Morgunblaðið - 20.12.1994, Síða 42
42 ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 1994
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
SÆMUNDUR
BENEDIKTSSON
+ Sæmundur
Benediktsson
var fæddur í Stóru-
Ávík, í Árnes-
hreppi, í Stranda-
sýslu, 15. júní 1912.
Hann lést í Sjúkra-
húsi Suðurnesja 14.
desember síðastlið-
inn. Foreldrar hans
voru Benedikt Sæ-
mundsson frá
Ófeigsfirði, f. 7.
maí 1882, d. 28. jan.
1956, síðar bóndi og
beykir á Hrauni í
Árneshreppi,
Strandasýslu, og kona hans
Hallfríður Jónsdóttir frá Stóru-
Ávík, f. 20. ágúst 1887, d. 7.
júlí 1947. Systkini Sæmundar
voru: Fanney, f. 10. maí 1911,
d. 7. maí 1941, Guðmundur, f.
31. júlí 1914, Jón^ Pétur, f. 2.
ágúst 1918, og Ólafur, f. 6.
nóv. 1927. Árið 1933 kvæntist
Sæmundur Önnu Pétursdóttur,
f. 20. júlí 1913, d. 3. apríl 1973.
Foreldrar hennar voru Pétur
Sigurðsson, skipstjóri á Meiri-
Bakka í Skálvík, og kona hans
Kristjana Einarsdóttir frá Tröð
í Bolungavík. Sambýliskona
Sæmundar frá árinu 1977, er
Gunnhildur Jónsdóttir frá Ár-
skógssandi i Eyjafirði, f. 24.
júní 1916. Börn Sæmundar og
Ónnu voru sjö: 1. Jón, f. 16.
júlí 1933, kvæntur Ragnheiði
Stefánsdóttur, f. 30. júlí 1935,
og eiga þau þrjá syni. 2. Krist-
jana, f. 5. ágúst
1934, d. 14. júní
1985, gift Gísla Þor-
valdssyni, f. 21. ág-
úst 1933, og áttu
þau fjögur börn. 3.
Benedikt, f. 15.
febr. 1937, kvæntur
Fjólu Jóhannesdótt-
ur, f. 17. apríl 1937,
og eiga þau þrjú
börn. 4. Sigurrós f.
30. júlí 1938, d. 3.
apríl 1973, gift Guð-
mundi Maríassyni,
f. 7. júlí 1932, og
áttu þau tvær dæt-
ur. 5. Pétur f. 14. des. 1939,
kvæntur Edith Óladóttur, f. 9.
maí 1942, og eiga þau fjögur
böm. 6. Fanney, f. 9. okt. 1945,
gift Oddgeiri Björnssyni, f. 10.
sept. 1944, og eiga þau fjögur
böm. 7. Yngstur er Ilallbjörn,
f. 17. des. 1947. Bamaböra Sæ-
mundar em 20, og bamabama-
bömin 40. Eftir að Sæmundur
stofnaði sitt heimili 1932, bjó
hann fram yfir miðjan aldur á
Litla-Árskógssandi i Eyjafirði
og stundaði þaðan útgerð og
sjósókn, allt til þess að hann og
fjölskylda hans flutti til Kefla-
víkur árið 1958. Þar stundaði
hann sjómennsku, og vann við
netagerð og hin síðari starfsár
vann hann við smíðar, fyrst hjá
Dráttarbaut Keflavíkur og síðar
hjá Keflavikurverktökum. Útför
Sæmundar fer fram frá Kefla-
vikurkirkju í dag.
GENGINN er götuna á enda elsku-
legur móðurafi minn. Hann var hluti
af þeirri kynslóð sem lifað hefur
mestu breytingatíma íslandssög-
unnar. „Ég fæddist í moldarkofa
og dey í vellystingum,“ sagði hann
eitt sinn við mig. Hann lifði krepp-
una. Kynntist af eigin raun þeim
hremmingum sem fjölskyldur þess
tíma lentu í. Án efa hefur hinn erf-
iði tími kreppuáranna sett sitt mark
á afa minn.
