Morgunblaðið - 14.01.1995, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 14.01.1995, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. JANÚAR 1995 9 FRETTIR Félagsmálaráðherra vill að Seðlabankinn og Félagsvísinda- stofnun geri nákvæma úttekt á heildarskuldum heimilanna Útsala — Útsala 40% afsláttur Morgunblaðið/Þorkell RANNVEIG Guðmundsdóttir félagsmálaráðherra og Bragi Guð- brandsson, aðstoðarmaður ráðherrans, á fyrsta fundi samráðs- hóps vegna skuldastöðu heimilanna í fyrradag. Kia Sportage gerðarskoðaður FYRSTI bíllinn af gerðinni Kia Sportage er kominn til landsins og var hann gerðarskoðaður hjá Bif- reiðaskoðun íslands í fyrradag. Hekla hf. hefur umboð fyrir Kia og er nú fyrsta pöntunin af þessum kóreska jeppa að koma til landsins, alls ellefu bílar. Siguijón Bjarnason, verkstjóri hjá Bifreiðaskoðuninni, segir að farið sé yfir allar dælur, bremsuklossa og | ýmsan annan búnað. „Við fáum upp- lýsingar frá umboðinu þar sem öll mál eru gefin upp og við erum að sannreyna þau. Það er sjaldan mis- brestur á því að þau standist en þó hefur komið fyrir að rangar tölur eru skrifaðar. Við göngum einnig úr skugga um að rúður og sætisbelti uppfylli Evrópureglur," segir Sigur- jón. Sé um fjöldainnflutning að ræða kemur fyrsti bíllinn í hverri útfærslu til gerðarskoðunar. Umboðið getur síðan skráð aðra bíla sjálft. Kia Sportage er með fjögurra strokka, tveggja lítra bensínvél með tveimur knastásum og skilar 128 hestöflum. Hann er fimm dyra og með aldrifi og sjálfvirkum driflokum að framan. Hann kostar rétt yfir tvær milljónir króna. Morgunblaðið/Árni Sæberg STARFSMAÐUR Bifreiðaskoðunar Islands gengur úr skugga um að hjólabúnaður Kia Sportage sé í samræmi við uppgefin mál. TESS sími 622230 Opið virka daga kl. 9-18, laugardaga kl. 10-14 Polarn&Pyret KRINGLUNNI 8-12 Kannað verði hverjir það eru sem skulda „VIÐ VERÐUM að vita hvort við erum á rangri braut, hvort lánsupp- hæð og -tími séu fullnægjandi, eða hvort þau hafi orðið til þess að ein- hver hópur fær svigrúm til að stofna til annars konar skulda," segir Rannveig Guðmundsdóttir félags- málaráðherra. Vill hún að gerð verði úttekt á því hveijir skuldi, hvaða lán séu tekin og hvernig fólk meti skuldastöðu sína sjálft. Vijja heildaryfirsýn Rannveig Guðmundsdóttir segir að fyrir áramót hafi verið kallaðir til fulltrúar frá samtökum laun- þega, neytenda, lífeyrissjóðum, Húsnæðisstofnun, bönkum, spari- sjóðum og Sambandi íslenskra sveitarfélaga til þess að skoða skuldastöðu heimilanna. Ákveðið hafi verið að skipa starfshóp með formlegum hætti sem hittist í fyrsta skipti í fyrradag. Áðspurð hvaða tillögur starfs- Skuldbreytingum haldið áfram „Við verðum einhvern tíma að komast yfir það stig að vera sífellt að bregðast við, búa til greiðslu- erfiðleikasjóð eða skuldbreyta og komast að því hvort raunhæft sé að lengja greiðslutíma lána eða fjölga þeim,“ segir hún. Rannveig segir einnig að liðlega helmingi 300 milljóna króna, sem hópurinn hefði lagt fram sagði Rannveig að vilji væri fyrir því í félagsmálaráðuneytinu að fá Seðla- banka og Félagsvísindastofnun til þess að gera úttekt á heildarskuld- um heimilanna. „Það er hveijir það eru sem skulda, hvert hlutfallið er milli húsnæðislána og annarra lána og að stofnunin kanni hvernig fólk meti skuldastöðu sína sjálft í leið- inni. Að auki er Húsnæðisstofnun að kanna hvernig hópurinn sem nú er í vanskilum við stofnunina er saman settur,“ segir Rannveig. gera áttu fólki í greiðsluerfiðleikum kleift að skuldbreyta húsnæðislán- um, hafi verið ráðstafað. „Um 1% heimilanna hafa leitað eftir aðstoð en ríkisstjórnin hefur samþykkt að halda þessum skuldbreytingum áfram ef á þarf að halda,“ segir hún loks.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.