Morgunblaðið - 31.12.1994, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 31.12.1994, Blaðsíða 44
44 LAUGARDAGUR 31. DESEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ Útsalan hefst á mánudag Mikil verdlækkun m Eddufelli 2 *Sími 71730 ( \ BARNADANSNÁMSKEIÐ í Mjódd þriðjudaga og laugardaga í sal hjóðdansafclagsins í Álfabakka 14A í Mjódd (12 tíma námskeið). Ath. að miðstöð strætisvagna er í Mjódd. Mjódd Þriðjudagar 3-5 ára kl. 10.00-10.30 6-8 ára kl. 10.40-11.25 9 ára og eldri Systlcinaafsláttur er 25% Kennsla hefst þriðjudaginn 17. janúar 1995 Innritun og upplýsingar í síma 5871616 V_____________________________/ />SrOFHt^\ ' IUN1 Mjódd Þriðjudagar Kl. 17.00-17.30 Kl. 17.40-18.25 Kl. 18.30-19.30 Mjódd Laugardagar Kl. 10.00-10.30 Kl. 10.40-11.25 ' GÖMLU DANSARNIR okkar sérgrein Á mánudögum og miðvikudögum í sal félagsins í Áifabakka 14A í Mjódd. Ath. að miðstöð strætisvagna er í Mjódd. Alla mánudaga (12 tíma námskeið) Kl. 20.30-21.30 Byrjendahópur þar sem grunn- spor eru kennd ítarlega. KL. 21.30-22.30 Framhaldshópur fyrir lengra komna. Kennsla hefst mánudaginn 16. janúar 1995. Opinn tími og gömludansaæfing verður annan hvern miðvikudag. fvrst 18. janúar Kl. 20.30-21.30 Opinn tími - þú mætir þegar þér hentar. Kl. 21.30-23.00 Gömludansaæfing - þeir sem koma í opna tímann fá frítt. DANSIÐ ÞAR SEM FJÖRIÐ ER Innritun og upplýsingar ísíma 5871616. ______ J ÍDAG VELVAKANDI Svarað í síma 691100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Mataruppskrift handa smáfuglunum EFTIRFARANDI bréf barst frá dýravini í Reykja- vík: Kæri Velvakandi, nú á jólunum keppast blöðin við að birta uppskriftir af alls- kyns krásum á jólaborðið handa okkur mannnfólk- inu og heimilisdýrin fá sinn skerf af þeim. Þess vegna langar mig að birta uppskrift af mat handa smáfuglunum. Eins og fuglavinir hafa kannsi tekið eftir líta fuglarnir varla við_ kurlaða maís- kominu. Eg hef fundið ráð við því og langar að deila því með örðum. Ég hendi ekki mataraf- göngum, hejdur safna þeim saman. Ég safna fitu af fleski, allt feitt kjöt sýð ég þar til það losnar frá beinunum. Ég hakka kjötið og set í litlar pakkningar í frysti. Hér kemur uppskrift af maísgraut fyrir smáfugla: Sjóðið saman hálfan pott af vatni, einn pakka af hakkinu, slatta af maís- komi, bita af tólg, (helst hangiflot eða hamsa), þijár brauðsneiðar skomar í bita. Saman við þetta má setja kartöflur, hýði og grænmeti sem til fellur. Alla matarafganga, fisk og fleira sem ykkur dettur í hug. Ég sýð þrjá lítra á dag og dugir varla til, þar sem fuglahópurinn minn er stór. En einn galli er á gjöf Njarðar! Það eru kettimir. Því bið ég alla kattareig- endur að setja bjöllu á kettina sína, því mjög sárt er að sjá þá drepa smáfugl- ana bara til að leika sér. Barátta fuglanna við vetur konung er nógu erfíð þótt ekki séu þeir eltir af spik- feitum heimilisköttum líka. í lokin langar mig til að minnast á hrafninn, ég hef heyrt að búið sé að leyfa dráp á hrafni. Ef það er rétt mega þeir íslendingar sem það leyfi gáfu skamm- ast sín, því það var hrafn- inn sem vísaði Hrafna- Flóka á þessa paradís sem við búum í. Löngum hefur verið talið óheillamerki að drepa hrafn á íslandi og mörgum mannslífum hefur hann bjargað. Blessaða rjúpuna mætti friða í 5-10 ár, svo ekki fari fyrir henni eins og síid- inni og þorskinum. Svo bið ég öllum lands- vemm árs og friðar. Sæunn Ragnarsdóttir, dýravinur, Bergstaðastræti 31a, 101 Reykjavík. Upplýsingar óskast MAN EINHVER eftir grein sem Kristinn heitinn Indriðason á Skarði á Skarðsströnd reit í Morg- unblaðið um skaðsemi am- arins? Kristinn var fæddur 10. nóvember 1887. og dó 21. nóvember 1971. Vinsamlegast látið fyr- irspyijanda vita, ef einhver man greinina. Leifur Sveinsson, Tjarnargötu 36, simi 13224 eða 96-25238 (Akureyri) TAPAÐ/FUWDIÐ Kvenmanns- gleraugu töpuðust KVENMANNSGLER- AUGU í brúnleitri umgjörð töpuðust á jóladag eða á annan í jólum í Grafarvogi eða í vesturbænum. Upp- lýsingar í síma 5872755. Veski tapaðist RAUÐBRÚNT veski sem er einnig peningaveski, með alls konar minnismið- um og skírteini frá Sjúkra- þjálfun Reykjavíkur og ein- hveijum peningum tap- aðist miðvikudaginn 28. desember um hálfsex-leyt- ið í strætisvagni númer 2 á leið vestur í bæ, eða á stoppustöðinni við Fram- nesveg. Veskisins er sár- lega saknað. Ef einhver hefur fundið það vinsam- lega