Hann var dugnaðarforkur, hlífði
sér aldrei í þeim störfum sem hann
tók sér fyrir hendur. Ég minnist
þess ekki að hafa heyrt hann kvarta
undan hlutskipti sínu í lífinu. Honum
fannst þjóðin og þá sérstaklega unga
fólkið ekki kunna að meta hversu
gott hún hafði það. Hann skildi aldr-
ei þann hugsunarhátt að allt væri á
vonarvöl. Hann sá velmegun landans
allt í kringum sig.
Afi minn lá aldrei á skoðunum
sínum um menn og málefni. Hann
Bfommlrfa
Fnðfinns
Suðurlandsbraut 10
108 Reykjavík. Sími 31099
Opið öll kvöld
tíl kl. 22,- einnig um helgar.
Skreytingar við öll tilefni.
Gjafavörur.
I Krossar
I I áleiði
I viöariit og máladir.
Mismunandi mynsfur, vönduð vinna.
Slml 91-35020 og 35735
var oft ómyrkur í máli og skipti
hann litlu máli hvort skoðanir hans
féllu í geð þeim sem hann ræddi
við. Hann fór sína eigin leiðir.
Fjölskylda okkar varð fyrir mikilli
sorg í aprílmánuði 1973. Þá létust
af slysförum amma mín og móðir.
Andlát þeirra hafði mikil áhrif á alla
fjölskyldumeðlimi. Aðra dóttur sína
missti afi minn 1985 eftir erfitt veik-
indastríð, konu í blóma lífsins. Aldr-
ei lét hann bugast. Hann bar ekki
tilfínningar sínar á torg, það var
ekki hans stíll. En undir skelinni var
án efa viðkvæmur maður með sterk-
ar tilfinningar og hlýju til sinna
nánustu. Afí minn gekk ekki heill
til skógar síðustu æviár sín. Undan-
farna mánuði var hann mikið veik-
ur. Hann var tilbúinn að mæta dauða
sínum, sáttur við Guð og menn.
Ég var það lánáöm að fá að sitja
hjá honum og halda í hönd hans síð-
ustu klukkustundirnar sem hann var
á meðal okkar. Fyrir það verð ég
ævinlega þakklát. Þegar ég sat á
dánarbeði hans hrönnuðust upp
minningamar, bæði um afa og
ömmu mína. Ég á þessu fólki mínu
líf mitt að þakka. Hann ruddi braut-
ina fyrir okkur, afkomendur sína.
Á þessari stundu er margs að
minnast og margt að þakka. Við
barnabörnin þín fengum að alast upp
í návist þinni, þú fylgdist með okkur
vaxa og dafna og verða að mann-
vænlegum einstaklingum. Litlu
barnabarnabörnin þín fengu að
kynnast þér. Þú fylgdist með okkur
öllum í leik og starfi í gleði okkar
og sorgum. Við fengum að hafa þig
meðal okkar öll þessi ár. Það ber
að þakka.
Við sem eftir lifum og erfum land-
ið eins og svo oft er sagt getum
lært svo ótamargt af fólki eins og
afa mínum.
Á lífsleiðinni eru manni oft færðar
gjafir, veraldlegir hlutir sem eyðást
og hverfa. Ein er sú gjöf sem þú
0g amma mín gáfuð mér og er mér
mjög dýrmæt. Gjöf sem ég mun
varðveita hjá mér um aldur og ævi.
Ljóð sem ég fékk frá ykkur á ferm-
ingardaginn minn.
Brosi þér sólin blítt á þessum degi.
Blessun frá afa og ömmu fylgi þér.
Allt sem er göfugt grói á þínum vegi.
Gæfunk framtíð skreyti lífs þíns veg.
Ég trúi því elsku afi minn að nú
sért þú umvafínn hlýju og ást ömmu
minnar og dætra þinna og að við
eigum öll eftir að vera saman í eilífð-
inni.
Börnin mín Guðmundur Freyr og
Ágústa þakka þér samfylgdina. Þau
biðja algóðan Guð um að vernda þig
og .blessa.
Elsku Gunnhildur, missir þinn er
mikill. Þú hefur staðið við hlið afa
míns í mörg ár. Þér verður seint
þakkað allt það sem þú hefur gert
fyrir fjölskyldu okkar. Guð gefí þér
styrk og sálarró.
