Morgunblaðið - 31.12.1994, Page 14

Morgunblaðið - 31.12.1994, Page 14
14 LAUGARDAGUR 31. DESEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ NEYTENDUR Flugeldaslysum hefur fækkað KAKA. Notist aðeins utan dyra á þurrum og sléttum fleti á opnu svæði. Skýtur eldkúl- um og neistaregni. Tendrið kveikinn með útréttri hendi og víkið strax frá. Haldið um handfang og beinið frá líkaman- SÓL. Notist aðeins utan dyra. Festið ekki á eldnæmt efni. Kveik- ið í kveiknum og víkið strax frá. FLUGELDAR. Skjótið flugeldum utan dyra úr stöðugri undir- stöðu. Tendrið kveik- inn með útréttri hendi og víkið strax frá. GOS. Notist aðeins utan dyra. Látið standa á sléttum fleti. Tendrið kveikinn og víkið strax frá. STANDBLYS. Notist aðeins utan dyra. Stingið þessum enda í jörðina. Tendrið kveik- inn og víkið strax frá. utan dyra. Leggið þyrluna á þurran flöt á opnu svæði. Tendrið kveikinn og víkið strax frá áður en þyrlan flýgur upp í loft. innibombu standa upp- rétta á diski. Kveikið í kveiknum og víkið strax frá. SLYSUM af völdum flugelda hefur fækkað s.l ár og eru ástæðurnar nokkrar, að mati Herdísar Storgaard hjá Slysa- vamafélagi íslands. „Áfengis- neysia er minni en áður, fiugeld- ar eru vandaðri og bannaður hefur verið innflutningur á hættulegustu gerðum flugelda.“ Sem dæmi um sprengjur sem innflutningur hefur verið bannaður á nefnir Herdís tí- volíbombur. „Þær ollu oft alvar- legum andlitsáverkum og augn- slysum." Hún hvetur til að fylgt sé leiðbeiningum þegar flugeld- um er skotið upp og kveikt er í hvers kyns sprengjum. „Leið- beiningar á íslensku fylgja öllum flugeldum og mikilvægt er að fara eftir þeim. Börn og flugeldar Börn eru oft heilluð af flugeld- um og vilja vera nálægt meðan kveikt er í þeim. Sérstaklega eru drengir spenntir fyrir að taka þátt í að senda flugelda á loft. Hér er bannað að selja yngri en 16 ára flugelda og því eiga þeir ekki heldur að skjóta þeim upp. Þótt óverulegt magn af púðri sé í hveijum flugeldi getur púður alitaf verið hættulegt. Fyrir kemur að börn leika sér með flugelda og sprengjur, henda þeim til dæmis á eftir gangandi vegfarendum eða inn í stiga- ganga, til að bregða fólki. Dæmi eru um að sprengjur hafi farið inn um hálsmál og valdið ljótum brunasárum." Ódýr en góð vörn Að sögn Herdísar hefur hing- að til a.m.k. eitt augnslys orðið um hver áramót. „Einnig verða slys á þrettándanum, þegar fólk er búið að gleyma öllum heil- ræðunum sem það hafði í huga á gamlárskvöld. Fleiri slys urðu til dæmis á síðasta þrettánda en á gamlárskvöld,“ segir hún. „Öryggisgleraugu eru mjög góð vörn þegar flugeldum er skotið upp. Þau kosta 100-200 krónur og eru seld í flestum byggingavöruverslunum. í átaki Slysavarnafélagsins fyrir þessi áramót er lögð mikil áhersla á notkun öryggisgleraugna, enda hefur komið í ljós í Danmörku, þar sem þau eru mikið notuð, að þau hafa bjargað fólki frá alvarlegum augnskaða." Gallaðir flugeldar Stundum verða brunaslys þótt fyllstu varúðar sé gætt, til dæm- is ef flugeldur er gallaður. Her- dís