Morgunblaðið - 14.01.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 14.01.1995, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUK 14. JANÚA'R 1995 'MöMliyLÁÖlÐ FRÉTTIR Fíllinn of líkur grísnum Heilbrigðisráðherra um yfirlýsingar læknafélaganna Fj árhagslegir hags- munir settir á oddinn BÓNUS sf. hefur krafíst þess að Austurlenska vöruhúsið í Hafnarfírði hætti þegar notkun vörumerkis fyrir- tækisins og fjar- lægi það af versi- unarhúsnæði þess þar sem það bijóti gróflega gegn hags- munum Bónuss. Um- rætt vörumerki Austur- lenska verslunarfé- lagsins er spari- f ^ baukur í formi jö' bleiks ffls á gulum J grunni, en vöru-^xT^ . y merki Bónuss sf. er v^jfcL/® bleikur sparigrís á gulum grunni. Að sögn Boga Jónssonar, eiganda Austurlenska vöruhússins, var fyrir- myndin að vörumerki hans sparibauk- ur frá íslandsbanka. Skilti með vöru- merki fyrirtækisins var sett upp á verslunarhúsnæðinu í gær, og skömmu síðar barst skeyti frá lög- manni Bónuss þar sem því var haldið fram að vörumerkið bijóti gróflega gegn hagsmunum Bónuss. Jafnframt var tilkynnt að verði vörumerkið ekki íjarlægt af verslun- arhúsnæðinu og notkun þess hætt eigi síðar en innan sólarhrings myndi Bónus grípa til nauðsynlegra aðgerða. Bogi sagði að hann hefði fengið faglega umsögn um málið og ljóst væri að þetta væri á því sem kalla mætti grátt svæði. Sagðist hann ekki ætla að hætta notkun vörumerkisins að svo stöddu heldur láta reyna á það hvaða aðgerða Bónus myndi grípa til. SIGHVATUR Björgvinsson heil- brigðisráðherra segir að yfirlýs- ingar frá læknafélögum um að félagsmenn þeirra treysti sér ekki til að starfa samkvæmt samning- um við Tryggingastofnun ríkisins verði tilvísanakerfi komið á taki af allan vafa um að fagleg sjónar- mið séu ekki sett á oddinn heldur fremur fjárhagslegir hagsmunir lækna. Fjöldi ályktana hefur verið sendur út af hinum ýmsu læknafé- lögum þar sem þau mótmæla harð- lega áformum um tilvísunar- skyldu. Telja nokkur þeirra sér ekki fært að starfa innan slíks kerfis né fyrir Tryggingastofnun ríkisins. Segir meðal annars í ályktun fundar Skurðlæknafélags íslands að ekki hafi verið sýnt fram á fjárhagslegan ávinning til- vísanaskyldu og sé óhagræði og skrifræði sem af henni hljótist augljóst. Skoði landslög „Ég bið lækna um að skóða nánar sína stöðu og landslög áður en þeir rasa um ráð fram. Þetta sýnir einfaldlega það að ágreining- urinn snýst ekki um heilbrigðismál eða sjúklingana heldur eru þetta hrein hagsmunaátök. Þeir lýsa því yfir að þeir ætli í verkfall gegn Fagleg sjónarmið ráða ekki afstöð- unni til tilvísana- kerfisins ríkinu sem vinnuveitanda. Sér- fræðingar fara ekki í verkfall vegna sjúklinga heldur vegna hagsmuna sjálfra sín,“ segir Sig- hvatur. Sighvatur vísar á bug fullyrð- ingum lækna í þá veru að ekki hafi verið sýnt fram á fjárhagsleg- an ávinning af tilvísanakerfinu. í þeim löndum sem tilvísanakerfi sé við lýði sé það viðurkennt að fjár- munir séu vel nýttir og heilbrigðis- þjónusta á mjög háu stigi. Margir þessara sérfræðinga hafi sjálfir numið eða unnið í löndum þar sem þetta kerfi er í gildi. „Margir sérfræðingar sem eru með rekstur úti í bæ eru jafnframt á launaskrá sem sérfræðingar á spítölum hjá ríkinu. Þeir eru vænt- anlega ekki að segja upp þeim störfum sínum. Það myndi gerast í mörgum tilvikum að í stað þess að sérfræðingar fá sjúklinga á stofur sínar úti í bæ fengju þeir þá til sín á spítalana þar sem þeir vinna sem Iaunþegar. Er þeim það eitthvert