Morgunblaðið - 20.12.1994, Page 32

Morgunblaðið - 20.12.1994, Page 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 1994 33 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Haraldur Sveinsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. EFTA-DÓMSTÓLL- INN OG ÁTVR DÓMSTÓLL EFTA kvað á föstudag upp ráðgefandi álit vegna máls finnsks innflutningsfyrirtækis. Sam- kvæmt álitinu er samkvæmt EES-samningnum óheimilt að viðhalda einkaleyfi ríkisins á áfengisinnflutningi þegar um er að ræða vöru, sem er upprunnin innan Evrópska efnahagssvæðisins. Niðurstaðan er því sú — og hún á ekki við um Finnland eingöngu — að innflutningur á áfengi á að vera frjáls, rétt eins og á öðrum vörum, þótt smá- sala kunni áfram að vera bundin ríkiseinkaleyfi. v Álit EFTA-dómstólsins er athyglisvert efnislega, ekki sízt að því leyti að dómstóllinn vísar á bug þeim röksemd- um, að ríkiseinkaleyfi sé nauðsynlegt til að vernda heilsu manna fyrir skaða af völdum áfengisneyzlu. „[. . .] unnt er að ná því markmiði með ráðstöfunum, sem fela í minna mæli í sér hindrun á vöruflutningum,“ segir dómstóllinn. Þetta er í samræmi við ótalmargar vísbendingar um að áfengisneyzla minnki alls ekki þótt innflutningur, dreif- ing eða sala áfengis sé á hendi ríkisins. Niðurstaða EFTA- dómstólsins styður því þá afstöðu Morgunblaðsins að tíma- bært sé að endurskoða það kerfi einokunar í áfengissölu hér á landi, sem hefur fyrir löngu gengið sér til húðar og stríðir að flestu leyti gegn nútímalegum hugsunarhætti. Hins vegar er álit EFTA-dómstólsins jafnframt athyglis- vert að því leyti að dómurinn bendir á að afnema hefði átt einkaleyfi ríkisins á áfengisinnflutningi i EFTA-ríkjun- um, sem í hlut eiga, strax um síðustu áramót þegar EES- samningurinn tók gildi. Þetta hefur ekki verið gert hér á landi, þótt fjármálaráð- herra hafi síðsumars lagt fram á Alþingi frumvarp um afnám einkaréttarins, að fengnum athugasemdum frá Eftirlitsstofnun EFTA. Það er auðvitað ófært að íslending- ar standi ekki við skuldbindingar sínar samkvæmt EES- samningnum, jafnmikið og þeir eiga undir því að önnur ríki, sem aðild eiga að EES, virði ákvæði samningsins. Alþingi ætti þess vegna að afgreiða frumvarp fjármálaráð- herra hið snarasta. Álit EFTA-dómstólsins um áfengisinnflutning er eitt dæmi af mörgum um það aðhald, sem aðildin að EES veitir stjórnvöldum hér á landi og þær umbætur í fijáls- ræðisátt, sem samningurinn um Evrópskt efnahagssvæði hefur haft í för með sér. GLASAFRJÓVGANIR FLESTU fólki er eðlislægt að vilja eignast börn. Stað- reynd er hins vegar að 10-15% para á barneignar- aldri eiga við ófrjósemi að stríða. Landlæknir skilgreinir ófijósemi sem sjúkdóm. í fjölmörgum tilfellum getur nú- tíma heilbrigðisþjónusta hjálpað viðkomendum. Af þessum sökum var starfsemi glasafrjóvgunardeildar Landspítala mikið fagnaðarefni. Árangur af starfsemi deildarinnar hefur og verið með ágætum. Um það bil þriðja hver með- ferð hefur leitt til fæðingar, sem er talsvert meira en meðaltalið annars staðar í heiminum. í upphafi starfseminnar var áformað að meðhöndla 100-150 pör árlega. Þrátt fyrir fjölgun meðferða í 250 á ári eru meir en 600 pör á biðlista, sem getur þýtt hálft þriðja ár í bið. Félagið Tilvera, samtök gegn ófijósemi, segir mjög aðkallandi að stytta þennan biðlista með því að bæta starfsaðstöðu glasafijógvunardeildar. Málsvarar Tilveru telja að það þurfi 35 m.kr. í breytingar á hús- næði og 10-15 m.kr. til tækjakaupa, auk nokkurrar fjölg- unar starfsfólks, til að tvöfaida þjónustugetuna. En á það ber að líta að hvert par greiðir yfir hundrað þúsund krón- ur fyrir fyrstu meðferð og að starfsemi deildarinnar hefur vakið verðskuldaða athygli erlendis þar sem þjónusta af þessu tagi er keypt dýrum dómum. Það er manneskjunni eðlislægt að eignast afkvæmi. Þegar hægt er að hjálpa þeim, sem hjálpar þurfa við, til að ná þessu eðlislæga markmiði manneskjunnar, sýnist réttmætt að gera það. Hér á í hlut fólk sem er reiðubúið til að greiða hátt kostnaðarhlutfall þjónustunnar. Hér er og um að ræða þjónustu sem hægt er að markaðssetja erlendis. Og kostnaður við að tvöfalda þjónustugetu glasa- fijóvgunardeildar er ekki óyfirstíganlegur. Fjárveitingar- valdið hefur eyrnamerkt framlög til þjónustuþátta af minna tilefni en þessu. 