Morgunblaðið - 20.12.1994, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 20.12.1994, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ ______LISTIR____ Jólí skugga ljósanna MYNPLIST M o k k a BLÖNDUÐ TÆKNI GUÐBRANDUR ÆGIR Opið virka daga kl. 9.30-23.30 og sunnud. kl. 14-23.30 til áramóta. Aðgangur ókeypis. ÞEGAR líður á síðasta mánuð ársins og hátíðin eina og sanna nálgast óðfluga, er ekki óeðlilegt að fólk staldri aðeins við og líti í kringum sig, og spyrji hvað allt þetta brambolt eigi að þýða, hvernig það fari með einstakling- inn og hvað það skilji eftir, þegar allt er um liðið. Það er einnig sjálfsagt að mynd- listarfólk taki þátt í slíkum vanga- veltum, ög leiti eigin svara; það er gert hér með sérstökum hætti. Guðbrandur Ægir á heiðurinn af framkvæmdinni, en hann lauk námi frá Myndlista- og handíða- skóla Islands síðasta vor, og hefur þegar tekið þátt í nokkrum sam- sýningum; hér er á ferðinni fyrsta einkasýning hans. Sú hátíð kristninnar, sem nú fer í hönd, hefur gjarna verið kynnt sem hátíð ljóss og friðar; listamað- urinn leggur út frá þessu þegar hann gefur sýningunni yfirskrift- ina „Hátíð ljóss og skugga“. Með fáeinum einföldum verkum fjallar hann um jólahaldið hér á landi, en bætir við, að hann sé með þeim ekki síst að benda á „hversu langt við erum komin frá upprunalegum boðskap jólanna. Hin síðari ár hefur óhóf ýmiskonar sett mark sitt á jólin og undirbúning þeirra, t.d. óhófleg neysla áfengis og mik- il peningaeyðsla". í þessum orðum er út af fyrir sig enginn nýr sannleikur, því þau hafa endurómað með ýmsum hætti á þessum árstíma í gegnum marga áratugi. Sem myndlistarmaður fylgir Guðbrandur þeim hins vegar eftir í verkum sínum. Annars veg- ar hefur hann sett upp ímynd birt- unnar í sinni hógværustu mynd - eitt kerti í óskreyttum, grófum tréramma - en hins vegar óhófið á grunni þeirrar glansímyndar jólaljósa og gylltra ramma, sem alls staðar blasir við. Þessu óhófi er lýst með nötur- legum en um leið sakleysislegum hætti á glanspappírnum, sem hef- ur verið strekktur á veggi kaffi- hússins. Svartir miðar brennivíns- ins, auglýsingar kreditkortafyrir- tækjanna, peningaseðlar og lítil dánartilkynning yfir bláu reipi vísa hvert um sig til þeirrar mannlegu öiTæntingar sem að baki býr. Lít- il skrautljósin ná ekki að bægja frá þeim áhyggjum sem sækja að, sem verða til þess að menn reisa sér hurðarás um öxl með eyðslu- semi, leita skjóls hjá flöskunni fremur en að takast á við tilver- una, eða hreinlega gefast upp og kjósa að hverfa í náðarfaðm dauð- ans fremur en að halda áfram. Hér er vel að verki staðið hjá listamanni við upphaf ferils síns. Þessi litla sýning Guðbrands Ægis er ágæt áminning um að oftar en ekki fer hátíð jólanná fram í skugga daufra skrautljósa, fremur en böðuð þeirri birtu sem kirkjan talar um. Glanspappír og gull- rammar eru aumkunarverðar umgjarðir, ef innihaldið er jafn nöturlegt og gleðisnautt og hér blasir við. Eiríkur Þorláksson ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 1994 27 Aðyentutílboð! f^olunum fylgir bakstur, þrif og uppþvottur. Við viljum létta þér störfin og bjóðum því þessi fjögur gæða-heimilistæki frá Siemens og Bosch á sérstöku tilboðsverði. Bakstursofn SIEMENS BOSCH Hrærivél .. \ MUM 4555EU Fjölvirkur Siemens baksturofn. Yfir- og undirhiti, blástur, glóðarsteiking með og án blásturs. Rafeindaklukka, létthreinsikerfi, sökkhnappar. Gæði hvert sem litið er. Og verðið er einstakt Tilboðsverð kr. 49.900 stgr. Ryksuga Fjölhæf Bosch hrærivél sem gegnir dyggu hlutverki á mörg þúsund íslenskum heimilum. Líklega mest selda hrærivélin á Islandi undanfarin ár. Blandari, hakkavél og grænmetis- kvörn fylgja með. Og verðið slær enginn út. Tilboðsverð kr. 17.900 stgr. Uppþvottavél Létt og lipur Siemens ryksuga sem auðveldar þér að halda híbýlunum hreinum. 1200 W, sjálfinndregin snúra, fylgihlutir geymdir I vél, hleðsluljós. Og þær gerast vart ódýrari. Tilboðsverð kr. 12.900 stgr. Umboðsmenn okkar á landsbyggðinni eru: Akranes: Rafþjónusta Sigurdórs Borgarnes: Glitnir Borgarfjöröur: Rafstofan Hvítárskála - Hellissandur: Blómsturvellir ■ Grundarfjörður: Guöni Hallgrímsson Stykkishólmur Skipavík ■ Búðardalur Ásubúð ■ ísafjörður Póllinn ■ Hvammstangi: Skjanni Sauðárkról ur Rafsjá Siglufjörður Torgið • Akureyri: Ljósgjafinn • Húsavík: öryggi Þórshöfn: Noröurraf Neskaupstaður. Rafalda Reyðarfjörður Rafvélaverkst. Árna E. • Egilsstaðir Sveinn Guðmundsson Breiðdalsvik: Stefán N. Stefánsson • Höfn i Hornafirði: Kristall Vestmannaeyjar Tréverk Hvolsvöllur Kaupfélag Rangæinga • Selfoss: Árvirkinn • Garður Raftækjav. Sig. Ingvarss. • Keflavík: Ljósboginn Hafnarfjörður. Rafbúð Skúla, Álfaskeiði Viljirðu endmgu og gæði - Velvirk, sparneytin og hljóðlát Siemens uppþvottavél. Tekur borðbúnað fyrir 12 manns. Og llttu á verðið. Tilboðsverð kr. 59.900 stgr. Nýi Sun Moon Stars dömuilmurinn, 30 ml. kr. 2.200- Escada rakspíri og svitastífti í settí, kr. 3.000- Unglingailmurinn Red- og Blue Jeans, 75 ml. kr. 2.290- Max Factor snyrtívörur með 20% aíslætti. Nýi Tocade dömuilmurinn frá Rochas með 15% afslætti. Hydra Star, dag- og næturkrem fra Dior í öskju, kr. 2.990- Scholl fótaefnin í gjafaöskjum með 25% afslætti. Neutrogena ofhæmisprófaðar húðvörur með 25% afslætti. Ódýrir varalitír á kr. 275- og margl fleira. GRAFARVOGS APOTEK Torginu, verslunar- og þjónustumiöstöðinni Hverafold 1-5, Grafarvogi, 112 Reykjavík, sími 587-1200 Opið virka daga frá kl. 9-19, laugardaga 10-14 en lokað á sunnudögum nema annað sé tilkynnt. Nýjasta apótek landsmanna hefur opnað í Torginu, verslunar- og þjónustumiðstöðinni í Grafarvogi. í tilefni opnunar eru mörg frábær opnunartilboð í snyrtivörudeildinni. Verið velkomin.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.