Morgunblaðið - 31.12.1994, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 31.12.1994, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 31. DESEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ i URVERINU Morgunblaðið/Muggur Togað í brælunni BRÆLAN er fylgifiskur sjómanna á veturna og oft er togað við erfið- ar aðstæður. Hér er það rækjutog- arinn Júlíus Havsteen frá Húsa- vík, sem er að toga í Eyjarfjarðar- álnum. Fá skip eru að jafnaði á sjó um jól og áramót, þar sem slík útivera er aðeins leyfileg, sé verið að fiska í siglingu. Hins vegar mega skipin fara á sjó milli jóla og nýárs, að því tilskyldu að þau komi í höfn fyrir áramótin. Vélstjórar vilja ekki ganga frá kjarasamningum strax Vilja koma í veg fyrir þátttöku sjómanna ALMENNUR félagsfundur vél- stjóra á fískiskipum, haldinn 27. desember, hvetur félög yfir- og undirmanna til þess að ganga ekki frá kjarasamningum fiskimanna fyrr en ljóst er hvort samstarfs- nefnd sjómanna og útvegsmanna sem stofnað var til með lögum nr. 24 7. maí 1994, nær því markmiði sem henni var ætlað, að koma í veg fyrir að sjómenn séu þátttak- endur í kaupum á veiðirétti. I greinargerð með tillögunni segir: „í janúar sl. voru sett bráða- birgðalög til þess að stöðva verk- fall sjómanna sem boðað var til, að stærstum hluta, til þess að koma í veg fyrir að sjómenn tækju þátt í kaupum á veiðirétti í and- stöðu við landslög og gildandi kjarasamninga. í framhaldi af setningu bráðabirgðalaganna samþykkti Alþingi lög um ýmsar aðgerðir í sjávarútvegi, þn. 19. maí í vor, sem m.a. kváðu á um skipun samstarfsnefndar sjó- manna og útvegsmanna sem skyldi m.a. hafa það verkefni að leysa úr ágreiningi og álitamálum kaupum á veiðirétti sem tengjast áhrifum af viðskipt- um með veiðiheimildir á aflahlut sjómanna. I störfum nefndarinnar hefur komið í ljós að lagaramminn sem nefndin starfar eftir þyrfti að vera fyllri og ítarlegri á ýmsum sviðum til þess að hún nái þeim árangri sem henni var ætlað í upphafi, að koma í veg fyrir að sjómenn taki þátt í kaupum á veiðirétti. í ljósi þessa telur fund- urinn óráðlegt að ganga frá kjara- samningum fiskimanna fyrr en ljóst er hvort nefndin nær ætluðu markmiði eða ekki.“ AVS Hagtæki kynnir nýja aðferð til sótthreinsunar Morgunblaðið/Sverrir GUÐMUNDUR S. Guðmundsson og Guðmundur Ó. Guðmunds- son með úðunarstút, sem fylgir kerfinu. AVS Hagtæki hefur hafið sölu á nýrri gerð sótthreinsunarkerfis fyrir físk- og matvælaiðnað, Total disinfection, svokallaða al-sótt- hreinsun. Þetta kerfi hefur verið notað m.a. í dönskum mjólkuriðn- aði og hefur að sögn Guðmundar S. Guðmundssonar framkvæmda- stjóra Hagtækis skilað þar góðum árangri. Guðmundur segir að nýja kerfið geti haft afgerandi þýðingu fyrir hreinslætisstaðalinn í íslenskum matvælaiðnaði. „Reynsla fisk- iðnaðarrisans Royal Greenland, danskra sláturhúsa, bruggiðnað- arins, smjör- og ostaframleiðenda og ísframleiðenda er ótvíræð og sýnir jákvæðan árangur," segir Guðmundur. Sérlega fín úðun Guðmundur segir að al-sótt- hreinsun er úðunarkerfi þar sem með notkun nokkurra úðara næst sérlega fín úðun þar sem 95% af ögnunum er minna en 3 my. A fáum mínútum fyllist rýmið af þéttri þoku. Öll framleiðslutæki og áhöld sótthreinsist fullkomlega þannig að engar skaðlegar lífverur verði til staðar á eftir. Að lokinni sjálfri sótthreinsuninru sjái kerfið sjálfkrafa um vandlega og árang- ursríka skolun. Öll framkvæmdin taki áðeins 60 mínútur án tillits til stærðar rýmisins. Til saman- burðar nefnir Guðmundur að hefð- bundin, handvirk sótthreinsun taki u.