Morgunblaðið - 31.12.1994, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 31.12.1994, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. DESEMBER 1994 11 FRÉTTIR Halla Margrét Arnadóttir I öðru sæti í söng- keppni á Italíu Halla Margrét Árnadóttir sem fylgdu ítölsku söngvurun- um í keppninni. Augljóst megi vera að góðar viðtökur sem söngvari fær, hafi sálfræðileg áhrif á dómara, þótt að svo eigi ekki að vera. „Ætli ég hefði ekki bara hreppt fyrsta sætið í keppninni, hefði ég haft ráð á að smala handsterkum vinum og kunningjum í salinn," bætir Halla Margrét við í léttum dúr. Halla Margrét lauk tækni- legu söngnámi seinasta vor og hefur haft ítalskan einkakenn- ara síðan. Hún segir ekkert sér að vanbúnaði að kljást við hinn harða heim samkeppni sem ein- kennir sönginn, og þótt að hún muni vart syngja á Scala í næstu viku, finni hún sterkan nieðbyr, jafnt á Italíu sem á Islandi, sem fylli sig bjartsýni. HALLA Margrét Árnadótt- ir sópransöngkona hreppti fyrir skömmu annað sætið í söngkeppninni Leon d’Or í Bologna á Italíu ásamt tveimur öðrum söngvurum. Um 60 söngvarar hófu keppni. Halla Margrét söng aríu eftir Rossini og kveðst ánægð með bæði viðtökur áhorfanda og dómara, sem voru allir ítalskir. Leon d’Or er alþjóðleg söng- keppni og virt á ítalskan mælikvarða en Halla Mar- grét kveðst þó þekkja dæmi þess að þeir sem beri sigur út býtum í söng- keppnum sem þessum, geti hvorki tekið frægð né flóði atvinnutilboða í kjölfarið sem gefnum hlut. Aðrir þættir ráði þar meiru, svo sem iðni og heppni, þótt svo að góður árangur í söngkeppn- um sé ekki til trafala. Hún sé þó búin að fá nokkur athyglis- verð tilboð í kjölfar keppninn- ar, sem hún muni kanna nánar. Tók þátt til að herða sig Halla Margrét kveðst ekki hafa átt von á jafn góðum árangri og raun ber vitni, því helsti tilgangurinn með þátt- töku sinni hafi verið að kynn- ast því andrúmslofti sem ríkir í söngkeppnum. Samkeppnin sé þar allsráðandi og álagið meira en t.d. á tónleikum, sem sé góð reynsla og styrkjandi. Hún hafi rennt að mörgu leyti blint í sjó- inn, og til dæmis verið granda- laus gagnvart fjölmennum klappliðum vina og ættingja TVÆR af þeim kynjaskepnum sem fram koma á sýningu Þjóð- dansafélagsins, en myndin er tekin á æfingu. Þjóðdansafélagiö í Þjóðleikhúsinu ÞJÓÐDANSAFÉLAG Reykjavíkur heldur danssýnignu í Þjóðleikhúsinu þann 10. og 11. janúar. Uppistaða sýningarinnar á skírskotun í Bósa sögu og Herrauðs, og segir Sigríður Þ. Valgeirsdóttir, driffjöður sýning- arinnar, að sett verði á svið dansleik- urinn í höll Goðmundar á Glæsivöll- um. Alls taka um 40 félagar úr Þjóð- dansafélaginu þátt í sýningunni, en auk þeirra koma fram Kammerkór og Kammersveit Langholtskirkju undir stjórn Jóns Stefánssonar, en stjórnendur sýningarinnar eru Sig- ríður Þ. Valgeirsdóttir og Kolfinna Sigurvinsdóttir. Sigriður segir að sýningin skiptist í tvo hluta. Fyrri hluti sýni dans- skemmtun eins og þær voru á 14. og 15. öld, en síðari hlutinn sýni dansskemmtun á bænum Vík, eða Reykjavík, um miðja 18. öld. Ýmsar kynjaverur koma við sögu, en Sigríð- ur segir að fyrr á öldum hafi verið algengt að þær hafi sett