Morgunblaðið - 20.12.1994, Síða 24

Morgunblaðið - 20.12.1994, Síða 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Jónína Michaelsdóttir Guðmundur Guðmundsson Haraldur Sveinsson Jónas H. Haralz Leyndardómur velgengnmnar Vilhjálmur Jónsson Ný tímarit • ANDVARI 1994 er kominn út. Meðal efnis er ritgerð Davíðs Oddssonar um Geir Hailgrímsson. Þijú ljóð eru í heftinu eftir argentíska skáldið Jorge Luis Borges í þýð- ingu Jóhanns Hjálmarssonar. Hjörtur Páls- son á fjögur ljóð. Birt eru brot úr Berlín- ardagbók Kristins E. Andréssonar 1930. Sveinn Yngvi Egilsson skrifar um Hulduljóð Jónasar Hall- grímssonar. Greinar eru eftir Kristján Kristjánsson, Jón Þ. Þór, Ara Pál Kristinsson, Gunnar Karlsson og Hannes Hómstein Gissurarson. Gunnar Stefánsson á greinina Ung skáld í aldarbyijun, athugasemdir um tvö ný heim- ildarrit. Andvari er tímarit Hins íslenska þjóðvinafélags og var stofnaður 1874. Ritstjóri er Gunnar Stefáns- son. Tímaritið er 156 síður prentað í Odda. ------» ♦ ♦------- Nýjar plötur • í TILEFNI tíu ára starfsafmæl- is Kveldúlfskórsins í Borgarnesi hefur kórinn gefíð út geisladiskinn „Árin meðImbu“, sem inniheldur 27 íslensk og erlend lög. Kveldúlfskórinn í Borgarnesi hefur starfað í tíu ár. Hann var stofnaður að frumkvæði Verka- lýðsfélags Borgarness og Björns Leifssonar, sem einnig stjórnaði kórnum fyrsta árð. Þá tók Ingi- björg Þorsteinsdóttir, tónlistar- kennari í Borgarnesi, við stjórninni og er geisladiskurinn tileinkaður henni. Á disknum eru tvö lög sem ekki hafa verið hljóðrituð áður, „Kvöld- ljóð“, eftir Jón Nordal við ljóð eft- ir Björn Jakobsson og „Á Stranda- fjörurn" eftir Björn Leifsson við ljóð eftir Friðjón Sveinbjörnsson. Hljóðritun fór fram í Borgarnes- kirkju í maí 1993 og 1994. í kveri sem fylgir geisladisknum eru birtir söngtextar laganna ásamt upplýsingum um Kveldúlfs- kórinn. BOKMENNTIR Æ v i s ö g u r ÁHRIFAMENN eftir Jónínu Michaelsdóttur. Fram- tíðarsýn, 1994.168 síður. ÞAÐ eru gömul sannindi og ný að velgengni í viðskiptum, kannski í lífínu yfírleitt, byggist á dyggðum og hæfíleikum, sem ekki eru allir þess eðlis, að auðvelt sé að færa þá í orð. Þetta kemur fram í því að það er engin uppskrift til að velgengni í lífinu á hvaða sviði sem það er. Auðvitað er það öllum ljóst að sumar dyggðir fleyta manni langt, til dæmis dugnaður og ósér- hlífni. En það þarf fleira að koma til. Eina sem hægt er að segja um velgengnina virðist vera að'benda á þá, sem hafa notið hennar og skoða sögu þeirra. í bókinni Áhrifamenn hefur Jónína Michaelsdóttir skráð frá- sögn fjögurra manna, sem hafa notið umtalsverðrar velgengni í viðskiptum og fjármálalífi. Þeir greina frá lífshlaupi sínu í grófum dráttum, verkefnum sínum, fyrir- tækjum, vinnuvenjum og ýmsu öðru. Það er skipulega sneitt hjá persónulega hlutanum í lífi þeirra nema að svo miklu leyti sem hann hefur haft áhrif á viðfangsefni lífs- starfsins. Þeir sem rætt er við eru Harald- ur Sveinsson, framkvæmdastjóri Árvakurs, Vilhjálmur Jónsson, fyrrverandi forstjóri Olíufélagsins, Guðmundur Guðmundsson, út- gerðarmaður á ísafírði, og Jónas Haralz, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans. Höfundi hefur tekizt að gera textann viðfelldinn og læsilegan. Allir viðmælendurnir eru þess virði að hlýða á þá ogbókin er skemmti1 leg og góð lesning. í lokin hefur höfundur tekið saman æviágrip viðmælendanna. Viðmælendurnir eiga ýmislegt sameiginlegt. Þeir eru allir komnir á efri ár, tæplega sjötugir eða eldri. Þeir eru allir sammála um að áfskiptaleysi