Morgunblaðið - 20.12.1994, Page 1

Morgunblaðið - 20.12.1994, Page 1
72 SIÐUR B 291. TBL. 82. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER1994 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Jimmy Carter til friðarviðræðna við Radovan Karadzic í Bosníu Carter ber lof á „friðar- vilja“ Sar^jevo. Reuter. JIMMY Carter, fyrrverandi forseti Bandaríkjanfla, hrósaði Bosníu- Serbum í gær fyrir „friðarvilja" sinn og sagði, að málstaður þeirra hefði verið affluttur og misskilinn. Tals- maður Bandaríkjastjórnar vísaði þessum ummælum hans á bug og sagði, að það væru fyrst og fremst Serbar, sem hefðu gerst sekir um yfirgang og grimmdarverk í Bosníu. Carter er í Bosníu í boði Radovans Karadzics, leiðtoga Serba. Carter segist ætla að vinna að friði í Bosníu á grundvelli alþjóðlegu friðaráætlunarinnar, sem Serbar hafa hafnað, en vill þó ekki binda sig við skiptinguna, sem þar er kveð- Serba ið á um, 51% til múslima og Króata og 49% til Serba. Þeir ráða nú 70% landsins og segjast ekki geta látið neitt af hendi af efnahags- og hern- aðarlegum ástæðum. Að sögn Cart- ers buðu Serbar vopnahlé án tafar og kváðust reiðubúnir að ræða áætl- un fimmveldanna um skiptinguna. Karadzic neitaði þessu í samtali við CWAf-sjónvarpsstöðina í gærkvöldi. Svikin loforð Serba Carter fékk Serba til að leyfa hjálparflug til Sarajevoflugvallar en Alexander Ivanko, talsmaður gæslu- liðs Sameinuðu þjóðanna, kvaðst efast um að framhald yrði á því eft- Reuter JIMMY Carter, fyrrum Bandaríkjaforseti, og Radovan Karadzic, leiðtogi Bosníu-Serba, takast í hendur fyrir viðræðurnar í Pale í Bosníu í gær. Til vinstri stendur eiginkona Carters, Rosalyn. ir að Carter færi en hann stefndi að því í.3 fara í dag til Belgrad í Serbíu til viðræðna við Slobodan Milosevic forseta. Hafa Serbar ekki staðið við nein af þeim loforðum, sem voru skilyrði viðræðnanna, ef undan er skilin opnun flugvallarins. „Það eru Bosníu-Serbar, sem hafa sýnt öðrum yfirgang í þessu stríði og ég er viss um, að bandarískur almenningur hefur fengið réttar fréttir af því,“ sagði Dee Dee My- ers, talsmaður Hvíta hússins, í gær en ljóst er, að frumkvæði Carters að þessu sinni mælist illa fyrir í Bandaríkjunum. Lagði Myers áherslu á, að Carter væri ekki á vegum bandarískra stjórnvalda. Talsmaður Bosníustjórnar var afar ósáttur við yfirlýsingar Carters, sagði þær bera vott um að hann væri illa upplýstur. Líða fyr- ir syndir forfeðra Jerúsalem. The Daily Telegraph. YFIRVÖLD trúmála í ísrael neita að viðurkenna hjónaband Massoud Cohen og Shoshana Haddad, vegna synda sem sagt er að forfeður konunnar hafi drýgt fyrir 2.500 árum. Astæðan er sú að meðlimir Haddad-fjölskyldunnar, sem flutti til ísraels frá Túnis, kunna að vera afkomendur tún- ísks gyðings, sem rekinn var úr prestastétt fyrir að kvænast fráskilinni konu en það er and- stætt trúarreglum. Massoud Cohen er af trúuðu fólki og margir prestar í ætt hans. Hann verður því að lúta ströngum trúarreglum. Cohen og Hassad fengu að endingu rabbína til að fram- kvæma hjónavígsluna en yf- irrabbíninn í ísrael hefur hins vegar ekki viðurkennt gifting- una og njóta þau því engra réttinda sem hjónum ber. Umberto Bossi Flokks- bræðrum lýst sem „lúsum“ Róm. Reuter. HARÐUR ágreiningur er kominn upp innan Norðursambandsins, eins af stjórnarflokkunum á