Morgunblaðið - 31.12.1994, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 31.12.1994, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ NEYTENDUR LAUGARDAGUR 31. DESEMBER 1994 15 Uppskrift vikunnar vínslamb eð villijurtum SIGFRÍÐ Þórisdóttir í Potta- göldrum hefur haft það fyrir reglu að gefa út fréttabréf, sem í fyrstu var mjög smátt í sniðum með ýmsum fróðleik. Nú hefur hún bætt um betur og gefið út tólf síðna bækling með dýr- indis uppskriftum og fróðleik um jurtakryddin hennar. Hún segir að fólk sé duglegt að hafa samband við sig og gefa uppskriftir og er sumar þeirra að finna í þessu 6. tölu- blaði Pottagaldra sem nýlega kom út. Fréttabréfið kostar 100 kr. auk þess sem Sigfríð er með áskriftir. Neytendasíðan fékk að birta eina uppskrift úr nýja bækl- ingnum. Fyrir valinu varð „kampavínslamb" með villi- jurtasósu sem Sigfríð segir að hæfi vel á gamlárskvöldi. Kampavínslamb meó villiiurtasósu 1 lambalæri villijurtablanda Pottagaldra <3 msk. hunang 500 ml cyder salt svartur pipar Nuddið Vi hluta villijurta- blöndunnar vel í lærið. Gott er að gera skorur í það og troða jurtunum þar. Látið standa í 24 klst. í kæli. Blandið í skál hunangi og % hluta af cyder- drykknum. Hrærið vel og hellið yfir lærið. Saltið og piprið. Lok- ið fatinu með álpappír og steik- ið í ofni í um 45 mín. við 170 gráðu hita. Þá er álpappírinn tekinn af og lærið látið steikj- ast áfram. Ausið safanum yfir öðru hvoru þar til lærið er steikt að ykkar smekk. Sósa soðið af lærinu afgangurinn af cydernum 75 g sveppir laukur, smátt saxaður villijurtablandan lamba- eða kjúklingasoðkraftur pipar 1 peli rjómi (má sleppa) Steikið sveppi og lauk í örlít- illi olíu. Stráið dálítið af krydd- blöndu yfir á meðan steikt er og svörtum pipar. Hellið dálítið af cyder út á og koníakslögg ef til er og látið krauma í 10 mín. Þá er soði af lærinu hellt yfir og vatni og soðkrafti bætt á til að fá meira magn. Látið krauma í 30-40 mín. Saltað og piprað ef nauðsyn er en soð- krafturinn inniheldur oftast salt svo að best er að.fara varlega með saltið. Heilið rjómanum út í og þykkið sósuna eftir smekk. Gjarnan má nota camenbert ost til bragðbætingar. Smakkið til og bragðbætið eftir eigin smekk og tilfinningu því sósur eru ætíð afar persónubundnar. LITLI járnbúturinn, sem fylgdi piparkökunni, sem annars bragðaðist vel. Til að gera grein fyrir stærðinni liggur fimm krónu peningur við hliðina. Hart undir tönná jólum HÚN VAR fremur hörð undir tönn piparkakan, sem boðin var í einu' jólaboðinu yfir hátíðarnar. Eins og gerist á bestu bæjum vannst húsmóðurinni ekki tími til að baka smákökurnar fyrir jólin svo að hún fór að ráði íslenskra iðnrekenda og keypti íslenskt - piparkökur frá Frón sem settar voru í skál og á jólaborðið. Þegar húsbóndinn fór svo að gæða sér á einni kökunni dró hann allt í einu út úr sér lítinn járnbút, sem var vel „falinn“ í kökunni og hefði eflaust getað valdið einhverjum usla hefði hann fengið að fara meltingarveginn á enda. Neytandi þessi prísaði sig aftur á móti sælan fyrir að hafa uppgötvað aðskotahlutinn áður en kingt var. Hjá Frón fengust þær upplýs- ingar að piparkökur væru bakaðar í kexverksmiðjunni árið um kring, en þeim pakkað í sérstakar jóla- pakkningar fyrir jólin. Eggert Bogason sölustjóri sagði að leiðin- legt væri að heyra um mál af þessu tagi. Sem betur fer væru slík slys afar fátíð. Ekki væri hægt að full- yrða um hvort búturinn hafi kom- ið með hráefninu eða úr vélum. Clœsilegt Kanarítiíboö 22. febrúar 3 vikur Abeins Vib höfum nú fengib viöbótar- gistingu á Sonora golf smáhýsa- garöinum, einum fegursta smáhýsagaröinum í Maspalomas. Snyrtilega innréttuö smáhýsi meö einu svefnherbergi, baði, eldhúsi og stofu. Hvert smáhýsi hefur afar fallegan garð og góö sameiginleg aðstaða er á hótelinu, góö sundlaug, bar, veitingastaöur og móttaka opin allan sólarhringinn. Veitokr. 77300 ' pr. mann m.v. 2 í smáhýsi._____________________ Veitokr. 73.500 pr. marm m.v. 3 í smáhýsi. ___________________ Ekki innifaliö í verði ferðar flugvallarskattur og forfallagjöld kr. 3.660. HEIMSFERÐIR BRASILÍA Aðeins 9 sæti laus. -22. febrÚar Veit> frá kr. 109.200 : £kki innitetið í mbi feröar Hugvallarskattur og fortaltagjöld kr. 4.860.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.