Morgunblaðið - 31.12.1994, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 31.12.1994, Blaðsíða 32
32 LAUGARDAGUR 31. DESEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ * Hvað gerist árið 1995 Stj örn umerkin . Ársspá - Vikuspá 99 19 99 39.90 mínútan REGIA Margir litir margar stærðir. Þessi vinsælu bréfabindi fást í öllum helstu bókaverslunum landsins. Múlalundur Vinnustofa SIBS Símar: 628450 688420 688459 Fax28819 EGLA -RÖÐOG LISTIR Vinur er sá er til vamms segir IIIKIJSI Leikíélag Akurcyrar ÓVÆNT HEIMSÓKN EFTIR J.B. PRIESTLEY Þýðing: Guðrím J. Bachman. Lýs- ing: Jóhann Bjarni Pálmason. Tón- list: Lárus Halldór Grímsson. Leik- mynd og búningar: Helga I. Stef- ánsdóttir. Leikstjórn: Hallmar Sig- urðsson. LISTAMENN eru margir hræddir við þá umsögn, að verk þeirra séu prédikanir, háfi í sér fólginn boðskap, sem minnir á það erindi, sem prédikarinn í pontunni eða, presturinn í stólnum flytja gjarnan. Því hefur verið haldið fram af vel metnum og frægum listamönnum, að fátt sé lágkúru- legra og ólistrænna en siðaprédik- ari eða prestur í stól. Fyrr á þess- ari öld kvað mjög rammt að þess- ari skoðun og er áhugavert rann- sóknarefni hversu varanleg hún er. John Brynton Priestley, sem hóf leikritun 1932, þorði að flytja ein- beittan og beinskeyttan siðaboð- skap í verkum sínum, án þess að vera þrúgaður af marglátu kald« lyndi þessara skoðana. Leikrit hans, óvænt heimsókn (frá 1946), er þrungið siðferðislegri ádeilu, sem ekki er sett fram í felulitum eða með ólíkindalátum, heldur með snilldarbrag, listrænni reisn og af spámannlegu innsæi. Og þegar verkið er sett á svið af jafn miklum metnaði og vöndugleika og sýning Leikfélags Akureyrar, sem frum- sýnd var á þriðja dag jóla, þá nær það að yfirskyggja þessa þreyt- andi og leiðu sjálfumgleði og drýldni og ljómar eins og listræn perla. Priestley var mótaður af lífsskoðunum sósíalismans og dáði mjög föður sinn, sem hann sagði að hefði verið „óeigingjarn, hug- rakkur, vandur að virðingu sinni og félagslega sinnaður. Hann var holdgerfingur þess sem sósíalistar hafa í huga, þegar þeir skrifa um sósíalista", (tilvitnun í þýðingu Hallmars Sigurðssonar). 'Viðhorf Priestleys, sem fram koma í leik- ritinu, óvænt heimsókn, eru heil- brigð jafnaðarstefna, sem þolir ekki hræsni, miskunnarlausan hroka og mannfyrirlitningu yfir- stéttarinnar, sem stangast á við fordæmi og boðun Krists. Því er vel við hæfi að sýna þetta verk um jól, þegar boðskapur friðar, jafnaðar og hjálpfýsi drukknar ósjaldan í taumleysi hégómlegrar samkeppni, sem sprettur af mis- kunnarlausri fríhyggju. Sem fyrr getur er sýningin eink- ar vönduð. Leikmynd Helgu Stef- ánsdóttur er haganlega gerð og hrein að stíl. Húsakynni Birling- hjóna bera vitni góðum efnum. Það er athyglisvert, að húsgögn eru þó engin nema tveir sófar með rauðu áklæði og lítið borð fyrir vínföng. Veggir eru hins vegar Eins og eitt- hvað vanti BOKMENNTIR L j ó ð a b ó k HIN EILÍFA NÚTÍÐ Eftir Jón frá Pálmholti. Bókmennta- félagið Hringskuggar 1994.75 síður. ÞETTA er ellefta ljóðabók Jóns frá Pálmholti en síðast sendi Jón frá sér ljóðabók árið 1992, Brosið í augum fuglanna. Hin eilífa nútíð skiptist í þrjá mjög ólíka hluta. í þeim fyrsta sem heitir Minn skuggi og þinn er yrkisefnið af ýmsum toga. Þar er að finna samansafn ljóða sem koma hvert úr sinni áttinni og virð- ast eiga fátt sameiginlegt. Þó er ákveðinn skyldleika í þeirri megin- hugsun sem mörg