Morgunblaðið - 20.12.1994, Síða 20

Morgunblaðið - 20.12.1994, Síða 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 1994 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Reuter Orðstír Carters að veði í Bosníu London, Pale. The Daily Telegraph, Reuter. MARGIR kunnir menn hafa reynt að miðla málum í Bosníudeilunni, lávarðamir Carrington og Owen, Cyrus Vanee, Francois Mitterrand, Boutros Boutros-Ghali og hans heil- agleiki Jóhannes Páll páfi. Ef eitt- hvað er þá hafa þeir ástæðu til að iðrast þeirra afskipta sinna. Jimmy Carter, fyrrverandi Bandaríkjafor- seti, ætlar þó ekki að láta sér víti annarra að vamaði verða qg er nú kominn til Sarajevo í boði Radovans Karadzics, leiðtoga Bosníu-Serba. Þegar Carter fór úr Hvíta húsinu fyrir 14 ámm bjuggust flestir við, að hann væri _þar með horfinn af sjónarsvíðinu. Á síðustu árum hefur vegur hans hins vegar farið mjög vaxandi og hann átti mikinn þátt í að samningar tókust við Norður-Kór- eustjóm um kjarnorkumálin og um valdaafsal herforngjastjómarinnar á Haítí. Nýtur Carter jafnvel meiri virðingar nú en þegar hann var for- seti. Carrington lávarður reyndi að finna lausn á Bosníudeilunni í sex mánuði í upphafi átakanna en þegar hann áttaði sig á, að tilraunir hans vom til einskis, dró hann sig í hlé. Cyrus Vance fór eins að og komust þeir báðir nokkum veginn óskaddað- ir úr eldrauninni. Það sama verður ekki sagt um Owen lávarð. Hann virðist ekki kunna þá list að hætta hveijum leik þá hæst stendur. Hann streittist við í óþökk allra og uppskar ekkert nema fyrirlitningu. Mitterrand Frakklandsforseti vakti mikla hrifningu í Sarajevo þeg- ar hann birtist þar skyndilega eins og einhver napoleanskur frelsisengill en fljótlega kom í ljós, að loforðin og heitstrengingamar vom ekkert nema orðin tóm. Ekki þarf að hafa mörg orð um hvaða viðtökur Bout- ros-Ghali, framkvæmdastjóri Sam- einuðu þjóðanna, fékk í Sarajevo á dögunum. Fátt bendir til, að Carter muni ganga betur. Hann er í Bosníu í boði Serba og það eitt er nóg til að gera hann tortryggilegan í augum múslima og Króata. Framtak hans mælist heldur ekki vel fyrir á Banda- ríkjaþingi eins og staðan þar er nú og vel getur verið, að hann eigi ekki síður en aðrir eftir að iðrast afskipta sinna af þessari erfiðu deilu. Rússneskir hermenn fella fólk á flótta Tsjetsjenar hæðast að Rússum fyrir að hika Kissinger berst fyr- ir hund Boston. Morgunblaðið. ARISTÓTELESI var ekkert mannlegt óviðkomandi, en ít- alskir þingmenn og Henry Kissinger, fyrmrn utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna og handhafi friðarverðlauna Nó- bels, hafa ákveðið að láta sig tilveru hunds eins í bænum Danville í Virginíu varða, eða öllu heldur koma í veg fyrir að bundinn verði endi á hunda- líf hans. Fyrir skömmu var kveðinn upp dauðadómur yfir Labrad- orhundnum Smokey fyrir að hundelta bréfbera og bíður hann þess nú að vera sprautaður eitri. Þeim fjölgar hins vegar óðum, sem vilja að hundurinn verði náðaður. Fjörutíu ítalskir öidungadeild- arþingmenn hafa sett upp hundshaus yfir bandarísku réttarfari og Kissinger hefur tekið sér frí frá því að gefa fyrirmennum holl ráð um al- þjóðamál til þess að tryggja að réttur Smokeys verði ekki hundsaður. „Látið eigandann hafa hundinn að nýju og bréfber- ann aðra útburðarleið," sagði Kissinger, sem rétt er að taka fram að á hund af Labrador- kyni, í sjónvarpsþættinum „American Journal“ og kvaðst jafnvel mundu biðja ríkisstjóra Virginíu að sýna Smokey mis- kunn. Stuðningsmenn hundsins segja að veita eigi honum grið þar sem hann hafi aldrei bitið, aðeins gelt. Ástandið var hins vegar orðið slíkt í götunni þar sem Smokey réði ríkjum að póstþjónustan hafði hótað íbú- um þar að hætta að bera út póst. Nú hafa vonir Smokeys um að fara ekki í hundana glæðst, en það er spurning hvort nágrannar hans taki því eins og hveiju öðru hundsbiti að eiga á hættu að fá ekki póstinn sinn. Jólin nálgast í Sarajevo FRANSKUR hjálparstarfsmað- ur í jólasveinabúningi gefur börnum í Sar^jevo jólagjafir í miðborginni. Jólin