Morgunblaðið - 31.12.1994, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 31.12.1994, Blaðsíða 56
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMl 691100, SÍMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL@CENTRUM.1S / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 LAUGARDAGUR 31. DESEMBER 1994 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Gjaldeyris- eign rýrnað um 13 milljarða GJALDEYRISEIGN Seðlabanka ís- ■lands hefur rýrnað um 13 milljarða króna frá áramótum til og með Þor- láksmessu og breyst úr því að vera tæpir 29 milljarðar króna um síðustu áramót í 16 milijarða króna. Að öllu samanlögðu stefnir í að fjármagnsjöfnuðurinn verði neikvæð- ur um 16-19 rnilljarða króna á þessu ári. Það er annað árið í röð sem fjár- magnsjöfnuðurinn er neikvæður, en hann var neikvæður um 5,3 millj- arða króna í fyrra. Þetta merkir að eignir erlendis hafa aukist og skuldir minnkað sem þessu nemur á árinu, en öll önnur ár frá árinu 1970 hefur fjármagnsjöfnuðurinn verið jákvæð- ur, meira fé hefur streymt tii lands- ins en frá því, einkum vegna erlendr- ar skuldasöfnunar. Aðspurður hvort þessi breyting á gjaldeyrisstöðunni skapaði þrýsting á gengið sagði Eiríkur Guðnason, seðlabankastjóri, að raungengið nú væri mjög lágt í sögulegu samhengi. Fé hefði farið úr landi vegna erlendra verðbréfakaupa, afborgana og fram- virkra gjaldeyrissamninga. Það byggi í haginn fyrir framtíðina og kallaði væntanlega á minni þörf á gjaldeyris- útstreymi þegar á næsta ári. ■ Gjaldeyriseignin/6 Morgunblaðið/Sverrir SJÚKRALIÐAR fögnuðu formanni sínum, Kristínu Á. Guðmundsdóttur, með langvinnu lófataki á félagsfundi í gær, þar sem nýgerð- ir kjarasamningar við ríkisvaldið voru kynntir. Verkfall sjúkraliða hefur staðið frá 10. nóvember. / Mýra-\ örœfaS^i griinn\\ / grunn Vestmai Köllugrunn SiDii Ahöfn bjargað og skipið yfirgefið um kl. 16.00, þann 29. desember Skipið finnst aftur um kl. 14.30 þann 30. desember og hefur þá siglt 55 sjómílur og er á 3 mílna ferð til NA. Týr með Hendrik B á leið til hafnar FJÓRIR skipveijar á varðskipinu Tý komust um klukkan 17 í gærdag úr gúmbáti um borð í hollenska skipið Hendrik B. Reyna átti að koma skipinu til hafnar í Vest- mannáeyjum. Leit hófst að nýju að skipinu í morgun eftir að þyrlur Landhelgis- gæslu og varnarliðs höfðu bjargað áhöfn skipsins og átta mánaða barni frá borði síðdegis í gær. Fokk- er-flugvélvLandhelgisgæslunnar fór til leitar en fann skipið ekki fyrr en um klukkan 14.30. Varðskipið Týr var þá í um 90 mínútna fjar- lægð frá skipinu. Þá hafði Hendrik B, 2.200 lesta skip í eigu Hollendinga en skráð í St. Vincent, siglt áfram fyrir eigin vélarafli á um 3 sjómílna hraða og hafði borist um 55 mílur í norðaust- ur frá þeim stað þar sem áhöfnin yfírgaf það. Allmikill sjór var og allhvass norðanvindur þegar fjórir varð- skipsmenn fóru á gúmbát frá varð- skipinu Tý. Þeir komust klakklaust um borð í skipið. Talið var að farið yrði með skip- ið áleiðis til Vestmannaeyja í fyrstu. Ekki var ljóst í gærkvöldi hvort Týr drægi skipið inn eða hvort varð- skipsmenn sigldu því inn fyrir eigin vélarafli. Björgunarlaun hlutfall af verðmæti Verðmæti skipsins er áætlað 45-50 milljóriir króna en ekki er vitað hve mikið tjón hefur orðið á því. Verðmæti farmsins, um 2.000 tonn af fóðurefnum, er áætlað 12 milljónir króna miðað við að hann sé óskemmdur. Björgunarlaun reiknast sem hlutfall af verðmæti skips og