Morgunblaðið - 07.12.1994, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 07.12.1994, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. DESEMBER 1994 19 ERLENT Óhugur í Svíþjóð eftir skotárásina á næturklúbbinn í Stokkhólmi Leitað félagslegra skýr- inga á ofbeldisverkunum Splundraðar fjölskyldur — einangruð samfélög innflytjenda Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. LÖGREGLA í Stokkhólmi réðst á mánudag inn í íbúð þar sem talið var að einn af tilræðismönnunum frá því á sunnudags- morgun leyndist en íbúðin reyndist mann- laus. Enginn morðingjanna þriggja hefur enn fundist þrátt fyrir umfangsmikla leit. en lyftingartæki. Ná- granni hans segir hann hafa verið uppstökkan og ofbeldishneigðan og hann virtist leggja fæð á Svía. Tommy Zethraeus er Svíinn, sem lýst er eftir. Hann á einnig glæpafer- il að baki, en mest fyrir rán og auðgunarbrot. Zethraeus umgengst hóp ungra manna, sem eru viðriðnir svipaða glæpi, eru stuttklipptir og snyrtilegir, fara oft utan í viðskiptaerindum og stunda líkamsrækt. Sænsk blöð hafa fjall- að um skotárásina í leið- urum sínum. Splundrað- ar fjölskyldur, vanrækt börn, vaxandi ofbeldi í sjónmiðlum, bæði í kvik- EINA ferðina enn eru Svíar neydd- ir til að líta í eigin barm og spyija sig hvað sé að gerast meðal þeirra. í sumar skaut ungur hermaður sjö manns til bana, fyrir rúmri viku var táningsstrákur myrtur af tveimur félögum sínum og nú um helgina skaut ungur maður á dyravörð og gesti á skemmtistað í miðborg Stokkhólms, þrír létust. Lýst hefur verið eftir fjórum mönnum, þar af hafa myndir og nöfn tveggja verið birt. Nú er talið að ekki bara einn þeirra, heldur fleiri, hafi verið vopn- aðir. Annar tveggja eftirlýstu og sá sem álitinn er vera forsprakkinn heitir Guillermo Marquez Jara, er Chilebúi að uppruna, en hefur búið í Svíþjóð frá því hann var sex ára. Foreldrarnir skildu skömmu eftir komuna til Svíþjóðar, faðirinn flutti til Parísar og móðirin tók saman við annan mann. Jara var fljótlega þekktur hjá félagsmálayfirvöldum í úthverfinu, þar sem hann bjó, því strax í bamaskóla var hann baldinn og óstýrilátur, en fékk alltaf góðar einkunnir. Fimmtán ára hófst glæpa- ferillinn og sautján ára fékk hann sinn fyrsta dóm. Síðan hefur hann tvívegis verið dæmdur, meðal annars fyrir ólöglegan akstur, hótanir og ólöglegan vopnaburð. Hann lauk fjöl- brautaskóla, lærði plötusmíði, en tolldi ekki í vinnu. Undanfarið hefur hann verið at- vinnulaus, en virtist ekki skorta fé og var tíður gestur á skemmtistöðum Stokkhólms, þar sem hann var þekkt- ur fyrir að vera fljótur að láta hnef- ana skera úr deilum. Hann stundaði líkamsrækt og lyftingar og í íbúð- inni, sem hann bjó í var fátt annað myndum, tölvuleikjum, fréttum og heima fyrir og viðurkenn- ing á ofbeldi sem eðlilegum hlut er nefnt til, einnig skipbrot uppeldis- hugmynda í anda fijálslyndis sjöunda og áttunda áratugarins. En athyglin beinist einnig að innflytjendahverf- unum. í Bandaríkjunum þrífst óhugnanlega mikið ofbeldi meðal innflytjenda. í Svíþjóð eru vissulega ekki til slík eymdarinnar hverfi, en Svíar spyija sig hvort eitthvað slíkt sé í sjónmáli. Þess sama mætti spyija í Danmörku. Mjög hátt hlutfall ungmenna, sem leiðast út í glæpi, eru annarrar kyn- slóðar innflytjendur. Þessir krakkar eru oft alveg rótlaus, hafa ekki drukkið menningu upprunalandsins með móðurmjólkinni, sum hafna henni og eru ekki í neinu sambandi við sænskt samfélag. Foreldrarnir eru iðulega óöruggir í nýju um- hverfi, vilja ýmist að börnin aðlagist sænsku samfélagi, án þess þeir geti þá lagt mikið af mörkum, eða þeir halda uppi mjög stífum reglum hei- malandsins, sem krakkarnir gera uppreisn gegn. Atakanlegt öryggisleysi foreldr- anna lýsir sér stundum í að þeir tala sænsku við börn sín, jafnvel þótt þeir tali málið illa. Afleiðingin er að bömin læra ekki móðurmál foreldr- anna og heyra þá aldrei tala annað en hrognamál. Þegar þau slitna úr tengslum við heimilið og fjölskylduna leita þau oft samastaðar í vinahóp- um, sem halda mikið saman og innan þeirra gilda lögmál hópsins. Ef við bætast samskiptaerfiðleikar í skólan- um er þeim varpað á dyr og við tek- ur eyðimerkurganga félagsmálakerf- isins. Hlúum að börnum heims -framtíðin er þeirra FRAMLAG ÞITT ER MIKILS VIRÐI Fylgstu meb í Kaupmannahöfn Morgunblabib fæst á Kastrupflugvelli og Rábhústorginu -kjarni málsins! 10% afsláttur af öllum vörum - raðgreidslur til allt að 36 mánada! raðgreiðslur TIL ALLT AÐ 36 MANAÐA m bsru"1 w \i Vaí W®1 ■> 1/ X vei-tV&P&t-ýSF**' i .......JR tp • • • Teppaland Parketgótf GRENSÁSVEGI 13 • SÍMI 813577 • 881717
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.