Morgunblaðið - 14.01.1995, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 14.01.1995, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI LAUGARDAGUR 14. JANÚAR 1995 15 Sveitarfélög Merrill Lynch stefnt af Orange County Santa Ana, Kaliforníu. Reuter. ORANGE County í Kaliforníu hef- ur höfðað mál gegn verðbréfafyrir- tækinu Merrill Lynch í Wall Street og sakar það um að hafa hvatt sýsluna til þess að taka áhættu í fjárfestingarmálum, sem hafi verið óheimil samkvæmt lögum ríkisins. Talsmaður Orange County sagði að Merrill Lynch hefði brugðizt „trausti og trúnaði sýslubúa“ og að farið yrði fram á skaðabætur að upphæð tveir millj- arðar dollara. Orange County lýsti yfir gjald- þroti 6. desember eftir fjárfestin- gatap, sem nú er metið á rúmlega tvo milljarða dollara. Síðan hafa skuldabréfahafar og aðrir farið í mál gegn Merrill Lynch. Merrill segir að fyrirtækið muni vefengja málshöfðunina. Þijú ár séu síðan það hafi varað framámenn Or- ange County við þeirri hættu sem fælist í stefnu sýslunnar í fjárfest- ingarmálum. Auk þess sé Merrill ekki fjárfestingarráðgjafi sýsl- unnar. «- Merrill hefur einnig skýrt frá bréfaskiptum fyrirtækisins og fé- hirðis Orange County, Roberts Citrons, 1992-1993. Stefna Citr- ons grundvallaðist á því mati að vextir yrðu lágir, en þegar þeir hækkuðu fór Orange County á höfuðið og Citron var neyddur til að láta af störfum. Myndefmð símleiðis Washington. Reuter. SIMAFYRIRTÆKIÐ Bell Atlantic hefur fengið leyfi alríkisyfirvalda til þess að senda sjónvarpsefni um símalínur sínar til viðskiptavina í Norður-Virginíu. Bandaríska fjarskiptaráðið FCC samþykkti með fimm atkvæðum gegn engu að leyfa fyrirtækinu að veita 2,000 íbúum Fairfax Co- unty þessa þjónustu í sex mánuði til reynslu. Nýlega hafa verið kveðnir upp dómsúrskurðir um að lög frá 1984, sem banna Bell Atlantie að veita viðskiptavinum sínum slíka þjón- ustu, séu brot á stjórnarskránni. Npkkrir dómstólar víðs vegar í Bandaríkjunum hafa komizt að svipaðri niðurstöðu. LOKSINS einnig á Islandi BRUNSWICK TÖLVUSKOR rí_S \ Nrí L-"7 rí_S rí S SPENNANDIFJÖLSKYLDUSPORT GXBO ÖSKJUHLÍÐ mm SÍMI 621599 Norburlandamótib í keilu fer fram í Keiluhöllinni 1. -4. febrúar. Þvottaduft Unilever fer halloka í sápustríði Amsterdam. Reuter. UNILEVER hefur ákveðið að taka upp nýtt Omo-þvottaduft, þar sem hið gamla hefur átt í vök að veij- ast, og markaðssérfræðingar segja það jafngilda viðurkenningu á ósigri í hörðu sápustríði við keppinautinn Procter & Gamble. Nýja þvottaduftið nefnist New Generation Omo og vet'ður sett á markað í mars. Sérfræðingarnir segja að að þar með hafi barátta Unilivers fyrir ágætum Omos, sem kallast Persil í Bretlandi, runnið út í sandinn. Talsmaður Unilevers kvað það hins vegar rangt að baráttan hefði ekki borið árangur. „Þetta er ekki viðurkenning um ósigur," sagði hann. Hann sagði að hæfni þvotta- duftsins hefði verið aukin, en gamla tegundin yrði áfram á markaðnum þrátt fyrir staðhæfingar P&G um að hún valdi skemmdum. -----» ♦ ♦---- Ráðherrann vill þjóðnýta Moskvu. Reuter. VIÐSKIPTI með rússnesk verðbréf stöðvuðust að mestu í vikunni vegna yfirlýsinga Vladímírs Polevanovs, nýs ráðherra einkavæðingar sem hefur gagnrýnt harðlega stefnu for- vera síns, umbótasinnans Anatólís Tsjúbajs. Polevanov, sem er hlynntur kommúnistum, segir að hann muni berjast fyrir því að fyrirtæki sem „ranglega" hafi verið einkavædd, einkum í áliðnaði, orku- og her- gagnaframleiðslu verði aftur þjóð- nýtt. Hann hefur auk þess meinað útlendingum aðgang að aðalstöðv- um nefndar sem annast ríkiseignir og sölu þeirra. Engin tilboð voru gerð í gær í hlutabréf fyrirtækja í þeim atvinnu- greinum sem ráðherrann nefndi. Sýnum um helgina allar gerðir Suzuki jeppa. Opið frá kl. 13 til 16 laugardag og sunnudag. Höfum einnig til sölu mikið úrval af notuðum jeppum og öðrum fjórhjóladrifsbílum á sérstöku tilboðsverði, aðeins um helaina! Komið og gerið hagstæð bílakaup. , $SUZUKI SUZUKI BÍLAR HF Skeifan 17, sími 56851 00

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.