Morgunblaðið - 20.12.1994, Page 37

Morgunblaðið - 20.12.1994, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 1994 AÐSEIVIDAR GREINAR Að ljúka námi hefur allt aðra merkingu í dag en það hafði fyrir jafnvel 10 árum. Þróun, breyting- ar, sérhæfing, nýjungar allt kallar á meiri menntun eða annars konar menntun. Skóli lífsins eða reynslan hjálpar flestum í gegnum slíkt en oft getur verið einfaldara að ég tali nú ekki um ódýra fyrir atvinnu- rekendur að símennta fólk sitt. Hér á landi er mikið framboð af endur- menntun og símenntun af ýmsum toga en ég leyfi mér að efast um að gæðin séu í samræmi við magn. Það stefnuleysi sem ríkir er með ólíkindum því hér kemur frum- kvæðið fyrst og fremst frá launþeg- um en ekki atvinnurekendum. Vissulega þarf þetta að fara saman og e.t.v. hafa fyrirtæki í ferðaþjón- ustu staðið sig betur í þessu en almennt gerist, sem dæmi má taka öflugt símenntunarkerfi hjá Flug- leiðum. Hér á að nota skólakerfi miklu meira en gert er í dag þar er aðstaðan og tæknin ég nefni t.d. menntanet sem flestir fram- haldsskólar og háskólar eru tengd- ir en þannig mætti gera menntun- ina hreyfanlegri. Menntastefna í ferðaþjónustu Ferðaþjónustan er mjög marg- þætt atvinnugrein sem þarfnast mikillar fjölbreytni í námsframboði allt frá stuttu starfsnámi til langs háskólanáms. Nauðsynlegt er að breið samstaða náist um stefnu- • mótun í menntamálum greinarinn- ar sem samtvinnuð er þróuninni í atvinnugreininni. Menntamálaráðherra hefur ný- verið látið vinna skýrslu um mótun menntastefnu almennt á grunn- og framhaldsskólastigi þar sem mikil áhersla er lögð á starfsnám hvers- konar. Nokkur gagnrýni hefur komið á það að útfærslur vanti. Eg er hins vegar á því að útfærsl- an eigi ekki að koma að ofan held- ur sé farsælla að ferðaþjónustan í samstarfí við skólana móti sitt starfsnám. Ráðherra þarf hins veg- ar að skapa aðstæðurnar, ákveða forgangsröð og leggja til fjármagn. Um leið og mörkuð er stefna í menntamálum greinarinnar þarf að tryggja ákveðin gæðaviðmið til að koma í veg fyrir óvönduð vinnu- brögð. Mikilvægt er að skólarnir meti innra starf sitt með sjálfsmati eða gæðastjórnun. Einnig þarf að huga að auknum rannsóknum í greininni, upplýsingaskortur um ferðaþjónustu er mikill sem gerir allt skipulag og stefnumörkun erfíðari. Menntun er ein af undir- stöðunum undir frekari uppbygg- ingu í ferðaþjónustu og því er mikil- vægt að vel sé staðið að verki. Starfsmenn greinarinnar þurfa að eiga greiðan aðgang að fjölbreyttu námi því menntun er máttur. Höfundur er skólameistari Menntaskólans í Kópavogi. Minningarorð um flugmálaáætlun I FEBRUAR 1984 skipaði samgönguráð- herra sex manna nefnd undir fonnennsku Birgis ísleifs Gunnars- sonar alþingismanns til að vinna að tillögugerð um framkvæmdir í flugmálum. Nefndin skilaði skýrslu sinni og tillögum í október 1986, og skömmu síðar var á Alþingi lagt fram stjórnarfrumvarp „um flugmálaáætlun og fjáröflun til fram- kvæmda í flugmálum“. Þar var gert ráð fýrir Leifur Magnússon innheimtu sérstaks eldsneytisgjalds af flugbensíni og þotueldsneyti, svo og að hver flugfarþegi greiddi svo- nefnt „flugvallargjald". Skýrt var tekið fram, bæði í greinum frumvarpsins og athuga- semdum við