Morgunblaðið - 20.12.1994, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 20.12.1994, Qupperneq 38
38 ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Skípulagssamkeppni á Seltíarnamesi NYLEGA lauk samkeppni um deili- skipulag vestursvæðis á Seltjarnarnesi. Dómnefnd hefur lokið störfum og verðlaun og viðurkenningar verið veittar. Nesstofa stendur á þessu svæði. Nesstof- an er eitt af elstu steinhúsum á íslandi. Hún var byggð á árunum 1761-1763 fyrir fyrsta landlækn- inn á íslandi, Bjama Pálsspn. Þjóðminja- safn Islands eignaðist Deiliskipulag vestursvæðis Tillögnrnar bjóða ekki Kristinn Magnússon Nesstofu á árunum 1976 og 1979. Húsið hefur verið gert upp að hluta og þar eru nú sýndir munir úr eigu lækningaminjasafnsins, Nesstofu- safns. Árið 1989 eignaðist safnið úti- hús sem standa suðvestanvert við Nesstofu. Þar hefur síðan verið geymsla safnsins og starfsaðstaða fyrir starfsmann þess. Fljótlega eftir að safnið eignaðist þessi hús Dé Longhi júpsteikingarpottarnir neð snúningsKÖrfunni eru byitingarkennd tækninýjung kom fram hugmynd um að gera húsin upp að hluta og byggja við þau og koma þar upp lækningaminjasafni. Mönnum var þá ljóst að Nesstofan sjálf gæti ekki þjónað sem sýningarhúsnæði fyrir safnið. Hún er ekki hentug sem sýningar- húsnæði og ekki þykir við hæfi að sýna þar gripi sem em frá öðr- um tíma en þeim þeg- ar landlæknarnir bjuggu og störfuðu í húsinu. Nesstofu á því Með hallandi körfu sem snýst meöan á steikingunni stendur: • jafnari og fljótari steiking • notar aðeins 1,2 Itr. af olíu í stað 3ja Itr. í öðrum. • mun styttri steikingartími ■ 50% olíu- og orkusparnaður Potturinn er lokaður meðan á steikingu stendur. Fitu- og lyktareyðandi slur tryggja fullkomið hreinlæti. Sumar gerðir með glugga svo fylgjast megi með steikingunni, sjálf- hreinsandi húöun og tæm- ingarslöngu til að auðvelda olíuskipti. Hitaval 140-190°C. 20 mín. tímarofi með hljóðmerki. DeLonghi FALLEGUR, FLJÓTUR OG FYRIRFERÐARLÍTILL i Verö aðeins frá 11.690,- til 13.990,- (sjá mynd) TILVALIN JÓLAGJÖF TIL SÆLKERA ^onix HÁTÚNI 4A SÍMI (91)24420 að gera upp í þeirri mynd sem hún var í upphaflega og búa hana munum frá þeim tíma. í samræmi við þetta hefur síðan verið unnið að útfærslu hugmyndarinnar um safnhús suðvestanvert við Nes- stofu. Þann 15. september 1992 skipaði menntamálaráðherra byggingamefnd til að hafa umsjón með hönnun og byggingu hússins. í rúmlega eitt og hálft ár hafa teikningar að nýja safnhúsinu leg- ið fyrir. Óvissa í skipulagsmálum á svæðinu og þá sérstaklega óvissa um framtíðaraðkomu að safninu hefur valdið því að ekki hefur ver- ið hafist handa um byggingu safnsins. Það var því aðstandend- um Nesstofusafns mikið fagnaðar- efni þegar ákveðið var að halda samkeppni um skipulag svæðisins. Niðurstöður samkeppninnar hvað varðar lausnir á aðkomu- vanda lækningminjasafnsins vekja því miður vonbrigði. Samkeppnin náði að sjálfsögðu til miklu fleiri þátta en aðkomuvanda lækninga- .minjasafnsins. Hvernig til hefur tekist með aðra þætti verður ekki lagt mat á hér en aðkoman að lækningaminjasafnshúsinu suð- upp á lausn varðandi aðkomuleið