Morgunblaðið - 31.12.1994, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 31. DESEMBER 1994 35
ÁSDÍS ÓLÖF
ING VADÓTTIR
+ Ásdís Ólöf Ingvadóttir
fæddist á Akureyri 10. des-
ember 1968. Hún lést á Fjórð-
ungssjúkrahúsinu á Akureyri
13. desember síðastliðinn og fór
útför hennar fram frá Akur-
eyrarkirkju 22. desember.
MIG LANGAR að skrifa nokkrar
línur til að minnast elskulegrar,
hugrakkrar systur minnar, hennar
Ásdísar Ólafar. Það er svo margt
sem bærist í bijósti mínu og svo
mörg orð sem koma upp í hugann
þegar ég minnist hennar Ásdísar
minnar, en það er ótrúlega erfitt
að koma þeim á blað. Mig langar
að segja svo margt fallegt um hana
og ég veit að það ætti ekki að vera
erfitt því hún var svo yndisleg sál.
Ásdís var hugrakkasta mann-
eskjan sem ég hef nokkurn tímann
kynnst. Aldrei gafst hún upp í þeirri
erfiðu baráttu sem hún háði. Alltaf
var stutt í brosið hennar bjarta og
kímnigáfan var ekki langt undan.
Það þurfti ekki að gera stóra hluti
fyrir Ásdísi til að gera hana ham-
ingjusama. Það að keyra um með
hana og sýna henni hesta eða blóm
nægði til að gleðja hana. Einnig
gat hún setið tímunum saman með
hundinn hana Perlu litlu í fanginu,
klappandi henni og talandi við hana.
Umhyggjan sem þær sýndu hvor
annarri var einstök og tengslin
þeirra á milli voru mikil. Ásdís sýndi
okkur hinum í ijölskyldunni einnig
alltaf mikla umhyggju og enda þótt
henni liði illa þá hafði hún alltaf
mestar áhyggjur af okkur hinum.
Pegurðarskynið sem hún hafði var
mikið og þó að sjónin hafi verið
farin að bregðast henni þá tók hún
alltaf eftir því sem fallegt var í
náttúrunni og kringum hana.
Þó að sársaukinn yfir að missa
þig, elsku Ásdís mín, sé mjög mik-
ill þá veit ég og vil trúa að þú sért
núna heilbrigð og sterk. Ég veit að
þér líður vel núna og vona að þú
getir gert allt það sem þig langaði
svo mikið til að gera hér á jörð en
veiki, litli líkaminn þinn leyfði ekki.
Ég þakka þér kærlega fyrir þær
stundir sem við áttum saman og
munu þær lifa í huga mínurn að
eilífu.
Fanney Sigrún
Ingvadóttir.
Þeir sem guðirnir elska deyja
ungir. Lífshlaupið hennar Ásdísar
var ekki langt en torsótt var það
og grýtt. Frá unga aldri háði hún
erfiða en einkar hetjulega baráttu
við illvígan sjúkdóm sem hún að
lokum varð að lúta í lægra haldi
fyrir.
Ásdís var einkar eftirtektarverð
og minnisstæð persóna með afar
næma tilfinnirigu fýrir öllu því góða
og fallega í náttúrunni. Ég minnist
fjölmargra ökuferða okkar, minnist
þess hversu vakandi augu hún hafði
með öllu því sem fram fór í kringum
hana. Ekki síst hafði hún gaman
Handrit afmælis- og minningargreina
skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða
tölvusett. Sé handrit tölvusett er æski-
iegt, að disklingur fylgi útprentuninni.
Auðveldust er móttaka svokallaðra
ASCII-skráa, öðru nafni DOS-texta-
skrár. Ritvinnslukerfin Word og Word-
perfect eru einnig auðveld í úrvinnslu.
Senda má greinar til blaðsins á netfang
þess Mbi@centrum.is en nánari upplýs-
ingar þar um má lesa á heimasíðum.
