Morgunblaðið - 20.12.1994, Síða 50

Morgunblaðið - 20.12.1994, Síða 50
50 ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ Ferdinand C R A S H Ein mesta gleðin í Iífinu ís-heimskupör. er að renna sér eftir ísi- lagðri gangstétt. BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reylgavík # Simi691100 # Símbréf 691329 Um hundahald í Reykjavík Frá Þóru Emilsdóttur: NÝLEGA var lagt fram þingsálykt- unarfrumvarp um að leyfa hunda- hald í fjölbýlishúsum. Eg er afar mótfallin því að slík lög nái fram að ganga og ég veit að svo er um marga. Ég hef nokkra reynslu af því að búa í sama húsi og hundur og slíkt mundi ég ekki óska nokkrum manni. Ónæðið og sóðaskapurinn var mikill. Auk þess hefur maðurinn minn ofnæmi fyrir blessuðum skepnunum sem er alls ekki óal- gengt. Hann var veikur í heilt ár og vissi ekki a$ það væri vegna ofnæmisins fyrr en veikindin hurfu skyndilega þegar hundurinn flutti burt. Þegar eigandi hundsins var ekki heima gelti hundurinn látlaust bæði nótt og dag. Auk þess gerði hann stykki sín hvað eftir annað á göngum hússins og í garðinum. Alltof mikið er um það að hundeig- endur hreinsi ekki eftir þá. Hundum ekki eðlilegt að búa í fjölbýlishúsi Einnig tel ég það ekki af vinskap til dýra sem fólk vill láta þau ,búa í jafn óeðlilegu umhverfí og fjölbýl- ishús er. Flestir hundar þurfa mjög mikla hreyfíngu og ég veit að þeir hundar sem ég hef fylgst með fá ekki þá hreyfíngu sem þeir þurfa. Það er ekki nóg að tjóðra þá úti í garði. Það er ekki í eðli hundsins að vera í kyrrsetu eins og nútíma manneskjan sem hefur hreinlega ekki tíma í þessu þjóðfélagi til að annast hunda á viðunandi hátt. Svo ég spyr, er það hundum bjóðandi að búa svo þröngt? Og hver ábyrgist að hundurinn ráðist ekki á börn eða fullorðna í húsinu. Þó að skepnan sé meinlaus heima fyrir þá er hún samt rándýr í eðli sínu og er húsbóndaholl. Ég bjó um tíma í Englandi. Þar voru alltaf fréttir annað slagið um að hundar væru að ráðast á fólk, aðallega börn, sem stundum voru jafnvel drepin. Stundum mátti rekja þetta til afbrýðisemi hundsins. Þjóclaratkvæðagreiðslu um málið Ég ætla að vona að þessum lög- um verði ekki hleypt í gegn, a.m.k. ekki nema með þjóðaratkvæða- greiðslu, en ég efast reyndar um að þau kæmust gegnum hana. Ég held að formælendur frumvarpsins hafí ekki hugsað þetta til enda. Efa ég að þeir vildu búa í stigagangi þar sem tveir eða þrír hundar geltu linnulaust hvor á annan, eins og ég lenti í í raðhúsalengju í Bret- landi. Þegar við það bætist að flestir hundar láta heyra í sér þegar ókunnugur gengur hjá og margir þeirra finna sig knúna til að ráðast á bréfbera og blaðburðarböm, þá tel ég að hver geti dæmt fyrir sig. Ég tel að hér sé ekki eingöngu um að ræða „misnotkun af hendi þeirra sem af einhverjum ástæðum hafa andúð á þessum dýrum“. Þetta er mitt álit. ÞÓRA EMILSDÓTTIR, Veghúsum 1, Reykjavík. Til ferskeytlunnar Frá Björgvin Magnússyni: Ferskeytlan er frónskur þegn fyndni og hagleik beitir sannarlega góð og gegn og gleði öllum veitir. Bögur ungir og aldnir dá allra njóta hylli ferskeytlan er fundvís á fegurð, gáfur, snilli. Vísur aldrei verða mát veita yndisstundir og þær sefað geta grát og græða hjartaundir. Þó stundum mæða manninn hrelli er mörgum auðsýnd náð hagyrðingar halda velli hér um Isaláð. Dafnar íslands fyndni og fjör fræði og gleði tvinnar meðan ljóðin lifa á vör lands og þjóðarinnar. BJÖRGVIN MAGNÚSSON frá Geirastöðum. Heilræði Við jólabakst- urinn er gott að hafa barnið á öruggum stað. Allt efni sem birtist i Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt i upplýsingasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu það- an, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.