sem nú fara í hönd eru þriðju jólin sem kristnir íbúar borgarinnar halda eftir að stríðið í Bosníu hófst. Enn er umsátursástand í borginni, í gær særðu leyni- skyttur Bosníu-Serba tvo veg- farendur skotsárum, þar af annan alvarlega. Þá var sprengikúlum varpað á Bjelave í nágrenni Sarajevó en vegfar- endur sluppu við alvarleg meiðsl. Grosní, Moskvu, London. The Daily Telegraph, Reuter. VOPNAÐIR Tsjetsjenar við varðeld í miðborg Grosní. Keuter RÚSSNESK stjómvöld héldu áfram uppi þrýstingi á stjóm Dzhokars Dúdajevs í uppreisnarhéraðinu Tsjetsjníju um helgina. Umsáturslið Rússa við höfuðstaðinn Grosní skaut á sunnudag af fallbyssum á skotmörk í jaðri borgarinnar, einnig vom gerðar loftárásir. Frestur sem Borís Jeltsín Rússlandsforseti setti Dúdajev til að gefast upp rann út á miðnætti á laugardag á*1 þess að ráðist væri af öllu afli á Grosní. Á laugardag hófu rússneskir her- menn fyrirvaralaust skothríð á þijá bíla flóttafólks frá Tsjetsjníju sem vom á leið inn í grannhéraðið Ingú- setíu og féllu níu manhs. Rúslan Ásjev, leiðtogi Ingúsetíu, senreinn- ig er byggð múslimum, sagði í gær að hann hefði skipað saksóknara að heíja rannsókn á málinu. „Her- mennimir voru dmkknir", sagði Ásjev. „Við fundum sprautur með fíkniefnaleifum á staðnum", bætti hann við og lýsti því hvernig Rúss- ar hefðu síðar flýtt sér að fjarlægja öll sönnunargögn sem eftir voru. Ásjev, sem barðist sjálfur í 10 ár í Afganistan, sagðist telja að með íhlutun hersins í Tsjetsjníju hefðu orðið vatnaskil og alræðisstjóm væri að búa sig undir taka völdin á ný í Rússlandi. Ljóst væri að her- liðið hefði fyrirmæli um að beita almenning mikilli harðneskju en sjálf innrásin hefði fram til þessa verið „klaufalega framkvæmd“. „Úrslitakostir frá Allah“ Liðsmenn Tsjetsjena, sem gættu norðurhverfa Grosní, hæddust að Rússum fyrir að setja tímafrest sem síðan rynni út án aðgerða. „Einu úrslitakostir okkar koma frá Allah“, sagði einn þeirra. „Rússar standa aldrei við orð sín og virðast ekki geta gert upp hug sinn“. Ekki var skýrt frá neinu manijtjóni af völdum árása Rússa á laugardag og sunnu- dag. Dúdajev setti sem skilyrði fyrir samningaviðræðum um helgina að þær færu fram í Grosní. Hann heimtaði einnig að annaðhvort Jeltsín eða Viktor Tsjernomýrdín forsætisráðherra yrðu aðalfulltrúar Rússa og jafnframt að umræðuefn- ið yrði brottflutningur rússneska hersins frá héraðinu. Grannríki styðja Rússa Vestrænir ráðamenn forðast flestir að gagnrýna stefnu Moskvu- stjórnarinnar í málum Tsjetsjníju af ótta við að auka enn ágreining Rússa við Vesturveldin. Bill Clinton Bandaríkjaforseti sagði er fregnir bárust af innrás rússneska hersins í héraðið að um „innanlandsmál" Rússa væri að ræða. -Fullyrt er að kæfi Rússar uppreisnina í blóði muni aðgerðimar að vísu verða for- dæmdar opinberlega en vestrænir leiðtogar hljóti um leið að anda létt- ar yfir því að hættunni á sundrungu Rússlands hafí verið afstýrt. Stjórnir nokkurra fyrrverandi sovétlýðvelda í Mið-Asíu, Kazak- hstans, Úzbekístans og Túrkmen- ístans, sem öll eru að meirihluta byggð múslimum, hafa stutt stefnu Moskvumanna. Talsmenn þeirra segja að Tsjetsjníja sé óaðskiljan- legur hluti rússneska sambandslýð- veldisins. Edúard Shevardnadze, forseti Georgíu, lýsti einnig stuðn- ingi við Rússa í gær, sagði Jeltsín vera að gæta „ýtrustu ríkishags- muna“ með aðgerðum sínum í Tsjetsjníju. Breska tímaritið The Economist riflar í leiðara upp stuðning Jeltsíns við sjálfstæðisbaráttu Eystrasalts- þjóðanna. Sagt er að Tsjetsjenar hafí ekki sýnt mikla stjómvisku en ef þeir hafi ákveðið að skilja í snatri og án samráðs við hina gömlu kúg- ara sína sé það ótvíræður réttur þeirra. „Sá mikilvægi lærdómur sem Jeltsín ætti að draga af málinu er að ekki er hægt að halda saman lýðræðislegu samfélagi með vald- beitingu", segir ritið. GOTT VERÐ Dúkar, einlitir, munstraðir, falleg gjafavara, ghesilegar jólaskreytingar. , Blómastofa Friðfinns Suðurlandsbraut 10, sími 684499.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.