Morgunblaðið - 20.12.1994, Síða 41
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSEIMDAR GREIIMAR
Hvar heltust
þeir úr lestinni?
FJÖLGUN gjald-
daga lána hjá Hús-
næðisstofnun ríkisins
er dæmigerð aðgerð
stjórnvalda sem helt-
ust úr lestinni fyrir
löngu.
Hafa ber í huga að
stærri hluti lántak-
enda greiðir af lánum
sinum á gjalddaga en
ekki er vafi á því að
almennt á fólk betra
með að halda utan um
útgjöld sín með mán-
aðarlegum greiðslum
frekar en lengri tíma-
bilum og því eðlilegt að koma til
móts við það.
Húsnæðisstofnun gefur nú lán-
takendum kost á að fjölga gjald-
dögum lána úr fj.órum í tólf á ári,
þó aðeins ef til lánanna er stofnað
eftir ákveðna dagsetningu.
Gerum okkur grein fyrir því að
eftir gjalddagabreytinguna verða
greiðsluseðlar hátt í milljón á ári.
Þessu fylgir auðvitað kostnaður,
sem ekki er gróði neins, kostar
svolítið af skógi og af honum er
víst nóg. í dag er þessi kostnaður
195 krónur á greiðsluseðil og þótt
það sé ekki viðkomandi þessu
máli, þá hef ég ekki getað skilið
hvaðan lánveitandi hefur heimild
til að taka innheimtugjald af mér
ef ég borga afborgun á gjalddaga
og kostnaðar er ekki getið í skulda-
bréfinu.
Við lánveitingar á liðnum árum
hefur sá háttur verið hafður á að
lánin hafa verið veitt í tveim eða
jafnvel þrem hlutum, síðan hafa
verið veitt viðgerðarlán, greiðslu-
erfiðleikalán o.fl.þ.h..
Á íbúðum hvíla því mismunandi
mörg lán, og því fleiri sem baslið
hefur verið meira.
Kostnaðarauki vegna gjald-
dagafjölgunar t.d. íbúðar með fjög-
ur lán er því 32 seðlar x 195 kr.
eða 6.240 kr., samtals kostnaður
9.360 á ári. En til að borga þessa
upphæð þarf lántaki að vinna sér
inn 16.093 kr.
Til samanburðar má geta þess
að ríkið sendir mér, með ærnum
tilkostnaði, um það bil 4.500 kr. á
ári sem barnabætur með 15 ára
syni mínum, og þykist gera vel.
Það sem ég vil benda á, er að eðli-
lega virðist yfirvöldum ekki kunn-
ugt um að bankarnir hafa tekið
upp greiðsluþjónustu undir mis-
munandi nöfnum og sett til þess
þjónustufulltrúa, sem ég heyrði
nefnda því skemmtilega og lýsandi
nafni „bankamömmur". I greiðslu-
þjónustunni er tekinn færslukostn-
aður, um það bil 50 kr. á færslu,
hún felst í því að skuldfæra tiltek-
inn reikning og greiða inn á tiltek-
ið lán. Ef greitt er inn á reikning-
inn mánaðarlega og hann síðan
skuldfærður fjórum sinnum á ári
fyrir hvert lán (skuldfærslumar
mætti örugglega sameina ef lögð
væri í það hugsun) væri kostnaður-
inn 4 x 200 kr. eða 800 krónur á
ári.
Nú segir einhver: 16 seðlar á 195
kr. eru 3.120 plús 800 kr. samtals
3.920 kr. Þetta er mun minna en
9.360 kr. Þetta er rétt
og ættu sem flestir að
notfæra sér það.
En nú kemur það
grátbroslega. Hús-
næðisstofnun þurfti
• ekki annað en koma
inn í samtímann og
gangast fyrir því að
lán í skuldabréfakerf-
inu sem greidd eru af
bönkunum með skuld-
færslu, yrðu merkt
sérstaklega í skulda-
bréfakerfinu, hætta
að senda greiðsluseðla
og taka seðilgjald af
þeim. Skrifa síðan greiðsluyfirlit
um áramót og senda greiðanda
lánsins. Þetta er lítið mál tækni-
lega og ef einhver segir annað þá
er það rangt. Þar sem ég þekki
svolítið til Reiknistofu bankanna
geri ég ráð fyrir að þetta sé til
fyrir að mestu eða öllu leyti í kerf-
um þeirra.
