Morgunblaðið - 31.12.1994, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 31.12.1994, Blaðsíða 29
28 LAUGARDAGUR 31. DESEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. DESEMBER 1994 29 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR Árvakur hf., Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. BREYTINGAR OG TÆKIFÆRI MIKILVÆGAR breytingar hafa orðið á íslensku samfé- lagi á því ári sem nú er að renna skeið sitt á enda. Með gildistöku samningsins um Evrópskt efnahagssvæði í upphafi ársins urðu tímamót. Með EES-aðildinni er viður- ken.nt að íslenskt samfélag getur ekki lokað sig af frá umheiminum og þeirri þróun sem þar á sér stað í átt til frjálsra viðskipta og að ríki setji sér sameiginlegar reglur um mikilvæg mál, þar sem hagsmunir þeirra skarast. Á árinu var samið um stóraukna fríverslun á alþjóðavétt- vangi með undirritun nýs GATT-samkomulags og ákvörðun- ar um stofnun Alþjóða viðskiptastofnunarinnar. Island verð- ur stofnríki hinnar nýju stofnunar. Um bæði þessi mikilvægu mál hefur náðst samstaða meðal stjórnmálaflokkanna í landinu. Sú samstaða náðist raunar ekki fyrr en eftir á um EES, en sýnir engu að síður að afturhvarf til einangrunarhyggju verður ólíklegra með tímanum. Á það mun reyna í lagasetningu um framkvæmd GATT-samkomulagsins hvort áfram verður haldið á þeirri braut að opna íslenskt atvinnulíf á öllum sviðum fyrir er- lendri samkeppni. Opnun íslensks samfélags lýsir sér einnig með öðrum hætti. Umræða um stjórnmálamenn og stjórnkerfið jafnt sem fyrirtæki og atvinnulíf er opnari og beinskeyttari en hún hefur áður verið. Þessi umræða hefur orðið til góðs og varðar leiðina til framtíðar. Á árinu sagði ráðherra af sér embætti vegna embættis- færslu sinnar í fyrsta sinn í íslenskri stjórnmálasögu. Slíkt verður viðmiðun og fordæmi í framtíðinni þegar fjallað verð- ur um störf og ábyrgð stjórnmálamanna. Umgjörð stjórn- sýslunnar hefur verið að færast til nútímahorfs til dæmis með nýjum stjórnsýslulögum og tillögum um lagasetningu um upplýsingaskyldu stjórnvalda. Það er engu að síður ljóst að stjórnsýslan á langt í land með að uppfylla kröfur nútíma- þjóðfélags um gagnsæi og skilvirkni. Líkt og þjóðin gerir aðrar og meiri kröfur til stjórnmála- manna er fara með völdin í umboði kjósenda gerir hún kröf- ur til stjórnenda fyrirtækja er fara með völd í umboði hlut- hafa, eins og fram kom á aðalfundum nokkurra stórfyrir- tækja á árinu. Á árinu 1994 hafa orðið umskipti til hins betra í efnahags- - lífi heimsins eftir nokkur mögur ár. Efnahagsbatinn virðist vera að skila sér til íslendinga jafnt sem annarra, þótt draga megi í efa hversu ábyggilegur batinn er hér á landi vegna óvissrar stöðu fiskveiða jafnt í eigin landhelgi sem á úthafs- veiðislóðum. Engu að síður eru mörg tækifæri til að nýta hina alþjóð- legu efnahagslegu uppsveiflu. íslendingum dugar ekki ein- vörðungu að treysta á góðan feng og skjótfenginn gróða. I atvinnulífinu verður að eiga sér stað langtímastefnumótun með það í huga að koma á frekari skipulagsbreytingum og skilvirkni, efla rannsóknir og þróunarstarf, skapa skilyrði. fyrir erlenda fjárfestingu, starfa með öðrum þjóðum að framfaraverkefnum og fjárfesta á uppgangssvæðum erlend- is. Þar eru margir möguleikar, ekki síst á sviði sjávarútvegs. Stjórnvöld mega heldur ekki láta sér úr hendi sleppa það tækifæri, sem þau hafa á næsta ári og árum til að nota efnahagsbatann til að koma jafnvægi á fjármál ríkisins. Þótt ríkisstjórninni, sem nú situr, hafi tekist að draga úr hinni sjálfvirku útgjaldaaukningu ríkissjóðs, er hallinn á fjárlögum yfirþyrmandi og