Morgunblaðið - 31.12.1994, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 31.12.1994, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 31. DESEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ SAMNINGAR SJÚKRALIÐA S.iúkraliðar og ríkið gengu óvænt frá kjarasamningi í gærmorgun Launahækkun nemur 7% SJÚKRALIÐAR og samninga- nefnd ríkisins skrifuðu undir kja- rasamning í gærmorgun sem batt enda á verkfall sjúkraliða sem staðið hefur í sjö vikur. Samning- urinn felur í sér um 7% launa- hækkun, sem er afturvirk að hluta frá 15. júní og að hluta frá 1. október. Samningurinn gildir til áramóta eða í einn og hálfan dag. Sjúkraliðar frestuðu verkfalli eftir að samningur hafði verið undirrit- aður og mættu til vinnu á kvöld- vaktir í gær. Efnt verður tii alls- heijaratkvæðagreiðslu um samn- inginn nk. þriðjudag. Kjarasamningurinn felur í sér starfsaldurshækkun um einn launaflokk fyrir sjúkraliða sem hafa að baki tveggja ára starfsald- ur. Samningurinn gerir ráð fyrir sömu eingreiðslum og aðrir launa- þegar sömdu um á árinu. Sjúkra- liðar sem starfa á geðdeildum og endurhæfingardeildum fá viðbót- arhækkun. Þá verða tekin upp ný starfsheiti sem fela í sér launa- flokkahækkanir. Þessar breyting- ar fela í sér u.þ.b. 3,5% launa- hækkun og tekur hún gildi 15. júní 1994. Gerðardómur skilar 3,5% hækkun Meginkrafa sjúkraliða var að fá sambærilega hækkun og aðrar heilbrigðisstéttir. Til að koma á móts við þessa kröfu lagði samn- inganefnd ríkisins fram tillögu fyrr í þessum mánuði um að sér- stökum gerðardómi yrði falið að bera saman laun sjúkraliða við aðrar heilbrigðisstéttir. Sjúkralið- ar vildu að í þessum samanburði yrði einungis miðað við hjúkrunar- fræðinga, meinatækna, ljósmæður og röngtentækna. Ríkið vildi hins Sjúkraliðar mættu til vinnu síðdegisá gær eft- ir 7 vikna verkfall vegar taka mun fleiri stéttir inn í samanburðinn. Niðurstaðan varð sú að fara bil beggja. Auk fyrr- nefndra stétta mun gerðardómur taka mið af kjörum sálfræðinga, sjúkraþjálfara, iðjuþjálfara, læknaritara, læknafulltrúa, mat- vælafræðinga, matartækna og lækna. Ríkið samþykkti kröfu sjúkraliða um að ófaglærðar stétt- ir yrðu teknar út úr samanburðar- hópnum. Gerðardómur á að bera saman laun frá ársbyijun 1992 til ársloka 1994. í upphaflegri tillögu ríkisins var gert ráð fyrir að viðmiðunar- tímabilið yrði 1990-1994. Dómur- inn, sem verður skipaður tveimur fulltrúum frá ríkinu, tveimur frá sjúkraliðum og oddamanni frá ríkissáttasemjara, á að skila niður- stöðum 5. janúar nk. Samningsaðilar hafa reiknað út hvað muni koma út úr þessum samanburði. Samkvæmt heimild- um Morgunblaðsins frá báðum samningsaðilum skilar saman- burðurinn sjúkraliðum um 7% hækkun. Fyrri launahækkun kem- ur til frádráttar, sem þýðir að gerðardómurinn færir sjúkraliðum um 3,5% hækkun. Hækkunin er einnig afturvirk og kemur til fram- kvæmda 1. október 1994. Fá að starfa víðar en á hjúkrunarsviði Hluti af samningnum er að lagt verður fram frumvarp til laga um sjúkraliða. Frumvarp þetta var lagt fram á síðasta þingi og var þá strax mjög umdeilt. Aðrar heil- brigðisstéttir lýstu yfir mikilli óánægju með frumvarpið og Al- þýðusamband íslands gerir einnig alvarlegar athugasemdir við það. Frumvarpið var lagt fram á ríkisstjórnarfundi í gærmorgun. í því hefur umdeildri grein, sem fjallar um löggildingu starfssviðs sjúkraliða, verið felld út. „Við munum ekki knýja á um þessi grein verði með í frumvarp- inu. Það er aftur á móti önnur grein í þessu frumvarpi sem er okkur mjög mikilvæg, en hún fjall- ar um að sjúkraliðar geti starfað víðar en á hjúkrunarsviði," sagði Kristín Á. Guðmundsdóttir, for- maður Sjúkraliðafélagsins. Þetta þýðir að sjúkraliðum verður heim- ilt að vinna undir stjóm