Morgunblaðið - 31.12.1994, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 31.12.1994, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. DESEMBER 1994 31 AÐSENDAR GREINAR Hátíð ljósanna FYRIR rúmum aldarfjórðungi átti sá sem þetta ritar vetrardvöl við Kennaraháskólann í Kaup- mannahöfn og kom heim í jólaleyfí fáum dögum fyrir hátíðina. Búsettur var ég þá norður í Þingeyjarsýslu og lá leiðin því þangað, þó með næturgistingu í Reykjavík. Því sá ég höfuðstað okkar í jólabúningi og gat borið saman við okkar fomu höfuðborg, Kaupmannahöfn. Sá munur sem vakti mesta eftirtekt mína var, hve ljósaskreytingar voru margfalt meiri í smáborginni, Reykjavík, en í heimsborginni, Kaupmannahöfn. Mest munaði þar um þann fjölda íbúðarhúsa sem bar ljósaskreytingar í Reykjavík en slíkt sást nánast ekki í Kaupmannahöfn. Ekki einungis það, heldur virtust mér búðir og verslunargötur ríkuleg- ar skreyttar í Reykjavík en gerðist í hinni dönsku höfuðborg. Þetta hef- ur æ síðan verið verið mér ríkt í minni og orðið umhugsunarefni. Farg vetrarmyrkursins veldur því, að matiGuð- mundar Gunnarsson- ar, hve ljósadýrðin veg- urþungtíjólahaldi landans. Síðustu tvo áratugi hefi ég verið búsettur á Akureyri. Ekki hefi ég marktækan samanburð við aðra bæi og kaupstaði hér á landi en trúa mín er sú, að Akureyringar standi ekki að baki öðrum þéttbýlisbúum í þvi efni að skreyta umhverfi sitt ljós- um á jólahátíð. Víst er að mér og konu minni hefur þótt ómaksins vert flest þau ár sem við höfum átt hér búsetu að veija einni kvöldstund ein- hvern daganna milli nýárs og þrett- ánda til þess að aka um bæinn og virða fyrir okkur þær ljósaskreyting- ar sem prýða nánast hvert einasta hús sem haft er til íbúðar auk þeirra sem fyrirtæki og stofnanir hafa komið fyrir. Þetta hefur leitt mig til hugleið- inga um á hvern hátt við íslendingar skynjum jólin eða svo gripið sé til nútímalegra orðalags, hver ímynd jólahátíðarinnar er í hugum okkar. Ekki fer á milli mála, að jólin eru ef svo mætti segja langumfangsmest þeirra hátíða sem hringrás ársins færir okkur í skaut. Þau eru fjöl- skylduhátíð sem marka má best af því að fólk sækir um langan veg, jafnvel heimsálfa á milli, til að eyða hátíðisdögum með foreldrum og öðr- um nánustu ástvinum. En ótvírætt hafa jólin einnig orðið okkur íslendingum hátíð ljósanna. Þau eru haldin einmitt á þeim tíma þegar dagur stystur og skammdegi- smyrkrið grúfir yfir umhverfi okkar. Álitið er að uppruni þeirra nái langt aftur fyrir tilkomu kristins siðar, íbúar á norðurhveli jarðar fundu hjá sér hvöt og nauðsyn þess að halda hátíð á þessum árstíma og fagna því að uppspretta alls ljóss, sólin, hækkaði aftur á himni og vann smátt og smátt bug á myrkri því sem þrúg- aði fólk er bjó í dimmum húsakynn- um með frumstæð ljósfæri. Enn frekar átti þetta við hér á landi en í suðrænni og auðugri löndum. Hér var vetrarnóttin enn lengri og fólk átti þess vart nokkurn kost að líta þá ljósadýrð sem fínna mátti í höllum og höfuðkirkjum þeirra landa. Sú hugsun hvarflar að, hvort farg vetr- armyrkursins á hugum íslendinga á fyrri öldum sé ekki ein drýgsta upp- spretta draugatrúarinnar, hins drungalega þáttar í þjóðmenningu okkar. Ómæld hefur verið sú sálar- nauð er á fyrri öldum um þennan árstíma sótti að fólki, umluktu myrkri lágra torfbæja, sem ekki vissi hvort lífsbjörg þess mundi endast til næsta sumars. Ekki