Morgunblaðið - 31.12.1994, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 31.12.1994, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 31. DESEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ ♦ EIGNAMIÐLUNIN % Síini 88 • 90 • 90 - Fax 88 • 90 • 95 - Síðumúla 2.1 Óskum viðskiptavinum okkar og landsmönnum öllum farsældar á nýju ári. Þökkum viðskiptin á liðnum árum. Starfsfólk Eignamiðlunarinnar. Óskum landsmönnum öllum gleðilegs árs og þökkum ánægjuleg viðskipti á árinu semeraðlíða. Sæberg Þórðarson Fasteignamiðlunin Berg, Háaleitisbraut 58, sími 885530, bréfsími 885540. 911RH 01 Q70 LARUSP.VALDIMARSSON,framkvæmoastjori L I I I 0 / U KRISTJAN KRISTJANSSON. loggiltur fasteignasau Upplýsingar um viðskiptin á árinu 1994: Meðaltöl seldra eigna Raunvirði var 99% af kaupverði. Af raunvirði var: Útborgun 62,5%, verðtryggðar áhvílandi skuldir 16,1 % og verðtryggðar eftirstöðvar 21,4% (húsbréf). Á fyrstu 29 dögum samningstímans greiddu kaupendur 86,4% af raun- virði útborgunar eða 53,9% af raunvirði kaupverðs. Afhending var 26 dögum eftir undirritun kaupsamnings. Útborgun var greidd á 159 dögum. Hlutfall raunvirðis var 100,9% af fasteignamati. Hlutfall raunvirðis var 65,8% af brunabótamati. Miðað er við hækkun á lánskjaravísitölu á milli ára sem var 1,11%. Almenna fasteignasalán sf. var stofnuð 12. júli 1944 og varð því 50 ára sl. sumar. Sölumenn hennar og eigendur hafa yfir 30 ára reynslu í fasteignavið- skiptum. Viðskiptunum fylgir ráðgjöf og traustar upplýsingar. Bestu nýársóskir til viöskiptamanna okkar og annarra landsmanna með þakklæti fyrir liöið ár, traust og góð viðskipti. • • • Auglýsum að jafnaði á 10. eða 11. síðu Mbl. á þriðjudögum, miðvikudögum og oftast á laugardögum. ALMENNA FASTEIGNASAIAN LAUGwÉGn8slMAR2ÍÍ5r?l370 Reiki- og sjálfstyrkingarnámskeið og einkatímar • Hefur þú áhuga á andlegum málefnum? • Þarftu á sjálfstyrkingu að halda? • Viltu ná betri tökum á lífi þínu og líðan? • Ertu tilbúin að gera eitthvað í málinu? Námskeið f Reykjavík 7.-8. jan.: 1. stig — helgarnámskeiö. Upplýsingar og skráning í síma 871334. Guðrún Óladóttir, reikimeistari. - kjarni málsins! FRÉTTIR DÆTUR Sophiu, Dagbjört og Rúna, í Tyrklandi. Morgunblaðið/Anna G. Ólafadðttir Undirréttur í Istanbul frestar dómsuppkvaðningu í máli Sophiu Hansen til febrúar Bjartsýn á að hitta dætur sínar á nýársdag UNDIRRÉTTUR í Istanbul ákvað á fimmtudag að fresta til 2. febrúar nk. málflutningi í forsjármáli Sop- hiu Hansen gegn fyrrum eigin- manni hennar, Halim Al, vegna tveggja dætra þeirra. Frestunin stafar af því að dómarinn átti sam- kvæmt tilmælum hæstaréttar í Ankara að kynna sér tiltekin skjöl vegna málsins, sem hann hafði ekki fengið í hendur. „Ég verð að viður- kenna að þessi töf olli mér vonbrigð- um, en vonin um að hitta dætur mínar stappaði í mig stálinu," segir Sophia. Að sögn Sophiu lét dómarinn í ljós óánægju yfír að dráttur hefði orðið á afhendingu skjalanna og kvaðst hafa ítrekað óskað þeirra frá innanríkisráðuneytinu og dóms- málaráðuneytinu í Ankara. í skjöl- unum er meðal annars staðfest að Sophia og Halim gengu í hjónaband á Islandi, að hann fékk íslenskan ríkisborgararétt og að þau voru seinast búsett hérlendis, en sam- kvæmt því á að dæma í forræðis- málinu eftir íslenskum lögum. Sop- hia segir að löggilt skjöl sem stað- festi þetta hafi fyrir margt löngu komið frá íslandi, og því skjóti þessi töf skökku við. Hún segir að ekki hafi komið til neinna óláta í undirrétti á fímmtu- dag, Halim Al og hans fylgismenn hafí ekki á neinn hátt haft í hótun- um við hana. Hún hafi fengið mikla vernd, bæði í réttarsal og á leiðinni til hans og frá, og hafi allt farið friðsamlega fram. Hún kveðst gera ráð fyrir að vera um kyrrt í Istanb- ul til 2. febrúar, en hún á enn umgengnisrétt við dætur sínar þótt faðir þeirra hafi brotið þann rétt margsinnis. Á