Morgunblaðið - 14.01.1995, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 14.01.1995, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR LAUGARDAGUR 14. JANÚAR 1995 39 Morgunblaðið/Arnþór Garðarsson LJOSHÖFÐAÖND, Anas americana. Myndin er tekin í Geiteyjarströnd í Mývatnssveit 26. maí 1988. Yfirlýsing vegna Gýmis Fuglaskoðun Fuglaverndar- félagsins REYNDIR fuglaáhugantenn verða til staðar við stöð Skelj- ungs í Skerjafirði á sunnudag- inn frá kl. 13-16. Dreift verður listum yfir fuglategundir sem menn kynnu að sjá meðfram ströndinni og annað það sem hefur upplýsingagildi í tengsl- um við fuglaskoðunina. Mikið er af andartegundum I Skerjafirðinum og ýmsum teg- undum máva og vaðfugla ásamt öðrum áhugaverðum tegund- um. Möguleiki er að betja fálka augum ef heppnin er með. Stak- ur fugl hefur sést þar undan- farnar vikur. Þá hafa lappajaðrakan og ijóshöfðaönd haldið sig í allan vetur á þessum slóðum. Verður fróðlegt að bera hinn ameríska ljóshöfuð saman við frænku sína, rauðhöfðann. Auk þess er alltaf möguleiki á að sjá eitt- hvað óvænt og gerir það ein- mitt fuglaskoðun spennandi, segir í fréttatilkynningu. MORGUNBLAÐINU hefur borist yfirlýsing frá Steingrími Þormóðs- syni, héraðsdómslögmanni, vegna eigenda hestsins Gýmis: „Vegna fréttar í DV þann 12. jan- úar sl. þar sem tryggingamál eigenda Gýmis eru gerð tortryggileg og skýrt er frá því að Rannsóknarlögregla rík- isins hafi verið með það mál til athug- unar, skal eftirfarandi tekið fram. Hesturinn Gýmir var tryggður fyr- ir 250.000 kr. Hefur ekki verið gerð krafa um greiðslu tryggingafjársins, enda eðlilegt úr því sem komið er, að það bíði niðurstöðu þeirrar rann- sóknar, sem væntanlega fer að ljúka. í sömu frétt er gefið í skyn, að Hinrik Bragasyni, eiganda Gýmis sé það mjög í mun, að niðurstaða fáist ekki í málinu. Hér eru um að ræða getgátur, sem ekki eiga sér stoð. Málið hefur verið til rannsóknar hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins og saksóknara síðan í sumar. Hefur ofangreindur eigandi Gýmis á engan hátt reynt að hindra þá rann- sókn og veitt þær upplýsingar, sem hann hefur verið beðinn um. Hins vegar hafa verið gerðar at- hugasemdir varðandi ýmsa þætti rannsóknarinnar, eins og kunnugt er.“ Orðsending til heilbrigð- isráðherra MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi: „VIÐ undirritaðir starfandi sér- fræðingar í lungnaiækningum og ofnæmislækningum mótmælum harðlega óhagræði og aukakostn- aði fyrir sjúklinga og skerðingu á starfsréttindum sérfræðinga sem felst í drögum að nýrri reglugerð um tilvísanir. Þá viljum við einnig mótmæla takmörkunum á rétti sjúklinga til að velja sér lækni og teljum að sá réttur skuli vera óskoraður hvort sem ' um er að ræða heimilislækni eða sérfræð- ing. Við teljum að núverandi fyrir- komulag sérfræðiþjónustu á ís- landi sé einstakt hvað snertir gæði, skilvirkni og aðgengi fyrir sjúklinga. Þá er gjaldskrá fyrir sérfræðiþjónustu á íslandi ein sú lægsta á Vesturlöndum. Því lýsum við furðu okkar á viðleitni ráðu- neytisins til að breyta þessu ágæta kerfi þegar hvorki liggja fyrir skýr fagleg né fjárhagsleg rök. Við viljum með bréfi þessu leggja áherslu