ljóst að það lendir á komandi kynslóðum að greiða skuldirnar. Árið sem fer í hönd er kosningaár og kjarasamningar eru lausir frá og með áramótum. Styrk stjórn og stöðugleiki í efnahagsmálum er forsenda þess að þau tækifæri nýtist sem bjóðast. Á síðustu sólarhringum ársins, sem nú er að líða, gerðu stjórnvöld kjarasamninga við sjúkraliða, sem hafa verið í margra vikna verkfalli. Ljóst er að þar er sam- ið um kaupbreytingar, sem eru verulega umfram það, sem atvinnulífið getur staðið undir, Verði þessir samningar stefnumarkandi fyrir þá kjarasamninga, sem nú fara í hönd, er mikil hætta á ferðum, ekki bara fyrir atvinnufyrirtækin heldur líka fyrir heimilin í landinu, sem þola ekki hækkandi lánskjaravísitölu og hækkandi vexti. Það er löngu kominn tími til að stjórnmálamenn axli ábyrgð til lengri tíma en eins kjörtímabils í senn þegar ákvarðanir um ríkisfjármál eru teknar. Sú kynslóð, sem nú er að koma út á vinnumarkaðinn, mun ekki sætta sig við sligandi skattbyrði vegna ákvarðana líðandi stundar. Morgunblaðið óskar lesendum sínum og landsmönnum öllum farsældar á komandi ári. Davíð Oddsson forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins . VIÐ ÁRAMÓT Það kvað vera fallegt í Kína keisarans hallir skína kvað Tómas Guðmundsson. Ég átti þess kost nú fyrir fáein- um vikum að sjá með eigin augum að þessi orðrómur sem skáldið vitnaði til á við rök að styðjast. Hitt vissi ég fyrir að vorkvöld í vesturbæ höfuðborgarinnar stenst allan fegurð- arsamanburð. Kína hefur verið mikið ríki um langan aldur. Löngum lokað og dularfullt í augum þeirra sem annars stað- ar hafa búið, en framúrskarandi menningarheimur í margar aldir áður en vitneskja um Kína barst Vesturlandabúum. Enn er Kína um margt lokuð bók og stærð þess og s,á manngrúi sem þar býr gefur landinu sérstöðu og vekur sumum ótta. Sagan, hefðir og hugsunarháttur þjóðarinnar eru enn sem fyrr okkur framandi. Og Kína er áminning um að öllum spumingum í alþjóðamálum hefur ekki verið svarað til fulls, þótt kalt stríð í okkar heimshluta virðist á enda og lögmál- in, sem stýrðu afstöðu manna til utanríkismála, hafí breyst afar mikið. Hvað verður um Kína? Hvaða sess mun það skipa í heiminum? Hvaða áþrif mun þróunin þar hafa á gang mála annars staðar? í þessu stórbrotna iandi er nú gerð merkileg tilraun í efnahagslegri uppbyggingu þjóðar, en þó er ekki gott að sjá hversu markviss sú tilraun er, né á hve traustum grunni hún er reist. I orði kveðnu er kommúnisminn í fullu gildi í Kína, en um leið er viðurkennt að lausnir mark- aðarins, fijálshyggjunnar, séu þær einu sem dugi í Kína nútímans. Hafni Kína töfrabrögðum markaðarins muni hið mikla ríki bera skarðan hlut frá borði í samanburði við önn- ur lönd. Forðum tíð, þegar Sovétríkin sálugu voru heimsótt, dundi sífellt í hlustum gestanna háttbundinn og hefðbundinn áróð- ur um sigurgöngu sósíalismans og allt það mikla ágæti sem hann hefði fært íbúum hins mikla sovéska ríkis. Á sjö daga ferð um Kína minntust gestgjafar aldrei á sósíalisma af fyrra bragði, né ráku þeir til hans árangur í nútímasögu Kína. Ótal sinnum var hins vegar bent á tækifærin sem væru að ophast vegna einkavæðingar, samstarfs við erlenda auð- hringi og stórkostlega fjárfestingu slíkra fyrirtækja í Kína, bæði einna sér og í samstarfi við kínversk yfirvöld, hvort sem um sé að ræða ríkis, héraðs eða borgaryfirvöld. Deng Xiaoping er enn viðurkenndur æðsti valdamaður í Kína. Hann er níræður að aldri og hefur engan annan opinberan titil en þann, að vera heiðursforseti Kínverska bridgesam- bandsins. Samt er sagt við gesti í einkaviðtölum eitthvað á þessa leið: „Þú mátt ekki halda, að Kína muni sveigja af þeirri leið sem landið er á nú, þótt Deng hætti að stjórna. Aftur verður ekki snúið.