Það eru vinsamleg tilmæli að lengd
greina fari ekki yfir eina og hálfa örk
A-4 miðað við meðallinubil og hæfilega
Knulengd — eða 3600-4000 slög. Höf-
undar eru beðnir að hafa skirnarnöfn
sin en ekki stuttnefni undir greinunum.
af að heimsækja þá staði þar sem
hesta var að fínna. Á þeim hafði
hún mikið dálæti og eitt mesta
yndi hennar var að horfa á fjöllin
speglast í lygnum firðinum á kyrr-
um sumardögum. Þá vakti athygli
mína sú einstaka umhyggja sem
hún alltaf bar fyrir fjölskyldu sinni.
Oft lá leið okkar fram í Vín. Þar
kunni hún vel við sig innan um
blómin og keypti hún gjarnan eitt-
MINNIIMGAR
hvað gott eða fallega smágjöf
handa pabba og mömmu eða systk-
inunum.
En Ásdís horfír ekki framar á
ljósadýrð jólanna speglast í logn-
kyrrum fírðingum sem henni þótti
svo gaman að horfa á. Sá sem á
jólum er fæddur hefur nú tekið
hana til sín. Til þess fjarðar þar sem
hvorki er sjúkdómur né þjáning.
Að lokum, elsku Ásdís. Þökk fyr-
ir allar stundirnar sem við áttum
saman. Við hjónin sendum foreldr-
um þínum, systkinum og öðrum
aðstandendum samúðarkveðjur.
Ragnheiður Kristinsdóttir.
Skilafrestur vegna
minningargreina
Eigi minningargrein að birtast á útfarardegi (eða í sunnudagsblaði
ef útför er á mánudegi), er skilafrestur sem hér segir: í sunnudags-
og þriðjudagsblað þarf grein að berast fýrir hádegi á föstudag. í
miðvikudags-, fímmtudags-, föstudags- og laugardagsblað þarf grein-
in að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingardag.
Berist grein eftir að skilafrestur er útrunninn eða eftir að útför
hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi.
Útför, t BJÖRNS KRISTMUNDSSONAR,
Álftamýri 54,
Reykjavík,
verður gerð frá Fossvogskirkju þriðjudaginn'3. janúar kl. 15.00.
Stefán Kristmundsson, Þorvaldur Kristmundsson og aðrir aðstandendur.
t
RANNVEIG GUÐMUNDSDÓTTIR
frá Skörðum,
Laugarnesvegi 90,
lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð 24. desember.
Útför hennar verður gerð frá Kópavogskirkju miðvikudaginn
4. janúar kl. 13.30.
Vandamenn.
t
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
OTTÓ J. ÓLAFSSON,
Sörlaskjóli 12,
sem lést 25. desember, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni
þriðjudaginn 3. janúar kl. 13.30.
Dætur, tengdasynir,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Móðir okkar og tengdamóðir,
KRISTÍN D. THORARENSEN,
andaðist í Hafnarbúðum 29. desember.
Erla Thorarensen, Ólafur Sveinsson,
Jónína G. Thorarensen, Gunnar Pálsson,
Benedikt Thorarensen, Guðbjörg M. Thorarensen,
Bryndís G. Thorarensen.
t
Ástkær móðir okkar, fósturmóðir og
amma, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
GUÐMUNDAJ. BÆRINGSDÓTTIR,
Austurgötu 36,
Hafnarfirði,
verður jarðsungin frá Þjóðkirkjunni
í Hafnarfirði fimmtudaginn 5. janúar
kl. 13.30.
Blóm og kransar afþakkaðir, en þeim,
sem vildu minnast hennar, er bent á Barnaspítalasjóð Hringsins.