hringdu í síma 18569 eða 23076. Hringir töpuðust SEX hringir töpuðust á kvennasalerninu í Sambíó- unum Alfabakka miðviku- daginn 28. desember sl. Ef einhver hefur fundið þá vinsamlega hringdu í síma 75321. Bíllykill fannst MITSUBISHI-bíllykill fannst á horni Tjarnargötu og Vonarstrætis fímmtu- daginn 29. desember. Ef einhver saknar hans er hægt að hringja í síma 22430 og spyija eftir Hólmfríði. GÆLUDYR Kettlingur óskast VANTAR ekki einhvern kettling gott heimili? Ef svo er þá hann velkominn til okkar. Sími 985-42034. Kettlingur tapaðist BRÚNN og svartur kettl- ingur, læða, tapaðist frá Heiðnabergi í Breiðholti þriðjudaginn 27. desember. Hún er ómerkt. Ef einhver veit um ferð- ir hennar er hann vinsam- lega beðinn um að hringja í síma 79039. Köttur I óskilum LÍTIL grábröndótt læða með hvítar tær og kverk, með hálsól en er ómerkt, er búin að gera sig heima- komna á Tjarnargötu 2. Ef einhver saknar kisu sem hefur þessa lýsingu hringdu í síma 11449. Víkveiji skrifar... LÍKLEGAST eru áramótin hér á íslandi eitthvað sérstök og öðru vísi en meðal annarra þjóða. Þetta má álykta út frá þeim vax- andi áhuga erlendra manna á að koma til Islands og eyða áramótun- um hér. í fréttum fyrr í desember- mánuði var sagt frá því, að seldir hefðu verið um 2 þúsund farseðlar útlendingum, sem hingað koma af þessu tilefni. Vonandi er þó að bet- ur takist til en með belgísku hjónin, sem ákváðu að eyða jólunum á ís- landi, og hálfsultu á aðfangadags- kvöld, en fengu loks smurt brauð, sem ætlað hafði verið starfsfólki á Hótel Sögu. xxx RÚLEGAST mun það hvergi vera jafnalgengt að almenning- ur taki jafn virkan þátt í áramótum og hér á íslandi. Hvergi skjóta menn almennt svo miklu af flugeld- um upp í loftið, enda gera ýmsir aðilar beinlínis út á þessa áráttu fólks að skjóta flugeldum. Björgun- arsveitir og íþróttafélög telja flug- eldasölu eina helztu tekjuleið sína til fjármögnunar starfsemi sinni. xxx ÓTT sá siður að skjóta upp flugeldum sé kannski ekki ýkja gamall, er brennusiðurinn enn eldri. Um áramót héldu menn gjarnan álfabrennur, en á síðari árum hefur sá siður flutzt yfir á þrettándann, en áramótabrennur hafa tíðkast áfram á gamlársdag. Fyrsti álfa- dansinn, sem haldinn var í Reykja- vík, var árið 1871, að því er segir í Sögu daganna. Á fjórða degi jóla höfðu skólapiltar Lærða skólans frumsýnt Nýársnóttina eftir einn þeirra, Indriða Einarsson, en bún- inga hannaði Sigurður Guðmunds- son málari. Á gamársdag ákvað svo nýstofnað stúdentafélag í Reykja- vík að efna til blysfarar í anda leik- ritsins og fékk búningana lánaða. Þá varð til danskvæðið fræga, sem tengt er áramótunum: Máninn hátt á himni skín / hrímfölur og grár“, sem Jón Ólafsson, þá tvítugur að aldri, orti. xxx ÞETTA fræga kvæði hefur lengi verið hátt skrifað við ára- mótafagnaði íslendinga, enda er það bæði skemmtilegt og þrungið alvöruþunga. Bandaríkjamenn skutu mönnuðum rakettum til tunglsins eftir miðja öldina. Vík- veiji minnist þess, þegar bandarísk- ir geimfarar komust í nálægð við tunglið á síðari hluta 7. áratugarins og gengu á tunglinu. Þá lýstu þess- ir „landkönnuðir" geimsins tunglinu í nærsýn, að það væri „grátt eins og ostur“, „grey like a cheese". Öllum þótti þessi lýsing geimfar- anna mjög merkileg og Morgun- blaðið leitaði til margra málsmet- andi manna og spurði þá, hvað þeim fyndist um lýsingar geimfaranna á tunglinu í slíkri návist sem þeir voru við það. Aldrei hafði maðurinn fyrr haft tækifæri til þess að skoða tunglið í jafnmikilli nánd. Þá hringdi Víkveijahöfundur dagsins í dr. Sig- urð Nordal og hann sagði að bragði: „Merkilegt finnst mér, að geimfar- arnir skuli komast að hinni sömu niðurstöðu með öllum þessum til- kostnaði, og Jón heitinn Ólafsson forðum, að máninn sé hrímfölur og grár.“ Eftir. þessi ummæli var ljóst að þýðing orðanna „grey like a cheese" átti auðvitað að vera „hrímfölur og grár“. Morgunblaðið var því eitt íslenzkra fjölmiðla með slíka þýð- ingu, hinir héldu sig við ostinn. xxx OG ENN er komið að nýju ári, síðasta árinu í fyrri helmingi síðasta áratugar aldarinnar. En hvenær hefst 21. öldin? Um það mætti skrifa lærðar greinar. Er það árið 2000 eða 2001? Áreiðanlegt er, að þar sýnist sitt hveijum. En án þess að fara lengra út í þá sálma, vill Víkvetji óska lesendum sínum árs og friðar með orðunum:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.