“ Orðalagið „þótt Deng hætti að stjórna", um mann, sem gegnir ekki annarri stöðu opinber- lega en að vera heiðursforseti Kínverska bridgesambandsins, er afar athyglisvert. Lærðir sagnfræðingar og stjómmála- fræðingar segja að Kína sé enn keisaraveldi. Keisarinn geti sagt af sér hinum og þessum störfum og losað sig við titla en hann stjórni þangað til hann deyr. Hið Maóíska keisara- veldi hafi tekið við 1949 og Dengtímabilið hafist eftir það. Þegar spurt er hvemig kommúnisminn geti lifað í Kína þeg- ar úrræðum kapítalismans er beitt í vaxandi mæli við lausn vandamála, er svarið einfalt. „Deng telur ekki að það brjóti í bága við sósíalismann að stuðla að erlendri íjárfestingu og leita Iausnar á sviði markaðarins. Deng hefur sagt, að það skipti ekki máli hvort kötturinn er svartur eða hvítur, heldur hvort hann veiði mýs.“ SUMIR telja að slíkar þverstæður geti gengið lengi. Sósíalismmn í orði og fijálshyggjan á borði standist hlið við hlið í hinu mikla Kínaveldi á meðan hagvöxtur- inn sé jafn ör og hann er nú og á meðan valdakerfmu fatist ekki flugið. í raun séu menn þó ekki að tala um að sósíalismi og fijálshyggja fylgist að, heldur eingöngu að þau öfl, sem hlutu völdin í Kína 1949 í nafni sósíalismans, geti haldið þeim völdum áfram, þótt markaðslögmálin sæki á að öðru leyti. Með öðrum orðum, að Kína breytist í einhverskon- ar ríkiskerfí í líkingu við það sem var á dögum Franco á Spáni, þar sem að stjórnsýslan og forræði landsmála var í höndum alræðisstjórnar, en lögmál markaðarins fengu að ýmsu leyti að njóta sín á sama tíma. Á meðan hagvöxturinn sé meiri í Kína en annars staðar gerist og fólkið, sem hefur búíð við ótrúlega ömurlega fátækt um langa hríð, skynji þann bata, sem er að verða, að þá muni þessi tvö kerfí ekki splundrast. Því er þannig haldið fram að allt geti gengið fram sem nú meðan að hagvöxturinn sé ör og lífskjörin batni. Að þessu leyti er framþróuninni í Kína líkt við reiðhjól. Á meðan sæmileg ferð er á hjólinu er auðvelt að halda jafn- vægi, en ef hjólið stöðvast verður það mikii kúnst. Það vekur hins vegar undrun og nokkurn ugg, að kín- versk yfirvöld hafa notað þær miklu tekjur, sem erlend fjár- festing hefur skapað, til þess að hefja á ný gríðarlega upp- byggingu á hefðbundnum herafla landsins. Augljós rök fyrir þessari uppbyggingu blasa ekki við og þessi hemaðarupp- bygging veldur töluverðum áhyggjum og óróleika hjá næstu nágrönnum á því svæði veraldarinnar þar sem efnahagslegur vöxtur er mestur. Kína er okkur enn fjarlægt veldi, en þróun- in þar mun þó á næstu árum hafa gríðarleg áhrif í alþjóðamál- um og versiun og viðskipti munu hneigjast til þess að færast í áttina til þessara mikíu markaða og miðjan í alheimsvið- skiptum því að færast til. íslendingar verða sem aðrir að gefa þessu'gaum. HN sjálfumglaða Evrópa hlýtur að taka mið af slíkum umskiptum. Hún getur ekki eingöngu treyst á foma frægð og tæknilega yfírburði. Segja má að þróunin í Evrópu hafí verið jákvæð, allt frá lokum heimsstyij- aldarinnar síðari, og það má einnig viðurkenna, að margir forystumenn álfunnar hafí meðvitað eða jafnveí ómeðvitað undirbúið lönd sín undir harða samkeppni, annars vegar við Bandaríkin og hins vegar við Asíu, með hinum nána efnahags- lega samruna, sem orðið hefur í Evrópu. íslendingar hafa ekki skorist úr leik, þótt þeir hafí tekið varkár skref. íslend- ingar tóku þá ákvörðun árið 1992 að fylgja ekki að svo stöddu öðrum EFTA-ríkjum og sækjast eftir því