Öllum öðrum aðstandendum okk-
ar sendi ég mína innilegustu samúð-
arkveðjur. Megi minningin um afa
minn lifa meðal okkar um ókomin
ár. Elsku afi minn, far þú í Guðs
friði og hafðu þökk fyrir allt.
Ánna Margrét
Guðmundsdóttir.
Mig langar að minnast elskulegs
afa míns með örfáum orðum.
Hann hefur nú kvatt okkur eftir
erfið veikindi. Það er margt sem kem-
ur upp í hugann þegar sest er niður
og hugsað til baka, það tengist nú
allt heimsóknum til hans á Melteiginn
við eldhúsborðið en þar áttu sér yfir-
leitt stað fjörugar umræður. Heimili
afa var hálfgerð umferðarmiðstöð en
þangað komu allir og afi fylgdist vel
með öllu sínu fólki. Hjá afa fengum
við að vita um allt sem gerðist í okk-
ar stóru fjölskyldu. Hann vissi hver
átti afmæli, hver væri ófrísk, eða
hver var að fara út. Afí hafði lifað
tímana tvenna og fannst margt sem
okkur yngra fólkinu í dag fínnst sjálf-
sagt vera algjör óþarfí svo ég tali
nú ekkki um mataræðið hjá unga
fólkinu, það var hlutur sem hann
skildi ekki.
Hann var mjög hrifínn af því þeg-
ar ég var heimavinnandi húsmóðir
- til hvers að vera að vinna úti,
sagði hann við okkur yngri konurn-
ar, þið eigið að vera heima með
börnin ykkar og hugsa um heimilið,
það er ykkar hlutverk.
Alltaf var eldhúsborðið hjá honum
drekkhlaðið kræsingum og það
fyrsta sem mér datt í hug þegar
hann kom í heimsókn var að nú
ætti ég ekkert með kaffínu nema
kex og brauð. Þá var stokkið til og
bakaðar vöfflur en þá sagði afi -
þið ungu húsmæður kunnið bara að
baka vöfflur og pönnukökur. Einn
morgunn man ég eftir að ég fór í
heimsókn með börnin mín til afa við
vorum nýbúin að borða, en þegar
tína átti fram á borðið og ég bað
hann að hafa ekkert fyrir okkur þá
varð hann hálffúll og sagði - þið
haldið náttúrulega að þið fáið ekkert
hér, svo var tínt fram á borðið sem
fyrr. Já, hann afí var hreinn og beinn
maður.
í mörg ár var alltaf komið við hjá
honum á Þorláksmessukvöldi og var
þá allt fullt af hangikjöti, laufa-
brauði og öðrum kræsingum sem
hver gat í sig látið. Þetta voru
skemmtileg kvöld sem treystu fjöl-
skylduböndin.
Það var erfitt hjá afa þegar hann
missti ömmu og Sissu dóttur sína í
slysi fyrir um tuttugu árum og aðra
dóttur sína Dídí úr krabbameini fyr-
ir níu árum en hann bar tilfinningar
sínar ekki á borð. Fyrir 17 árum fór
afí að búa með yndislegri konu,
Gunnhildi Jónsdóttur, og reyndist
hún okkur öllum vel og bið ég góðan
guð að styrkja hana.
Afi skuldaði engum manni neitt
og vildi gera allt upp við alla strax.
Og það er kannski dæmigert með
hann að þegar ég heimsótti hann á
sjúkrahúsið tveimur dögum áður en
hann dó þá var hann í klippingu og
var ekki rólegur fyrr en búið var
að ná í veskið hans og borga fyrir
klippinguna.
Afi átti mjög samheldna fjöl-
skyldu sem best kom í Ijós síðustu
dagana þegar hann var á sjúkrahús-
inu, þá var alltaf einhver hjá honum
þangað til yfir lauk.
Elsku afí, ég og fjölskylda mín
þökkum þér fyrir allt.
Svanhildur Benediktsdóttir.
