; mjög útsetta og kaflaskipta, með þungri undiröldu og rymjandi öskursöng. Frá því sveitin kom fyrst fram á Músíktilraunum Tónabæjar mátti heyra að þar fór engin venju- leg rokksveit, því áhrif úr ótrúleg- ustu áttum mátti heyra í tónlist sveitarinnar. Það fór og svo að hún þróaðist úr dauðarokki í að vera að leika sína eigin tónlist; sprengdi utan af sér formið og skapaði frumlegar og spennandi stíl sem nær hámarki á fyrstu breiðskífu sveitarinnar, Blóti, sem hér er gerð að umtalsefni. Blót er tvímælalaust ein sér- kennilegasta plata ársins og lík- lega sú sem nýstárlegust er; nán- ast samfellt verk þar sem fléttað er saman ólíkur áhrifum. Upphaf- slagið Draumur er þannig kafla- skipt flétta þar sem stef næsta lags, Á Sprengisandi, er kynnt og brugðið á leik með það; skreytt jassfrösum, rokki, dauðarokki poppi og nútímalegri frösum, þar sem kraftmikill rymjandi vellur undir og brýst upp á yfirborðið öðru hvoru. Það er svo gaman að heyra hvernig Hlynur og félagar fara með lag Sigvalda Kaldalóns Á Sprengisandi, ekki síst því það gerði önnur rokksveit, Pelican, fyrir tveimur áratugum eða svo. Þá var viðfangið poppskotin sýra, en hér er það öllu kröftugra og veigameira. Fugl er svo meir keyrsla, en fjórða lag plötunnar kemur skemmtilega á óvart, ör- stuttur millikafli með fiðlu og píanói, sem leiðir áheyranda inn í eitt besta lag plötunnar, Álf, þar sem Strigaskórnir fara á kostum í geysiþétt og fjölbreytt rokkepík og vitna víða í það sem á undan er kómið. Þannig má segja að plat- an hangi öll saman sem sjálfstætt verk, ögrandi og torskilið, en gef: andi ef menn leggja við hlustir. í lok plötunnar, á eftir lagi númer 9, Púka, koma síðan 32 tilbrigði við þögnina, þijár sekúndur hvert, þar til kemur að lokalaginu, Blóti, sém er viðeigandi dularfullur endir i á flóknu verki. Hljómur á plötunni er almennt allgóður, þó hann hefði mátt vera beittari á köflum og gítarhljómur hvassari. Það tekst þó vel að halda aðskildum öllum þeim ólíku þráð- um sem verkið er ofið úr og er það vel. Umslag plötunnar er einn- ig afbragðsgott, þó sumt sé illlæsi- legt á umslaginu þar sem litur á letri og mynd falla saman. Blót er án efa ein merkasta rokkplata ársins og hugverk tón- listarmanns sem á eftir að láta mjög í sér heyra á næstu árum. Árni Matthíasson Trúir ekki ájóla- sveininn MARA Wilson er sjö ára gömul leik- kona í Bandaríkjunum og fer með eitt aðalhlutverkið í kvikmyndinni Kraftaverk á jólum eða „Miracle on 34th Street" sem sýnd er hér á landi um þessar mundir en leikstjórinn Richard Att- enborough leikur jóla- sveininn. „Ég trúi alls ekki á jólasveininn," segir leikkonan Mara Wilson kotroskin. „Ég er nefnilega gyðingatrúar. En margir af vinum mínum halda að hann sé til, svo ég segi bara við þá að ég trúi líka á jólasveininn. Því ég vil alls ekki láta þá verða leiða.“ Mara Wilson Morgunblaðið/Halldór HALLDÓR Baldursson með son sinn Baldur Kolbein Halldórsson. Myndir í Gallerí Greip HELENA Christensen og Claudia Schiffer gæða klæði Lagerfelds lífi. SÍÐASTLIÐINN laugardag var opnuð sýning í Gallerí Greip á myndum Halldórs Baldurssonar teiknara í tilefni af því að nú um jólin koma út tvær bækur sem hann hefur myndskreytt. Einnig sýnir hann brot úr teiknimynd við lagið Mannhundur sem Todmobile gaf út fyrir síðustu jól. CLAUDIA og Karl Lagerfeld ræðast við að sýningu lokinni. Framsækinn hönnuður ►í HINU framsækna Nútíma- listasafni í Frankfurt gat að líta fegurstu fyrirsætur heims og helsta þotuliðið á hælum þeirra þegar fatahönnuður Chanel, Karl Lagerfeld, sýndi nýjustu tískulínu sína í fyrradag. Vakti hann mikla hrifningu viðstaddra eins og vænta mátti og var klapp- að lof í lófa í lok sýningarinnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.