þ.b. 15 mínútur á hveija 100 fermetra. Guðmundur segir að það sé ekki einungis tímasparnaður við notkun al-sótthreinsunarkerfisins heldur liggi sparnaður einnig í vinnu, vatni og sótthreinsunarefn- um. Vatnsnotkunin minnki um allt að þriðjung og notkun sótthreins- unarefna minnki um allt að 80% jafnframt því sem virkni sótt- hreinsunarinnar verður töluvert meiri. ____________FRETTIR: EVROPA Grikkir andsnún- ir fækkun vinnu- tungumála Aþenu. Reuter. GRIKKIR hafa hafnað tillögu Frakka um að fækka vinnutungu- málum Evrópusambandsins í fimm til að auðvelda túlkun á fundum. Fordæma grísk stjórnvöld tillögur Frakka en samkvæmt þeim yrði gríska ekki lengur opinbert vinnutungumál. Fór Yannis Kranidiotis, að- stoðarutanríkismálaráðherra Grikklands, fram á það við sendi- herra annarra ESB-ríkja að ríkis- stjórnir þeirra myndu rita frönsk- um stjórnvöldum bréf þar sem til- lögunum væri mótmælt. Þær voru kynntar af Alain Lamassoure, Evrópuráðherra Frakka, fyrr í mánuðinum. Samkvæmt tillögun- um yrðu enska, franska, þýska, spænska og ítalska vinnutungu- mál innan ESB. Hafa menn miklar áhyggjur af þeim þýðingárvanda- málum sem munu skapast er aðild- arríkjum fjölgar úr tólf í fimmtán. Nú þegar þarf 33 þýðendur þegar fundað er í ráðherraráðinu. Við stækkun bandalagsins um ára- mót fjölgar vinnutungumálum að öllu óbreyttu í ellefu og segja Frakkar að þar með væru um- breytingarmöguleikar við þýðingu orðnir 110. Samkvæmt tillögum þeirra myndu embættismenn tala á sinni eigin tungu á fundum en hins veg- ar yrði málflutningur þeirra ein- ungis fluttur yfir á eitthvert hinna fimm tungumála. Grískir fjölmiðlar og stjórnmála- menn gagnrýndu tillögumar harð- lega og sagði vinstrimaðurinn Ale- kos Alavanos að ef Frökkum væri svo mikið í mun að draga úr kostn- aði við rekstur ESB ættu þeir að beijast fyrir því að Evrópuþingið fundaði að staðaldri í stað þess að láta þingmenn mæta einu sinni í ! mánuði með miklum tilkostnaði vegna ferða. Grikkir virðast taka það sérstak- lega nærri sér að Frakkar leggi þetta til. Benti Evangelos Venize- los, talsmaður grísku stjórnarinnar á að öll evrópsk tungumál ættu að hafa sömu stöðu þar sem annað kynni að skaða jafnvel tungumál sem væru mikið notuð. „Þetta skilja Frakkar sérstaklega vel þar sem þeir hafa ávallt verið mjög við- kvæmir fyrir því að enska leysti ; frönsku af hólmi í einhveiju sam- ! hengi,“ sagði Venizelos. Stjórn og stjórnarandstaða stendur sameinuð í þessu máli í Grikklandi. „Hin gríska tunga hef- ur í aldanna rás verið notuð til að flytja og tjá texta og hugmyndir er hafa altækt og almennt gildi. Nýtt lýðræði er andvígt ákvörðun af þessu tagi,“ sagði í yfírlýsingu frá helsta stjórnarandstöðuflokkn- um. Svíar milli vonar og ótta við inngöngu í ESB Fylgir salmonella meira matarúrvali? HIN sænska Lína langsokkur, afkvæm Astrid Lindgren, var ekki alltaf öll í holl ustunni og einu sinni keypti hún sér átjái kíló.af brjóstsykri. Stokkhólmi. Reuter. SVÍ AR vonast til að matarverð lækki og vöruúrval aukist með ESB-aðild um áramót og að þeir þurfi ekki lengur að fylla Volvo- inn af mat í Þýzka- landi áður en þeir taka ferjuna heim úr sumarfríinu. „Það verður himnaríki. Að hugsa sér allar pyls- urnar, ostana, ferska grænmetið, búttu- deigsbrauðið og bjór- tegundirnar, segir Inger Franke, 64 ára gömul húsmóðir. Hún og margir aðrir Svíar telja litla eftirsjá í stórmörkuð- um, þar sem græn- metið er Iint og dýrt, brauðið eins eða tveggja daga gamalt, kjötið og osturinn pakkað inn í plast og ekki vínflösku eða bjór- dós að sjá — slík munaðarvara fæst eingöngu í ríkiseinokunar- verzluninni. Sérfræðingar búast þó við að sænskar búðarhillur fyllist ekki í einu vetfangi af útlendum land- búnaðarafurðum, heldur muni aukið úrval og breyttur matar- smekkur virka hvort á annað. En þótt Svíum þyki meira matarúrval freistandi, standa þeir eftir sem áður í þeirri bjargföstu trú að sænskur mat- ur sé sá hreinasti, hollasti og bezti í heimi. ESB-andstæðingar hafa hamrað á því að með aðild muni salmonellusýktir kjúkling- ar og kjöt af svínum, sem hafa verið stríðalin á hormóna- og eiturlyfjakúr, flæða yfir landið. Astrid Lindgren, barnabóka- höfundurinn ofurvinsæli, telur að ESB-aðildin muni að engu gera tilraunir Svía til að bæta líðan og réttindi húsdýra. „Svíar tala gjarnan um það hvað útlendur matur sé hættu- legur. Svo fara þeir í ferðalag til útlanda, koma heim og segja öllum hvað maturinn hafi verið frábær,“ segir Hákan Nygren, sem á sæti í Sænsku matgæð- ingaakademíunni. „Það verður athyglisvert að sjá hvaða árangri sænskir matarútflytj- endur ná í Evrópu með hreina matinn sinn. Það verður próf- steinninn á það hvort sænskur matur er jafngóður og við höld- um.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.