svip á dans- skemmtanir. Hún segir að sýningin marki í raun vinnu hennar sjálfrar síðastliðin 40 ár, en Sigríður hefur starfað með Þjóðdansafélaginu í þann tíma. Br sýningin nú árangur rannsókna hennar á þessu sviði. ------♦-------- Þjónusta apótekanna Næturvarsla í Iðunnarapóteki KVOLD-, nætur- og helgarþjónusta apótekanna í Reykjavík dagana 30. desember 1994 til 5. janúar 1995 er í Garðsapóteki, Sogavegi 108, og Lyfjabúðinni Iðunni, Laugavegi 40a. Nætur- og helgarþjónusta er í Lyfjabúðinni Iðunni. 1 dag, gaml- ársdag, verður Garðsapótek opið frá 9-12, en opið til 22 aðra daga. Rangar upplýsingar voru um þjónustu apótekanna í Morgunblað- inu í gær. AKUREYRI A UA framleiðir þorskbita fyrir Big Boys í Bandaríkjunum Arðsemin eykst verulega ÚTGERÐARFÉLAG Akureyringa hóf fyrir skömmu framleiðslu á þorskbitum fyrir fyrirtækið Big Boys í Bandaríkjunum. Til fram- leiðslunnar er notaður sá hluti þorskflaksins sem áður fór í blokk en með þessu móti fæst um 27% hærra verð fyrir fiskinn. Áætlað er að framleiðslan nemi til að byija með 15 þúsund pundum á.mánuði, en gert er ráð fyrir að tvöfalda það magn er kemur fram á næsta ár. Frá þessu er sagt i ÚA-fréttum, sem komu út í gær. Þar kemur einn- ig fram að þessi nýja framleiðsla sé afrakstur mikils þróunarstarfs sem hófst fyrir nokkrum árum í kjölfar minnkandi sölu á hinni hefð- bundnu fimm punda pakkningu, en sú pákkning fagni senn hálfrar ald- ar afmæli sínu. Fimmtán þúsund pund á mánuði Útgerðarfélag Akureyringa í samvinnu við Coldwater hefur leitað leiða til að fá hærra verð fyrir þann hluta hráefnisins sem ekki gengur inn í flakapakkningar- og var gerð tilraun til að skera þaú stykki niður í 35-55 gramma bita og var prufa send til Big Boys í Bandaríkjunum. Big Boys rekur fjölda skyndibita- staða og hefur lengi haft slíka bita á boðstólum. Prufan frá ÚA var samþykkt af þeirra hálfu þannig að framleiðslan hófst af fullum krafti í haust. Framleiðslan nemur um 15 þús- und pundum á mánuði en fyrirhug- að er að tvöfalda magnið í mars- mánuði og auka það enn meir síð- ar. Jafnframt hefur þessi nýja vara verið kynnt öðrum kaupendum og lofa viðtökur góðu. Fyrir hvert pund af þorskbitum fást 2,35 dollarar en einungis 1,85 dollarar fyrir pundið í blokkarpakkningunni. Mismunur- inn er 50 cent á pundið eða 27% þannig að um verulega aukna arð- semi er að ræða. Næg verk- efni hjá Slippstöð- inni-Odda NÆG verkefni eru hjá starfsmönn- um Slippstöðvarinnar-Odda um þessar mundir og útlitið nokkuð bjart næstu vikur að sögn Brynjólfs Tryggvasonar yfirverkstjóra. Stærsta verkefnið er við uppsetn- ingu rækjulínu um borð í Svalbak EA, togara Útgerðarfélags Akur- eyringa, en því verður væntanlega lokið um miðjan næsta mánuð. Þá var skömmu fyrir jól skipað upp fiinm gámum sem innihéldu efni í nýjan dráttarbát Akureyrarhafnar sem á að heita Sleipnir. Smíði báts- ins fer fram í Slippstöðinni-Odda og sagði Brynjólfur hana vera kjöl- festuverkefni stöðvarinnar næstu þijá mánuði. Efnið var keypt í Hol- landi, en báturinn verður 17 metra langur. Auk smíði dráttarbátsins er búið að bóka nokkur viðhalds- verkefni hjá stöðinni þannig að verkstjórinn