að gerast aðilar að Evrópusambandinu. Það var skynsamleg ákvörðun og hún bar hvorki með sér heimóttarskap né einangrunarhyggju. íslendingar hafa á sama tíma tryggt stöðu þjóðar sinnar með samningum um Evrópska efnahagssvæðið og nú skömmu fyrir áramótin gerst stofnaðilar að GATT-samningi. Allir mikilvægustu viðskiptahagsmunir íslands innan Evrópu eru tryggðir með samningnum um Evrópska efnahagssvæðið. Skömmu fyrir hátíðar var formlega staðfest að samingurinn . um Evrópska efnahagssvæðið gildi óbreyttur, þrátt fyrir aðild AusturríkiS, Finnlands og Svíþjóðar að Evrópusamband- inu. Jafnframt var gengið frá þeim breytingum, sem verða á eftirlitsstofnunum og dómstóli á þessum tímamótum. Þar með var staðfest, sem ég hafði áður sagt, að ekki væri nein ástæða til þess að óttast, að samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið dygði ekki eftir inngöngu EFTA-ríkjanna í Evrópusambandið. Fjölmargir urðu til þess að gera þetta mál tortryggilegt og ýmsir fréttamenn, ekki síst ljósvakam- iðla, fluttu í sífellu fréttir af því, að ýmsir mætir menn, stund- um „ónafngreindir háttsettir embættismenn", væru að halda því fram, að allt væri i stórkostlegri óvissu um framhald samningsins um Evrópska efnahagssvæðið nú eftir áramótin. Fréttaflutningur af þessu tagi er mikið umhugsunarefni. Þótt einstakir fréttamenn séu persónulega áhugasamir um tiltekið málefni, verða þeir að gæta þess að fara ekki offari í predikunum og boðunum, því þá glata þeir því trausti, sem þeir verða að njóta sem fréttamenn. Hin formlega staðfesting á breytingum vegna EES-samn- ingsins, nú fyrir jól, er í fullu samræmi við það sem Jacques Delors, forseti framkvæmdastjómar ESB, og Jacques Sant- er, verðandi forseti framkvæmdastjómarinnar, sögðu mér í Brussel og Lúxemborg í júlí síðastliðnum og ég byggði fullyrð- ingar mínar á um að auðvelt yrði að tryggja stöðu EES-samn- ingsins, þrátt fyrir að að ýmis EFTA-ríki gengju nú til inn- göngu í sambandið sjálft. Hagsmunir íslendinga í Evrópusambandinu eru margvís- legir og fjölbreyttir, því er ekki að neita. Vandinn er hins vegar sá, að engar áþreifanlegar vísbendingar hafa komið fram um að Evrópusambandið geti með nokkm móti fallist á skilyrði íslendinga um forræði í sjávarútvegsmálum þeirra. Á meðan svo stendur, er vita tilgangslaust fyrir íslensku þjóðina að sækja um aðild eða ræða kosti og galla aðildar, nema á mjög almennum og óljósum nótum. Ekki er vafi á að Evrópusambandið stendur á tímamótum nú, og full ástæða er til að fylgjast vel með þróun mála þar á bæ og þeim breyt- ingum sem kunna að verða á sambandinu á næstu ámm. Óbreytt er sú ákvörðun Evrópusambandsins að taka ekki inn ný aðildarríki fyrr en undir næstu aldamót, að lokinni ríkjar- áðstefnu sambandsins. Það hefur engin vandkvæði í för með sér fyrir íslendinga, ekki síst vegna þess að við höfum tryggt okkar brýnustu hagsmuni með samningnum um hið Evr- ópska efnahagssvæði, og engir hagsmunir utan þess samn- ings kalla á skjóta aðild. Allir þessir þættir lágu ljósir fjnir áður en Norðmenn höfnuðu, með sögulegum hætti, aðild að Evrópusambandinu. En jafnvel þótt niðurstaðan í Noregi hefði orðið önnur, er rétt að ítreka að sú niðurstaða hefði ekki haft nein áhrif á stöðu íslands, né heldur breytt þeim skilyrðum, sem við hljótum ætíð að setja fyrir aðild okkar að sambandinu. Svo lengi sem við kjósum að standa utan Evrópusambandsins þurfum við að halda þannig á okkar utanríkismálum, að við tryggjum okkur áhrif eftir öllum öðrum leiðum. Við hljótum að nýta út í hörgul aðild okkar að öðrum stofnunum og samtökum og með þeim hætti skapa