Morgunblaðið - 20.12.1994, Side 6

Morgunblaðið - 20.12.1994, Side 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Hafþór Ferdinandsson JÓLAVARNINGUR borinn í hús á Hveravöllum sl. laugardagskvöld. 50 tíma ferð með jóla- vistir til Hveravalla Bændur um athugasemd stórkaup- manna við framkvæmd GATT Meiri ástæða fyrir framleið- endur að óttast Iðnaðarráðherra um sinkverksmiðju Ekki talin mjög hagkvæm SIGHVATUR Björgvinsson, iðnað- arráðherra, sagðist í samtali við Morgunblaðið ekki hafa séð niður- stöður forathugunar Zink Coiporati- on of America um hagkvæmni þess að reisa hér 125 þúsund tonna sink- verksmiðju. „Mér skilst þó, að sam- kvæmt þeirri niðurstöðu sé ekki tal- ið mjög hagkvæmt að reisa hér sink- verksmiðju," sagði Sighvatur. Sighvatur sagði að það væri auð- vitað sjálfsagt að skoða málið áfram, en honum sýndist sem fátt benti til þess að ákvörðun um byggingu sink- verksmiðju hér á landi yrði tekin innan skamms. „Hinir erlendu viðmælendur hafa, samkvæmt því sem mér er sagt, bent á ýmis atriði, sem hægt væri að breyta, til þess að hagkvæmni aukist. Á þessu stigi málsins tel ég þó varlegast að segja sem allra minnst, svo að menn fari nú ekki að gera sér allt of háar vonir,“ sagði iðnaðarráðherra. -------------- Þyrla stöðv- ar vélsleða LÖGREGLAN hefur þessa dagana eftirlit með umferð í efri byggðum borgarinnar og nýtir þyrlu til verks- ins. í gær stöðvuðu lögreglumenn vélsleðaakstur pilta í Kvíslahverfi í Árbænum eftir slíkt eftirlitsflug. Piltamir reyndust réttindalausir og á sleða sem þeir höfðu stolið. Akstur vélsleða er bannaður innan borgarmarkanna, en lögreglumenn fylgjast einnig með umferð sleðanna utan borgarmarka. Þar er sérstak- lega hugað að því hvort sleðarnir eru skráðir, eiris og skylt er, og hvort ökumenn þeirra hafa réttindi til að aka þeim. Lögreglan bendir eigendum vél- sleða á að ganga tryggilega frá þeim, en á það skortir oft verulega, að sögn Iögreglu. Morgunblaðið/Hólmfríður Stjúpur við heim- skautsbaug Grímsey. Morgunblaðiil. ÞAÐ var heldur óvenjuieg sjón sem blasti við þegar Hulda Reykja- lín í Garði í Grímsey leit út í garð- inn sinn nýlega. Síst átti hún von á að sjá nýútsprungnar stjúpur í blómaheðinu en sú var raunin. Hulda tók eftir því fyrir nokkru að stjúpurnar voru farnar að gera sig vorlegar en var bæði hissa og glöð þegar hún sá þessi sígildu sumarblóm nýútsprungin. Klippti hún blómin af og setti í skál. HAFÞÓR Ferdinandsson fór um seinustu helgi ásamt syni sínum Arnari Þór með jólavarning til hjónanna á Hveravöllum, Magnúsar Björnssonar og Sig- rúnar Þórólfsdóttur, sem annast þar veðurathuganir fyrir Veður- stofuna. Þetta er þrettánda árið sem Hafþór tekst þessa ferð á hendur með birgðir fyrir jólin til veðurathugunarmanna á Hvera- völlum og hefur ferðalagið aldrei tekið jafn langan tíma og nú því þeir feðgar komu ekki til byggða fyrr en eftir 50 klukkustunda ferð. „Við lögðum af stað klukkan 8 á föstudagskvöldið. Spáin var frekar leiðinleg og lentum við í skafrenningi og leiðindaveðri upp við Gullfoss en ferðin sóttist þó bærilega allt inn undir Hvítár- nes. Þar hittum við fyrir stráka á tveimur Toyota-jeppum sem ákváðu að skella sér með okk- ur,“ segir Hafþór. Veðrið versnaði þegar leið á nóttina og um kl. 6 á laugardags- morguninn varð Hafþór fyrir því óhappi að dekk fór af felgu á Ford-Econoline-bifreið hans. Ákváðu þeir þá að láta fyrir ber- ast um tíma og sofa af sér veðr- ið. Undir hádegi á laugardag varð að ráði að aka á Toyota-bíl- unum þá 25 kílómetra sem eftir voru til Hveravalla með dekkið til viðgerða og gekk það greið- lega. „Við komum svo til Hvera- valla klukkan rúmlega 11 á laug- ardagskvöldið með jólavistirnar. Þar beið okkar steik og fínheit. Við stoppuðum þó ekki nema tvo tíma en þá var byrjað að snjóa á ný og hvessa og ákváðum við að leggja í hann,“ segir Hafþór. Blindbylur og 10-12 vindstig „Klukkan sex á sunnudags- morguninn neyddumst við til að stoppa aftur því þá var veðrið orðið svo vont að við sáum ekki handa okkar skil. Við vorum staddir milli Fremri- og Innri- Skúta á Kili og vindhraðinn var í kringum 10-12 vindstig. Okkur tókst að sofna en vöknuðum aft- ur klukkan 11 og var þá enn skafrenningur og frekar slæmt skyggni en þó skárra á milli. Héldum við aftur af stað og sótt- ist ferðin seint og komum til byggða klukkan 10 á sunnudags- kvöld eftir 50 tíma ferð og hefur jólaferðin hjá mér aldrei verið lengri," segir Hafþór. Mesta snjódýpt