að húsi lækningaminjasafnsins suðvestanvert við Nes- stofu. Kristinn Magn- ússon spyr, hvort yfir- völd á Seltjarnarnesi séu mótfallin því að söfn tengd læknisfræði rísi í Nesi. vestanvert við Nesstofu var ekki leyst á fullnægjandi hátt í sam- keppninni. En hvað veldur? I sam- keppnina barst 21 tillaga. Hefði ekki slíkur fjöldi þátttakenda átt að tryggja a.m.k. eina góða lausn á þessu vandamáli? Að sjálfsögðu hefði hann átt að gera það. Þ.e.a.s ef þátttakendur hefðu tekið á vandamálinu. Staðreyndin er hins vegar sú, að það eru aðeins örfáir þátttakenda sem gera tilraun til að leysa þetta vandamál. Ekki er þó við þátttakendurna að sakast í þessu efni heldur skipuleggjendur keppninnar. í keppnislýsingunni stendur að vísu þar sem talað er um tilgang keppninnar, að hann sé m.a. að fá fram hugmyndir um notkun svæðisins sem útivistar- og safnasvæðis. í kaflanum þar sem verið er að lýsa verkefninu segir: „Aðkoma að safnasvæðinu er í dag um nærliggjandi húsagöt- ur og er ófullnægjandi.“. Og loks í sama kafla: „I framtíðinni má því ætla að í Nesi verði þijú safna- hús; Nesstofa, lækningaminjasafn i gömlu útihúsunum suður af stof- unni og lyfjafræðisafn í fjósinu norðan hennar.“. Nesstofa hefur staðið í 231 ár. Lyfjafræðisafnið er þegar risið og eins og áður seg- ir hafa legið fyrir teikningar að lækningaminjasafninu í rúmt eitt og hálft ár. Samt er ekki kveðið fastar að orði í lýsingu dómnefnd- arinnar en svo að það megi ætla að í Nesi verði þijú safnahús, hvað þá að gefnar séu upplýsingar um hvers konar starfsemi eigi að fara fram í þessum húsum svo að hægt sé að gera sér grein fyrir hvers konar aðkomu þau kreijist. í hinu nýja safnhúsi lækningaminjasafns- ins er gert ráð fyrir að aðalsýning- arsalur safnsins verði. Þar eiga einnig að vera geymslur og starfs- aðstaða. Þar á að vera lítill fundar- salur og salur þar sem gert var ráð fyrir að taka á móti skólabörnum. Bæði skólabörnum sem eru að heimsækja safnið og einnig skóla- bömum sem verið hafa í fjömferð og vantar aðstöðu til að skoða og greina skeljar og annað sem fund- ist hefur í fjörunni. Húsið mun einn- ig tengjast útivistarsvæðinu með öðmm hætti. í því er gert ráð fyrir sérstöku sýningarsvæði þar sem kynnt yrði lífríki og jarðfræði svæð- isins. Þá á að vera kaffístofa vest- ast í húsinu þaðan sem fólk getur notið útsýnis yfir útivistarsvæðið og Faxaflóann. Hafandi þessar upp- lýsingar hefði verið eðlilegt að bú- ast við því af þátttakendum í sam- keppninni, að þeir gerðu tillögur um almennilega aðkomu að þessu húsi og þá ekki síður göngustíga út frá því. Aðeins örfáar slíkar hugmyndir er að finna í tillögum þátttakenda í samkeppninni. ítarleg greinargerð um sögu Ness og uppbyggingu safnanna í Nesi var lögð fyrir dómnefnd sam- keppninnar stuttu eftir að hún var skipuð. Að undanskildum örfáum línum um sögu Ness í keppnislýs- ingunni, sem ég hygg að séu unn- ar upp úr greinargerðinni, er engar upplýsingar að finna í gögnum keppninnar úr þessari greinargerð. Og sé litið á lista aftast í keppnis- lýsingunni, þar sem taldar eru upp heimildir og ítarefni sem þátttak- endur geti