okkur sem flest tækifæri til að eiga samráð um og hafa áhrif á okkar eigin hagsmuni í Evrópu. Til þess munum við hafa fjölmörg tækifæri. Þótt við höfnum að svo stöddu aðild að Evrópusambandinu af framangreindum ástæðum, verðum við að vinna markvisst að því að efla pólitísk tengsl okkar við sambandið og ekki síst aðildarríki þess. Þar höfum við góða stöðu og heimatökin eiga að vera hæg. Við höfum byggt á mjög nánum tvíhliða samskiptum við flest Evrópu- sambandsríkin og þá auðvitað ekki síst hinar nýju aðildarþjóð- ir, frændur okkar og vini í Svíþjóð og Finnlandi. Ilin nor- ræna samvinna, sem í áranna rás er orðin þróuð og skilvirk, gefur okkur mörg tækifæri til að rækta tengsl okkar við Evrópusambandið og aðild okkar í Atlantshafsbandalaginu og ákvörðun ríkisstjórnarinnar og þingsins um að gerast aukaaðilar að Vestur-Evrópusambandinu gefa okkur bestu tækifæri til þess að fjalla um öryggismál okkar og þessa heimshluta í nánu sambandi við Evrópuríkin. Á fundi mínum með Jacques Delors í júlí, taldi hann að auðgert ætti að vera að koma á margháttuðum reglubundn- um fundum íslands og Evrópusambandsins og þau tengsl gætu verið á milli ráðherra. EES-samningurinn tryggði þess háttar samskipti að mati Delors. Þá má benda á, að í yfirlýs- ingu leiðtogafundar Evrópusambandsins í Essen, hinn 10, desember síðastliðinn, var undirstrikað að sambandið mundi Ieitast við að þróa nánari pólitísk og efnahagsleg tengsl við ríki innan Evrópska efnahagssvæðisins, og reyndar einnig við Sviss, sem stendur utan við öll þessi samtök. Ákvörðun norsku þjóðarinnar hlýtur að leiða til þess, að samvinna íslands og Noregs muni aukast og ríkin eiga sam- eiginlegra hagsmuna að gæta gagnvart Evrópusambandinu. Hinu má ekki gleyma, að íslendingar og Norðmenn hafa svipaða hagsmuni í hafréttarmálum almennt, og á Norður- Atlantshafínu, sérstaklega varðandi marga fískistofna. Það er mjög mikilvægt að leysa þá deilu sem nú er á milli ís- lands og Noregs, og reyndar Rússlands einnig, vegna veiða sem íslensk skip hafa stundað á alþjóðlegu hafsvæði í Bar- entshafi. Viðræður hafa farið fram á milli þjóðanna og þeim viðræðum er ekki lokið. íslendingar hafa ítrekað að þeir eru reiðubúnir til samninga um að takmarka veiðar sínar á alþjóð- legu hafsvæði gegn sanngjörnum kvóta á þorski í Barents- hafí, þannig að okkur verði tryggður reglubundinn afli og varanlegur aðgangur að veiðum þar. íslendingar eru jafn- framt refðubúnir til að tengja slíkan kvóta við stærð þorsks- stofnsins í Barentshafí megi það greiða fyrir samningum. Jafnvel kemur til greina að kvóti félli niður ef stofnstærð þorsks færi niður fyrir ákveðin mörk. Við hljótum að binda vonir við að takast megi á nýju ári að greiða úr þeirri mis- klíð sem komið hefur upp milli hinna fornu vinaþjóða, svo þær fái tóm til að vinna af fullri einurð og atorku að sameig- inlegum hagsmunamálum sínum. Staðfesting íslands á samn- ingnum um stofnun Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar í fram- haldi af niðurstöðu svokallaðra Uruguay-viðræðna innan GATT, snerist mjög um ímynd og trúverðugleika, ekki síst fyrir þjóð sem á allt slíkt undir milliríkjaviðskiptum. Við gerum heldur ekki lítið úr þeim hagsmunum smáríkja, að til séu öflugar alþjóðastofnanir, sem leita má til eftir úrskurðum í deilumálum þjóða á milli. Með Alþjóðaviðskiptastofnuninni er stigið mikilvægt skref í átt til þess að tryggja slíka réttar- vernd og jafnræði milli ríkja í viðskiptum. I svari mínu á Þorláksmessu við bréfí Peter Sutherland, framkvæmdastjóra GATT, sagðist ég fullviss þess að Alþingi myndi nú fyrir áramótin