„Smiður! Já, ég ætla að verða
smiður þegar ég verð stór, alveg
eins og afi minn.“ Þó svo draumur-
inn um að feta í fótspor afa hafi
aldrei ræst þá hefur afi minn alla
tíð verið mér ákveðin fyrirmynd. Ég
minnist þess hér áður fyrr þegar ég
var lítill snáði að þvælast niðri á
Melteig hjá afa og ömmu. Oftast var
setið við eldhúsborðið og málin rædd.
Ég hlustaði á afa segja frá og fylgd-
ist vel með þegar hann tróð sér í
pípu. Ekki man ég um hvað var
GUÐMUNDUR
JÓNSSON
göngur
1 eldra sinna. Hann þótti
% afkastamikill verk-
maður, drjúgur sláttu-
I maður, fjárglöggur og
I markviss enda var
^ markaskráin tneðal
í hans uppáhalds rit-
verka. Lengi vel hélt
| hann ættbækur um
I fjárstofn sinn og gjör-
þekkti með nafni flest
|j örnefni í sveit sinni.
Mundi var allgóður
I fijálsíþróttamaður og
I vann þar til verðlauna.
1 Hann stundaði sjóböð
og sund, skíði og ljall-
á meðan heilsan * leyfði.
Guðmundur
Jónsson fæddist
á Þúfu í Kjós 27.
maí 1916. Hann
andaðist í Hátúni
12 3. desember síð-
astliðinn. Foreldrar
hans voru Jón
Bjarnason og kona
hans Guðrún
Bjarnadóttir, sem
bjuggu alla sína
tíða á Þúfu. Guð-
mundur var sjöundi
í röðinni af níu
systkinum, en á lífi
eru Kristín, Oddur,
Ásta og Oskar. Guðmundur var
ókvæntur og barnlaus. Útför
hans var gerð í húsi Sjálfs-
bjargar í Hátúni 12 9. desember
og var hann jarðsettur á Reyni-
völlum í Kjós.
„LEYFIÐ börnunum að koma til
mín, varnið þeim það eigi, því að
slíkra er Guðsríki," segir einhvers
staðar á góðum stað í Ritningunni.
Þannig minnist ég fóstra míns
og vinar sem var hvers manns hug-
ljúfi, geðgóður með afbrigðum og
barngæzka hans var rómuð. Öll
börn hændust að Munda, nutu fróð-
leiks hans og sannmælis. Hann átti
alltaf nægan tíma fyrir alla sem til
hans leituðu. Hann gaf þeim kær-
leika og vináttu og enginn fór
snauður af hans fundi. Ríkidæmi
Munda var gleðin, kærleikurinn og
ást hans á lífi almennt og yfirleitt.
Á yngri árum ólst Mundi upp við
venjuleg sveitastörf á heimili for-
Utan heimilis vann hann verka-
mannavinnu; var verkstjóri og
hleðslumaður í vegavinnu, en hon-
um féll fremur illa að hafa ekkert
fyrir stafni. Þegar veikindi hans
hófust um 1950 og starfsgetan
minnkaði sneri hann sér að neta-
hnýtingum og síðar plaststeypu
meðan starfsorkan entist. Stórgerð-
ar hendur hans lagfærðu og mótuðu
ýmsa fínlega hluti í gegnum tíðina.
Hann gerði við úr og klukkur, smíð-
aði nytjahluti og barnaleikföng úr
tré og plasti og var hagleikur hans
víða þekktur. Mundi leitaði sér
lækninga til Danmerkur og dvaldist
á Heilsuhælinu í Hveragerði, Rey-
kjalundi og að lokum í 21 í ár í
notalegu samfélagi vina sinna og
íbúa í húsi Sjálfsbjargar, Hátúni
12 í Reykjavík.
Samferðafólki sínu gaf Mundi
gleði og vináttu. Oft var skipst á
græskulausum gamanyrðum og
rætt, það hefur vafalaust verið um
pólitík eða einhver þjóðfélagsmál
sem þá voru efst á baugi. Maður
fylgdist bara með, hlustaði og tók
eftir hverri hreyfingu. Síðan þegar
afí blikkaði öðru auganu af því að
hann var með kæk þá reyndi maður
að vera fljótur að blikka á móti svo
hann tæki eftir því að maður var
að fylgjast með.
