Morgunblaðið - 31.12.1994, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 31.12.1994, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 31. DESEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ NEYTENDUR Flugeldaslysum hefur fækkað KAKA. Notist aðeins utan dyra á þurrum og sléttum fleti á opnu svæði. Skýtur eldkúl- um og neistaregni. Tendrið kveikinn með útréttri hendi og víkið strax frá. Haldið um handfang og beinið frá líkaman- SÓL. Notist aðeins utan dyra. Festið ekki á eldnæmt efni. Kveik- ið í kveiknum og víkið strax frá. FLUGELDAR. Skjótið flugeldum utan dyra úr stöðugri undir- stöðu. Tendrið kveik- inn með útréttri hendi og víkið strax frá. GOS. Notist aðeins utan dyra. Látið standa á sléttum fleti. Tendrið kveikinn og víkið strax frá. STANDBLYS. Notist aðeins utan dyra. Stingið þessum enda í jörðina. Tendrið kveik- inn og víkið strax frá. utan dyra. Leggið þyrluna á þurran flöt á opnu svæði. Tendrið kveikinn og víkið strax frá áður en þyrlan flýgur upp í loft. innibombu standa upp- rétta á diski. Kveikið í kveiknum og víkið strax frá. SLYSUM af völdum flugelda hefur fækkað s.l ár og eru ástæðurnar nokkrar, að mati Herdísar Storgaard hjá Slysa- vamafélagi íslands. „Áfengis- neysia er minni en áður, fiugeld- ar eru vandaðri og bannaður hefur verið innflutningur á hættulegustu gerðum flugelda.“ Sem dæmi um sprengjur sem innflutningur hefur verið bannaður á nefnir Herdís tí- volíbombur. „Þær ollu oft alvar- legum andlitsáverkum og augn- slysum." Hún hvetur til að fylgt sé leiðbeiningum þegar flugeld- um er skotið upp og kveikt er í hvers kyns sprengjum. „Leið- beiningar á íslensku fylgja öllum flugeldum og mikilvægt er að fara eftir þeim. Börn og flugeldar Börn eru oft heilluð af flugeld- um og vilja vera nálægt meðan kveikt er í þeim. Sérstaklega eru drengir spenntir fyrir að taka þátt í að senda flugelda á loft. Hér er bannað að selja yngri en 16 ára flugelda og því eiga þeir ekki heldur að skjóta þeim upp. Þótt óverulegt magn af púðri sé í hveijum flugeldi getur púður alitaf verið hættulegt. Fyrir kemur að börn leika sér með flugelda og sprengjur, henda þeim til dæmis á eftir gangandi vegfarendum eða inn í stiga- ganga, til að bregða fólki. Dæmi eru um að sprengjur hafi farið inn um hálsmál og valdið ljótum brunasárum." Ódýr en góð vörn Að sögn Herdísar hefur hing- að til a.m.k. eitt augnslys orðið um hver áramót. „Einnig verða slys á þrettándanum, þegar fólk er búið að gleyma öllum heil- ræðunum sem það hafði í huga á gamlárskvöld. Fleiri slys urðu til dæmis á síðasta þrettánda en á gamlárskvöld,“ segir hún. „Öryggisgleraugu eru mjög góð vörn þegar flugeldum er skotið upp. Þau kosta 100-200 krónur og eru seld í flestum byggingavöruverslunum. í átaki Slysavarnafélagsins fyrir þessi áramót er lögð mikil áhersla á notkun öryggisgleraugna, enda hefur komið í ljós í Danmörku, þar sem þau eru mikið notuð, að þau hafa bjargað fólki frá alvarlegum augnskaða." Gallaðir flugeldar Stundum verða brunaslys þótt fyllstu varúðar sé gætt, til