fengið óski þeir eftir, sést að áðurnefnd greinargerð er ekki heldur á þeim lista. Mér er það gjörsamlega hulin ráðgáðgáta hvers vegna þessar upplýsingar máttu ekki liggja frammi. Eins og áður segir er mér það fullljóst að samkeppnin snerist ekki eingöngu um aðkomu að Nes- stofusafni. Eg hélt þó að það hefði verið eitt af þeim vandamálum sem verið var að leita lausnar á. Vinn- ingstillagan kann að bjóða upp á frábæra lausn á skipulagi byggðar og útivistarsvæðis. En eins og flestar tillögurnar býður hún ekki upp á lausn varðandi aðkomuleið að húsi lækningaminjasafnsins suðvestanvert við Nesstofu. Sam- kvæmt henni á að liggja vegur að safnasvæðinu ú norðri um Sef- garða. Vegurinn liggur inn á bíla- stæði norðan og aftan við lyíja- fræðisafnið. Setjum okkur í spor ókunnrar manneskju sem væri að leita að lækningaminjasafninu og kæmi þessa leið. Hún legði bílnum sínum á bílastæðið og til að ein- falda málið skulum við segja að hún sé svo heppin að hún hitti aðra manneskju á stæðinu sem gjörþekkir svæðið. Sú manneskja segir hinni til vegar og verður að lýsa leiðinni því að hús lækninga- minjasafnsins sést ekki frá stæð- inu. Bæði er það að lyfjafræðisafn- ið er fyrir og svo hitt að lækninga- minjasafnið stendur suðvestan undir hólnum sem Nesstofa stend- ur á. Lýsingin yrði því eitthvað á þessa leið: „Þú verður að fara fram fyrir lyfjafræðisafnið, upp á hólinn sem Nesstofa stendur á og niður af honum að sunnanverðu. Þegar þú kemur svo að húsi lækninga- minjasafnsins verðurðu að ganga hálfhring í kringum það, því það er gengið inn í húsið að sunnan- verðu.“. Ég held að allir réttsýnir menn geti verið sammála um að slík aðkoma og slík staðsetning bílastæðis lýsi ekki miklum stuðn- ingi við fyrirliggjandi áform um uPPbyggingu húss fyrir lækninga- minjasafn suðvestanvert við Nes- stofu. Það hlýtur því að hvarfla að manni hvort vilji fyrir því að fá lækningaminjasafnið á svæðið sé takmarkaður. Er það kannski svo að yfirvöld á Seltjarnarnesi og jafnvel Seltirningar yfirleitt vilji ekki að söfn tengd sögu læknis- fræðinnar rísi í Nesi? Höfundur er forstöðumaður Nesstofusafns. Opinberar aðgerðir gegn atvinnuleysi eru úreltar NÚ ORÐIÐ heyrist oft að tryggja vinnu fyrir alla sé ekki lengur pólitískt markmið heldur verði að reikna með verulegu atvinnu- leysi í framtíðinni. Margir spá því að V) vinnufærra manna verði atvinnulaus í framtíðinni og vitna þá til ríkjandi ástands í Vestur-Evrópu. í raun er þetta óþægileg stað- reynd í framangreind- um löndum. Sam- kvæmt nýrri skýrslu OECD eru milli 10-15% vinnufærra manna skráð atvinnulaus í flestum ríkjum Vest- ur-Evrópu og enn fleiri er sunnar degur í álfunni. Þessar tölur eru rangar. Því til staðfestingar má nefna að samkvæmt tölum frá hagstofum Hollands og Svíþjóðar eru þeir sem ekki eru í fastri vinnu í þessum löndum milli 20-30% allra vinnufærra manna. Fjöldi þeirra sem bætast við skráða at- vinnuleysingja fylla flokk þeirra sem eru þátttakendur í margskon- ar atvinnubætandi störfum, eru á tímabundinni örorku en eru í raun vinnufærir, fallnir út af skrá, eða komast ekki á atvinnuleysisskrá. Ólafur