þær, að umræddum gjöldum skyldi „einungis varið tii framkvæmda í flugmálum sam- kvæmt flugmálaáætlun“, og þessi grunnforsenda var margsinnis áréttuð í umræðum á Alþingi. Frumvarpið varð að lögum 27. mars 1987, og hefur allri vinnu við framkvæmdaáætlanir Flugmála- stjórnar og flugráðs æ síðan verið hagað í samræmi við þau. I tillögum flugmálanefndar hafði verið lagt til „að áætlun um fram- kvæmdir í flugmálum verði fram- kvæmd á 10 árum“, - enda var í 16. gr. laganna gert ráð fyrir því að auk þeirra tekna, sem aflað verði samkvæmt ákvæðum laga þessara, skuli veita sérstakt framlag á fjár- lögum. Á þeim sjö árum, sem síðan hafa liðið, hefur hins vegar ekkert slíkt ríkissjóðsframlag fengist, og hefur framkvæmdatíminn því eðli- lega lengst mikið, og ekki bólar á ýmsum áríðandi endurbótum og framkvæmdum, sem beint eða óbeint varða öryggi flugs. Nú hafa þau tíðindi gerst, að í fram komnu frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 1995 er gert ráð fyrir að þeim takmörkuðu tveim tekjustofn- um flugmálaáætlunar, sem beint eru innheimtir af flugrekendum og viðskiptavinum þeirra, þ.e. elds- neytisgjaldið og flugvallargjaldið, á nú einnig að verja til rekstrar flug- vallanna, og ákvæði þar að lútandi því að finna í „bandorminum", sem nú er til umfjöllunar á Alþingi. Þessari grundvallarstefnubreyt- ingu stjórnvalda fýlgir því óhjá- kvæmilega, að brýnum fram- kvæmdum á sviði flugmála þurfi að fresta enn frekar, - nema þá að sú hugmynd kynni að fæðast hjá einhveijum í „kerf- inu“ að enn megi auka beina skattlagningu flugsamgangna! Eg veit, að ég er ekki einn um þá skoðun, að með þesari óheillaaðgerð hilli nú undir endalok flugmálaáætlunar sem raunhæfrar aðgerðar til - að stuðla að já- kvæðri þróun íslenskra flugmála. Nú er það vel þekkt staðreynd, að umfang ríkisrekstrar hér á landi er allt of mikið, og því nauðsynlegt að HERRASKOR Mikið úrval Verð kr. 4.990 Rausnarlegt fram- lag ríkissjóðs til flug- mála, segir Leifur Magiiússon, er því aðeins 25 milljónir. þar verði beitt öljum tiltækum að- haldsaðgerðum. I þessu sambandi kynni einhver að halda, að árlega renni stórar summur úr ríkissjóði til flugmála. Því fer hins vegar víðs fjarri! í fjárlögum, og í frv. til fjárlaga fyrir árið 1995, er gjöldum og tekj- um vegna flugmála skipt á tvö ráðu- neyti, þ.e. annars vegar á sam- gönguráðuneytið vegna Flugmála- stjórnar (utan Keflavíkurflugvall- ar), Alþjóðaflugþjónustunnar, Flug- skóla Islands, Rannsóknarnefndar flugslysa og Flugeftirlitsnefndar, og hins vegar á utanríkisráðuneytið vegna Flugmálastjórnar á Keflavík- urflugvelli, Flugstöðvar Leifs Ei- ríkssonar og fríhafnarreksturs í henni. Það er því alls ekki auðvelt að átta sig á hvert sé raunverulegt nettóframlag ríkissjóðs til íslenskra flugmála. Samkvæmt frumvarpinu eru öll gjöld ofangreindra stofnana áætluð samtals 2.189 millj. kr., og allar sértekjur þeirra, þar með taldar nettótekjur fríhafnar Keflavíkur- flugvallar, samtals 2.164 millj. kr. Mismunurinn, þ.e. raunverulegt nettóframlag ríkissjóðs til flugmála, er því aðeins 25 millj. kr., eða sam- svarandi um 0,02% af niðurstöðu- tölu fjárlagafrumvarpsins. Það er því augljóst, að það eru ekki íslensk flugmál, sem eru