annarra en hjúkrunarfræðinga. Andstaða er við þetta ákvæði meðal hjúkrun- arfræðinga. Kosið á þriðjudag Það eru 12 samningsaðilar sem standa að samningnum við Sjúkra- liðafélagið. Borgarspítalinn og Ríkisspítalarnir eru stærstu aðil- amir, en auk þeirra em sjálfseign- arstofnanir, sem sinna þjónustu við aldraða, heilsustofnanir og fleiri aðilar að samningnum. Fram þurfa að fara sjálfstæðar at- kvæðagreiðslur á öllum þessum stofnunum um samninginn. Ekki nægir að greidd séu atkvæði á félagsfundum heldur þarf að fara fram allsheijaratkvæðagreiðsla. Kristín sagðist gera ráð fyrir að atkvæðagreiðslan færi fram nk. þriðjudag. Það þýðir að henni verð- ur lokið áður en gerðardómur kveður upp sinn úrskurð 5. janúar nk. ^ Morgunblaðið/Sverrir Á NÍÚNDA tímanum í gærmorgun skrifuðu sjúkraliðar og samn- ingsaðilar þeirra undir nýjan kjarasamning eftir að hafa setið á fundi alla nóttina. Hér takast Þorsteinn Geirsson, formaður samn- inganefndar ríkisins, og Kristín Á. Guðmundsdóttir, formaður Sjúkraliðafélagsins, í hendur að lokinni undirskrift. Milli þeirra stendur Geir Gunnarsson, ríkissáttasemjari. Ósamið við Garðvang og Slq'ólvang Enn er ósamið við tvær sjálfs- eignarstofnanir, Garðvang í Garði og Skjólvang á Höfn í Hornafírði. Ástæðan fyrir þessu er sú að full- trúar þessara stofnana hafa ekki tekið virkan þátt í samningavinn- unni. Skjólvangur sendi samninga- nefnd ríkisins skriflegt umboð til að ganga fram samningi, en þegar á reyndi uppfyllti umboðið ekki skilyrði. Kristín sagði að óljóst væri hver væri samningsaðili fyrir Garðvang og það hefði komið í veg fyrir að frá samningi við heimilið hefði verið gengið. Kristín sagðist ekki eiga von á öðru en að gengið yrði frá samningum við þessa að- ila á allra næstu dögum. Bæði á Garðvangi og Skjólvangi vinna fáir sjúkraliðar og eru þeir hærra launaðir en sjúkraliðar sem vinna á stofnunum í Reykjavík. Kristín sagði að* sjúkraliðar á Garðvangi gerðu ekki kröfu um launahækkanir, einungis að gerð- ur yrði við þá formlegur kjara- samningur. Sighvatur Björgvinsson Ekki ástæða tilaðóttast áhrifín SIGHVATUR Björgvinsson við- skiptaráðherra segir enga ástæðu til að óttast áhrif samninganna við sjúkraliða á efnahagslífíð. Þeir hafi einungis fengið þá leiðrétt- ingu, sem aðrar heilbrigðisstéttir hafi fengið. Sighvatur segi'r að það fari eft- ir því hvernig á málið sé litið, hvað menn telji sjúkraliða fá mikla hækkuri. „Þeir fá hækkun til sam- ræmi við þær hækkanir, sem orðið hafa að undanförnu hjá ýmsum heilbrigðisstéttum. En það er eins og ailtaf í kjaraumræðu, að á meðan stéttir eru í verkfalli fínnst öllum sjálfsagt að þær fái kjara- leiðréttingu. Um leið og þær hafa fengið kjaraleiðréttingu og verk- falli er lokið, segja menn að þetta sé ómögulegt og nú eigi allir að fá það sama. Þetta er tvískinnung- ur, sem ég geri ekkert með,“ sagði Sighvatur. — Þú lítur þá - ekkí á þessa samninga sem fordæmi í þeirri samningalotu, sem í hönd fer á nýja árinu? „Nei, aideilis hreint ekki. Sjúkraliðarnir eru seinasta heil- brigðisstéttin, sem var með lausa kjarasamninga. Þama má því segja að menn hafi verið að reka smiðshöggið á liðinn tíma.“ í samræmi við annað Sighvatur segist ekki hafa nein- ar áhyggjur af áhrifum samning- anna á efnahagslífið: JEf samið hefði verið um 15-20%, að maður tali nú ekki um 25%, eins og kenn- arar biðja um, þá he.fði það verið allt annar hlutur. En þetta er í samræmi við það, sem menn hafa verið að gera hjá heilbrigðisstétt- unum.