Morgunblaðið - 14.01.1995, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 14. JANÚAR 1995
MORGIffNBMÐIÐ
FRÉTTIR
Ung söngkona vakti athygli á Vínartónleikum SÍ
„Viðtökumar stappa
í mig stálinu“
ÞÓRA Einarsdóttir, 23 ára sópr-
ansöngkona, kom í fyrsta skipti
fram sem einsöngvari með Sinf-
óníuhljómsveit íslands í Vínartón-
leikum hljómsveitarinnar á fyrra-
dag.
Aheyrendur gerðu góðan róm
að söng hennar og í dómi Jóns
Ásgeirssona,r sem birtist í Morg-
unblaðinu i dag, er hún sögð „ein
af efnilegustu söngkonum okkar
Islendinga". Jón nefnir sérstak-
lega söng Þóru í einu aukalagi
tónleikanna, „Wien, du Stadt
meiner Traume“ eftir Rudolf Si-
eczynski, og segir að „Þóra hafi
„slegið í gegn í þessu Ijúfa lagi“.
Þóra er ekki óvön viðurkenn-
ingum af ýmsum toga þrátt fyrir
ungan aldur, og má meðal annars
geta þess að hún var fyrsti styrk-
þegi úr minningarsjóði um Jean
Pierre Jacquillat, sem var aðal-
stjómandi Sinfóníuhljómsveitar
Islands til margra ára. Einnig
hlaut hún styrk úr menningarsjóði
Visa-íslands. Henni var boðið að
syngja á Vinartónleikum SÍ í kjöl-
far þess að hún söng einsöng með
Islensku sinfóníettunni í Washing-
ton í október sl., undir stjóm nú-
verandi aðalstjórnanda SI,
Finnanum Osmo Vanska.
Skóli í anda atvinnumennsku
Að loknu námi frá Söngskólan-
um í Reykjavík hélt Þóra til Lund-
úna árið 1992, þar sem hún neraur
nú við óperudeild Guildhall School
of Music and Drama og sækir
söngtima hjá Lauru Sarti. Kærasti
hennar, Björn I. Jónsson tenór,
nemur einnig við skólann en aðrir
Islendingar em þar ekki.
Fleiri Islendingar em þó við
söngnám í Lundúnum, og segir
Þóra að þeir hafi samband sín á
milli, og hittist m.a. einu sinni í
mánuði til að syngja í kór við
guðsþjónustur sem Jón Baldvins-
son, sendiráðsprestur Islands í
borginni, heldur fyrir landa sína.
Þóra segir að fjöldi íslenskra
söngnema í fámennum óperu-
deildum skóla í Lundúnum hafi
vakið athygli, ekki síst sökum fá-
mennisins á íslandi, og heima-
menn hafi lýst yfir undmn sinni
vegna þessarar „íslensku flóð-
bylgju".
Operudeild Guildhall School er
afar virt. „Skólinn er að flestu
leyti eins og atvinnuóperuhús, að
því undanskildu að við fáum ekki
greitt fyrir okkar vinnu, nema í
formi þjálfunar og reynslu," segir
Þóra. Hún söng m.a. hlutverk
Olympiu í Ævintýmm Hoffmanns
eftir Offenbach sl. vor, hlutverk
í óperanni Freistingin skapar þjóf-
inn eftir Rossini og á eftir að
syngja í tveimur óperam áður en
námi lýkur.
Hún heldur aftur til Lundúna á
morgun og byrjar á mánudags-
morgun að æfa ópera Benjamins
Brittens, Lucretiu nauðgað. Þóra
segir að atvinnufólk í sönglistinni
fylgist náið með söngnemum skól-
ans, auk þess sem birst hafi dóm-
Morgunblaðið/Sverrir
ÞORA Einarsdóttir söng ein-
staklega fallega á Vínartón-
leikum Sinfóníuhljómsveitar
Islands á fimmtudag og
klöppuðu áheyrendur henni
lof í lófa að þeim loknum.
ar í enskum blöðum um frammi-
stöðu nemendanna. 1 The Times
birtist dómur í desember þar sem
söngurÞóra fékk lofsamlega um-
sögfn. „I einhveiju blaðinu birtist
dómur, þar sem mín var getið sem
„konunnar með eftirnafnið sem
enginn getur borið fram“, en ég
hafði samt gaman af þessum um-
mælum,“ segir Þóra.