segir að um síðustu áramót hafí einmitt orðið slíkt slys, en þá sprakk flugeldur of fljótt. Af því hlaust alvarlegur augná- verki. Galli í framleiðslu sést ekki og lítill neisti sem fer í auga getur valdið miklum skaða. Gluggar ættu að vera lokaðir þegar flugeldum er skotið upp, því þeir geta farið inn um glugga og kveikt í innanstokksmunum. Ennfremur ber að gæta þess að skjóta ekki upp flugeldum af svölum, heldur aðeins þar sem meira rými er. Stjörnuljós og ýlur Ekkert púð.ur er í stjörnuljós- um og þau henta börnum því mjög vel. Gott er að hafa vettl- inga á höndum þegar haldið er á stjörnuljósi og brýna fyrir börnum að halda stjörnuljósinu frá andlitinu. Nælon-gallar barna eru mjög eldfimir og því varasamir þegar mikið er verið með eld eins og á gamlárskvöld. Ýlur, t.d. froskar og flugvél- ar, njóta talsverðra vinsælda, sérstaklega hjá yngri kynslóð- inni. Þær hlykkjast hratt áfram og varhugavert er að kveikja í þeim innan um hóp af fólki. Dæmi eru um að ýlur hafi farið ofan í stígvél og valdið ljótu brunasári. Lífshættulegar sprengjur Heimatilbúnar sprengjur eru lífshættulegar. Foreldrar þurfa að vera mjög á varðbergi og gæta að því að ekki fari fram sprengjugerð í kjallara eða bíl- skúr. Krökkum finnst oft ekki nægur kraftur eða hvellur í flug- eldum sem á boðstólum eru og vilja gera kraftmeiri sprengjur. Þær hafa valdið hræðilegum slysum, sem hafa haft mjög al- varlegar afleiðingar og varan- lega orörku í för með sér.“ Fjöldi manns gerir sér glaðan dag á nýárskvöld ALLMARGIR ætla að borða, syngja, dansa og skemmta sér langt fram eftir nóttu á nýárskvöld. STÓRDANSLEIKIR á nýárskvöld hafa átt auknum vinsældum að fagna undanfarin ár og víða er löngu upp- selt. Eftirfarandi veitingastaðir bjóða upp sérstaka nýársfagnaði með margrétta kvöldverðum, skemmtiat- riðum og dans fram eftir nóttu. Perlah í Perlunni er 6 rétta matseðill á 13.000 kr. Innifalið í verði er freyði- vín í fordrykk, borðvín með matnum og kaffi og koníak eða líkjör á eftir. Gestgjafar verða Egill Ólafsson, Edda Heiðrún Bachmann og Örn Árnason. Boðið verður upp á leyni- skemmtiatriði og hljómsveitin Sam- bandið leikur fyrir dansi. Að sögn Halldórs Skaftasonar veitingastjóra er uppselt því 315 matargestir hafa þegar tryggt sér miða. Amma Lú Amma Lú rúmar 200 matargesti og var uppselt í byrjun desember. Ingi Þór Jónsson framkvæmdastjóri segir að einhveijir hafi heltst úr lest- inni og því séu örfá sæti laus. Ekki verði selt inn á dansleik eftir borð- hald, en þá leikur stórhljómsveit Egils Ólafssonar. Veislustjóri er Karl Ágúst Úlfsson. Auk leyniskemmtiat- riðis syngja Sigrún Hjálmtýsdóttir og Borgþór Pálsson. Helena Jóns- dóttir og hennar lið sýna spunadans við söng Margrétar Eir. Miðaverð er 12.500 kr., innifalið er kampavín í fordrykk og/eða drykkur að eigin vali á barnum, fjór- rétta kvöldverður, hvítvín eða rauð- vín með matnum, kaffí og koníak eða líkjör á eftir. Allar konur fá gjaf- ir, þ.