Morgunblaðið - 20.12.1994, Síða 44

Morgunblaðið - 20.12.1994, Síða 44
44 ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ GUÐNÝ AÐALHEIÐ- UR MAGNÚSDÓTTIR + Guðný Aðal- heiður Magnús- dóttir fæddist í Hamarsseli i Geit- hellnahreppi í Suð- ur-Múlasýslu 17. júlí 1915. Hún lést á hjartadeild Land- spitalans 13. desem- ber síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Hildur Brynj- ólfsdóttir og Magn- ús Guðmundsson. Systkini Aðalheiðar eru Helgi, f. 1917, Guðleif, f. 1918, og Einar, sem var elstur en dó í bernsku. Aðalheiður giftist Emil Karlssyni sjómanni, f. 12. apríl 1911, d. 27. mars 1963. Aðalheiður var í sambúð með Pétri Guðmundssyni verka- manni, f. 1912, d. 1991. Börn Aðalheiðar og Emils eru: 1) Borghildur, var gpft Sigurði Einarssyni og eiga þau þijú börn, þau slitú samvistum, er nú í sambúð með Sigurði Þórar- 4 inssyni. 2) Fjóla, gift Grétari Jónssyni og eiga þau tvær dæt- ur. 3) Magnús, giftur Höllu Jónsdóttur og eiga þau einn son. 4) Karen, gift Friðjóni Guðmundssyni og eiga þau tvo syni. Utför Guðnýjar Aðalheiðar fer fram frá Fossvogskirkju í dag. AÐALHEIÐUR amma eða Alla eins og við kölluðum hana er dáin eftir erfið veikindi. Það er erfitt að sætta "mg við að sjá ömmu aldrei aftur. Á stundu sem þessari rifjast upp í hugum okkar minningar um ömmu sem við geymum í hjörtum okkar. Amma var visku- brunnur og hún hafði ómælda gleði af því að fræða okkur um skond- in og skemmtileg atvik sem gerðust í gamla daga. Og hve fortíðin og nútíðin eru að mörgu leyti ólíkir heimar. Ömmu fannst gaman að ferðast inn- anlands og sérstaklega erlendis, en hún og sambýlismaður hennar til margra ára, Pétur Guðmundsson, sem lést fyrir þrem- ur árum, höfðu það orðið fyrir ár- legan viðburð að fara til útlanda. Og alltaf var amma að hugsa um fólkið sitt heima, hún varð að gleðja alla þegar hún kom heim. Það mátti engum gleyma. Svona var amma, vildi allt fyrir alla gera. Elsku amma okkar, með þessum fátæklegu orðum kveðjum við þig. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni. Sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfír minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Emil, Helga, Sigrún og fjölskyldur þeirra. Nú þegar hátíð ljóss og friðar gengur í garð og fólk eflir fjöl- skyldutengslin, læðist skyndilega t Bróðir okkar, EGGÞÓR FRANKLÍMSSON frá Litla-Fjarðarhorni, síðast til heimiiis í Lönguhlíð 3, lést í Landspítalanum að kvöldi 16. desember. Systkini hins látna. GRÉTAR ALDAN SIGURÐSSON prentsmiður, lést á heimili sínu þann 17. desember. Jarðarförin auglýst síðar. Kristín Sigurpálsdóttir, Guðmundur A. Grétarsson, Marta Jónsdóttir, Ingi Már Grétarsson, Hulda Hjaltadóttir. PÉTUR JÓHANNSSON frá Litla-Bakka, Miðfirði, Grettisgötu 71, andaðist í Borgarspftalanum 16. desember. Jarðsungið verður frá Fossvogskapellu miðvikudaginn 28. desem- ber kl. 13.30. Vandamenn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, PÁLL PÁLSSON skipstjóri, Espigerði 4, Reykjavík, lést þann 19. desember. Ólöf Karvelsdóttir, Kristján Pálsson, Sóley Halla Þórhallsdóttir, Ólafur Karvel Pálsson, Svandfs Bjarnadóttir, Guðrún Pálsdóttir, Ólaffa Pálsdóttir, Arnar Guðjónsson og barnabörn. MIIMNIIMGAR skuggi inn á milli ljósanna, því elskuleg amma okkar Aðalheiður Magnúsdóttir er farin burt frá okk- ur. Eftir stutta sjúkdómslegu ert þú horfin yfír móðuna miklu og eftir stöndum við sem fannst þú ekki einu sinni vera veik, því þú barst þig alltaf svo