Hún lýkur námi frá skólanum í
vor og segist ætla að búa í Londón
i ár að námi loknu og reyna fyrir
sér í hörðum heimi atvinnusöngv-
arans. „Ég ætla að byija hægt og
flana ekki að neinu, en er þó bjart-
sýn fyrir eigin hönd og vil standa
mig. Viðtökurnar hérna heima
hafa óneitanlega stappað í mig
stálinu."
Formaður Alþýðubandalags
um vinstri stjórn
Sýnir ekki vilja
til samstarfs
ÓLAFUR Ragnar Grímsson, for-
maður Alþýðubandalagsins, segir
sérkennilegt að formaður Fram-
sóknarflokksins sé fyrir kosningar
að mikla fyrir sér erfiðleika við
að mynda vinstri stjórn. Það vekji
upp spurningar um áhuga hans á
slíku stjórnarsamstarfi. Kristín
Ástgeirsdóttir, þingkona Kvenna-
listans, segist telja eðlilegt að
kanna fyrst möguleikana á slíkri
stjórn ef núverandi stjórn missir
meirihluta sinn.
Á fundi framsóknarmanna í
fyrrakvöld sagði Halldór Ásgríms-
son að margt benti til þess að erf-
itt gæti orðið að mynda ríkisstjórn
með þeim flokkum sem nú eru í
stjómarandstöðu. Vísaði hann
m.a. til upplausnar í Kvennalista
og óvissu með Þjóðvaka. Kristín
Ástgeirsdótir segir að fréttir af
ástandinu innan Kvennalistans séu
mjög orðum auknar. Vissulega
væri ákveðinn vandi í framboðs-
málum á Reykjanesi en annars
staðar væri allt í sómanum.
Fyrsti kostur
Kvennalistans
Spurð um ummæli Halldórs um
erfiðleika á stjórnarmyndun segist
Kristín ekki sjá sérstök rök fyrir
þeim. „Við höfum unnið vel saman
á þessu kjörtímabili. Ég tel að
stjórn með stjórnarandstöðuflokk-
unum yrði fyrsti kosturinn sem
við könnuðum, ef við fengjum til
þess styrk, þó við lokum engum
möguleikum.“
Ölafur Ragnar segir að um-
mæli Halldórs veki óneitanlega
upp þá spurningu hvort Framsókn-
arflokkurinn muni bara til mála-
mynda ef þá nokkuð kanna mögu-
leika á vinstri stjórn eftir kosning-
ar. Þegar það svo mistakist vegna
lítils áhuga þeirra sjálfra verði
hægt að vísa til þess að það hafi
verið sagt í janúar að erfiðlega
myndi ganga.
„Ég tel að ef menn hafi raun-
verulegan áhuga á tilteknu stjórn-
armynstri sæki þeir það af kappi
og reyni frekar að sýna fram á
kosti þess og möguleika. Ef byijað
er að draga úr mönnum kjarkinn
og lýsa erfiðleikunum sýnir það
ekki mikinn áhuga,“ segir Ólafur
Ragnar. Hann viðurkennir hins
vegar að tilkoma Þjóðvaka hafi
truflað þá mynd sem við blasti
áður þegar Framsóknarflokkur,
Alþýðubandalag og Kvennalisti
höfðu afgerandi foiystu á stjórnar-
flokkana í skoðanakönnunum.
Hatrömm prófkjörsbarátta framsóknarmanna á Norðurlandi vestra
B
)ARÁTTAN um efsta sætið á
Uramboðslista Framsóknar-
"flokksins í Norðurlandskjör-
dæmi vestra verður sífellt hatramm-
ari. Prófkjörið er haldið í dag og á
morgun og bjóða báðir þingmenn
kjördæmisins sig fram í 1. sætið,
Páll Pétursson á Höllustöðum sem
skipar það sæti fyrir og Stefán Guð-
mundsson á Sauðárkróki sem skipað
hefur 2. sætið.
Stuðningsmenn beggja saka hinn
hópinn um að vilja útiloka sinn fram-
bjóðanda, kjósa hann ekki í annað
sætið heldur sleppa honum alveg.