kappsmál? Það hefur ekki komið fram ennþá að sér- fræðingar hyggist líka segja upp sem launþegar,“ segir Sighvatur. Könnun Ríkisendurskoð- mm minnti á könnun Ríkis- endurskoðunar á launamálum lækna sem gerð var fyrir tveimur árum en þar hefði komið fram að dæmi væru til þess að yfirlæknir í fullu starfi hjá ríkinu sem væri jafnframt með rekstur stofu úti í bæ hefði haft hærri tekjur fyrir rekstur stofunnar en sérfræðingur í sömu starfsgrein sem eingöngu var með stofurekstur. Þriðjungur til helmingur af tekjum þeirra 800 lækna sem könnunin náði til var vegna starfa á eigin stofu. Sighvatur benti einnig á nefnd sem hann skipaði til að fara ofan í þessi mál. í henni hefði formaður Læknafélags íslands átt sæti. Nefndin hefði staðfest niðurstöður Ríkisendurskoðunar. „Ég átti ekki von á svo hörðum viðbrögðum því ég vænti þess ekki að læknar gerðu það strax svo augsýnilegt að deilan stæði ekki um stefnu í heilbrigðismálum held- ur um fjárhagslega hagsmuni,“ segir Sighvatur. Stóra stundin ERILL var í Borgarleikhúsinu í gærkvöldi, rétt fyrir frumsýn- ingu á stærstu uppfærslu árs- ins, söngleiknum Kabarett. Á meðan gestir lögðu bílum sín- um, kíktu í leikskrána eða fengu sér konfektmola var verið að leggja síðustu hönd á förðun leikara og búninga, sem óneit- anlega setja mikinn svip á sýn- inguna. Talsverð spenna lá í loftinu; 15 mínútur til stefnu og gættu Ingvar E. Sigurðsson og Edda Heiðrún Backman þess vand- lega að útlitið væri sem skyldi og allt á sínum stað, en þau fara með hlutverk skemmtana- stjórans og Sally Bowles í sýn- ingunni. Þótt sumir væru spenntir var ekki annað að sjá en að sviðsmennirnir væru hinir rólegustu. Sátu þeir í makindum og spiluðu í einu herbergjanna og létu ysinn utandyra sig litlu skipta. Morgunblaðið/Sverrir Borgarsijóri leggur til að staða forstöðumanns Kjarvalsstaða verði auglýst Stefnubreyting í ráðningarmálum INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir borgarstjóri, hefur ákveðið að leggja til við borgarráð að staða forstöðumanns Kjarvalsstaða verði auglýst laus tii umsóknar, eftir að ósk þar að lútandi barst frá samtök- um myndlistarmanna. Ráðningarsamningur Gunnars B. Kvaran forstöðumanns rennur út 1. febrúar næstkomandi og hefur menningarmálanefnd samþykkt samhljóða tillögu um að hann verði endurráðinn. Gunnar kvaðst í sam- tali við Morgunblaðið ætla að sækja um stöðuna. Borgarstjóri segir það tímabært að tekin verði upp sú grundvallar- regla að allar stöður yfirmanna, nýjar stöður og aðrar stöður sem losna hjá borginni, verði auglýstar hér eftir. Þannig gefist fólki kostur á að koma sér á framfæri. Skiptar skoðanir eðlilegar Gunnar segir að viðbrögð mynd- listarmanna hafi ekki komið sér sérstaklega á óvart, og í ljósi þess að gerð hafi verið stefnubreyting á ráðingarmálum innan borgarkerfis- ins, sé ósköp eðlilegt að staða for- stöðumanns sé auglýst iaus. „í stöðu sem minm, þar sem far- ið er með ákveðið vald, í þessu tii- viki í listasafni, eru alltaf skiptar skoðanir um framgang og listrænt forræði á hverjum tíma. Því má alltaf búast við slíkum viðbrögðum. Ég vænti þess að starfsemi safnsins og inntak þess verði skoðað, og ráðning verði metin út frá þeim forsendum þegar væntanlegar um- sóknir eru metnar,“ segir hann. „Miðað við þá menntun sem ég hef og reynslu, tel ég mig hafa sann- gjarna möguleika á að fá endur- ráðningu." Dugandi og áhugasamur „Almennt finnst mér ekkert óeðli- legt við, þegar menn eru ráðnir tíma- bundinni ráðningu, að þeir eigi möguleika á framlengingu,“ segir Ingibjörg. „Sérsfaklega ef að þeim sem verið er að vinna fyrir líkar vel þeirra störf og það er með Gunnar. Hann hefur verið mjög dugandi og áhugasamur forstöðumaður. Ég get því vel skilið menningarmálanefnd og stuðning hennar við hann.