staðfesta samninginn sem að framan greindi og hefur sú orðið raunin. Jafnframt liggur fyrir samkomulag um hvemig staðið verði að þeim Iagabreytinum sem nauðsyn- legar eru hér á landi vegna, niðurstöðu Uruguay-viðræðnanna um aukið frelsi í milliríkjaviðskiptum. SAMSTARF innan Norðurlandaráðs hefur breyst nokkuð á undanfömum árum og forsætisráðherrar landannna hafa tékið ákveðna forystu um grundvallarstefnu sam- starfsins. í kjölfar samninganna um Evrópska efna- hagssvæðið létu þeir endurmeta þetta samstarf og breyta áherslum þess þannig að nú er lagður meiri þungi á norrænt menningar-, ménnta- og vísindastarf, en jafnframt er verið að draga úr samstarfi á þeim sviðum sem samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið tekur til. Jafnframt hefur vægi samstarfsins við Eystrasaltsríkin og önnur grannsvæði Norð- urlanda aukist. Á því ári, sem senn er liðið, höfðum við íslend- ingar með höndum formennsku f norrænu samstarfi. Það kemur því í okkar hlut að hafa forystu fyrir þeim breytingum á norrænu samstarfi, sem leiða af aðild Finna og Svía að Evrópubandalagiriu. Norðurlandaþjóðirnar hafa lengi átt sam- leið og við teljum varða miklu að á því verði ekki breyting, þótt þær hafí kosið mismunandi leiðir í samskiptum sínum við Evrópusambandið. Forsætisráðherrar Norðurlandanna hafa falið norrænu samstarfsráðherrunum og nokkrum for- ystumönnum í Norðurlandaráði að leggja fyrir næsta Norður- landaráðsþing tillögur um aðlögun samstarfsins að þeim aðstæðum, sem nú hafa skapast. Skýra þarf með ljósum hætti, hvaða sameiginlegu hagsmunir og gildismat standi áfram að baki samstarfinu og efla samvinnuna um þau at- riði. Norrænt samstarf verður áfram snar þáttur í utanríkis- samskiptum norrænu ríkjanna, þrátt fyrir mismunandi stöðu þeirra innan Evrópu og þar þurfa menn að halda opinni leið til umfjöllunar um þau norrænu og evrópsku mál, sem efst eru á baugi hveiju sinni. Ársins 1994 verður minnst fyrir margra hluta sakir. Þá héldu íslendingar hátíðlegt 50 ára afmæli lýðveldisins og höfðu gilda ástæðu til þess að horfa um öxl og meta með sæmilegu stolti þann mikla árangur sem þjóðin hefur náð í hálfa öld. Allt er það ævintýri líkast. Það er gömul saga og ný, það krefst þrotlausrar vinnu að byggja traust mannvirki eða öfluga starfsemi. Og með sama hætti er það ljóst, að oft þarf aðeins örskotsstund til að skaða og jafnvel eyði- leggja það sem svo langan tíma tók að byggja upp. Viðreisn- arstjómin, sem laut forystu þeirra Ólafs Thors og Bjama Benediktssonar, gerði mestu efnahagsbyltingu sem gerð var á þessari öld og færði ísland inn í nútímann. Að því verki komu margir mætir menn og sú vinna byggði á góðum undir- búningi. Auðvitað vom viðreisnarárin ekki einn sældartími, þó efnahagslegar umbætur væru gríðarlegar. Náttúruöflin hér á norðurslóð hafa mikil áhrif á gengi þjóðarinnar og í lok viðreisnarskeiðsins varð hmn í mikilvægum fískitegund- um. Viðreisnarstjóminni tókst með staðfestu og þrautseigju að rétta' efnahagslífið úr þeim kút, sem þessi efnhagsafla- brestur kom því í. Er hún fór frá, var komin efnahagsleg kyrrð á ný, verðbólgan var lág og stöðugleiki virtist vera tryggður. Sundurþykk vinstristjóm tók við völdum og á fáein- um misserum var brostin á óðaverðbólga, sem tók 20 ár að ráða niðurlögum á. Árið 1988 hófst 6 ára nýtt stöðnunarskeið í íslensku þjóðlífi. Á sama tíma tók við vinstri stjóm með afar nauman meirihluta á Alþingi. Núverandi ríkisstjórn hef- ur, þrátt fyrir efnahagsleg áföll, tekist að skapa ný og betri skilyrði fyrir atvinnulífið, í fyrstu til þess að veijast þeim áföllum sem yfir