7 6 ára gamall einbúi komst lífs af eftir að snjóflóð reif hús hans af grunni Hamfarir á Siglufirði um helgina Morgunblaðið/RAX HÚS Karls Georgs er gjörónýtt og innbúið að mestu leyti einnig. Öll neðri hæðin er full af snjó og efri hæði að hluta, eins og sjá má á þessari mynd sem tekin var innanhúss í gær. „Var búinn að sætta mig við að kveðja“ EG HEYRÐI einhvern hvin og svo var ég kominn út, meira veit ég ekki. Ég hafði ekki hugmynd um að þétta væri snjóflóð, fyrr en löngu eftir á og hélt að þetta væri vind- hviða sem hefði sprengt allt upp,“ segir Karl Georg Guðmundsson, 76 ára gamall bóndi á bænum Saurum á Súðavík. Bærinn er gjörónýtur eft- ir að snjóflóð úr Traðargili í Súðavík- urfjalli skall á honum laust eftir klukkan 11 á sunnudagsmorgun. Karl Georg kveðst ekki vita hvort hann hafi misst meðvitund þegar flóðið skall á húsinu, of erfitt sé að gera sér grein fyrir því. Þegar hann hafi komið til sjálfs sín hafi fætur hans verið fastir í snjónum. „Ég var alveg búinn að sætta mig við það að kveðja,“ segir Karl Georg. Barst áfram um 20 metra Karl Georg sat á bekk við þann gafl hússins sem vissi frá fjallinu og talaði í síma við frænda sinn, þegar símtalið slitnaði skyndilega. Var þá farið að athuga um hann. Nágrannar hans í ilæsta húsi fyrir neðan Saura skyggndust út en sáu ekki til bæjar sökum glórulausrar stórhríðar. Þrír björgunasveitarmenn í Björgunar- sveitinni Kofra fóru á stjá skömmu síðar. „Þegar við komum að sáum við að húsið, sem er nær aldargamalt timb- urhús, hafði rifnað af grunni og borist áfram eina 20 metra þangað til það staðnæmdist á skakk og skjön. Flóðið virðist hafa klofnað í tvennt hálfvega niður að húsinu, meirihlutinn skollið á því en hinn hlutinn dreifst yfir allstórt svæði nær bænum. Einn okkar fór til að gera viðvart en við gengum tveir að húsinu Fjalar Gunnarsson og kölluðum," segir Fjalar Gunnars- son, björgunarsveitarmaður. Karl Georg kveðst hafa heyrt köllin, lyft hausnum með erfiðismunum upp úr snjónum og svarað. „Ég var eiginlega búinn að gefast upp þá, og bjóst ekkert við því að lifa lengur, enda orðinn nákaldur," segir hann. Hann var þá búinn að liggja í snjónum í um hálfan annan tíma, hálfur inni í húsinu og hálfur utan þess, en hann sneri á hlið. „Við heyrðum dauft að hrópað var á hjálp og gengum á hljóð- in. Karl Georg lá þá á grúfu fram á við með olnboga ofan á snjónum sem náði hon- um upp yfir mið læri. Höfuð og hár voru alsnjóug og það var ekki auðvelt að greina hann. Hann sagði að annar fóturinn væri alveg fast- ur og hann gæti ómögu- lega hreyft sig. Ég krafsaði snjóinn frá hon- um og spurði hvort hann kenndi sér meins. Hann virtist ekki mikið slasað- ur og við losuðum hann alveg og bárum niður að næsta húsi. Þar rudd- umst við inn, drifum hann úr fötunum og hlúðum að hon- um og nudduðum til að ná upp lík- amshitanum," segir Fjalar. Hjúkrun- arkona kom á staðinn skömmu síðar og hugaði að líðan hans. Innbúið óvátryggt Karl Georg var kaldur og þrekað- ur. Eftir aðhlynningu var hann flutt- ur á heimili Sigríðar Hrannar Elías- dóttur, sveitarstjóra Súðavíkur og formanns almannavarnarnefndar í þorpinu. Þar kvartaði hánn yfir eimslum í líkama og kastaði upp. KARL GEORG Guðmundsson, bóndi, yfirgefur Sjúkrahús ísafjarð- ar eftir að hafa gengist undir læknisskoðun þar síðdegis i gær. Sigríður Hrönn