á það að við mun- um undir engum kringumstæðum starfa við það tilvísanakerfi sem boðað hefur verið í fyrmefndri reglugerð. Reykjavík, 11. janúar 1995. Steinn Jónsson, Björn Magnússon, Friðþjófur Bjömsson, Andrés Sigvaldason, Davíð Gíslason, Unnur Steina Björnsdóttir, Þorsteinn Blöndal, Þórarinn Gíslason, Tryggvi Ásmundsson, Bjöm Árdal, Magni Jónsson. Tilkynning frá ^ vöru- happdrætti SÍBS SÍBS aldrei kært HHÍ MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi tilkynning frá vöru- happdrætti SÍBS vegna ummæla sem féllu í dægurmálaútvarpi Rásar 2: „Hjálmar Kjartansson, mark- aðsstjóri Happdrættis Háskóla íslands, kom fram í dægurmálaút- varpi rásar tvö 12. janúar sl. Aðspurður hvers vegna HHÍ stæði í æiglýsingastríði við happdrætti SÍBS svaraði hann að ástæðan væri að_ um áramótin ’93-’94 hefði SIBS kært auglýsingar HHÍ. Þetta er ósatt. Umrædd ára- mót birti HHÍ grófar rangfærslur um happdrætti okkar. SÍBS kærði ekki. Á okkar kostnað birt- um við leiðréttingar. HHÍ barst aftur á móti kæra frá öðru happ- drætti. Nú 3. janúar sl., barst okkur í hendur kæra frá Argusi hf., aug- lýsingastofu HHÍ. Því bréfi hefur verið svarað af okkar hálfu. í kjöl- farið fylgdi síðan misnotkun á auglýsingahönnun og textagerð, sem „Hér og nú“ auglýsingastofa hafði unnið fyrir SÍBS, vinna sem við höfðum vitanlega greitt fyrir. Ekki kærði SÍBS það. Það má vera að auglýsingastofan kæri, fyrir sína hönd, enda fullkom- lega skiljanlegt. SÍBS hefur aldrei kært Happ- drætti Háskóla íslands, þótt ýms- um hafi oft sl. tvö ár þótt ástæða til. Sé ég ekki annað en þeir ágætu menn séu hér að beijast við sinn eigin uppvakning. Undirrituð nennir ekki að standa lengur í þessu stagli og biðst undan slíku í framtíðinni. Fh. Vöruhappdrættis SÍBS. Helga Friðfinnsdóttir, framkvæmdasljóri. Vitni vantar RANNSÓKNADEILD lögregl- unnar í Reykjavík leitar vitna að árekstri sem varð á mótum Kringlumýrarbrautar og Borg- artúns föstudaginn 6. janúar klukkan 19.18. Þar rákust saman við umferð- arljósin strætisvagn og Toyota- fólksbíll. Aðdragandi áreksturs- ins er óljós og því er vitna leitað. Borgara- fundur lesbía og homma SAMTÖKIN ’78, félag lesbía og homma á Islandi, bjóða til borg- arafundar sunnudaginn 15. jan- úar kl. 14-16 á Hótel Borg. Til- efnið er nýútkomin skýrsla nefndar um málefni samkyn- hneigðra. Dagskrá fundarins verður þannig að Hörður Torfason flyt- ur eigin tónlist, Margrét Pála Ólafsdóttir, formaður Samtak- anna ’78, flytur ávarp og Lana Kolbrún Eddudóttir kynnir skýrslu nefndar um málefni sam- kynhneigðra. Að því loknu flytja flutningsmenn þingsályktunar ávörp um afnám misréttis gagn- vart samkynhneigðum. Meðal flytjenda eru Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borgarstjóri, Guðrún Helgadóttir, alþingismaður og Össur Skarphéðinsson, ráðherra. Að því lokna verða flutt ávörp fulltrúa dóms- og kirkjumála-, félagsmála- og menntamála- ráðuneyta. Fijálsar umræður verða í lokin og fyrirspurnum svarað. Fundarstjóri er Þorvald- ur Kristinsson. Lífefli og gestalt- námskeið SKRÁNING á sálræktarnám- skeið hjá Sálfræðiþjónustu Gunnars Gunnarssonar, Lauga- vegi 45, stendur nú yfir en nýtt námskeið hefst