Afí var af þeirri kynslóð Islend-
inga sem lifað hafði öll umrót 20.
aldarinnar. Hann var einn af þeim
íslendingum sem ólst upp við mikla
fátækt og tókst síðan að rífa sig upp
úr eymdinni með mikilli vinnu og
samviskusemi. Afi var heiðarlegur
og hann var fastur fyrir. Hann var
mjög pólitískur. Hann var sjálfstæð-
ismaður sem trúði á framtak ein-
staklingsins og hann gaf ekkert eft-
ir þegar umræðan við eldhúsborðið
á Melteignum snérist um gólitík. Afi
var líka fulltrúi þeirra íslendinga
sem kvörtuðu ekki yfír hlutskipti
sínu í iífinu. Lífð snérist ekki um
hin veraldlegu gæði og þær freist-
ingar sem verða á vegi okkar á hveij-
um degi, það voru önnur gildi sem
skiptu hann meira máli.
Afi fylgdist vel með öllum afkom-
endum sínum og það skipti hann
miklu hvemig þeim tókst að feta sig
áfram í lífínu. Hann skammaði og
gat verið reiður ef honum fannst
menn fara yfir strikið og honum blö-
skraði oft látalætin en hann stóð
ávallt með þér þegar á reyndi. Og
oft fékk maður að heyra það ef of
langur tími leið á milli þess að maður
liti inn hjá honum, hann sagði hlutina
hreint og beint út við þig. Maður
fékk líka að heyra það ef vextir
hækkuðu of mikið í bankakerfínu og
ef stjómmálamenn bruðluðu með al-
mannafé. Hann hafði skoðanir á öllu
og maður þuffti að hafa sig allan við
til þess að geta staðið upp í hárinu
á honum. En afi var fyrst og fremst
góður afí og það sýndi sig best hve
sterk áhrif hann hafði haft á afkom-
endur sínar á lífsleiðinni hversu mikla
tryggð þeir sýndu honum alla tíð.
Síðustu vikurnar dvaldi afí á Sjúkra-
húsi Keflavíkurlæknishéraðs og vilja
ættingjar hans þakka starfsfólkinu
þar fyrir góða umönnun.
Vertu sæll, elsku afi. Hafðu þakk-
ir fyrir allt.
Þinn nafni.
ólatur var hann að miðla því af vís-
um sem hann kunni heil ókjör af.
Hann kvartaði aldrei, en bar mikla
umhyggju fyrir velferð annarra.
Hann var sannur Kjósaringur og
fylgdist vel með öllu þótt í fjarlægð
hafi verið.
Mundi var mér sem faðir. Hann
kenndi mér að tapa og sigra; að
gleðjast með öðrum og njóta þess
að það kostar ekkert að vera í góðu
skapi. Það er gæfa mín og fjölskyldu
minnar að hafa elskað Munda.
Þorsteinn Veturliðason.
Mig langar að minnast vinar
míns Guðmundar Jónssonar - eða
Munda eins og ég kallaði hann allt-
af. Hann var mér sem frændi því
hann og stjúpi minn er lést fyrir
nokkrum árum voru frændur.
Ég verð að segja að undrandi
varð ég er ég las dánarfregnina um
Munda. Ég hafði komið til hans
daginn áður en hann dó. Ég segi
stundum við fólk að það sé eins og
maður sé leiddur og get ég ekkert
útskýrt það nánar.
Við Guðmundur vorum nágrannar
og hafði ég mikla ánægju af að
spjalla við hann, hann virtist skilja
mijg svo vel. Á seinni árum hefur
heilsu hans hrakað og átti hann
orðið mjög erfitt um mál. Hann
veiktist ungur af lömunarveiki og
náði sér aldrei eftir það. í mörg ár
dvaldi Guðmundur á Reykjalundi og
stundaði þar létta vinnu uns hann
flutti í Sjálfsbjargarhúsið. Þar leið
honum alla tíð vel og vil ég þakka
öllu því góða fólki sem annaðist
hann og um leið þá hlýju sem það
sýndi mér ávallt þegar ég kom eins
og skrugga úr heiðskíru lofti bara
að leita að smá skemmtun hjá vini
mínum honum Munda.
Blessuð sé minning hans.
Guðbjörg Albertsdóttir.