hýsir Karl Georg nú, og kveðst hann ekki vita hvert fram- haldið verði en ljóst sé að hann sé nú allslaus. Hann muni þó ekki deyja ráðalaus. Búið er að opna söfnunar- reikning númer 1000 honum til stuðnings í Sparisjóði Súðavíkur. Leiðin til Súðavíkur var ekki rudd fyrr en um klukkan 13.30 í gær og fyrst að því loknu gekkst hann undir læknisskoðun á Sjúkrahúsi ísafjarð- ar. Hann var víða marinn en annars voru meiðsli hans ekki stórvægileg. Traktor þeyttist langar leiðir Karl Georg hafði búið á Saurum í tæpan áratug, en húsið var í eigu annars manns. Ljóst er að bæði innbú hans og húsið sjálft voru óvátryggð. Fjárhús við hlið hússins eru rústir einar eftir flóðið. í því voru 13 kind- ur, flestar í eigu Karls Georgs. Fimm ær drápust og einn hrútur. Óökufær Daihatsu Charade bifreið sem stóð á hlaðinu lagðist saman undir snjó- þunganum, og er með öllu ónýtur. Zetor-dráttarvél Karls sem lagt var fyrir aftan bæinn, kastaðist yfir hann og liggur nú á hlið fyrir framan hús- ið, grafin að mestu í snjó. Nýlegur verkunarhjallur í nágrenni bæjarins liðaðist í sundur í snjóflóðinu og er brak úr honum á víð og dreif í slakka til hliðar við bæinn, þar á meðal bárujárnsplötur og tréflekar. Um leið og vitað var um flóðið var lýst yfir hættuástandi. Fimm hús voru rýmd á sama svæði og flóðið féll og yfirgáfu átta manns heimili sín. Snjóflóðahættu var aflýst síðdeg- is í gær en fólk beðið um að hafa varann á. Snjofloð fell ur Jörundar- skál niður fyrir veg nokkru sunnan við syðstu byggð . Fólk við Háveg, Suðurgötu c Laugarveg yfirgaf hús sín un tíma, en hætta var talin á snjóflóðum úr Strengsgiljum Snjóflóð féll skammt frá syðstu byggðinni Siglufirði. Morgnnblaðið. SNJÓFLÓÐ féll úr Jörundar- skál inn í Siglufirði um klukkan 6 í gærmorgun. Flóðið, sem var um 70 metra breitt, féll aðeins 150-200 metra frá syðstu byggð bæjarins. Engin meiðsl urðu á fólki í flóðinu og ekkert eignatjón. Almannavamanefnd Siglufjarð- arbæjar lýsti yfir hættuástandi um Flæddi inn í þijú hús SJÓR gekk langt upp á land við Túngötu og Eyrargötu á Siglu- firði sl. sunnudagsmorgun með þeim afleiðingum að það flæddi inn í þrjú íbúðarhús. Talsverðar skemmdir urðu í húsunum. Starfsmenn bæjarins voru kallaðir út um kl. 10 til að losa stífluð niðurföil og klukkutíma síðar var björgunarsveitin ræst út þeim til aðstoðar. Þriðja flóðið á þremur árum Hvöss norðanátt ásamt vax- andi straumi gerði það að verk- um að sjórinn gekk þetta langt upp á land. Einnig flæddi upp úr niðurföllum, t.d. flæddi upp úr ræsi í áhaldahúsi bæjarins. íbúðarhúsið að Túngötu 20, sem er tvibýlishús, var eitt þeirra húsa sem flæddi inn í. Þetta sama hús varð fyrir mikl- um skemmdum í janúar sl. þeg- ar óveður geisaði og reif m.a. þakið af húsinu. Sigfússína Stef- ánsdóttir, sem býr í þessu húsi, sagði að þetta væri í þriðja skiptið á 10 árum sem flæddi inn í húsið. Að sögn Guðna Sölvasonar, bæjarverkstjóra, má alltaf búast við þessu þegar stíf norðanátt er ríkjandi og stórstreymt er. tíma í gær vegna ótta um að snjó- flóð kæmi úr Strengsgili ofan við bæinn. íbúar sex húsa voru beðnir að yfirgefa heimili sín og umferð var takmörkuð um hættusvæðið. Sváfu rólegir Að sögn Baldvins Valtýssonar, sem er formaður almannavama- nefndar í fjarveru Björns Valdimars- sonar bæjarstjóra, hafði almanna- vamanefnd kannað hugsanlega snjó- flóðahættu í fyrradag. Lítill snjór , var þá í fjallinu og taldi nefndin enga hættu á ferð. Menn sváfu því rólegir þegar snjóflóðið féll. Baldvin sagði aðstæður í þessu gili dálítið sérstakar. Þar myndaðist nokkurs konar trektog þyrfti því ekki mikinn snjó til að hleypa skriðu af stað. Morgunblaðið/Sigriður Ingvarsdóttir GUNNLAUGUR Sigfússon þurfti að taka til hendinni við að þurka upp eftir flóðin á sunnudag.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.