hafa dunið og nú til þess að taka fljótt og vel við þeim efnahagsbata, sem gerir vart við sig. Stöðugleik- inn hefur ekki verið meiri í annan tíma, verðbólga ekki ver- ið lægri um jafnlangt skeið í sögu lýðveldisins og vaxtastig er lægra en við höfum búið við. Islendingar hafa greitt niður erlendar skuldir sínar í þijú ár í röð um tugi milljóna króna, slíkt hefur ekki gerst áður. Það var höfuðmarkmið ríkisstjóm- arinnar að ijúfa langvarandi kyrrstöðu í hinum íslenska þjóð- arbúskap. Það var ekkert áhlaupsverk og vegna óhagstæðra ytri skilyrða tók það reyndar lengri tíma en forystumenn ríkisstjórnarinnar ætluðu sér. En nú hafa kaflaskipti orðið í efnahagslífmu og í fyrsta skipti í sjö ár verður töluverður hagvöxtur í landinu. Áætlað er að landsframleiðslan aukist um 2% milli áranna 1993 og 1994 og talið er að efnahagur muni áfram fara batnandi á næstu árum. í þessu felst að sá várnarleikur sem mótað hefur svip efnahagsstefnunnar undanfarin ár er að baki og sóknarleikurinn er framundan. Stöðugleiki er í þjóðarbúskapnum, verðbólga er svipuð eða minni en í grannlöndunum heilt kjörtímabil, skuldasöfnun erlendis er engin, viðskipti við útlönd em í góðu jafnvægi. Það er þjóðarsigur, að erlendar raunskuldir skuli hafa lækk- að um tæpa 30 milljarða á þremur ámm. Fyrir síðustu kosn- ingar var megináhyggjuefnið að ísland væri á sömu leið og Færeyjar fóm og erlendar skuldir mundu að lokum sliga þjóðina. Þá er mjög mikilvægt að samkeppnisstaða atvinnu- lífsins er nú hagfeldari en hún hefur verið um langt árabil. Sókndjarfír atvinnurekendur eiga því nú mjög góð færi og reyndar era mörg merki þess að íslenskir framleiðendur hafí verið að nýta sér batnandi skilyrði að undanfömu. Tölur tala þar sínu máli. Mikill vöxtur er í útflutningi á þessu ári, ferðaþjónustan blómstrar og fleiri greinar hafa tekið við sér. Hin mikla raunvaxtalækkun sem varð með átaki ríkisstjómar- innar og Seðlabanka fyrir rúmu ári hafa ýtt undir þessa þróun. Auðvitað era margvíslegar ástæður að baki þessum árangri. Ekki fer þó á milli mála, að þar vegur þyngst sú efnahagsstefna sem fylgt hefur verið og ekki hefur verið vikið frá, hvað sem á hefur dunið, og að aðilar vinnumarkað- arins hafa' lagt mjög raunsætt mat á þjóðhagsleg -skilyrði landsins. Stefna ríkisstjórnarinnar í ríkisfjármáluin, peninga- og gengismálum, hefur miðað að því að koma á og viðhalda stöðugleika í þjóðarbúskap og skapa jafnframt hagstæð skil- yrði fyrir vöxt og viðgang atvinnulífsins. Forystumenn á vinnumark.aði hafa lagst á sömu sveif. Þeir hafa ýtt til hlið- ar skammtíma sjónarmiðum og stuðlað að því að árangur hefur náðst, þegar til lengri tíma er horft, og nú bætist loks við að efnahagur á alþjóðavettvangi hefur verið að ná sér á strik og léttir það róðurinn hjá okkur sem öðram. Það er auðvitað meginverkefni hagstjórnar nú að stuðla að því að hið nýja vaxtarskeið verði öflugt og varanlegt. Það má skipta þessu verkéfni í tvo meginþætti. I þeim fyrri era viðfangs- efni næstu framtíðar, en hinn síðari snýst um að búa í hag- inn fyrir varanlegar framfarir. Varðandi fyrri áfangann skipt- ir tvennt mestu máli. Tryggja þarf að stjórn peningamála og ríkisfjánnála veiti nægilegt aðhald að efnahagslífínu á næstu mánuðum, til að koma í veg fyrir að verðbólga ágerist á ný. íslendingar þekkja þá sögu, að oft hefur það gerst að ríkisstjómir hafi sleppt fram af sér beislinu í aðdraganda kosninga með afdrifaríkum afleiðingum fyrir efnahagslífíð. Núverandi ríkisstjórn mun ekki falla í þá gryfju. í annan stað er nauðsynlegt að kjarasamningar verði leiddir til lykta á þeim forsendum