stjórnmálamanna af viðskiptum sé æskilegt, eru andsnúnir höftum. Þeir hafa allir reynslu af því að starfa við hafta- fyrirkomulag og eru sammála um, að það sé mikil bölvun. Það er svo ekki víst að þeir yrðu allir sam- mála um, hve langt ætti að ganga í frelsisátt. Síðan er það augljóst um þá alla, að þeir hafa notið umtalsverðrar velgengi í lífínu. Þeir rekja allir sögu sína, sam- skipti við annað fólk, dvelja lítið við mistök, sem þeir hljóta að hafa gert, en það er misjafnt hvað þeir horfa fram á veginn. Jónas Haralz gerir mest af því. Fyrstu tvær setningarnar í kaflanum um hann hljóða svona: „Ég hef alltaf verið bjartsýnis- maður, en ég hefði ekki trúað því að óreyndu að við gætum á jafn skömmum tíma og raun ber vitni komið á efnahagskerfí hér á landi sem er sambærilegt við það sem er í löndunum í kringum okkur. Árið 1994 er ekki aðeins fimmtíu ára afmæli lýðveldisins, heldur það ár sem lokaskrefið var stigið í átt til fijáls hagkerfís, sem byijað var að koma á fyrst árið 1950, og svo 1960.“ Það eru ekki margir sem hafa haft orð á þessari merku staðreynd á þessu ári, en mér er til efs að fleiri staðreyndir séu merkilegri um árið 1994 og hún á eftir að hafa meiri afleiðingar en margan grunar. Tveir viðmælendartna lýsa stuðningi við inngöngu Isiands í Evrópusambandið, þeir Jónas H. Haralz og Haraldur Sveinsson. Sá síðarnefndi segir um þetta: „Sjálf- ur hef ég fyrst og fremst áhuga á inngöngu íslands í Evrópusam- bandið til að losna við skyndi ákvarðanir íslenskra stjórnmála- manna.“ Ég hygg að ýmsir gætu tekið undir þessi orð, þótt þeim sé ekki í nöp við stjórnmálamenn almennt eins og Haraldi virðist vera. Það er líka ýmislegt mjög at- hyglisvert í því sem Haraldur seg- ir um þróun Morgunblaðsins. Það er sérstök ástæða til að taka eftir því sem hann segir um sjálfstæði blaðsins gagnvart stjórnmála- mönnum. Hann víkur að þessu á nokkrum stöðum. Á einum stað segir hann: „Smám saman hefur fólk áttað sig á að hér er ekki á ferðinni flokksblað, heldur vand- aður fréttamiðill sem allir geta treyst." Morgunblaðið hefur eitt gömlu blaðanna komizt óskaddað í gegnum breytingaskeið síðustu 20 ára. Þetta er merkileg stað- reynd og skýrist hugsanlega af því, að tengsl þess voru alltaf lausari en annarra blaða við stjóm- málaflokka, þótt Morgunblaðið hafi lengi fylgt sjálfstæðisstefn- unni, en vík hafi stundum orðið á milli Sjálfstæðisflokksins og þess. Þessi skoðun á sjálfstæði blaða er nú orðin viðtekin en hún var það ekki fyrir ekki mjög löngu síðan og hún er erfiðari í framkvæmd en margan grunar. Það mætti nefna ýmislegt fleira úr þessari bók, sérstaklega úr frá- sögnum þeirra Vilhjálms Jónsson- ar og Guðmundar Guðmundsson- ar, þótt hér verði staðar numið. Það á við um alla þessa menn að þeir hafa orðið að taka áhættu f lífínu. En sú áhætta hefur verið yfirveguð, ígrunduð, eins og geng- ur fram af síðum bókarinnar. Það er áreiðanlega ekki sízti þáttur velgengninnar. Guðmundur Heiðar Frímannsson. Hjá okkur er altt á góðu verði \C. 1 Frábær jólatilboð Hjólavagn fyrir bilaviögerðir Verðkr. 1.980. Tölvuborð kr. 5.980. Skrifborðsstóll kf. 3.280. Samlokugrill Verð kr. 2.490 Rafmagnsmælir Mjög gott tæki á góðu verði. fyrir heimili, bíl o.fí. Kr. 2.650. Tvær gestiær kr. 1.590. Brun sunnudag kl. 13-17 / w /slensku Postvenslunin Smiðjuvegi 30 Borðlampar Loftljós Fatahengi - með trúðum, brúðum og honum GOSA. Verð frá kr. 3.950 úph RISTALL KRINGLUNNi og FAXAFENI - bláu húsin

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.