Þá eru trúnaðarmenn flokksins við
utankjörstaðaratkvæðagreiðslu
ásakaðir fyrir að bijóta reglur próf-
kjörsins við utankjörstaðaratkvæða-
greiðslu.
Vísbending um vilj'a
til breytinga
„Kjördæmisráð ákvað að prófkjör
skyldi fara fram. Ég tel að það hljóti
að vera vísbending um að menn vilji
einhveijar breytingar,“ segir Stefán
þegar hann er spurður um ástæðu
þess að hann gaf kost á sér í fyrsta
sætið á móti Páli. Hann segir að
fjöldi fólks úr öllu kjördæminu hafi
haft samband við sig og hvatt til
þess að_ gefa kost á sér í fyrsta
sætið. „Ég ákvað að verða við þessu
og tel það rétta ákvörðun. Ég hef
mikinn áhuga á að leiða listann í
kosningunum og áfram á næsta
kjörtímabili.“ Spurður að því hvort
það væri gert í þeim tilgangi að
koma frekar til greina sem ráðherra-
efni ef flokkurinn sest í ríkisstjórn
segir Stefán að draumur um ráð-
herraembætti hafi aldrei kvalið sig.
„Fyrst þarf að leiða flokkinn í gegn-
um kosningar og til þess
að komast í ríkisstjórn
þarf flokkurinn að koma
sterkur út úr þeim.“ Stef-
án vill ekki tjá sig um það
hvort staða Páls í flokkn-
um sé þannig að hann kæmi síður
til greina sem ráðherraefni ef flokk-
urinn færi í ríkisstjórn.
Páll segist engar athugasemdir
gera við ákvörðun Stefáns, þó hún
hefði komið óvænt og mátt bera að
Þingrnennirair
útilokaðir á víxl
Páll Pétursson virðist hafa yfírhöndina í barátt-
unni við Stefán Guðmundsson um forystusætið á
framboðslista Framsóknarflokksins á Norðurlandi
eystra. Helgi Bjarnason skrifar um harðvítuga
baráttu fylkinga og ásakanir sem ganga á milli,
meðal annars um brot á reglum prófkjörsins.
„Lýk barátt-
unni á drengi-
legan hátt.“
með öðrum hætti. Þetta hafi leitt til
þess að prófkjörið snerist upp í bar-
áttu þeirra tveggja, í stað þess að
vekja athygli á nýjum frambjóðend-
um. „Það liggúr ljóst fyrir að ein-
hver hluti framsóknarmanna vill
losna við mig og það kemur í ljós í
prófkjörinu hvað hann er stór. Ég
verð hins vegar var við víðtækan
stuðning og heyri að framboð Stef-
áns fer ekki vel í alla,“ segir hann.
Sefur 150 nætur
á Höllustöðum
í umræðunni er það notað gegn
Páli að hann sé ekki nógu mikill
heimamaður og jafnvel vísað til þess
---------að kona hans, Sigrún
Magnúsdóttir, er framar-
lega í borgarstjórnarmál-
um í Reykjavík. Einnig
að hann sé kominn út í
.......1 hom í flokknum og kæmi
ekki til greina sem ráðherraefni.
Páll segist hafa heyrt um fyrra atrið-
ið en telur það léttvæga röksemd.
Bendir hann á að vegna þessara
umræðna hafi dóttir hans farið í
dagbók sína til að athuga hvað hann
hafi verið mikið heima. Það hafi leitt
í ljós að hann hafi sofið á Höllustöð-
um 152 nætur á síðasta ári og svip-
að árið áður. „Ég veit ekki hvort ég
get verið meira heima án þess að
vera sakaður um vinnusvik. Ég tel
mig halda góðum tengslum við kjör-
dæmið. Þá er Sigrún mér ómetanleg-
ur styrkur í pólitíkinni,“ segir hann.
Várðandi ráðherramálið segir hann
allt of snemmt að fara að skipta
ráðherraembættum. Þá bendir hann
á að í sögu flokksins hafi það komið
oft fyrir að þingmenn úr 2. sæti
hafi orðið ráðherrar.
