Morgunblaðið - 31.12.1994, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 31.12.1994, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. DESEMBER 1994 25 frægum ljósleiðara sem lagður var yfir fiskislóð Eyjamanna síðsumars. Róbert segir að flestir þeir notend- ur sem slegist hafi í hópinn undan- farið séu fyrirtæki, líklega ríflega helmingur þeirra sem tengst hafi í þessum mánuði, en einnig sé mikið um ungmenni sem viti ekkert og kunni ekkert í tölvumálum. „Við leggjum því mikla áherslu á þjón- ustuna," segir Róbert, „því notendur sem ekki eru tölvufróðir þurfa oft ansi mikla aðstoð á meðan þeir eru að komast af stað, meðal annars til að fínna það sem þeir vilja, en þeir eru flestir fljótir að læra grunnatrið- in og koma sér upp rútínu, sem þeir svo fylgja." Öryggismál Öryggismál á netinu hafa verið mjög til umræðu og til að mynda hafa margir áhyggjur af því að ef þeir kaupi eitthvað á netinu og gefi upp númer á greiðslukorti geti óprúttinn komist yfir númerið og nýtt í eigin þágu. Róbert segir að vissulega sé slíkt tæknilega mögu- legt í dag og það sé góður siður að gefa ekki upp greiðslukortsnúmer nema í beinu sambandi við fyrirtæk- ið sem skipta á við, til að mynda með símbréfi eða símtali. Hann seg- ist þó aldrei hafa heyrt af því að íslendingur hafi lent í slíkum hremmingum og reyndar aðeins óljósar spurnir af þessháttar frá Bandaríkjunum. „Þó þetta sé mögu- legt þá þarf tii þess mikla kunnáttu og mjög góð sambönd og mér finnst líklegt að sá sem hafi slíka'kunnáttu og slík sambönd sé að fást við arð- bærari vinnu en stela greiðslukorta- númerum," segir Róbert og hlær. Hann bætir síðan við af meiri alvöru að á næstu grösum sé lausn á þessu og segist reikna með að fyrir fyrsta febrúar verði búið að búa svo um hnútana að allt sem berist frá Mið- heimum fari í „rugluðum" pökkum, það er pökkum sem búið er að læsa á þann hátt að móttakandi geti einn lesið það sem í pakkanum er og skilið það; fyrir öðrum sé það hreint volapyk. Þetta tengist því verkefni Miðheimamanna að koma upp bóka- verslun á netinu; tölvubókaútibúi frá Bóksölu stúdenta, þar sem hægt verði að kynna sér bókaúrval, 1.600 titla alls, og kaupa bók snimmhend- is lítist mönnum á, en þetta verður fyrsta eiginlega verslunin á netinu, þar sem öll viðskipti, nema afhend- ing, fari fram í tölvu. Reiknistofnun Háskólans Reiknistofnun Háskólans hefur boðið þeim sem vilja aðgang að net- inu undanfarin ár og Douglas Brot- chie, forstöðumaður stofnunarinnar, segir að það sé í samræmi við þá stefnu Háskólans að landsmenn allir hafi aðgang að honum og sama gildi um aðgang að Internetinu og bóka- safni Háskólans. Þjónustan sé þó aðallega ætluð háskólamönnum og því lítil þjónusta veitt önnur en teng- ingin sjálf. „Þessi þjónusta er ætluð sérstökum notendahóp og við erum ekki að markaðssetja hana og sækj- umst í raun ekki eftir almennum notendum þó þeir séu velkomnir, en ‘allir þurfa að greiða fyrir aðgang, fast skrefagjald eftir því hversu not- andi er lengi í netsambandi og síðan geymslugjald, sem fer eftir því hve mikið viðkomandi geymir inni á tölvu Háskólans. Ég vil þó leggja áherslu á að við erum ekki að keppa við neinn og ef í ljós kemur að við erum að undirbjóða einkafyrirtæki verður gjaldskráin sennilega hækkuð, enda er Háskólinn ekki fyrirtæki,“ segir Douglas og bætir við að þar sem 95% notkunarinnar séu á vegum háskólaborgara, sé almennum not- anda lítið sinnt. „Ég tel affarasælast QLAIM1 ÞEKKING-REYNSLAORYGGI fyrir almennan notanda að leita til einkaaðila,“ segir hann, „því þar fær hann sérsniðna þjónustu og aðstoð." Nýherji Tölvufyrirtækið Nýheiji hefur einnig boðið upp á aðgang að Inter- netinu og Baldur Johnsen hjá Ný- heija segir að notendur þar séu nú eitthvað á annað hundraðið. Hann segir að fram til þessa hafí aðgangur verið seldur á 1.540 kr. á mánuði, og ekkert gjald verið fyrir tengitíma, en fýrirtækið hafi lagt út í töluverðar íjárfestingar til að bæta þjónustuna, auka hraðann og þess háttar og því eigi þetta gjald eftir að hækka tals- vert. „Við höfum farið rólega af stað með þessa þjónustu og mótað hana í rólegheitum, en stefnum á að auka hana til muna í byijun ársins,“ segir hann og bætir við að Nýheijamenn horfi mikið til þjónustu fyrir fyrir- tæki, sem byggist á alhliða þjónustu, umsjón tenginga og öryggisþjónustu, aukinheldur sem fyrirtæki geti þá fengið upphringisamband, X25-tengi