miðvikudaginn 18. janúar. I fréttatilkynningu kemur fram að markmið námskeiðsins sé að auka sjálfsöryggi þátttak- enda og efla þor og þol þeirra til að takast á við erfiðleika og bera ábyrgð á fullnægju þarfa sinna líkamlegra jafnt sem til- finningalegra. Á námskeiðinu verður unnið í anda gestalt-með- ferðar. Leiðbeinandi á námskeiðinu er Gunnar Gunnarsson sálfræð- ingur. Stofnfundur Elvis-klúbbsins FORMLEGUR stofnfundur klúbbsins Munið Elvis verður haldinn sunnudaginn 15. janúar í Ártúni og hefst stundvíslega kl. 14. Kosið verður í stjórn og önnur mál tekin fyrir, opnar umræður um tilhögun klúbbsins og fleira. Á níunda tug áhugafólks um Elvis Presley hefur skráð sig í væntanlegan klúbb en hvatamað- ur að stofnun hans, Geir Guðjóns- son, veitir allar upplýsingar varð- andi klúbbstarfsemina. Þeir sem vilja taka þátt í undirbúningi að stofnun klúbbsins eru vinsamleg- ast beðnir að leggja nafn sitt og símanúmer í pósthólf 9307, 109 Reykjavík. Góður árangur ungra spilara BRIPS Hcrtogcnbosch PEPSI COLA CUP 16 landslið spilara 25 ára og yngri kepptu á árlegu boðsmóti á vegum Pepsi Cola í HoIIandi í síðustu viku, þar á meðal lið frá íslandi ÍSLENSKIR yngri spilarar stóðu sig mjög vel á árlegu brids- móti sem haldið var í Hollandi í byijun ársins. Liðið komst ekki í úrslit í aðalmótinu en vann aukamót auk þess sem íslenskt par vann tvímenningskeppni. „Ef frá er talinn fyrsti dagur- inn, þar sem liðið náði sér alls ekki á strik, var það að spila eins og bestu lið í Evrópu um þessar mundir,“ sagði Sveinn Rúnar Eiríksson fyrirliði ís- lenska liðsins. Liðið var skipað Magnúsi Magnússyni, Steinari Jónssyni, Stefáni Jóhannssyni og Inga Agnarssyni. Til mótsins var boðið 16 lið- um, skipuðum spilurum 25 ára °g yngri, frá jafnmörgum Evr- ópulöndum. Liðin spiluðu fyrst einfalda umferð með 12 spila leikjum og fjögur efstu fóru í úrslitakeppni. Þessi keppni stóð yfir í þijá daga og íslenska liðið byijaði illa eins og áður sagði en sótti síðan í sig veðrið og var í 5. sæti fyrir síðustu lotu. Þá tapaði liðið stórt fyrir Þjóðveij- um og úrslitadraumurinn var á enda. Meðan úrslitakeppnin stóð yfir spiluðu hin liðin áfram inn- byrðis til að raða í önnur sæti og íslenska liðið endaði í 7. sæti í mótinu. Norðmenn voru hins vegar öruggir sigurvegarar, unnu Pólveija í undanúrslitum og Belga í úrslitaleik. Fjórða daginn var spiluð sveitakeppni með sex 7 spila leikjum. Það mót vann íslenska liðið; fékk að vísu jafnmörg stig og Hollendingar en var dæmdur sigurinn þar sem það spilaði við sterkari andstæðinga. Síðasta daginn var tvímenn- ingskeppni þar sem margir af sterkustu spilunim Hollendinga tóku einnig þátt í opnum flokki auk para frá Danmörku og Þýskalandi. Þar fengu þeir Ingi og Stefán 77% skor í fyrri um- ferðinni og þótt þeir fengju að- eins 47% í síðari umferðinni dugði það þeim til sigurs í ungl- ingaflokki. Þjóðveijarnir Reps og Reim, sem spila enn í flokki yngri spilara, unnu reyndar mótið, en þeir kepptu í opnum flokki. Lýsandi sögn Magnús Magnússon vann 4 hjörtu skemmtilega í þessu spili gegn Hollendingum: Norður ♦ K65 V7 ♦ ÁKD4 ♦ K10986 Vestur Austur ♦ G ♦ 10874 V ÁK942 ¥G8 ♦ G10862 ♦ 73 ♦ 52 ♦ ÁG743 Suður ♦ ÁD932 ▼ D10653 ♦ 95 ♦ D Hollendingurinn í vestur opn- aði á 2 hjörtum, sem sýndu hjarta og láglit og veik spil. Steinar Jónsson doblaði og eftir pass austurs stökk Magnús í 4 spaða. Hollendingarnir fundu bestu vörnina. Vestur spilaði út hjarta- ás og skipti síðan í tígul sem blindur átti á ás. Magnús spilaði þaðan laufi en austur hoppaði upp með ásinn og spilaði meiri tígli á kónginn í blindum. Vörninni hafði nú tekist að skera á samgang sagnhafa og blinds en Magnús sá við því, enda hafði vestur lýst spilunum sínum einum of vel með opnun- inni. Magnús tók spaðakóng og þegar vestur lét gosann svínaði Magnús spaðaníu, trompaði hjarta í blindum, tók laufakóng og henti hjarta og trompaði lauf. Síðan tók hann tvö síðustu trompin og spilaði hjartadrottn- ingu á kóng vesturs, sem gat valið um að gefa sagnhafa 10. slaginn á hjartatíu heima eða tíguldrottningu í blindum. Guðm. Sv. Hermannsson BRJPS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsdeild Fél. eldri borgara Kópavogi Spilaður var tvimenningur föstu- daginn 16. desember ’94, 16 pör mættu, úrslit urðu: BergurÞorvaldsson-ÞórarinnÁrnason 258 Ásta Erlingsdóttir - Helga Helgadóttir 246 Alfreð Kristjánsson - Gunnar Hjálmarsson 242 Eysteinn Einarsson - Kári Sigurjónsson 231 Meðalskor 210 Spilaður var tvímenningur þriðju- daginn 10. janúar ’95, 26 pör mættu og var spilað í tveim riðlum A og B, úrslit urðu: A-riðill Jón Stefánsson—Þorsteinn Laufdal 179 EysteinnEinarsson-KáriSigurjónsson 178 BergurÞorvaldsson-ÞórarinnÁmason 170 Helga Guðbrandsdóttir - Ásbjörn Magnússon 164 Meðalskor 156 B-riðill Gunnjwrunn Erlingsd. - Þorsteinn Erlingsson 197 Garðar Sigurðsson - Cyrus Hjartarson 191 Hörður Davíðsson - Garðar Stefánsson 176 Sveinn Sæmundsson - Þórarinn Ámason 175 Meðalskor 165 Þeir spilarar sem hæsta skor hafa hlotið frá því að byijað var að spila i september 1994 eru: Eysteinn Einarsson 346 BergurÞorvaldsson 336 Þórarinn Árnason 316 Æfingar fyrir yngri spilara Mánudaginn 16. janúar verður kynningarfundur klukkan 20 fyrir yngri spilara sem hafa áhuga á að taka þátt í æfingum á vegum BSÍ. Leiðbeinendur verða Sveinn R. Eiríks- son, Ragnar Hermannsson og Jón Baldursson. Stefnt er að vikulegum æfingum á fimmtudögum á milli 20 og 23. Nánari upplýsingar fyrir þá sem geta ekki mætt veita: Sveinn R. Eiríks- son hf. 14487, vs. 14785, Ragnar Hermannsson hf. 670802, Elín Bjamadóttir (BSÍ) s. 879360. Bridsfélag Breiðholts Sl. þriðjudag var spilaður eins kvölds tvímenningur. Efst urðu eftir- talin pör: Guðmundur Baldursson - Guðbjöm Þórðarson 261 Guðbrandur Guðjohnsen - Magnús Þorkelsson 258 Halldór Þon’aldsson - Baldur Bjartmarsson 229 Næsta þriðjudag verður spilaður eins kvölds tvímenningur en þriðju- daginn 24. janúar hefst aðalsveita- keppni félagsins. Skráning hjá Her- manni í síma 41507 og á keppnisstað. Spilað er í Þönglabakka 1 kl. 19.30. Bridsfélag kvenna Nú er sex umferðum lokið í sveita- keppninni og er staða efstu sveita þannig: Sv. Oh'nu Kjartansdóttur 135 Sv. Dúu Ólafsdóttur 118 Sv. Höllu Ólafsdóttur 104 Sv. Sigrúnar Pétursdóttur 97 Sv. Lilju Halldórsdóttur 94

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.