Ólafsson Góður hagvöxtur Hagfræðingar sem freistast til að sjúk- dómsgreina ástandið hafa uppi margskonar kenningar en sjálfsagt geta þeim verið mis- lagðar hendur eins og jafnvel þeim er sinna sjúkdómsgreiningum. En ef hagfræðingum leyfíst að skrifa um heilsufar ættu skrif lækna um hagfræði ekki að vera goðgá. Ef til vill færi þó betur að sagnfræðingar okkar rituðu um atvinnuleysi og orsakir þess en læknir sem hefur áhuga á sögu! Sagan segir okkur að í kjölfar iðnbyltingarinnar miklu fyrir 300 árum ríkti verulegt atvinnuleysi í hálfa öld. Vélarnar tóku vinnu af fólkinu og til mikilla mótmæla kom meðal iðnverkafólks þeirra tíma. Það leið því hálf öld þar til að tækni- þróunin ól af sér nægilega mörg störf til að fullnægja atvinnuþörf- inni. í kjölfar kreppunnar undir 1929 náði atvinnuleysið til 25% vinnufærra manna í Bandaríkjun- um. Áður en Bandaríkin hófu hern- aðarundirbúning 1940 (Endur- Efla þarf tæknimenntun ungs fólks að mati Ólafs Ólafssonar. Hann spyr hvar fólkið sé sem geti framleitt tilbúnar fiskafurðir. minningar H. Hopkins) hafði m.a. tækniþróunin og iðnframleiðsla valdið því að atvinnulausum fækk- aði niður í 5%. Nægir að minna á framleiðslu margskonar rafmagns- véla, starfa við veituframkvæmdir o.fl. Nú lifum við svipaða tíma. Eng- inn vafi leikur á að tækniþróun og ekki síst tölvuvæðing og upplýs- ingaflæði síðustu 20-30 ára hefur skapað svípað ástand í Evrópu og hér að framan er lýst. Við höfum brugðist of seint við þessum breyt- ingum. Aðlögun fyrirtækja að nýrri tækniþróun hefur verið of hæg. Það tekur sjálfsagt langan tíma að breyta framleiðslunni í betra horf. Margt bendir til þess að klassísk- ar mótaðgerðir gegn atvinnuleysi, s.s. krafa um aukinn sparnað, aukn- ar fjárfestingar og skattafrádrátt fyrir framleiðslufyrirtæki, nái skammt ef nýjar hugmyndir og útfærsla þeirra fylgja ekki í kjölfar- ið. Sagan kennir okkur að stórauk- in tæknimenntun almennings sé gott ráð og hafi áður ráðið bót á atvinnuleysi. Við megum ekki gleyma því að með batnandi efna- hagsástandi eru nýir markaðir að opnast í Austurlöndum ljær og í fyrrum austantjaldslöndum. Aðferðir Efla þarf til muna tæknimennt- un ungs fólks. Efla fjölbrautaskóla sem mest. Besta dæmið um seina- gang og íhaldssemi þeirra sem stjórna fræðslumálum og fjárveit- ingu þessa lands er að æðri mennt- un á sviði fiskveiða hefur lítið ver- ið sinnt. Hvar er t.d. fólkið sem getur framleitt tilbúnar fiskafurð- if! Fleira mætti nefna. Athyglisvert er að ísland stendur ekki vel hvað varðar fjölda þeirra er Iokið hafa verklegri og huglægri menntun eftir stúdentspróf miðað við mannfjölda, 20-29 ára. ísland 9,7%. Danmörk 12,2%. Finnland, 16,2%. Noregur 15,9%. Svíþjóð 11,0%. Kanada 19,0%. Bandaríkin 24,0%. Það verður að efla og bæta hæfni fólks til tæknimenntunar svo að fólk geti notfært sér tæknina til þess að þróa nýjar greinar og auka þar með eftirspurnina. Trúlega ættu félög launamanna, t.d. ASÍ, að leggja meiri áherlsu á tækni- menntun starfsmanna í samningum um betri kjör en nú er gert. Höfundur er landlæknir.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.