vel. Þér sem aldrei varð misdægurt, en skyndi- lega ert þú öll. I dag þegar við kveðjum þig í hinsta sinn streyma fram í huga okkar gleðilegar minn- ingar um þig. Lífsgleði og jákvætt lífsviðhorf einkenndi gjörðir þínar. Því miðlaðir þú til þeirra sem í kringum þig voru, og því var svo gott að koma til þín. Þú fylgdist vel með þínum nánustu og varst alltaf boðin og búin að rétta fram hjálparhönd ef á þurfti að halda. Barnabarnabörnin skipuðu stóran sess í hjarta þínu og þú gætt- ir þess ávallt að litlu hjúin, eins og þú kallaðir þau, hefðu eitthvað hlýtt og notalegt að fara í. Vettlingar og ullarsokkar vöktu alltaf mikla gleði í litlu hjörtunum. Það er erfitt að útskýra fyrir þeim, að þú sem alltaf hefur verið til staðar, ert ekki leng- ur hjá okkur. Þú naust þín vel á meðal fólks og hafðir alltaf róandi áhrif á þá sem í kringum þig voru. Þú varst alltaf svo notaleg og hlý og gafst svo mikið af sjálfri þér. Amma, þú leiðbeindir okkur í gegnum lífið á þinn raunsæja og hlýlega máta, þannig að manni leið alltaf vel eftir að hafa verið hjá þér. Þú varst allt- af að gefa öðrum eitthvað fallegt og nytsamlegt sem þú taldir að aðrir hefðu meiri not fyrir en þú. Minningarnar um þig munu hlýja okkur um hjartarætur um ókomna tíð. Elsku Aðalheiður amma, þú lifð- ir með reisn og dóst með sæmd. Þér líður nú vel á þeim stað, þar sem við munum öll hittast að lokum. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Heiðar og Theódór. Nú þegar hátíð ljóss og friðar er að ganga í garð kveðjum við með söknuði hana Aðalheiði ömmu. Þegar sorgin knýr dyra og hugurinn fyllist af minningum liðins tíma verður hugsunin um allar þær skemmtilegu stundir sem við áttum saman sú huggun sem við leitum eftir og hjartað fyllist af þakklæti fyrir þann tíma sem okkur var gef- inn með henni. Alltaf var notalegt að koma í heimsókn til ömmu. Hún hafði frá svo mörgu skemmtilegu að segja, bæði af sér og samferðafólki sínu. Amma var alltaf svo dugleg að drífa sig þegar eitthvað var að ger- ast í félagslífi eldri borgara. Stund- um kom það fyrir að við keyrðum hana á gömlu dansana og gladdi það okkur ávallt að sjá hve gaman hún hafði af því. Einnig hafði amma gaman af að föndra og okkur fannst svo skemmtilegt þegar hún gaf Höllu Berglindi smekk sem hún hafði málað á fallega mynd. Hann verður geymdur með góða minn- ingu í huga. Aðalheiður amma hafði yndi af því að ferðast og gerði hún mikið af því í seinni tíð, bæði inn- an- og utanlands. Okkur langar að þakka fyrir þær yndislegu stundir sem við áttum með ömmu. Þær munum við ævi- langt geyma í hjarta okkar. Jón Emil Magnússon, Berglind Jóna Þráinsdóttir, Halla Berglind Jónsdóttir. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur min veri vöm í nótt. Æ, virzt mig að þér taka, mér yfír láttu vaka þinn engill svo ég sofí rótt. (Þýð. S. Egilsson.) Nú er elsku amma okkar dáin. Við eigum eftir að sakna þess að hitta hana ekki aftur glaða og bros- milda eins og hún var alltaf. Það var alltaf svo gaman að koma í Bólstaðarhlíðina og hitta hana. Amma var sérstaklega dugleg að pijóna á litlu börnin og hafði hún gaman af allri handavinnu. Það er sárt að sætta sig við það að amma verði ekki hjá okkur um jólin og eigum við eftir að sakna hennar mjög mikið. Elsku amma okkar, hafðu bestu þökk fyrir allt sem þú hefur gert fyrir okkur. Guð geymi þig. Thelma Aðalheiður og Tinna Ástrún. GUÐMUNDUR MARÍUSSON Guðmundur Maríusson var fæddur í Reykjavík 14. desember 