nýársdag um klukk- an 14 á að reyna að nýju. Hart lagt að Halim A1 „Lögfræðingur Halims AIs flutti mér þau skilaboð að hann vildi að ég kæmi einsömul á skrifstofu sína sem ég tók ekki í mál. Lögfræðing- urinn hló að því að ég sýndi merki hræðslu við að fara ein á fund hans og neitaði að fara án verndar emb- ættismanna. Ég benti honum á að hann sýndi mér ruddaskap því að hegðun Halims Als til þessa væri hreint ekki hlægileg, og full ástæða væri til að fara með gát, enda hefði hann enga stjórn á skapi sínu þeg- ar honum mislíkaði eitthvað. Lög- fræðingur Halims Als og lögmaður minn reyndu báðir að sannfæra hann um að leyfa mér að hitta dætur mínar á mínu heimili. Hann var mjög óánægður en lofaði að hugsa málið og láta vita tímanlega hvort hann samþykkti þessa tilhög- un, sem ég tel jákvætt merki um að hann taki sönsum," segir Sophia. Lögmaður Sophiu sigurviss Hún kveðst telja að á því ári sem nú er að líða hafí málstaður hennar styrkst til muna, og sé lögmaður hennar meðal annars sannfærður um að lagalegur sigur fáist innan skamms. Hæstiréttur í Ankara hafi sýnt sjónarmiðum hennar mikinn skilning, og dómarinn í undirrétti, sem grunaður var um að beygja sig undir vilja öfgahópa, hafi fengið ítrekaðar ávítur og í fyrradag hafí hann verið allur annar en áður. Málið verði væntanlega leitt til lykta á nýju ári, fyrst 2. febrúar í undirrétti, en síðan geti liðið þrír til sex mánuðir áður en niðurstaða næst í hæstarétti. Sophia kveðst ákaflega þakklát því fólki sem háfí stutt baráttu hennar, ekki síst þeim sem lögðu til styrktarloforð í seinustu land- söfnun að verðmæti um 12 milljón- ir króna. Hins vegar hafi aðeins þrír fjórðu þeirrar upphæðar skilað sér, sem sé miður, því þótt tekist hafí að giynnka á skuldum vegna ferðalaga til Tyrklands, lögfræði- kostnaðar og dvalar, sé af nóg að taka. Innflutningur landbúnaðarvara samkvæmt GATT Þingmenn vilja auk- ið vald ráðherra ÞRÍR þingmenn Framsóknarflokks hafa lagt fram lagafrumvarp á Alþingi um að breyta búvörulögnm vegna gildistöku GATT-samninga. Frumvarpið miðar að því að auka vald landbúnaðarráðherra við ákvörðun verðjöfnunargjalda á innfluttar búvörur með því að fella út ákvæði um samráðsskyldu við önnur ráðuneyti eða ríkisstjórn. í vor þegar búvörulögum var breytt vegna EES-samninga náðist samkomulag milli stjómarflokk- anna um að lögfesta heimild til landbúnaðarráðherra að leggja verðjöfnunargjöld á tilgreindar innfluttar landbúnaðarvörur sem jafnframt eru framleiddar hér á landi. Hluti af samkomulaginu var sér- stakt ákvæði í búvörulögunum um að við ákvörðun verðjöfunargjalda skuli ráðherra hafa sér til ráðu- neytis nefnd þriggja manna, einum skipuðum án tilnefningar, öðrum af fjármálaráðherra og þriðja af Viðskiptaráðherra sem eiga að tryggja nauðsynlegt samráð milli ráðuneyta. Náist ekki samkomulag í nefndinni skuli ráðherra bera málið undir ríkisstjórn. Lög æðri ályktun í ályktun, sem Alþingi sam- þykkti á fimmtudag um fullgild- ingu GATT-samnings um stofnun Alþjóðaviðskiptastofunarinnar, segir meðal annars að landbúnaða- ráðherra verði tryggt forræði um allar efnislegar ákvarðanir í því stjómkerfí sem varðar landbúnað tJ og innflutning landbúnaðarvara. u Jón Baldvin Hannibalsson utan- ríkisráðherra sagði á Alþingi að lög væru æðri þingsályktunum og því gildi ákvæðin í búvörulögunum um 0 samráð landbúnaðarráðherra við náðuneytanefnd og ríkisstjórn við ákvörðun jöfunargjalda. í kjölfarið lögðu Páll Pétursson, Guðni Ágústsson og Jóhannes Geir Sigurgeirsson þingmenn Fram- sóknarflokks fram lagafrumvarp um að fella út þá málsgrein í bú- vörulögunum sem kveður á um samráð við ákvörðun verðjöfnunar- gjalda. í greinargerð segir að máls- greinin sé orðin úrelt í ljósi álykt- uP,ar J^1Þingis um fullgildingu Al- þjóðaviðskiptastofnunarinnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.