Morgunblaðið - 20.12.1994, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 20.12.1994, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ VESTFJARÐAGÖNGIN BÍLAR frá Súgandafiröi aka inn í munna Vestfjarðarganga í gær, en það var fyrsti dagurinn sem þau voru opin fyrir almennri umferð á milli Súgandafjarðar og ísafjarðar. * Vestfjarðagöngin opnuð fyrír umferð milli Isafjarðar og Súgandafjarðar Tryggir samgang og styttir leiðina SÁ HLUTI Vestfjarðaganganna sem liggur á milli ísafjarðar og Súgandafjarðar var opnaður fyrir bílaumferð klukkan níu í gærmorg- un. Göngin verða opin í takmörkuð- um mæli á næstunni að sögn Krist- ins Jóns Jónssonar, rekstrarstjóra hjá Vegagerð ríkisins á ísafirði. Göngin stytta leiðina til Suðureyrar um þijá kílómetra og eiga að tryggja að fært sé þangað árið um kring. Göngin eru lítt frágengin, ómal- bikuð og opnir skurðir við hlið veg- ar og er erfitt að mætast í þeim. Því er umferð aðeins heimiluð í aðra átt í einu, en vaktmenn fylgj- ast með og stjórna umferð. Við öpnunina í gær færði Vegagerð rík- isins kvenfélaginu Ásrúnu á Suður- eyri jólatré sem táknræna gjöf. Starfsmenn Vegagerðarinnar óku fyrstir í gegn eftir formlega opnun. Göngin verða lokuð í dag en opin frá klukkan 9 til 18 næstu daga en frá klukkan 9 til miðnættis á Þorláksmessu. Umferð er ekki heimil á aðfangadag og jóladag en þaðan í frá klukkan 9 til 18. Ganga- menn koma síðan til starfa að nýju 2. janúar næstkomandi, og þá verða göngin opin frá 9 til hádegis og frá 17 til 18 þrjá daga vikunnar, og tvo tíma á laugardögum. Næstá haust er stefnt að því að opna þau fyrir eðlilegri umferð. Þetta er mikil sam- göngubót JÓHANNA Oddsdóttir frá Isafirði á systur á Suðureyri, og heimsótti hana í gær. Systir hennar ók líka göngin í gær og sagði Jóhanna hana kampakáta. „Þetta er mikil samgöngubót og ég losna að auki við þá hræðslu sem greip mig oft þeg- ar ég fór gömlu leiðina. Ég held að Suðureyringar séu varla búnir að átta sig á þessum und- rum og á alveg eins von á að þeir fái víðáttubrjálæði. Þeir eru þó varla ánægðir með að lokað sé á aðfangadag og jóla- dag, því að fólk vill gjarnan skreppa bæjarleið á slíkum há- tíðisdögum," segir Jóhanna. „Núna fá Isfirðingar líka að- gang að auknu útivistarsvæði í Súgandafirði og ég er t.d. viss um að þarna verði mörg göngu- svæði tekin í notkun á næst- unni.“ r Jóhanna Oddsdóttir • • Oruggur um að komast GRÉTAR Schmidt kveðst lítast mjög vel á opnun ganganna, en hann brá sér til Isafjarðar í gær ásamt dætrum sínum. Hann var viðstaddur þegar seinasta haft- ið sem skildi að þá tvo hluta ganganna sem annars vegar var boraður frá Isafirði og hins vegar frá Súgandafirði, var rof- ið í febrúar sl., og gekk þá I gegn. „Núna er maður öruggur með að komast til tsafjarðar um vetrartímann, öfugt við það sem áður var þegar gamli vegurinn sem er miklu erfíðari, var eina leiðin. Ég heldtið samgangur verði mikill, og meðal annars er verið að tala um að smábátar frá ísafírði leggi hér eftir frá Súgandafirði, þvi að það styttir leiðina á miðin um fimm tíma.“ Grétar Schmidt Arnar Guðmundsson Mikið örygg- isatriði fyrir okkur „ÞETTA er önnur ferðin mín í gegnum göngin í dag, ogmér líst mjög vel á,“ sagði Arnar Guðmundsson frá Suðureyri. „Ég keyrði með konuna til læknis í morgun og er núna á leið út á flugvöll. Við hefðum ekki komist til ísafjarðar í dag eins og færðin er ef ekki hefði verið búið að opna, og erum vön því að vegurinn sé jafnvel lokað- ur í heila viku. Þetta eykur ör- yggi okkar mikið, og þann kost sjáum við helstan. Einangrunin eða að komast í búðir á ísafirði hefur ekki háð íbúum mikið. ísfirðingar munu væntanlega notfæra sér leiðina mikið; hing- að er margt að sækja enda stað- urinn fallegur og alltaf ijóma- blíða.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.