að íþyngja fjár- lagadæminu þetta árið fremur en undanfarin ár! Væri ekki nærtækara í niður- skurðinum að líta. Ögn betur á þá fjárlagaliði þar sem fyrir eni bita- stæðar upphæðir? Þarf þessi litla þjóð t.d. virkilega á að halda sam- tals 13 sendiráðum og fastanefnd- um á erlendri grund (samtals 635 millj. kr.), - gætum við hugsanlega komist af með eitthvað færri en 26 sýslumannsembætti (samtals 2.022 millj. kr.), - eða gæti Alþingi sjálft ekki verið ágætlega starfhæft þótt þar yrði fækkað úr núverandi 63 þingsætum (samtals 985 millj. kr.)? Höfundur er framkvæmdastjóri þróunarsviðs Flugleiða hf. Odýr og vönduð jólaföt á börn Allt settið aðeins kr. 2.900 buxur, vesti, skyrta og slaufa. Ódýr og vönduð leikjatölva Micro Genius (með tveimur stýripinnum og einum leik). Aðeins kr. 6.900 Verslunin Smáfólk, Ármúla 42, sími 881780. ThokittL JÓLATiLBOÐiÐ SKOVERSLUN K0PAV0G$2T« PÓR HF ÁrmúlB 11 . Sfml 6B1SOO Útsending alla virka daga kl. 12.45 til 23.45. Auglýslngasímar: ,814472, 35150 og 35740^ Fax 688408 Ávallt nýjar vörur Drogtir, kjólar, blússur og pils. Odýr náltfatna&ur Nýbýlavegi 12, sími 44433 B ílamarkaöurinn Smiðjuvegi 46E v/Reykjanesbraut^ Kopavogi, sími 671800 Nýr bfll: Suzuki Sidekick JLX '95, dökk- grænn, 5 g., álfelgur, rafm. í rúðum, ABS bremsur, þjófavörn o.fl. o.fl. V. 2.250 þús. Nissan Sunny LX '94, blár, 5 g., ek. að- eins 1 þ. km. V. 990 þús. MMC Colt GL '91, 5 g., ek. 58 þ. km. V. 730 þús. Einnig MMC Colt GLX '90, sjálfsk., ek. 45 þ. km., rafm. í rúðum o.fl. V. 780 þús. Daihatsu Charade Sedan SG 16V '93, grænsans., 5 g., ek. aðeins 16 þ. km. V. 850 þús. Sk. ód. Subaru Justy J-2 '91, rauður, 5 g., ek. 60 þ. km. V. 680 þús. Nissan Terrano V-6 '93, grænn, sjálfsk., ek. 46 þ. km., sóllúga, rafm. í rúðum o.fl. V. 2,9 millj. Sk. ód. Nissan Sunny SLX '89, blár, sjálfsk., ek. aðeins 18 þ. km. V. 660 þús. Sk. ód. Toyota Corolla Twin Cam 16v, GTi '88, 5 g., ek. 90 þ. km. V. 620 þús. Suzuki Geo Metro '92, hvítur, 5 dyra 5 g., ek. 50 þ. Gott eintak. V. 620 þús. Nissan Sunny SLX 1.6 Sedan '91, rauö- ur, sjálfssk., ek. 47 þ. km., rafm. í öllu o.fl. V. 870 þús. Nissan Sunny SLX '93, 4ra dyra, stein- grár, sjálfsk., ek. 32 þ. km. rafm. í rúðum o.fl. V. 1.080 þús. Sk. ód. Cherokee Pioneer 2.8 L 5 dyra '85, sjálfsk., ek. 115 þ. mflur. Jeppi í mjög góðu standi. V. 690 þús. Mazda 323 1600 GLX st. 4 x 4 '91, grár, 5 g., ek. aðeins 35 þ. km., álfelgur o.fl. V. 980 þús. Sk. ód. eða nýjum station bíl. VW Transporter diesel '92, hvítur, 5 g. ek. 120 þ. km. V. 1.090 þús. BMW 316i '93, 4ra dyra, blár, 5 g., ek. 30 þ. km., fallegur bfU. V. 1.900 þús. Sk á jeppa. Hyundai Elantra GLS '92, sjálfsk., ek. 37 þ. km., rafm. í rúðum o.fl. V. 995 þús. M. Benz E '91, grásans., sjálfsk., ek. 69 þ. km., sóllúga, álfelgur, rafm. í rúðum o.fl. V. 2.150 þús. MMC Lancer GLXi 1600 '93, steingrár, sjálfsk., ek. 24 þ. km., rafm. í rúðum o.fl V. 1.275 þús. Sk. ód. MMC Lancer GLXi st. '91, 5 g., ek. 53 þ. km., 4x4, rafm. í rúðum o.fl. V. 1.090 þís. Sk. ód. Gleðilega hátíð! Opið alla daga milli jóla og nýárs frá kl. 9-19. ■■■■■■■■ £S/U7 s^/_/_7~ /_^I/\7ZS> Blab allra landsmanna! JRnpiUáib -kjami málsins!

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.