Morgunblaðið - 20.12.1994, Side 60

Morgunblaðið - 20.12.1994, Side 60
60 ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 1994 UNGLINGAR MORGUNBLAÐIÐ i AiNjMi L 1 /á mm S'Ía'AV'-í' . 1 ... 1 fc.,v Alnæmisvika íBústöðum VIÐ, unglingarnir í Bústöð- um ásamt unglingum úr öðrum félagsmið- stöðvum á höfuðborgar- svæðinu, tókum þátt í alnæmisvik- unni sem haldin var dagana 24. nóv.- l.des. í Bústöðum hófst vik- an með því að kvikmyndin „Phila- delphia“ var sýnd á breiðtjaldi við ^.góðar undirtektir, en sú mynd fjallar einmitt um HlV-smitaðan mann og því þótti þessi mynd til- valin til sýningar. Nokkrir strákar gerðu einnig stuttmynd sem teng- ist alnæmi og frumsýndu hana sama kvöld. Næstu daga voru starfandi vinnuhópar en þeirra verkefni var m.a. að útbúa myndverk sem síðar var hengt upp í Kolaportinu. Einn- ig tókum við okkur, þijár ungar stúlkur, til og bjuggum til spurn- ingar um alnæmi sem við lögðum Leiðist rauði bún- ingurinn meira en nokkuð annað EINS og allir vita eru jóla- sveinarnir einn af öðrum á leið til byggða. Stekkj- arstaur kom fýrstur og hann er í viðtali hérna í dag um æskuár sín og viðhorf til lífsins. Ég segi það ekki að mig rámi ekki í einhver unglingsár eða voru það fótasár, ég man það ekki alveg, enda minnið glop- pótt svona á milli héraða. Það eina sem ég man með vissu er að ég var ungur þá, ég treysti mér hins vegar ekki til að ræða um fótafú- ann, við jólasveinarnir erum auð- vitað sígangandi og því eðlilega með verki hér og verki þar. Þó það sé almennt vitað og viður- kennt að við séum svolítið latir bræðurnir þá var töluverður galsi í okkur fyrir nokkur hundruð árum, mig minnir meira að segja að Giljagaur hafi farið til byggða um mitt sumar og brugðið sér á kvennafar. Grýla móðir okkar var ekki par hrifin af því, enda vildi hún hafa okkur alla litlu englana sína heima við og engar tengdadætur, nei takk, ekki inn í hennar helli. Hún segir að við séum í raun ennþá of ungir til að binda okkur ævilangt, segir að þau Leppalúði hafi farið yfir fýrsta árþúsundið áður en þau trúlofuðu sig. Ég segi það ekki, það gæti ver- ið gaman að blanda geði við ein- hveijar viðkunnanlegar sveinur, en mér dettur ekki til hugar að gera það án samþykkis móður STJÖRNUR C G Það er spurning Hvað langar Þfeí jólagjöf? Máni 14 ára Ferð til Bandaríkjanna. Ekki bæk- ur, frekar geisladiska. fyrir nemendur í Réttarholtsskóla. Undirtektir voru góðar, ekki síst vegna þess að við dreifðum smokk- um og bæklingum um kynsjúk- •dóma með prófínu. Útkoman var flott en við komumst að þeirri nið- urstöðu að 9. bekkur er hvað fá- fróðastur hvað varðar þessi mál. Ekki má gleyma leiklistarhópn- um sem útbjó leikrit sem tengdist alnæmi. Einnig fengum við heim- sókn frá Alnæmissamtökunum og okkur var frá starfsemi þeirra og að því loknu gátum við spurt full- trúa samtakanna spjörunum úr. A lokadegi vikunnar var maraþond- ans í Kolaportinu og tóku 600-700 unglingar þátt í þeirri ■jiolraun. En rúsínan í pylsuendan- um var „Pjölskylduhátíð í Kola- portinu" 1. desember, en sá dagur er einmitt alþjóðlegi alnæmisdag- urinn. Þar komu fram helstu lista- menn okkar Islendinga en því mið- ur létu mjög fáir sjá sig á hátíð- inni. Vonandi tekst betur næst. ■ Við, unglingamir í Bústöðum, Viðtal tekið af Dagmar Ásmundsdóttir Bústöðum. Nafn: Ragnhildur Ragnars- dóttir. Hvað ertu gömul? 