virðist með öllu fjarstæðukennt að hugsa sér, að uppsöfnuð blundi þessi reynsla geng- inna kynslóða í okkur íslendingum nútímans. Þar sé dulin orsök þess hversu ríka áherslu við leggjum á að prýða umhverfi okkar sem skrautlegustum ljósum bæði í að- draganda þessarar stærstu hátíðar ársins og þó allra helst yfir hátíðis- dagana sjálfa. Þannig umlykjum við okkur meiri og dýrðlegri birtu en forfeður okkar og mæður gat dreymt um meðan þau höfðu ekki annað en flöktandi loga á kerti eða kolu til að rjúfa vetrarmyrkrið. Að framan voru jólin skilgreind sem hátíð fjölskyldunnar. Af því sprettur sú venja og skylda að gleðja sína nánustu með gjöfum og þá og sjálfan sig með þeirri tilbreytni í mat og drykk sem besta má til finna. Þar af leiðir það yfirbragð kaupskap- ar, streitu og ofgnóttar sem vissu- lega fýlgir hátíðinni og er oftlega gagnrýnt ekki að ástæðulausu. Hinu skyldum við ekki gleyma, að vafa- laust færir jólahátíðin fjölda fólks meiri kærleik, gleði og birtu í huga en í allan annan tíma ársins. Kemur þar hvort tveggja til, fögnuður hins kristna jólaboðskapar og unun þess að sýna öðrum gjafmildi og um- hyggju og þiggja vott hins sama frá meðbræðrum sínum. Vart er þá hægt að fínna eðlilegri hátt á að opinbera fögnuð hátíðarinnar í hug- um manna og sigur ljóssins í náttúr- unni sjálfri en láta það skína í myrkr- inu, gæða umhverfi okkar þeirri dýrð ljóss og lita sem við fegursta finnum. Höfundur er fyrrum opinber starfsmaður, búsetturá Akureyri. óÆlÆ//?/>/lsV//ni / Æ//U yóÆÆÆ á/unÆy/á// á á/'úiu hreifinf fitf. Vatnagörðum 8. Gleðilegt nýtt ár! 65.000 félagsmenn innan vébanda Alþýðusambands íslands og fjölskyldur þeirra senda landsmönnum öllum innilegar óskfr um gott og farsælt nýtt ár. Megi nýja árið færa íslensku þjóðinni gæfu þótt framundan kunni að vera erfiður vetur þingkosninga og kjarabaráttu. Félagar í ASI leggja þunga áherslu á að þegar verði gengið til kjara- samninga sem skili raunhæfum kjarabótum. Kjaraskerðing undanfarinna ára hefur leikið almenning grátt og við slíkt verður ekki lengur unað. Ki afan er að sá bati sem nú er í íslensku efnahagslífi verði notaður til að baeta hag launafólks í landinu svo um munar. Um leið og tekist er á við vanda líðandi stundar er brýnt að horfa tiL framtíðar. Félagar í ASI heita á íslensku þjóðina að sameinast um öfluga atvinnustefnu, uppbyggingu og sókn til nýrrar aldar. Markmið okkar er að trygggja fulla atvinnu með vel launuðum og góðum störfum. Framsækin atvinnustefna sem byggir á traustri og sívirkri verk- og tækniþekkingu er forsenda öflugrar atvinnuuppbyggingar og hagsældar til framtíðar. Oflug sókn í menntamálum, einkum á sviði verk- og tækni- menntunar hlýtur að vera ein helsta stoð atvinnustefnu til nýrrar aldar. Þar er fólkið sjálft mikilvægasta auðlindin. Með því að tryggja betur kunnáttu og hæfni verður atvinnulífið betur í stakk búið til að auka fjölbreytni sína. Því er nauðsynlegt að fólk njóti stöðugrar símenntunar á starfsævinni. Hæfni, kunnátta og þekking, þar sem eiginleikar einstakíingsins fá að njóta sín, eru forsenda aukinna verðmæta íslenskrar framleiðslu. Meiri þekking = verðmætari framleiðsla = betri kjör. ASI minnir landsmenn á að fara varlega með eld á gamlárskvöld og sýna aðgát við meðferð blysa og flugelda. ALÞYÐUSAMBAND ÍSLANDS Samstaðan er afl
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.