Frambjóðendurnir segja að ekki
sé um mikinn málefnalegan ágrein-
ing að ræða. Stefán segir hins vegar
að þeir Páll séu ólíkir menn, eins
og flestir viti, og hafi mismunandi
áherslur. Hann segist telja listann
sigurstranglegri með sig í fyrsta
sætinu og Pál í öðru en öfugt. Páll
segist hvetja menn til að hafa röð
efstu manna óbreytta. „Ég er ekki
sannfærður um að listinn verði
sterkur með Stefán í fyrsta sæti og
mig í öðru. Ég hef beitt mér mjög
í ýmsum málum og ef mér yrði hafn-
Stefán
Guðmundsson
að í fyrsta sætið myndi málflutning-
ur minn missa mikinn þrótt,“ segir
hann. Stefán segist vera tilbúinn til
að sætta sig við annað sætið, nái
hann ekki því fyrsta, en Páll segist
engar yfirlýsingar vilja gefa um það
hvort hann myndi þiggja annað sæt-
ið. Segir aðeins að það sæti sé hveij-
um manni fullboðlegt þar sem
flokkurinn eigi tvo þingmenn vísa
ef hann eyðilegði ekki fyrir sér með
innanflokksófriði.
Vegna harðrar baráttu má búast
við því að hluti framsóknarmanna
kjósi aðeins annan þingmanninn í
efstu sæti. I kjördæminu er talað
um að stuðningsmenn Stefáns hafi
myndað kosningabanda-
lag við Elínu R. Líndal á
Lækjarmóti í Vestur-
Húnavatnssýslu, sem síð-
ast var í 3. sætinu, um
stuðning við Stefán í efsta
sætið og Elínu í annað. Einnig að
Páll hafi mýndað svipað bandalag
við Siglfirðinga um stuðning við
frambjóðanda þeirra, Sverri Sveins-
„Vopnin
snerustí
höndum.“
sögur en neituðu þátttöku í banda-
lögum.
Kosið heima á bæj'um
Ljóst er að stuðningsmenn Páls
litu á framboð Stefáns í fyrsta sæt-
ið sem ógnun og brugðust Páll og
fylgismenn hans hart við. Hófu þeir
mikla gagnsókn og telja viðmælend-
ur í kjördæminu að Páll hafi tryggt
sér öruggan stuðning til áframhald-
andi setu í forystusætinu. En vopnin
hafi hins vegar snúist í höndunum
á Stefáni. „Það getur allt gerst í
prófkjöri og ég hef aldrei litið á 2.
sætið sem eign. Þau vinnubrögð sem
eru viðhöfð vekja hins vegar athygli
mína. Stuðningsmenn Páls Péturs-
sonar hafa stórskemmt prófkjörið
og mun það draga þann dilk á eftir
sér sem ég efast um að þeir hafi
burði til að ráða við að loknum kosn-
ingum,“ segir Stefán.
Með þessu er Stefán að vísa til
utankjörstaðaratkvæðagreiðslu í
sveitunum. Skipaðir voru trúnaðar-
menn til að annast kosninguna. Einn
trúnaðarmaður í Skagafirði, sem
jafnframt er dyggur stuðningsmaður
Páls, er sakaður um að aka á milli
bæja til að láta fólk kjósa, án þess
að það hafi óskað eftir heimsókn
hans að fyrra bragði og síðar dreift
kjörseðlum. Þorsteinn Ásgrímsson,
formaður kjörnefndar, telur að regl-
ur hafi ekki verið brotnar enda séu
þær nokkuð rúmar. Trúnaðarmönn-
um sé heimilt að fara heim til þeirra
sem þess óska og láta kosninguna
fara þar fram. Hins vegar sé erfitt
að halda utan um það hvor aðilinn
hafi frumkvæðið í einstökum tilvik-
um.
Páll segist ekki vita til þess að
prófkjörsreglur hafi verið
brotnar. „Eg sé alveg
markið á þessu, þetta eru
örvæntingarviðbrögð frá
mönnum sem finna að
þeir eru að tapa.“ Stefán
baráttan hafi gengið út
„Ég tek ekki þátt
ég ætla að
son sem var í 4. sætinu. Báðir fram-
bjóðendurnir könnuðust við þessar
segir að
fyrir ystu mörk.
í svona vinnubrögðum,
ljúka baráttu minni á drengilegan
hátt,“ segir Stefán og vill spara yfir-
lýsingar þar til eftir prófkjörið.