14 ára. Áhugamál: Fótbolti og þol- fimi. Skóli: Réttarholtsskóli. Félagsmiðstöð: Bústaðir. Ætlar þú að kaupa margar jólagjafir? Já, margar. Trúir þú á jólasveininn? Nei. Færð þú í skóinn? Nei, held ekki. Veistu hvað þú ætlar að verða þegar þú verður eldri? Snyrti- fræðingur. Æfir þú ein- hverja íþrótta- grein? Já, þol- fimi. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera: Vera með vinum mínum og skemmta mér. Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Vera veik og taka til I herberginu. Upp á hvaða hljómsveit held- ur þú? hvernig tónlist hlustar þú á:? Enga sérstaka hljómsveit; hlusta á allt nema þungarokk. Félagsmiðstöðin Bústaðir skorar á Félagsmiðstöðina Kneliuna á Eskifirði að skrifa næst í unglingasíðuna. þökkum þeim sem lögðu okkur lið í alnæmisátakinu og óskum Al- næmissamtökunum heilla í starfí og öllum landsmönnum gleðilegra jóla. Tinna Jóhannsdóttir, Bústöðum. Maraþondans í Kolaportinu & ANN 30. nóvember síðastlið- inn dönsuðu krakkar úr öllum félagsmiðstöðvum á höfuð- borgarsvæðinu maraþondans til styrktar Alnæmissamtökunum á íslandi. Klukkan 17.30 hittust krakkar úr félagsmiðstöðvarnar fyrir uta'n Hallgrímskirkju og gengu svo að Kolaportinu. Þegar komið var í portið dönsuðu unglingar úr öllum félagsmiðstöðvunum saman. Eftir klukkutíma eða svo var skipt þannig að sumir fóru í hlé en aðr- ir héldu áfram að dansa. Þeir sem fóru í hlé unnu ýmis verkefni eins og t.d. að prjóna stóran smokk, teikna myndir um Alnæmissam- tökin eða búa til gestabók. Eftir hálftíma var skipt aftur og fóru þá þeir sem höfðu verið í • hléi að dansa. Fólk vah í misjafnlega miklu stuði en til að halda lífi var drukk- inn orkudrykkur sem allir gátu fengið frítt. Þetta var allt saman rosalega gaman og það væri snið- ugt að reyna þetta aftur næsta ár. ■nm HVERNIG ERU STRÁKAR/ STELPUR ÆÐISLEGIR stund- um en þeir geta ver- ið óþolandi, skilja ekki stelpur. Geta verið algjörar dúllur og myndarlegir en líka „Pain in the ass“. Jónas ÞÆR ERU yndisleg- ar, ýkt sætar og skemmtilegar. Fal- legar að öllu leyti. Askorunin Frá Nesjaskóla, Nesjum, Hornafirói. Þjóðfélag án þröskulda? A Aundanförnum árum hefur aðstaða og aðgengi fyrir fatlaða breyst mikið tii batnaðar. En er það nóg? Alls ekki. Enn er hægt að bæta aðstöðu og aðgengi fyrir fatlaða. Sem dæmi má nefna að margar nýbyggðar almennar byggingar s.s. bankar, verslanir, skólar, sundlaugar, skemmtistað- ir, leikhús, bíó, kirkjur og íþróttahús eru algjörlega óaðgengileg fyrir fatlaða. Einnig vantar oft brautir upp stiga og gangstéttir, þetta ætti að vera lagað að þörfum allra. I lögum stendur að allar nýjar byggingar eigi að hafa aðgengi fyrir fatlaða. Þessu hefur ekki nærri alltaf verið framfylgt, og því er verið að bijóta lög, sem er óafsakan- legt. Oft skortir tillitssemi við fatlaða, t.d. leggja ófatlaðir ökumenn bílum sínum í stæði ætluð fötluðum. Einnig vill það gleym- ast að blindir, sjónskertir, heyrnarlausir og þroskaheftir eru líka fatlaðir. Atvinnutæki- færi fyrir fatlaða eru nærri engin og allt of fá sambýli. Almennt sjónvarpsefni ætti alltaf að vera textað fyrir heyrnarlausa og svo mætti lengi telja. Margt jákvætt hefur verið gert fyrir fatl- aða á síðustu árum, en það er hægt að gera miklu meira. Auka þarf fræðslu um fatlaða til almennings. Fatlaðir eiga ekki að þurfa að beijast við kerfið og fyrir því að vera til. Við vonum innilega að breytinga sé að vænta í framtíðinni. Að lokum skorum við á nemendaráð Skógarskóla að skrifa um fíkniefnaneyslu. Kveðja, nemendaráð Nesjaskóla. O JL

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.