sagði útlitið nokkuð gott framundan. Þess bæri þó að geta að starfsmenn væru nokkru færri en var á sama tíma í fyrra þegar þeir voru um 130 talsins en er nú um 100. Morgunblaðið/Rúnar Þór KEA vill ketilhúsið Sigurpáll íþróttamaður Norðurlands SIGURPÁLL Geir Sveinsson kylfing- ur í Golfklúbbi Akureyrar var valinn íþróttamaður Norðurlands í kjöri sem dagblaðið Dagur efnir til árlega en þetta er í tíunda sinn sem íþrótta- maður Norðurlands er valinn. Vern- harð Þorleifsson júdómaður úr KA varð í öðru sæti, Jón Arnar Magnús- son fijálsíþróttamaður í þriðja sæti, Einar Þór Gunnlaugsson torfæru- aksturmaður í fjórða og Kristinn Björnsson skíðamaður í því fimmta. KAUPFÉLAG Eyfirðinga hefur óskað eftir viðræðum við Akur- eyrarbæ um leigu á svokölluðu „ketilhúsi“ í Grófargili en sam- þykkt hefur verið að kaupa um- rætt hús á 15 milljónir króna. Kaupfélagið vill leigja húsið í eitt til þijú ár fyrir Þvottahúsið Mjöll, en samkvæmt samningi um kaup Akureyrarbæjar á húsinu á KEÁ að rýma það og afhenda á sumri komanda. Meirihluti bæjarráðs samþykkti á fimmtudag að taka upp viðræður við forráðamenn KEA um tíma- bundna leigu á húsinu. Nota féð í annað Sigríður Stefánsdóttir sem situr í bæjarráði fyrir Alþýðubandalagið telur að semja eigi um frestun á kaupum fremur en leigu. í bókun hennar í bæjarráði segir: „Ef bæjarráð teystir sér ekki til að koma „ketilhúsinu“ í notkun eins og fyrirhugað hefur verið en KEA telur sig þurfa á húsinu að halda áfram, tel ég að fremur eigi að semja um frestun á kaupum á húsinu en leigu þess. Þær 15 millj- ónir króna sem ætlaðar eru til kaupanna á næsta ári mætti þá nýta til annarra aðkallandi verk- efna á sviði menningarmála.” -----» » ♦----- Tvær ára- mótabrennur TVÆR áramótabrennur verða á Akureyri í kvöld, gamlárskvöld. Önnur verður sunnan við Réttarhvamm, á inóts við Möl og sand, en hin á Bárufellsklöppum þar sem áramótabrenna hefur ver- ið áratugum saman. Krakkar úr hverfunum í kring hafa safnað í þá brennu í rúman mánuð. Messur um áramót AKUREYRARPRESTAKALL: Guðsþjónusta á Dvalarheimilinu Hlíð kl. 16.00 í dag, gamlársdag, Kór aldraðra syngur. Aftansöngur í Akureyrarkirkju kl. 18.00. Há- tíðarguðsþjónusta á nýjársdag kl. 14.00. Hátíðarguðsþjónusta kl. 14.00 á Seli á nýjársdag. GLERÁRKIRKJA: Aftansöng- ur á gamlársdag kl. 18.00. Bern- harð Haraldsson skólameistari Verkmenntaskólans á Akureyri flytur hugleiðingu. Hátíðarmessa kl. 16.00 ánýjársdag. Michael Jón Clarke syngur einsöng. HJÁLPRÆÐISHERINN: Ára- mótasamkoma kl. 23.00 á gaml- árskvöld. Hátíðarsamkoma kl. 17.00 sunnudaginn 1. janúar, her- mannavígsla. Söngstund á Skjald- aivík, 3. janúar, kl. 16.00, jóla- fagnaður Herfjölskyldunnar kl. 20.00 miðvikudaginn 4. janúar og söngstund á Kristnesi fimmtudag- inn 5. janúar kl. 15.00. Hin góð- kunnu hjón Imma og Óskar verða á Akureyri um hátíðarnar. HVÍTASUNNUKIRKJAN: Fjölskyldusamvera kl. 22.00 á gamlárskvöld, farið verður í leiki, drukkið kaffi og fleira. Nýjárs- dagur kl. 15.30; hátíðarsamkoma, ræðumaður Jóhann Pálsson. GRENIVÍKURKIRKJA: Aftan- söngur á gamlárskvöld kl. 18.00.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.