Marinó Sigurðsson,
Baldur Sigurðsson,
Guðrún Sigurðardóttir,
Kristín Sigurðardóttir,
Ragnheiður Jónsdóttir,
Kristrún Þorsteinsdóttir,
Gréta Jónsdóttir,
Jóhanna Jensdóttir,
Sigríður Ingvarsdóttir,
Böðvar Daníelsson,
Hergeir á Myrini,
v ÞorvaldurÖrn Árnason,
Yngvi Harðarson,
Hulda Jónsdóttir,
barnabörn, og barnabarnabörn.
- kjarni málsins!
t
Hjartkær kona mín, móðir okkar,
tengdamóðir og amma,
ÞÓRDÍS SIGURÐARDÓTTIR,
Nesjaskóla,
Hornafirði,
frá Stakagerði íVestmannaeyjum,
verður jarðsungin frá Hafnarkirkju
þriðjudaginn 3. janúar kl. 14.00.
Guðbrandur Jóhannsson,
Matthildur Sveinsdóttir,
Gísli G. Sveinsson, Ingigerður Ó. Helgadóttir,
Sigurbjörn Sveinsson, G. Gígja Gylfadóttir
og barnabörn.
t
Þökkum af alhug öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og vinar-
hug við andlát og útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengda-
móður, ömmu og langömmu,
SÓLRÚNAR ELSU STEFÁNSDÓTTUR,
Lambastekk 7,
Reykjavík.
Kristján Gfslason,
Gylfi Kristjánsson, Birna Blöndal,
Gerður Jóna Kristjánsdóttir, Jens Magnússon,
Stefán Kristjánsson, Sólveig Ogmundsdóttir
og ömmubörn.
t
Alúðar þakkir færum við öllum, sem sýndu okkur samúð og vinar-
hug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og
langömmu,
JÓHÖNNU GÍSLADÓTTUR,
Hraunbæ 108,
Reykjavfk.
Gerður Lúðvfksdóttir,
iðunn Lúðvfksdóttir, Sigurður B. Oddsson,
Styrgerður Hanna Jóhannsdóttir, Gunnar Gunnlaugsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Hjartanlegar þakkir færum við öllum þeim, sem sýndu okkur
samúð og vinarhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður
okkar, tengdaföður, afa og langafa,
GRÉTARS ALDANS SIGURÐSSONAR
prentsmiðs.
Kristfn Sigurpálsdóttir,
Guðmundur A. Grétarsson, Marta Jónsdóttir,
Ingi Már Grétarsson, Hulda Hjaltadóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Innilegar þakkir færum við öllum, sem
sýndu okkur samúð og vinarhug við
andlát og útför hjartkærrar móður okk-
ar, tengdamóður, ömmu og langömmu,
HALLDÓRU VETURLIÐADÓTTUR,
dvalarheimilinu Höfða,
Akranesi,
ásamt sérstökum þökkum til starfs-
fólksins á dvalarheimilinu Höfða.
Sverrir Karvelsson,
Halldóra Karvelsdóttir, Brynjar ívarsson,
Jónfna Karvelsdóttir, Edward Scott,
Hafdís Karvelsdóttir, Sigurður Vésteinsson,
Júlíana Karvelsdóttir, Hinrik Hinriksson,
Karvel L. Karvelsson, Hrefna Sigurðardóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Hjartanlegar þakkir færum við öllum
þeim, sem sýndu okkur samúð og vinar-
hug við andlát og útför móður okkar,
tengdamóður og ömmu,
ELÍNAR S. TRAUSTADÓTTUR,
Suðurvangi 19a,
Hafnarfirði.
Innilegar þakkir viljum við færa læknum
og öðru starfsfólki á deild 14G, Land-
spítalanum.
Jón Trausti Harðarson, Fjóla Kristjánsdóttir
Jóhanna Harðardóttir, Birgir Þór Jósafatsson,
Dagbjartur Harðarson, Anna Bergsdóttir,
Guðlaugur Harðarson, Hafdfs Bogadóttir,
Erlingur Harðarson, Elsa Sigurfinnsdóttir,.
Björk Harðardóttir, Renos Demetriou
og barnabörn.