Morgunblaðið - 31.12.1994, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 31.12.1994, Blaðsíða 1
96 SIÐUR B/C/D Gleðilegt nýár! STOFNAÐ 1913 299. TBL. 82. ARG. LAUGARDAGUR 31. DESEMBER 1994 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Morgunblaðið/RAX , Yonir um Eldur biossar upp í olíuhreinsunarstöð í Grosní, höfuðstað Tsjetsjníju vopnahlé 1 Bosníu Sarajevo. Reuter. SAMEINUÐU þjóðirnar reyndu í gær að knýja á stríðandi fylkingar í Bosníu um að samþykkja fjögurra mánaða vopnahlé, en nota á þann tíma til að reyna að binda enda á stríðið sem varað hefur í 33 mán- uði. Sir Michael Rose, yfírmaður heija SÞ í Bosníu, átti í gær tæplega þriggja stunda fund með Ejup Ganic, varaforseta Bosníu, og Bertrand de Lapresle hershöfðingi reyndi að fá Serba í Króatíu til að eiga aðild að vopnahléi. Rose hvatti Bosníustjórn til að samþykkja áætlun, sem gerir ráð fyrir að friðargæsluliðar fari með stjórn svæða sem aðskilja Serba og múslima. Búist var við því að frek- ari viðræður þyrfti til áður en sam- komulag næðist." Bosníustjórn vill herða á orðalagi í drögum að samkomulagi, sem Serb- ar hafa samþykkt. Segir ónefndur embættismaður stjórnarinnar að hún vilji að gengið verði harðar fram í því að framfylgja vopnahléinu en verið hefur. Þá hefur stjórnin krafist þess að bardagar í Bihac hætti, áður en vopnahlé verði samþykkt. Leiðtogar Bosníu-Serba sögðust hins vegar í gærkvöldi ætla að undir- rita vopnahléssamninginn í dag. Vopnahlé virt að mestu Vopnahléstillagan er árángur friðarumleitana Jimmys Carters, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, fyrr í mánuðinum en þá náðist samkomu- lag um sjö daga vopnahlé um jólin, sem hefur verið haldið að mestu nema í Bihac, þar sem Serbar og uppreisnarherir múslima ■ beijast gegn stjórnarhernum. Hætta sögð á alvarleg- um umhverfisspjöllum Sleptsovsk, Moskvu. Reuter, The Daily Telegraph. HERSVEITIR Tsjetsjena og Rússa börðust í gær í grennd við Grosní, höfuðstað Tsjetsjníju, og þykkur, svartur reykmökkur var yfir borg- inni eftir að hlutar olíuhreinsunarstöðvar eyðilögðust í eldi og spreng- ingu. Embættismenn í nágrannahéraðinu Ingúshetíu vöruðu við. hættu á miklu umhverfisslysi ef eldurinn yrði ekki slökktur fljót- lega. Rússar sögðu hins vegar litla hættu á því. Reuter Jólin nálgast í Moskvu RÚSSNESKUR öryrki á heimasmíðuðum hjólastól kaupir gjafir á markaði í miðborg Moskvu í gær. í Rússlandi eru jólin haldin , 7. janúar og gjafir gefnar á nýársdag. Dzhokhar Dúdajev, leiðtogi Tsjetsjníju, lagði til við Borís Jelts- ín, forseta Rússlands, að lýst yrði yfir vopnahléi sem tæki gildi kl. 17 í dag, en Rússar höfðu ekki svarað tillögunni í gær. Andrej Kozyrev, utanríkisráðherra Rúss- lands, lét svo um mælt að bardag- arnir í Tsjetsjilíju væru harmleikur en bætti við að Rússar ættu einsk- is annars úrkosti en að beita her- valdi. Sendiherrar aðildarríkja Evr- ópusambandsins í Moskvu ræddu ástandið í Tsjetsjníju við Níkolaj Afanasjevskíj, aðstoðarutanríkis- ráðherra Rússlands, og létu í ljós áhyggjur af blóðsúthellingunum. Leiðtogar vestrænna ríkja hafa hingað til verið tregir til að gagn- rýna hernaðaraðgerðir Rússa í uppreisnarhéraðinu. Ammoníakstankur í hættu Embættismaður í utanríkis- ráðuneyti Tsjetsjníju sagði að eld- urinn í hreinsunarstöðinni gæti borist í ammoníakstank í grennd- inni og valdið „umhverfisstórslysi um öll Norður-Kákasushéruðin“. Fréttaritari Reuters sagði að reykjarmökkurinn hefði sést í Sleptsovsk, við landamæri Tsjetsjníju og Íngúshetíu og um 60 km frá Grosní. Embættismaður í Íngúshetíu sagði að reykurinn og sótið hefði þegar valdið miklum vanda í héraðinu. „Náttúran getur ekki tekið við svo miklu olíusóti. Með hverri klukkustundinni sem líður færist Kákasus nær umhverf- isstórslysi." Loftárásum vísað á bug Fréttastofa Tsjetsjena sagði að olíuhreinsunarstöðin hefði orðið fyrir loftárás rússneskra herþotna. Fréttastofan Interfax hafði hins vegar eftir rússneskum embættis- manni og hernaðarsérfræðingi að ekki hefði verið ráðist á stöðina. „Lagðar hafa verið jarðsprengjur umhverfis allar slíkar verksmiðjur samkvæmt fyrirmælum leiðtoga Tsjetsjníju,“ sagði hann. „Engin þeirra hefur orðið fyrir sprengju- eða stórskotaárásum.“ Sérfræðingurinn sagði að lík- lega væru um 10-20 tonn í ammoníakstanknum, þannig að ekki væri hætta á miklum um- hverfisspjöllum. Rússnéska stjórnin sagði í yfir- lýsingu að hreinsunarstöð og kæl- ingarhluti verksmiðjunnar hefðu eyðilagst. Við venjulegar aðstæður væru um 15 tonn í ammoníaks- tanknum. „Það gæti aðeins ógnað lífi fólks í næsta nágrenni verk- smiðjunnar .. . það er engin þörf á að flytja fólk á brott.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.