dæm- is ef flugeldur er gallaður. Her- dís segir að um síðustu áramót hafí einmitt orðið slíkt slys, en þá sprakk flugeldur of fljótt. Af því hlaust alvarlegur augná- verki. Galli í framleiðslu sést ekki og lítill neisti sem fer í auga getur valdið miklum skaða. Gluggar ættu að vera lokaðir þegar flugeldum er skotið upp, því þeir geta farið inn um glugga og kveikt í innanstokksmunum. Ennfremur ber að gæta þess að skjóta ekki upp flugeldum af svölum, heldur aðeins þar sem meira rými er. Stjörnuljós og ýlur Ekkert púð.ur er í stjörnuljós- um og þau henta börnum því mjög vel. Gott er að hafa vettl- inga á höndum þegar haldið er á stjörnuljósi og brýna fyrir börnum að halda stjörnuljósinu frá andlitinu. Nælon-gallar barna eru mjög eldfimir og því varasamir þegar mikið er verið með eld eins og á gamlárskvöld. Ýlur, t.d. froskar og flugvél- ar, njóta talsverðra vinsælda, sérstaklega hjá yngri kynslóð- inni. Þær hlykkjast hratt áfram og varhugavert er að kveikja í þeim innan um hóp af fólki. Dæmi eru um að ýlur hafi farið ofan í stígvél og valdið ljótu brunasári. Lífshættulegar sprengjur Heimatilbúnar sprengjur eru lífshættulegar. Foreldrar þurfa að vera mjög á varðbergi og gæta að því að ekki fari fram sprengjugerð í kjallara eða bíl- skúr. Krökkum finnst oft ekki nægur kraftur eða hvellur í flug- eldum sem á boðstólum eru og vilja gera kraftmeiri sprengjur. Þær hafa valdið hræðilegum slysum, sem hafa haft mjög al- varlegar afleiðingar og varan- lega orörku í för með sér.“ Fjöldi manns gerir sér glaðan dag á nýárskvöld ALLMARGIR ætla að borða, syngja, dansa og skemmta sér langt fram eftir nóttu á nýárskvöld. STÓRDANSLEIKIR á nýárskvöld hafa átt auknum vinsældum að fagna undanfarin ár og víða er löngu upp- selt. Eftirfarandi veitingastaðir bjóða upp sérstaka nýársfagnaði með margrétta kvöldverðum, skemmtiat- riðum og dans fram eftir nóttu. Perlah í Perlunni er 6 rétta matseðill á 13.000 kr. Innifalið í verði er freyði- vín í fordrykk, borðvín með matnum og kaffi og koníak eða líkjör á eftir. Gestgjafar verða Egill Ólafsson, Edda Heiðrún Bachmann og Örn Árnason. Boðið verður upp á leyni- skemmtiatriði og hljómsveitin Sam- bandið leikur fyrir dansi. Að sögn Halldórs Skaftasonar veitingastjóra er uppselt því 315 matargestir hafa þegar tryggt sér miða. Amma Lú Amma Lú rúmar 200 matargesti og var uppselt í byrjun desember. Ingi Þór Jónsson framkvæmdastjóri segir að einhveijir hafi heltst úr lest- inni og því séu örfá sæti laus. Ekki verði selt inn á dansleik eftir borð- hald, en þá leikur stórhljómsveit Egils Ólafssonar. Veislustjóri er Karl Ágúst Úlfsson. Auk leyniskemmtiat- riðis syngja Sigrún Hjálmtýsdóttir og Borgþór Pálsson. Helena Jóns- dóttir og hennar lið sýna spunadans við söng Margrétar Eir. Miðaverð er 12.500 kr., innifalið er kampavín í fordrykk og/eða drykkur að eigin vali á barnum, fjór- rétta kvöldverður, hvítvín eða rauð- vín með matnum, kaffí og koníak eða líkjör á eftir. Allar konur fá gjaf- ir, þ.