“ „Gunnar hefur staðið sig vel og við vildum hafa hann áfram,“ sagði Guðrún Jónsdóttir formaður menn- ingarmálanefndar. „Það er menn- ingarmálanefndar að leggja fram tillögu um ráðningu í stöðuna og nefndin samþykkti samhljóða að mæla með endurráðningu Gunnars í stöðuna. Okkur fínnst ekki óeðli- legt að endurráða einu sinni.“ Tillaga um sex ár Inga Jóna Þórðardóttir og Jóna Gróa Sigurðardóttir borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, bókuðu að óþarfi væri að taka fram í tillög- unni ákveðin tímamörk um hversu oft yrði endurráðið í stöðuna. Guð- rún sagði að sér fyndist æviráðning í stöðuna ekki koma til greina en ástæðulaust að banna endur- ráðningu einu sinni. „Menn þurfa sinn tíma til að ná sér á strik,“ sagði hún. „Við lögðum til að endurráðning næði til sex ára eins og upphaflegi ráðningartíminn en það má auðvitað endurskoða." Heimur vínsins í Perlunni Áfengis- varnaráð segir lög vera brotin ÁFENGISVARNARÁÐ telur að lögregian eigi að grípa inn í sýningu sem haldin verður um helgina í Perlunni undir yfir- skriftinni Heimur vínsins. „Við teljum að þarna sé verið að bijóta áfengislög þar sem kveðið er á um að áfengisaug- lýsingar eru bannaðar. Þetta er greinilega auglýsing, það er verið að koma skilaboðum til almennings og mér finnst full ástæða til að ríkissaksóknari athugi málið,“ sagði Ólafur Haukur Árnason framkvæmda- stjóri Áfengisvarnaráðs. Ólafur Haukur sagði að Áfengisvarnaráð hefði ekki tek- ið afstöðu til þess hvort það kærði málið til ríkissaksóknara. „Kæran ætti að berast frá lög- regiunni í Reykjavík. Við erum ekki aðili sem á að sjá um fram- kvæmd laga. Það er lögreglan sem á að sjá um það. Það eina sem við bendum á er að í áfeng- islögum eru áfengisauglýsingar bannaðar og við teljum að það sé hlutverk lögreglunnar á hvetjum stað að fylgjast með því að þau lög séu virt eins og önnur.“ Deilan á Eskifirði Deilan í hnút á ný FISKVERÐSDEILA áhafn- anna á Hólmatindi og Hólma- nesi og útgerðarinnar, Hrað- frystihúss Eskifjarðar, er aftur komin í hnút, að sögn Svans Pálssonar, sem á sæti í samn- inganefnd sjómannanna. Hann sagði að fundinum hefði þó ekki verið slitið í fússi en það væri ekki samnings- grundvöllur fyrir hendi. Svanur vildi lítið tjá sig um málið að sinni en sagði að tilboð hefðu gengið á milli manna. Verkfalls- heimiid samþykkt SAMÞYKKT var í gær hjá Sjó- mannafélagi Reykjavíkur heim- ild til verkfallsboðunar með 75 atkvæðum. í félaginu eru 107 sjómenn á bátakjarasamning- um og greiddi 31 atkvæði gegn heimildinni en einn seðill var auður. Heimildin gildir ekki um þá félaga í Sjómannafélagi Reykjavíkur sem eru undir- menn á stóru togurunum Akur- ey, Engey og Viðey. Þeir eru 26 og greiddu 18 atkvæði gegn verkfallsheimild, 7 með og einn seðill var auður. Aðspurður hvers vegna sjó- menn á fyrrnefndum togurum hefðu ekki samþykkt heimildina sagði Jónas Garðarson, formað- ur Sjómannafélags Reykjavík- ur, ástæðuna þá að þeir fengju greitt samkvæmt endanlegu söluverði afla, en togaramir sigla með ísfisk á erlendan markað. Hið sama gilti ekki hér þar sem rekstraraðilar væru gjarnan bæði kaupendur og seljendur aflans.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.