eða jafnvel fastlínusamband, „en við ætlum ekki að vanrækja einstaklings- markaðinn“. Baldur segir að sókn Nýheija inn á Internet-markaðinn tengist ekki síst því að fyrirtækið er að fara að selja nýja útgáfu af stýrikerfinu OS/2, Warp, en í því séu innifalin ýmis Internettól, sem geri öll sam- skipti og vinnu á netinu mun auð- veldari og að öllu leyti sé betra að eiga við slíkt samband í OS/2 en í DOS óg/eða Windows. AS/400 um- hverfíð getur nú einnig tengst Inter- netinu og Baldur segir að þar opnist ýmsir samskiptamöguleikar fyrir þau fjölmörgu fyrirtæki sem byggja rekstur sinn á þeim búnaði. Framtíðarsýn Internet dagsins í dag er eins og stórborg þar sem finna má hvaðeina sem hugurinn girnist ef þú á annað borð ratar, því engin umferðarmerki er þar að fínna og engin umferðar- ljós og þar er engin löggæsla, enda var kerfi byggt upp til að geta „lif- að“ án eftirlits og miðstjórnar. Þetta stjórnleysi, sem flýtt hefur út- breiðslu kerfisins, gæti líka orðið þróuninni íjötur um fót því í straumi notenda inn á netið fljóta oft með óprúttnir tölvuþrjótar. Því er mikil umræða um öryggismál á netinu og hvernig megi best tryggja að not- andi get óhræddur farið inn á netið í leit að skemmtun og/eða fróðleik og átt viðskipti við þá sem honum þóknast án þess að eiga á hættu að lenda í klóm fjárplógsmanna eða þá að einhver tölvuþijóturinn brjótist inn á tölvuna hans og steli póstinum, eða þaðan af verra. Ýmis fyrirtæki hafa sérhæft sig í að setja upp það sem á ensku kallast firewall, eða eldvarnavegg, en líkja má við dyra- vörð sem stöðvar alla umferð og kannar hvert erindið sé, híort við- komandi hafa aðgangsheimild, eða hvort hann verði að bíða þess að einhver hleypi honum inn, tekur við pósti og kallar á aðstoð ef einhver reynir að ryðjast inn. Ýmsar útgáfur eru til að slíkum dyravörðum, þar á meðal dyraverðir sem gefa þijótnum upp rangar upplýsingar og elta hann síðan uppi og komast að- netfangi hans svo bregðast megi við á viðeig- andi hátt. Eins og Róbert nefnir þá hefur „rugltækni" líka vaxið fískur um hrygg og þannig má senda hvaða upplýsingar sem er án þess að nokk- ur geti lesið nema viðtakandi og sú samskiptategund á eftir að verða allsráðandi á næstu misserum. Internet framtíðarinnar verður því vonandi stórborg þar sem tugmillj- ónir notenda geta ferðast um vel lýstar breiðgötur, brugðið sér í versl- anir, hlustað á tónlist eða horft á sjónvarp, lesið fræðibækur eða skemmtirit og öllum er sama um lit- arhátt, trúar- eða stjórnmálaskoðan- ir eða kyn. Eins og jafnan í stórborg- um geta ævintýraþyrstir leitað uppi myrka kima og skuggahverfi þar sem lýsingin er lítil eða engin og fáar götur merktar, sumar meira að segja vitlaust — en hvenær sem er slökkt á tölvunni og horfið heim. ► Auglysing . um sameiningu samræmi vi& ofanritað verður skrifstofu Lífeyrissjóðs bókagerðarmanna að Hverfisgötu 21, skrifstofu Lífeyrissjóós Félags garðyrkju- manna aö Óóinsgötu 7 og skrifstofu Lífeyrissjóós múrara að Síóumúla 25 lokað fró og með 1. janúar 1995. Skrifstofa Sameinaða lífeyrissjóðsins er áb Suóurlandsbraut 30 IV. hæó 108 Reykjavík sími 568 6555 • Lífeyrissjóðs bókageróarmanna • Lífeyrissjóós Félags garbyrkjumanna • og Lífeyrissjóós múrara • vió Sameinaöa lífeyrissjóóinn flfcjér með tilkynnist öllum þeim, er telja til eignar e&a skuldar hjó Lífeyrissjó&i bókager&armanna kt.430269-01 19, Lífeyrissjóði Félags garðyrkjumanna kt. 610870-0159 eða Lífeyris- sjó&i múrara kt. 430269-0469 a& ókveðið hefur verið a& sameina fyrrnefnda sjóði Sameina&a lífeyrissjó&num kt. 620492-2809 fró og með 1. janúar 1995. fj||reytingar þar að lútandi hafa verið ókve&nar ó reglugerðum fyrrnefndra sjóða og hafa þær verið staðfestar af fjármólaróðuneytingu í samræmi við 2. gr. laga nr. 55/1980. jHeð vísan til fyrrnefndra reglugerða sjóðanna tekur Sameinaði lífeyris- sjóðurinn við allri starfsemi þessara lífeyrissjóða og réttindum þeirra og skyldum frá og með 1. janúar 1 995 og frá sama tíma tekur hann við öllum eignum og skuldum sjóðanna. Reykjavík, 30. desember 1994 Stjórn Lífeyrissjóðs bókagerðarmanna Stjórn Lífeyrissjóðs Félags garðyrkjumanna Stjórn Lífeyrissjóðs múrara Stjórn Sameinaða lífeyrissjóðsins *Ofey5rir ^^oameinaoi lífeyrissjóðurinn Suðurlandsbraut 30, 108 Reykjavík Sími 568 6555, Fax581 3208 Grænt númer 800 6865
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.