frá 1975 Mikil snjóþyngsli eru nú á Hveravöllum og meðalsnjódýpt 61 sm., sem er mesta meðalsnjó- dýpt sem mælst hefur á þessum slóðum frá 1975. Hafði Hafþór eftir Hveravallahjónum að lítið hefði verið þar um mannaferðir það sem af er vetri en þau eigi von á gestum um áramótin. Er þetta fyrsti vetur þeirra hjóna á Hveravöllum og að sögn Hafþórs létu þau vel af vistinni. FORSTÖÐUMAÐUR Upplýsinga- þjónustu landbúnaðarins telur að ótti stórkaupmanna við þær breyt- ingar sem fyrirhugaðar eru á ís- lenskum tollareglum í tengslum við GATT-samkomulagið sé með öllu ástæðulaus. Félag íslenskra stórkaupmanna hefur eins og fram kom í blaðinu um helgina lýst yfir ótta um að breytingarna.r leiði til þess að allur innflutningur á grænmeti leggist af um ókomna framtíð. Helga Guðrún Jónasdóttir, forstöðumaður Upplýs- ingaþjónustu landbúnaðarins, segir að þessi fullyrðing sé næsta furðu- leg, að sá alþjóðlegi samningur sem afnema á innflutningshöft verði til þess að innflutningur leggist af. Inn- lendir framleiðendur hafi, þegar öll kurl eru komin til grafar, mun meiri ástæðu til að óttast um sinn framtíð- arhag en stórkaupmenn. Fortíðarbinding „Fyrirsjáanlegt er að GATT- samningurinn mun grisja verulega úr röðum grænmetis-, kartöflu- og „ blómaframleiðenda, og beiti stjórn- völd ekki þeim heimildum til aðlög- unum sem samningurinn veitir þeim verður innlenda framleiðslan svipur hjá sjón um aldamótin." Helga Guðrún segir að í GATT- samkomulaginu felist nokkurs konar fortíðarbindíng, þ.e. að ekki megi draga úr eða leggja hömlur á þann innflutning sem átti sér stað á viðm- iðunarári samningsins, 1988. Hin síðari ár og áratugi hafi verið flutt inn verulegt magn af grænmeti á lágum tollum. Það þýði að jafn mik- ið verði flutt til landsins á sömu tollum. Tollaígildum megi aðeins beita á innflutning umfram það. Tollaígildin eigi að lækka um 36% á sex árum, eða um 6% á ári frá gildistöku hans. Þá segir Helga að tollaígildum sé ætlað að koma í stað innflutnings- hafta eða -hindrana. Bannað verði að beita tollum, verðjöfnunargjöldum og öðru því sem yfirstjóm GATT hefur talið ástæðu til að flokka und- irraunverulega eða tæknilegar hindr- anir. Hún segir rétt að undirstrika það rækilega að ígildin séu eins og heiti þeirra segir til um ekki tollar heldur umreiknuð aðlögunarþörf að nýjum alþjóðlegum viðskiptareglum með búvörur. Hvert einasta tollaígildi sé háð samþykki yfirstjómar GATT. Ernir, mávar og hrafnar valda tjóni í æðarvörpum hjá bændum Flökkuemir mestir skaðvaldar í 70% þeirra tilfella sem kvartað var yfir umtals-. verðu tjóni af völdum arna í æðarvörpum og skað- valdarnir vom þekktir, komu flökkuernir við sögu. Hugsanlegar aðgerðir til að draga úr tjóni ættu því einkum að beinast að flökkuörnum. Þetta kemur fram í skýrslu sem Náttúrufræði- stofnun íslands vann fyrir umhverfisráðuneytið, þar sem kannað er tjón af völdum arna í æðar- vörpum. í niðurstöðum segir, að ernir séu mjög sjaldgæfir gestir í 42% varpa, en árvissir og hafi stutta viðdvöl í 23% varpa. í um 35% varpa sem vom skoðuð séu ernir algengir gestir ag verpi jafnvel steinsnar frá þeim. Ernir eru algengastir við innanverðan Breiða- fjörð, einkum í eyjum í mynni Hvammsljarðar, á Skarðsströnd og í austanverðri Barðastrandar- sýslu. Mávar og hrafnar eiga líka hlut að máli Þegar bændur tilgreindu tjón var það oftast í því fólgið að ernir fældu kollur úr varpi og má- var og hrafnar eyðilögðu egg og dún í kjöU'arið. Þá segir í skýrslunni, að sumir bændur skelh allri skuldinni á erni þegar dúntekja minnki og örn Sjáist í varpinu. Sennilega sé mjög erfitt að greina á milli tjóns af völdum arna annars vegar og máva og hrafan hins vegar, þegar allar þessar tegundir komi fyrir í sama varpi. Mávar og hrafn- ar ræni og eyðileggi æðarhreiður, stundum vegna þess að ernir hafi styggt kollur af hreiðrum, en miklu oftar án þess að ernir komi þar nærri. í lok skýrslunnar em lagðar fram tillögur að viðræðum ríkisvalds og æðarbænda. Þar segir, að meðal annars ætti að ræða og reyna að ná samkomulagi um hvernig æðarbændur vilji að tjón sé metið, fjármögnun á greiðslum til að bæta tjón á æðarvarpi og leiðir til að koma á fót tryggingarsjóði til að bæta veruleg skakkaföll. Æskileg niðurstaða er talin sú, að kvartanir æðarbænda verði metnar sérstaklega, ef meint tjón sé ofan settra viðmiðunarmarka. Til greina komi að fela þetta mat gerðardómi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.