Ítalíu, vegna tilraunar Umbertos Bossis, leiðtoga flokksins, til að koma Silvio Berlusc- oni forsætisráðherra frá. Bossi lýsir flokksbræðrum sínum sem ekki vilja fella forsætisráðherrann sem „lúsum og svínum“ í fréttabréfi sem birt var í gær. Bossi sagði að stjórn Berlusconis væri búin að vera og sakaði forsætis- ráðherrann um að hegða sér eins og rómverskur keisari. Hörðust var gagnrýnin þó á þá þingmenn Norður- sambandsins sem leggjast gegn til- raun hans til að fella stjórnina og mynda nýja samsteypustjórn með vinstri- og miðflokkum sem nú eru í stjómarandstöðu. „Norðursam- bandið hefur aldrei verið til sölu og verður það aldrei, þótt sambandið, eins og aðrir flokkar, hafi fengið til sín tækifærissinnaðar lýs og svín,“ skrifaði hann. Afgreiðsla fjárlaga tefst Marcello Staglieno, næstáhrifa- mesti forystumaður Norðursam- bandsins í efri deild þingsins, sagði í gær að 24 þingmenn flokksins í efri deildinni og 60 af 100 í neðri deildinni væru reiðubúnir að greiða atkvæði gegn vantrauststillögunni. Einn þeirra er Roberto Maroni inn- anríkisráðherra. Búist er við að vantrauststillög- urnar verði ekki afgreiddar fyrr en í fyrsta lagi á föstudag. Stefnt hefur verið að því að neðri deild þingsins afgreiði fjárlögin annað kvöld en lík- legt er að töf verði á því. Kákasusbúar rísi upp gegri Rússum Grosní, Moskvu. Reuter, The Daily Telegraph. YFIRMAÐUR hers Tsjetsjena hvatti í gær þjóðirnar í öllu Kákasus til að rísa upp gegn- Moskvuvaldinu og brjóta árás þess á bak aftur. Lauslegt samband herflokka í Kákasushéruðum Rússlands hefur lýst því yfir að kalli Rússar ekki her sinn á brott frá Tsjetsjníju muni verða efnt til al- menns herútboðs gegn þeim. í gærkvöldi hvatti Dzhokar Dúdajev, leiðtogi landsins, til viðræðna við Rússa en ekki er vitað hvort hann bauð vopnahlé. Hart var barist skammt fyrir utan höfuðstað Tsjetsjníju, Grosní, í gær og herþotur reyndu án árangurs að fella sjónvarpsturn borgarinnar. Hershöfðingi í Tsjetsjníju hefur neitað að hlýða fyrirskipunum frá Moskvu og vitað er að mikil óánægja er innan hersins með innrásina. Aðstoðarráðherrann Valerí Vostrok- ín undirhershöfðingi, gagnrýndi í gær innrásina. Hann sagði að herinn ætti ekki að gegna lögreglustörfum og kalla bæri liðið á brott. Umbótasinnar í Moskvu fordæma yfirleitt aðgerðirnar en ekki er þó einhugur meðal þeirra. Andrej Koz- yrev utanríkisráðherra hefur ákveðið að segja sig úr Valkosti Rússlands vegna gagnrýni leiðtoga flokksins, Jegors Gajdars, á stjórnina. Brynvagnar hersins voru í gær sendir til að styrkja varðstöðvar sem lögreglan í Moskvu hefur komið sér upp við helstu samgönguleiðir inn í borgina en öryggisviðbúnaður hefur verið efldur mikið. Óttast yfii’völd að flugumenn Tsjetsjena reyni að vinna hermdarverk. ■ Hæðast að Rússum/20 Reuter Eftirmynd Stonehenge úr ísskápum í TILEFNI þess að sumarsól- stöður verða síðar í vikunni á suðurhveli jarðar, tóku nýsjálenskir listamenn sig til og reistu nákvæma eftir- mynd Stonehenge-minjanna í Bretlandi, úr gömlum ísskáp- um. A myndinni getur að líta listamennina Sean Burke, Adrian McGoverns og Gra- eme Cairns við eftirmyndina en talið er að frummyndin Stonehenge hafi verið reist á tímabilinu 2700-1490 f.Kr. og notuð við helgiathafnir tengd- ar sólardýrkun.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.