að þeir skili launþegum góðum hag, þeg- ar litið er til nokkurra ára í senn. Aðeins hefur borið á vanga- veltum um að nú sé rétti tíminn til að sprengja stöðugleikann í loft upp með verkföllum sem hlytu að standa f marga mánuði. Slíkt era óráðsorð, sem engum verða til góðs. Það má ekki líða neinum að kæfa langþráðan efnahagsbata í fæðingunni. Menn verða að standa fastir fyrir í aðdraganda kosninga, en kosningamánuðir hafa æði oft reynst óróasam- ir og stundum hefur tekið langan tíma að bæta fyrir þann skaða sem orðið hefur við slíkar aðstæður. í öðrum áfangan- um er verkefnið að tryggja góð vaxtaskilyrði í efnahagslífinu til framtíðar og skapa almenna tiltrú á að ekki hafí verið tjaldað til einriar nætur. Þá þarf að gæta þess, að almenning- ur fái jafnt og öragglega að njóta efnahagsbatans, með vax- andi kaupmætti, sem sé í takt við þróun efnahagslífsins. Spoma þarf gegn því að þeir,. sem betur mega sín, fleyti ijómann af batanum á kosnað hinna. Þá má nefna nokkur mikilvæg atriði enn. í fyrsta lagi þarf að tryggja viðvarandi stöðugleika í þjóðarbúskap með því að halda verðbólgu í skefjum og hafa öraggt jafnvægi í viðskiptum við útlönd. Stuðla betur að góðri samkeppnisstöðu atvinnulífsins og stöð- ugleika í starfsskilyrðum þess. Samkeppnisstaða atvinnulífs- ins er traust um þessar mundir og til að tryggja að svo verði áfram þarf raungengi krónunnar að vera stöðugt, skattaum- hverfí hagstætt og vextir mega ekki vera hærri en gerist í helstu samkeppnislöndum. i þriðja lagi þarf að koma á jafn- vægi í ríkisfjármálum, án þess að auka skatta á heimili og fyrirtæki. Það hefur tekist að koma nokkram böndum á aukningu ríkisútgjalda og reyndar að draga úr þeim, en slík- ur árangur hefur ekki náðst áður. Það þarf að vera sam- staða um það í þjóðfélaginu að hallarekstur við batnandi skilyrði er óviðunandi, bæði með tilliti til áhrifa hans á vexti í þjóðfélaginu og ekki síður á hag komandi kynslóða, en lenska hefur verið í stjómmálum að henda vandanum inn í framtíð- ina og gera ungar, eða óbornar kynslóðir ábyrgar fyrir hon- um. í íjórða lagi er nauðsynlegt að auka framleiðni í þjóðarbú- skapnum sem er undirstaða bættra lífskjara. Öll þessi atriði eru mikilvæg og sagan kennir okkur að festa í þjóðfélaginu og stöðugleiki verður ekki tryggður nema að samskonar festa og stöðugleiki ríki í stjórnkerfinu sjálfu. MIKIL upplausn ríkir nú á vinstri væng stjórnmál- anna. Ekki fer á milli mála að sú ákvörðun félags- hyggjuflokkanna að bjóða ekki fram í eigin nafni í höfuðborginni sjálfri var glapræði út frá þeirra sjónarmiði, þótt stundarávinningi kunni að vera fagnað. Flokkar, sem eiga ekki erindi við 40 prósent þjóðarinnar í eigin nafni, setja auðvitað spumingarmerki við tilveru sína í landinu öllu. Mikil sundrung ríkir innan allra þessara flokka um þessar mundir og óróinn er gríðarlegur. Niðurstaða kosn- inga, sem gæti gefið tilefni til þess að þessir fimm flokkar settust að stjóm landsmála sameiginlega, mundi á auga- bragði gera að engu allar tilraunir til þess að viðhalda þeim árangri og þeim stöðugleika, sem áunnist hefur. Kostir ís- lenskra kjósenda verða því óvenjulega skýrir í þeim kosning- um sem fram fara 8. apríl næst komandi. Sjálfstæðisflokkur- inn hefur farið með forystu í þeirri ríkisstjórn sem hefur bundið enda á kyrrstöðuna og tryggt grundvöll þjóðfélags- ins. Sterk staða hans er eina öryggið sem kjósandinn hefur, eigi sá.ávinningur, sem allir skynja nú, ekki að fara fyrir lítið á markaðstorgi stjórnmálanna. Ég óska landsmönnum öllum gleðilegs árs.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.