Það á að afturkalla
gj alddagabreytinguna
og taka upp samvinnu
við bankana, segir
Tryggvi Hjörvar og
skorar á Húsnæðis-
stofnun að koma inn í
samtímann.
Ef þetta væri framkvæmt yrði
kostnaður á ári af ofannefndu
dæmi 4x4 gjalddagar á 50 kr.
samtals 800 kr. Til að greiða það
þarf lántaki að vinna sér inn 1.375
kr.
Núna er lágmarkskostnaður af
sama dæmi 16 seðlar á 195 kr.,
samtals 3.120 kr.
Svo einfalt er það.
Þetta er auðvitað ekki ný hug-
mynd nema fyrir suma, til dæmis
gera Rafveitan og Hitaveitan í
Reykjavík þetta og fleiri, að vísu
í gegnum greiðslukortakerfið. Að
lokum skora ég á Húsnæðisstjórn
að koma inn í samtímann, aftur-
kalla gjalddagabreytinguna og
taka upp samvinnu við bankana í
þá veru sem greint er frá hér að
framan.
Höfundur er kerfisfræðingur.
Tryggvi Hjörvar
GULLSMIÐJAN
RYRIT-G15
ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 1994 41
SIEMENS
/r/JOL*GJAFA
Pað er gaman að gefa vandaða gjöf
-þú getur alltaf treyst á Siemens gœði
^Kaffivél
Kaffivélar - 6,10 og 12 bolla.
Dæmi: GæðavélinTC 10310.
Hellir upp á 10 bolla á 6 mínútum.
Verð frá kr. 2.900.-
f Handþeytari
Handþeytari sem er fljótur
að hræra, þeyta og hnoða.
3 hraðastillingar. 160 W.
Verðkr. 2.990.-
f Vöfflujárn
Vöfflujám með stiglausum hitastffli
handa öllum vöfílufiklunum.
Pau seljast eins og heitar...
Verð kr. 6.500,-
^Mínútugrill
Mínútugrill fyrir steikina,
samlokuna og annað góðgæti.
Vöffluplötur fylgja með. Namm!
Verð kr. 10.900,-
‘v uui uau uivjai 11
Gufustrokjám sem sér til þess
að allt verði slétt og fellt.
Sérlega létt og meðfærilegt.
Verð kr. 5.350.-
Hraðsuðukanna sem leysir gamla
gufuketilirm af hólmi. Með útsláttannfa |
og sýður mest 1,71 i einu.
Verð kr. 5.700.-
Umboðsmenn okkar á landsbyggðinni eru:
Akranes: Rafþjónusta Sigurdórs • Borgarnes: Glitnir • Borgarfjörður: Rafstofan Hvltárskála • Hellissandur:
Blómsturvellir Grundarfjöröur Guöni Hallgrimsson ■ Stykkishólmur Skipavik Búöardalur Ásubúö Isafjörður
Póllinn ■ Hvammstangi: Skjanni • Sauðárkrókur: Rafsjá Siglufjörður Torgiö • Akureyri: Ljósgjafinn Húsavík:
öryggi • Þórshöfn: Norðurraf Neskaupstaður Rafalda • Reyðarfjörður Rafvélaverkst. Árna E. Egilsstaðir.
Sveinn Guðmundsson • Breiðdalsvik: Stefán N. Stefánsson • Höfn í Hornafirði: Kristall ■ Vestmannaeyjar Tréverk
Hvolsvöllur Kaupfélag Rangæinga • Selfoss: Árvirkipn Garöur Raftaekjav. Sig. Ingvarss. • Keflavlk: Ljósboginn
Hafnarfjörður. Rafbúð Skúla, Álfaskeiði
SMITH &
NORLAND
Nóatúni 4 • Sími 628300