Morgunblaðið - 20.12.1994, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 20.12.1994, Blaðsíða 56
56 ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ I LOFT UPP JEFFBRIOCES tommy iee jones Allra síðustu sýningar B.I.14.Sýnd kl. 9 og 11.15, FRUMSÝNING Á JÓLAMYNDINNI „JUNIOR" FRUMSÝNING Á JÓLAMYNDINNI LASSIE DAENS ÞRIR LITIR: HVITUR NÝ STÓRKOSTLEGA SPENNANDI ÆVINTÝRAMYND UM TÖFRATÍKINA, SEM SKEMMT HEFUR BÖRNUNUM í MEIRA EN HÁLFA ÖLD. LASSIE HJÁLPAR SYSTKINUNUM MATT OG JENNIFER I BARÁTTUNNI VIÐ ILLÞÝÐI SEM Á í DEILUM VIÐ FJÖLSKYLDU ÞEIRRA. SÝND KL. 5 og 7. Allra síðustu sýningar Sýnd kl. 9. Sýnd kl. 5 og 9. 2 FYRIR 1 Falleg og skemmtileg ævintýramynd um konung sem er fastur í líkama hvítabjörns. Sýnd kl. 5. NIOR Hinirfrábæru leikarar, Arnold Schwarzenegger, Danny DeVito og Emma Thompson koma hér í frábærri nýrri grínmynd fyrir alla fjöl- skylduna. „Junior" er ný grínmynd frá leikstjóranum Ivan Reitman, sem gert hefur myndir eins og „Ghostbusters", „Twins" og „Dave". „Junior" er jólamynd i Reykjavík, Los Angeles, New York, London, Berlín... og, og... „Junior" er grinmyndin sem öll heimsbyggðin horfir á ÞESSI JÓLH Njóttu „Junior" í Háskólabiói! Sýnd kl. 5.15, 6.45, 9 og 11.10. I HÁSKOLABÍÓ SÍMI 22140 Háskólabíó STÆRSTA BÍÓIÐ. I AILIR SALIR ERU FYRSTA FLOKKS. | 140 mín. JÓLAMYNDIN JÓLAMYND: Óskarsverðlaun: Besta erlenda myndin I ár! Nú verða GLÆSTIR TÍMAR í Háskólabíói því við frumsýnum Óskarsverðlaunamyndina BELLE EPOQUE á annan í jólum. TROIS COULEURS 3sr« FORREST GUIÍP 'i Bræðingur í betri kantinum TONLIST II l j ó m p l a t a HUNGUR J.J. SOUL Hungry for News, J.J. Soul Band: J.J. Soul söngur, Ingvi Þór Kormáks- son hljómborð, Stefán Ingólfsson bassi, Trausti Ingólfsson trommur. Aðrir hljóðfæraleikaréir: Þórður Amason gítar, Eðvarð Ingólfsson gítar, Vilhjálmur Guðjónsson gítar, Ari Einarsson gítar og synth., Stefán Stefánsson saxafónn, Reynir Sig- urðsson víbrafónn, Einar Valur Scheving trommur, Kjartan Guðna- son trommur, Birgir Jóhann Birgis- son píanó. Lög og textar: Ingvi Þór Kormáksson og J.J. Soul. Stjórn upp- töku: Ingvi Þór Kormáksson og J.J. Soul. Hljóðritun: Birgir Jóhann Birg- isson. Hljóðblöndun: Birgir Jóhann Birgisson, J.J. Soul. Útgefandi: Hrynjandi, 49,07 mín., 1.999 kr. NÝ hljómplata með J.J. Soul Band, Hungry for News kom mér þægilega á óvart. Ég hafði aldrei heyrt í þessari hljómsveit og vissi því ekki við hverju var að búast, en hér er á ferðinni þrælgóður disk- ur, með fullt af skemmtilegri tón- list í vönduðum flutningi. Ég held að svona plata hafi ekki verið gef- in út áður á íslandi. Tónlistin er eins konar blúsbræðingur, með djassrokki og poppívafi og ef finna á samanburð í heimi erlendra stór- meistara á-þessu sviði koma upp í hugann nöfn eins og Steve Miller, Mose Allison, Van Morrison og jafnvei Georgie Fame. John J. Soul starfaði áður sem trommuleikari í heimalandi sínu, Englandi. Hann hefur búið hér á landi um skeið og í samvinnu við Ingva Þór Kormáksson, hljómborðs- leikara og lagasmið, komið fram á öldurhúsum