1912. Hann lést á Borg- arspítalanum 9. desember síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Maríus Run- ólfsson, f. 4. mars 1887, d. 6. október 1951, og Jónína Jónsdóttir, f. 5. september 1884, d. 3. mars 1933. Guð- mundur átti þrjár systur: Guðrúnu Guðlaugsdóttur, Mörtu Maríus- dóttur og Guðrúnu Maríusdótt- ur, sem allar eru látnar. Hinn 14. desember 1935 gekk hann að eiga eftirlifandi konu sina, Vigdísi Brynjólfsdóttur, f. 19. desember 1916. Foreldrar Erfidrykkjur Glæsileg kaffi- hlaðbord, fallegir salir og mjög góð þjónusta. Upplýsingar í síma 22322 FLUGLEIDIR lléTKL LOFTLklDIIL hennar voru Brynj- ólfur Gíslason sjó- maður og kona hans Guðrún Hannesdótt- ir sem bæði eru látin. Börn Guðmundar og Vigdísar eru María J. Guðmundsdóttir, gift Sigurði G. Sig- urðssyni, Gislína S. Kauffman, gift Rob- ert L. Kauffman, bú- sett i Bandarikjun- um, og Brynjólfur Guðmundsson, kvæntur Hjördisi Einarsdóttur. Guð- mundur hóf iðnnám í Hamri og Vélsmiðjunni Sindra 1928-32, lauk prófi frá Iðn- skólanum í Reykjavík 1932 og vélskólaprófi 1933. Hann lauk sveinsprófi í Vélsmiðjunni Héðni 1954, var starfsmaður í Vélsmiðjunni Héðni frá 1940- 1985 og starfaði sem verksljóri við véla- og skipaviðgerðir frá 1961. Útför Guðmundar fer fram frá Háteigskirkju í dag. AÐVENTAN gengur í garð og undirbúningur jólanna hefst, hátíð- ar ljóss og friðar. Skugga dregur yfir gleðina því afi er veikur. Að morgni 9. desember kveður hann þennan heim og sorgin hellir sér yfir okkur. í dag kveðjum við Guð- mund Maríusson afa okkar. Við misstum mikið og söknuðurinn er sár, en minningarnar lifa. ERFIDRYKKJUR P E R L A N sími 620200 Afi var mjög eftirminnilegur maður. Hann vann lengstan hluta ævinnar í Héðni og var verkstjóri þar er við komum til sögunnar. Minningarnar streyma fram í huga okkar, bjartar og hlýjar minningar. Við ólumst upp í húsi afa og ömmu í Blönduhlíð 16. Afi byggði þetta hús yfir fjölskyldu sína af miklum dugnaði og naut dyggrar aðstoðar ömmu við það. Þetta hús var stolt þeirra. Afi var mikill hagleiksmaður, rólyndur og þolinmóður. .Honum féll aldrei verk úr hendi. Alltaf var hann að dytta að húsinu eða að sýsla eitthvað annað. Hann var hjálpfús og hjálpaði öllum er til hans leituðu sama hvert viðfangs- efnið var. Glettnin var aldrei langt undan. Ef við krakkarnir þurftum að fræðast um eitthvað t.d. eitt- hvert tímabil í mannkynssögunni var ekki komið að tómum kofunum hjá afa. Hann var víðlesinn og þekk- ingarbrunnur af fróðleik. Aðventan var tími sem við minn- umst sérstaklega með afa. Unun var að fylgjast með afa og hjálpg til við að skreyta hjá afa og ömmu fyrir jólin. Okkar börn tóku síðan við og það endurvakti barnið í okk- ur að sjá gleðina skína úr augum þeirra við að hjálpa langafa með jólaskreytingarnar. Orð úr ljóði Vilborgar Jóhannes- dóttur koma upp í hugann á þess- ari stundu: Nú er brátt á burtu blíða sumartíðin, verður fyrr en varir vetrar komin hríðin. Þá má eigi þverra þessi vonin bjarta: Að vort eina hæli er við Drottins hjarta. Nú þótt stormar naprir næði um freðna grundu, vonablómin björtu blika á sömu stundu hjá oss, ef vér hefjum hug og sál þar yfir, í fullu trausti fáum fínna, að andinn lifir. Amma, Guð styðji þig og styrki í þinni miklu sorg, einnig börn ykk- ar og aðra aðstandendur. Vigdís Maria Sigurðardóttir og fjölskylda, Margrét S. Sigurðardóttir og fjölskylda, Guðmundur Breiðfjörð.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.