á.m. skartgrip, að andvirði sex þús. kr. Hótel Borg Með freyðivíni í fordrykk og þriggja rétta máltíð kostar 6.900 kr. á nýársfagnað Hótel Borgar. Valur Bergsveinsson veitingastjóri segir að 140 manns hafi þegar staðfest pant- anir sínar, en staðurinn rúmi 170 matargesti. Eftir kl. 00.30 verður opið hús og er aðgangseyrir 2.000 kr. Szymon Kuran fiðluleikari og Karl Möller píanóleikari leika undir borð- haldi en hljómsveitin Skárri en ekk- ert leikur fyrir dansi. Hótel Saga Langt er síðan 360 matargestir tryggðu sér miða fyrir 4.900 kr. á nýársfagnað ’68 kynslóðarinnar á Hótel Sögu. Eftir borðhald verður selt inn á dansleik fyrir 1.500 kr. Veislustjóri er Signý Pálsdóttir leik- húsfræðingur, Tryggvi Pálsson full- trúi fjármálageira ’68 kynslóðarinnar flytur hátíðarræðu og Halldór Gunn- arsson fyrrum liðsmaður Þokkabótar stjórnar fjöldasöng. Hljómsveitin Popps leikur fyrir dansi. Leikhúskjallarinn Nýársfagnaður Leikhúskjallarans kostar 7.500 kr. með sexrétta kvöld- verði, sem 120 manns gæða sér á. Strokkkvartettinn leikur undir borð- haldi, en fyrir dansi leikur nýja hljómsveit hússins Fjallkonan, en Jón Ólafsson úr Nýdanskri er forsprakki sveitarinnar. Auk þess sem hljóm- sveitin verður með ýmis konar sprell mun Valgeir Guðjónsson skemmta. Uppselt er fyrir matargesti en eftir borðhald verður selt inn á dansleikinn og kostar miðinn 2.000 kr. Hattar og knöll fylgja með. Naustið Örfá sæti eru enn laus fyrir matar- gesti á nýársfagnað í Naustinu. Sér- stakur nýársmatseðill kostar 5.500 kr. Gylfi Gunnarsson og Guðbjartur Sigurðsson leika „dinnertónlist" og síðar fyrir dansi. Hótel ísland Arnar Laufdal framkvæmdastjóri Hótel Islands segir meiri aðsókn en í fyrra á nýársfagnað hússins. Húsið rúmi mörg hundruð manns og því sé ekki uppselt, en margir hafi pant- að borð í byijun desember. Boðið er upp á fjórrétta matseðil á 7.500 kr. Miðaverð á dansleik eftir borðhald er 2.000 kr. Veislustjóri er Garðar Cortes. Hann og óperusöngvararnir Ólafur Árni Bjarnason, Ólöf Kolbrún Harð- ardóttir ásamt kór íslensku óperunn- ar syngja nokkur lög og félagar úr Sinfóníuhljómsveit íslands leika fyrir dansi undir stjórn Páls Pampichler Pálssonar. Hótel Örk Kristín Aðalsteinsdóttir sölustjóri á Hótel Örk segir að ekki hafi áður verið lagt eins mikið nýársfagnað og í ár. Með freyðivíni í fordrykk, fimm rétta kvöldverði, borðvíni og kaffi og koníaki eða líkjör kosti miðinn 7.500 kr. Magnús Blöndal Jóhanns- son tónskáld leikur íl píanó undir borðhaldi. Elín Ósk Óskarsdóttir og Kjartan Ólafsson frumflytja dútetta og Lára Rafnsdóttir leikur undir á píanó. Ennfremur skemmta Þórhall- ur Sigurðsson (Laddi) og Baldur Bijánsson og hljómsveitin Krass leik- ur fyrir dansi. Boðið er upp á gistingu með morg- unverðarhlaðborði fyrir 2.300 kr. Hótelið býður jafnframt akstur til og frá staðnum ef 10 manns samein- ast um bíl. Kristín segir að hótelið rúmi allt að 400 manns í mat, þegar sé búið að selja mikið en ennþá sé laust, enda séu margir salir og hægt að stækka eftir þörfum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.