í Reykjavík undir nafni hljómsveitarinnar J.J. Soul Bandf Þessi plata er afrakstur af samvinnu þeirra félaga, sem greinilega hefur verið með miklum ágætum ef marka má útkomuna hér. Ingvi Þór hefur áður sent frá sér lög á hljómplötum, en að mínu mati hefur hann með Hungry For News stigið stórt skref fram á við sem lagasmiður og í framtíðinni komast menn hreinlega ekki hjá því að taka hann alvarlega sem slíkan. Sem söngvari er J.J. Soul í hópi hinna skemmtilegri sem hér hafa komið fram í langan tíma. Röddin er djúp og blúsuð og ósjálfrátt varð mér hugsað til Longs Johns Baldr- ys, sem sælla minninga kom hingað til lands á nokkurra daga fyllerí fyrir allmörgum árum. J.J Soul er ekki síðri söngvari og einhvern veginn hef ég á tilfinningunni að hægt yrði að koma þeim Ingva Þór á framfæri erlendis, ef rétt yrði að málum staðið. Þetta er stórgóð plata, ein sú besta á árinu, og það er erfitt að nefna eitt lag öðru frem- ur. Þau standa öll fyrir sínu. í dag eru til dæmis Jazzman, A Place To Hide og Hungry For News í mestu uppáhaldi, en á morgun gæti það þess vegna verið Five Below Zero eða eitthvert annað. Kannski er það höfuðkostur plöt- unnar, að flest lögin hafa eitthvað við sig sem gleður eyrað. Og ekki skemmir fyrir að í textagerð er J.J. Soul á heimavelli. Vissulega er blæbrigðamunur á lögunum og fer það einna helst eft- ir því hvaða tónlistarmenn leika með hvetju sinni, en þar fer fríður flokk- ur manna svo sem sjá má í kynn- ingu hér að framan. I hljómsveitinni eru auk J.J. Soul og Ingva Þórs þeir Stefán Ingólfsson á bassa og Trausti Ingólfsson á trommur og mynda þeir saman þéttan grunn. Gítarleikararnir Þórður Árnason, Eðvarð Lárusson og Vilhjálmur Guðjónsson setja einnig sterkan svip á tónlistina, hver á sinn hátt, og hið sama má-segja um aðra sem við sögu koma, þótt í minna mæli sé. Það pr óhætt að mæla með þess- ari plötu við hvern sem er og menn þurfa ekkert endilega að vera blús- eða djass-rokkunnendur til að hafa af henni gaman. Hún er afskaplega þægileg áheyrnar í alla staði. Ég hef því miður ekki séð J.J. Soul Band á sviði, en það verður mitt fyrsta verk, næst þegar ég sé hljóm- sveitina auglýsta. r Sveinn Guðjónsson J.J. Soul og félagar koma vissulega á óvart á nýju plöt- unni „Hungry for News“. Springsteen hefur betur ►BANDARÍSKA rokkstjarnan Bruce Springsteen kom í veg fyr- ir að breska útgáfufyrirtækið Dare gæfi út tvöfalda geislaplötu með lögum sem hann gerði áður en hann varð frægur. Nefnist plat- an „Prodigal Son“ og var tekin upp árið 1971, en Springsteen sló fyrst í gegn með plötunni „Born to Run“ árið 1975. Málið átti að fara fyrir dóm- stóla en áður en til þess kom náð- ist samkomulag miili Springsteens og útgáfufyrirtækisins, sem féllst á að gefa ekki út plöturnar og afhenti rokkstjörnunni uppruna- legu upptökurnar í þokkabót. Springsteen hafði áhyggjur af gæðum upptakana, bæði vegna þess hve langt væri um liðið og þess hve allar aðstæður liefðu verið lélegar á þeim tíma. FOLK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.