á.m. skartgrip, að andvirði sex þús. kr. Hótel Borg Með freyðivíni í fordrykk og þriggja rétta máltíð kostar 6.900 kr. á nýársfagnað Hótel Borgar. Valur Bergsveinsson veitingastjóri segir að 140 manns hafi þegar staðfest pant- anir sínar, en staðurinn rúmi 170 matargesti. Eftir kl. 00.30 verður opið hús og er aðgangseyrir 2.000 kr. Szymon Kuran fiðluleikari og Karl Möller píanóleikari leika undir borð- haldi en hljómsveitin Skárri en ekk- ert leikur fyrir dansi. Hótel Saga Langt er síðan 360 matargestir tryggðu sér miða fyrir 4.900 kr. á nýársfagnað ’68 kynslóðarinnar á Hótel Sögu. Eftir borðhald verður selt inn á dansleik fyrir 1.500 kr. Veislustjóri er Signý Pálsdóttir leik- húsfræðingur, Tryggvi Pálsson full- trúi fjármálageira ’68 kynslóðarinnar flytur hátíðarræðu og Halldór Gunn- arsson fyrrum liðsmaður Þokkabótar stjórnar fjöldasöng. Hljómsveitin Popps leikur fyrir dansi. Leikhúskjallarinn Nýársfagnaður Leikhúskjallarans kostar 7.500 kr. með sexrétta kvöld- verði, sem 120 manns gæða sér á. Strokkkvartettinn leikur undir borð- haldi, en fyrir dansi leikur nýja hljómsveit hússins Fjallkonan, en Jón Ólafsson úr Nýdanskri er forsprakki sveitarinnar. Auk þess sem hljóm- sveitin verður með ýmis konar sprell mun Valgeir Guðjónsson skemmta. Uppselt er fyrir matargesti en eftir borðhald verður selt inn á dansleikinn og kostar miðinn 2.000 kr. Hattar og knöll fylgja með. Naustið Örfá sæti eru enn laus fyrir matar- gesti á nýársfagnað í Naustinu. Sér- stakur nýársmatseðill kostar 5.500 kr. Gylfi Gunnarsson og Guðbjartur Sigurðsson leika „dinnertónlist" og síðar fyrir dansi. Hótel ísland Arnar Laufdal framkvæmdastjóri Hótel Islands segir meiri aðsókn en í fyrra á nýársfagnað hússins. Húsið rúmi mörg hundruð manns og því sé ekki uppselt, en margir hafi pant- að borð í byijun desember. Boðið er upp á fjórrétta matseðil á 7.500 kr. Miðaverð á dansleik eftir borðhald er 2.000 kr. Veislustjóri er Garðar Cortes. Hann og óperusöngvararnir Ólafur Árni Bjarnason, Ólöf Kolbrún Harð- ardóttir ásamt kór íslensku óperunn- ar syngja nokkur lög og félagar úr Sinfóníuhljómsveit íslands leika fyrir dansi undir stjórn Páls Pampichler Pálssonar. Hótel Örk Kristín Aðalsteinsdóttir sölustjóri á Hótel Örk segir að ekki hafi áður verið lagt eins mikið nýársfagnað og í ár. Með freyðivíni í fordrykk, fimm rétta kvöldverði, borðvíni og kaffi og koníaki eða líkjör kosti miðinn 7.500 kr. Magnús Blöndal Jóhanns- son tónskáld leikur íl píanó undir borðhaldi. Elín Ósk Óskarsdóttir og Kjartan Ólafsson frumflytja dútetta og Lára Rafnsdóttir leikur undir á píanó. Ennfremur skemmta Þórhall- ur Sigurðsson (Laddi) og Baldur Bijánsson og hljómsveitin Krass leik- ur fyrir dansi. Boðið er upp á gistingu með morg- unverðarhlaðborði fyrir 2.300 kr. Hótelið býður jafnframt akstur til og frá staðnum ef 10 manns samein- ast um bíl. Kristín segir að hótelið rúmi allt að 400 manns í mat, þegar sé búið að selja mikið en ennþá sé laust, enda séu margir salir og hægt að stækka eftir þörfum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.