farms og falla 40% þeirra í hlut áhafnar þess skips sem vinn- ur að björgun og 60% renna til út- gerðar. Þá er einnig tekið tillit til þess hve langan tíma tekur að færa skipið til hafnar, hve mikla hættu björgunarmenn leggja sig í við að fara um borð og fleira slíkt þegar björgunarlaun eru ákveðin. ■ Björgunarlaun/30. Formaður Vinnuveitendasambandsins óttast afleiðingar kjarasamnings sjúkraliða Stefnumörkun sem má ekkí ráða Fjármálaráðherra segir að samningurinn skapi ekki fordæmi í komandi kjarasamningum GENGIÐ var frá kjarasamningi milli Sjúkraliðafélagsins og við- semjenda þeirra í gærmorgun. Samningurinn felur í sér 7% launa- hækkun og er að hluta afturvirkur. Magnús Gunnarsson, formaður VSI, er afar óánægður með samn- inginn og þá stefnumörkun ríkis- stjórnarinnar sem hann segir að í honum felist. Hann segir að það verði þjóðinni dýrkeypt ef samning- urinn skapi fordæmi í komandi kjaraviðræðum. VSÍ komi til með að beijast gegn því að svo verði. Fjármálaráðherra og heilbrigðisráð- herra segja að samningurinn feli ekki í sér neitt fordæmi. Hann taki til launaþróunar á samningstímabili sem sé að ljúka. „Eg vonast til þess að aðilar al- menna vinnumarkaðarins taki höndum saman og reyni að koma í veg fyrir að afleiðingar þessarar stefnumörkunar ríkisstjórnarinnar verði látnar bitna á fólki,“ sagði Magnús. Þýðir 14 milljarða í útgjöld Magnús sagði að ef samið yrði um 7% launahækkun við alla laun- þegahópa þýddi það 14 milljarða útgjaldaauka fyrir launagreiðendur í landinu. Slík hækkun myndi leiða til tæplega 6% hækkunar á láns- kjaravísitölu og búast mætti við að vextir yrðu komnir upp í 18% á vormánuðum. „Vinnuveitendasambandið vill ekki glutra niður árangrinum af því sem gert hefur verið á síðustu fjór- um árum á þennan hátt,“ sagði Magnús. Við munum reyna að tala við okkar viðsemjendur um eitthvað annað form og aðrar niðurstöður en ef þessari stefnu ríkisstjórnar- innar yrði framfylgt." Friðrik Sophusson fjármálaráð- herra og Sighvatur Björgvinsson heilbrigðisráðherra eru Magnúsi ósammála um að samningurinn feli í sér einhveija stefnumörkun. ÆRIN Móra frá Bakka í Vatnsdal bar tveimur fallegum gimbrarlömb- um í gær. Að öllum líkindum eru lömbin þau síðustu sem fæðast hér á landi á þessu ári. Móra, sem er ær á fimmta vetri, bar einnig um svipað leyti í fyrra. Kristín Lárusdóttir, húsfreyja á Bakka, sagði að kindurnar hennar hefðu gengið á svokallaðri Ponteyri síðastliðið sumar, en jörðin er í eigu „Sjúkraliðarnir eru seinasta heil- brigðisstéttin, sem var með Iausa kjarasamninga. Þarna má því segja að menn hafi verið að reka smiðs- höggið á liðinn tíma,“ sagði Sig- hvatur. „Eg sé ekkert tilefni til að þessi samningur verði fordæmi fyrir aðra samninga, sem verða gerðir á næst- unni. Þvert á móti tel ég að það verði í þeim samningum að taka tillit til þess efnahagsbata, sem framundan er, og gæta þess að kjarasamningar verði í takt við hann,“ sagði Friðrik. ■ Samningar sjúkraliða/4 og 6 Undirfellskirkju. Með ánum gengu tveir hrútar. Móra hefur því að öllum líkindum verið blæsma, þ.e. haft egglos, um mestu ferðahelgi þjóðar- innar, verslunarmannahelgina. Annar hrúturinn í hópnum áttaði sig á stöðu mála og með kirkjujörð undir fótum var lagður grunnur að mórauðu og gráu lambi. Núna stendur fengitíminn hæst og því all sérstætt að ær séu að bera. Bar á fengitíma Hlönduósi. Morgunblaðið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.