þeirra birta, þ.e. hvernig náttúrunni er stillt upp andspænis borgarveruleikan- um, (t. d. „Stígur" bls. 15 og„Veg- ljóð“ bls. 17). Önnur ljóð tengjast í andstæðunum lífi og dauða, (náttúran er líf, borgin dauði) og hér má líka finna undarlegar and- stæður í efni og formi, til að mynda bregður fyrir hreinum súr- realisma bundnum í stuðla og höf- uðstafi! („Á friðsælli strönd“ bls. 14.) Annar hluti bókarinnar heitir Raddir kvikunnar og er flokkur tíu ljóða. Þetta er óræður og orð- margur samsetningur, tungumálið er tengt saman á órökrænan hátt og því erfitt að lesa heildstæða merkingu út úr þessum ljóðum. Það er eins og opnist flóðgátt, orðin flæða fram og hreinlega kaffæra lesandann. I anda súr- realískrar skynjunar (og brenglun- ar skilningarvitanna) þyrpast ósamstæð nafnorð saman í heldur ókræsilegar hendingar. „Ferskur blær á helsærðum engjum villi- dýra./ Miskunn froðunnar sigrar í fangi hvikulla þjóða./ Saknaðart- ár minnnislausra augna í þögn sinni,/ hvikunni sem breiðir silkislæður yfir nótt- ina þegar útlaginn fangar bráð hugrenn- inga sinna." (Bls. 25.) Og annað brot: „Sívökull snúning- ur mönduls um hvirf- il/ manneskjunnar með langdregið taum- hald gleðinriar/ ósýni- legt meisturum stað- anna. Rökkurljóð/ farskipa um strand- laus höf gleymskunn- ar/ þarsem eldurinn er falinn í meiði ættarinnar.“ (Bls. 35.) Reyndar er það svo um þennan bálk allan að hann einkennist til stórra lýta af þeim hvimleiða eign- arfallsstíl sem Þórbergur Þórðar- son kallaði „uppskafningu“ og færði fyrir sannfærandi rök að bæri að nota í hófi („Einum kennt — öðrum bent“ 1944). Þriðji og síðasti hlutinn nefnist Bréf til lifandi meyjar og saman- stendur af tíu „ljóðbréfum". Bréfin geyma ljóðrænar hugleiðingar í bland við heimspekilegar vanga- veltur og spámannlegar útlistanir á spilltum og firrtum samtíma. Flest bréfin eru nokkuð nálægt prósa og eru kannski álíka „opin“ eins og ljóð annars hluta eru lok- uð. Ljóðmælandinn situr við eld- húsglugga og skrifar „lifandi mey“ (sem situr fótaveik í öðru eldhúsi og hnerrar þegar hún lítur í speg- il!) um eitt og annað sem leitar á hugann. Hvunndagurinn er fram- an af í aðalhlutverki, einsemdin, borgarveruleikinn; og Jón yrkir sitt Austurstrætisljóð í einu bréf- anna: „Hér seldi Vilhjálmur blóm- in/ og þarna gekk Steinn inná Skálann./ Og Dagur stikaði stræt- ið og hrópaði: „Áttu hundrað- kall?“/ Sigfús Daðason, lokaður inní gráum frakka/ lagði fúslega fram seðilirin,“ (Bls. 52.) Fáránleikinn verður síðan alls ráðandi í þeirri mynð sem er: dregin upp af nútím- anum. Fortíðin hefur ótvíræða yfirburði eins og lesa má í Ijóði þar sem bernskuminn- ingum um jól er stillt upp andspænis því argaþrasi og öngþveiti sem við búum við „á, þessum síðustu og j verstu klukkutímum“. j Áhugaverðustu ljóð bókarinnar er að finna í þessum hluta. Um bókina í heild er það segja að hún vekur þá tilfinningu að j eitthvað vanti. Margt má fínna að j framsetningu og úrvinnslu hug- j myndanna en það er kannski ekki j endilega ástæðan. Mörg ljóðin kveikja einfaldlega engan grun, og þrátt fyrir upphafið og merk- ingarþrungið yfirbragð þeirra er eins og maður grípi í tómt þegar komið er að kjamanum í þeim. Kristján Kristjánsson Jón frá Pálmholti / | 5 Við óskum viðskiptavinum okkar gleðilegs árs og farsældar á nýju ári. Þökkum samskiptin á liðnum árum. ili ALÞJÓÐA LÍFTRY GGING ARFÉL AGIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.