“ Friðrik Sophusson Ekki fordæmi fyrir aðra samninga FRIÐRIK Sophusson fjármálaráð- herra segir að kjarasamningurinn, sem nú hefur verið gerður við sjúkraliða verði ekki fordæmi fyrir aðra kjarasamninga, sem gerðir verði á næstunni. Verið sé að jafna kjör sjúkraliða við aðrar heilbrigð- isstéttir. „Ég fagna því að samningar hafa náðst, en verkfallið hefur auðvitað haft slæm áhrif á hagi aldraðra og sjúkra,“ sagði Friðrik í samtali við Morgunblaðið. „Þetta var síðasta samningalotan í kjara- samningum sem hófust fyrir tveimur árum og verður að líta á samninginn með tilliti til þess að verið er að jafna kjör sjúkraliða við aðrar heilbrigðisstéttir, einkum kvennastéttir í heilbrigðiskerfinu." Verið að klára samningalotu — Er þá ekki verið að leggja línur fyrir komandi kjarasamn- inga? „Nei. Ég get ekki fullyrt ná- kvæmlega hvað kemur út úr þess- um kjarasamningi, vegna þess að hann byggir að hluta á niðurstöðu nefndar, sem mun reikna út kjara- bætur með tilliti til viðmiðunar- stéttanna. En þessi samningur getur ekki orðið fyrirmynd að komandi samningum, því að hér er verið að klára langa samninga- lotu og næsta verkefni er að snúa sér að þeim samningum, sem verða lausir um áramótin. Þar á meðal verður kjarasamningur við sjúkr- aliða. Ég sé ekkert tilefni til að þessi samningur verði fordæmi fyrir aðra samninga, sem verða gerðir á næstunni. Þvert á móti tel ég að það verði í þeim samningum að taka tillit til þess efnahags- bata, sem framundan er, og gæta þess að kjarasamningar verði í takt við hann. Annars eigum við á hættu að verðbólgan magnist og það kemur þeim ævinlega verst, sem minnst hafa launin." Friðrik sagðist sem minnst vilja segja um það hvað samningurinn við sjúkraliða kæmi til með að kosta ríkið, enda lægi ekki fyrir hver hækkunin yrði. „Það verður að taka tillit til þess að samningar við sjúkraliða hafa verið lausir í 20 mánuði," sagði fjármálaráð- herra. „Verður litið til þessa samnings“ „ÉG ER sannfærð um að það verð- ur litið til þessa samnings sem sjúkraliðar gerðu. Ég tel að hann feli í sér skref í rétt átt,“ sagði Kristín Á. Guðmundsdóttir, for- maður Sjúkraliðafélagsins. Hún segir að sjúkraliðar hefðu náð um 2% launahækkun til viðbótar frá því að slitnaði upp úr samningum á miðvikudag þar til gengið var frá samningum í fyrrinótt. „Ég hef einnig sagt að þó að okkar verkfall hefði verið brotið á bak aftur hljóti aðrir launahópar að horfa til þeirra kjarasamninga sem gerðir hafa verið á síðustu mánuðum. Með þeim var velt af stað skriðu." Kristín sagði að það kæmi sér ekki á óvart þó að forysta VSÍ væri óánægð með þann kjara- samning sem sjúkraliðar hefðu gert. „Eg tel að afstaða VSÍ hafí átt stóran þátt í þeim mótbyr sem við áttum við að etja í verkfallinu. Ég hef trú á að VSÍ hafi haft sín áhrif innan ráðuneyta." Kristín sagðist telja að undir lok samningaviðræðnanna hefði minna verið tekið tillit til sjónar- miða VSÍ. Skynsemin hefði verið látin ráða ferðinni. Höfðum 5% í hendi á miðvikudag „Þegar slitnaði upp úr viðræð- um lágu á borðinu tillögur sem við mátum að gæfu okkur um 5% launahækkun. Við höfnuðum þeim. í gær var komið á móts við okkur með virkum hætti sem leiddi síðan til þess að kallað var-til fund- ar hjá sáttasemjara aftur. Ég tel að við höfum samið á hárrétta augnablikinu." Meginkrafa sjúkraliða í verk- fallinu var að launamunur á milli hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða jafnaðist. Kristín sagði að mark- mið sjúkraliða um að launamunur þessara stétta yrði 20% hefði ekki náðst. , Kristín sagðist gera sér vonir um að samningurinn skili sjúkral- iðum umtalsverðum kjarabótum. „Það er hins vegar erfitt að segja hvað þær verða miklar vegna þess að við féllumst á tillöguna um gerðardóm og það kemur ekki í ljós strax hvað hún felur í sér.“ Kristín sagðist ekki hafa fundið fyrir öðru á fjölmennum félags- fundi í gær en að almenn ánægja ríkti meðal sjúkraliða með samn- ingána.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.