Morgunblaðið - 14.01.1995, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 14.01.1995, Blaðsíða 42
MORGUNBLAÐIÐ 42 LAUGARDAGUR 14. JANÚAR 1995 ANTIK ÓTRÚLEG VERÐLÆKKUN RÝMUM TIL FYRIR NÝJUM VÖRUM OPIÐ ALLA DAGA FRÁ KL. 12.00-18.00 BORG antik Faxafeni 5, sími 814400. EGLA bréfabindi KJOLFESTA ÍGÓÐU SKIPULAGI Við sendum þér bækling óskir þú þess með myndum af fjölbreyttu úrvali okkar af þessum vinsælu bréfabindum okkar. Síðan getur þú pantað það sem hentar fyrirtæki þínu og færð sendinguna. Hafðu samband við sölumenn okkar í síma 68 84 76 eða 68 84 59. Múlalundur Vinnustofa SÍBS Símar: 628450 688420 688459 Fax 28819 ÍDAG VELVAKANDI Svarar í síma 691100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags SKÁK Umsjón Margeir Pélursson ÞESSI staða kom upp í síð- ustu umferð í opna flokkn- um í Groningen í Hollandi fyrir áramótin. Hollenski alþjóðameistarinn Joris Brenninkmeijer (2.490) hafði hvítt og átti leik, en stórmeistarinn Alexander Nenashev (2.605) frá Ús- bekistan var með svart. Úsbekinn hafði stefnt að þessari stöðu en orðið á al- varleg yfírsjón: Stöðumynd 34. Dxf8+! - Kxf8, 35. a8=D+ - Ke7, 36. Db7+ - Ke8, 37. Db5+! (Þetta hefur Nenashev líklega yf- FRÁ Tanzaníu skrifar 22 ára piltur með áhuga á körfubolta, bréfaskriftum og ferðalögum: Moddy Roger, c/o Arnold Theobald, P.O. Box 123, Moshi-Kilimanjaro, Tanzania. SAUTJÁN ára norsk stúlka með áhuga á dýrum, aðal- lega hestum, útreiðum, sundi, gönguferðum, eink- um til ijalla: * Susann Rortveit, N-6880 Stryn, Norway. TIU ára bandaríska stúlku langar mjög að skrifast á við íslensk ungmenni: Amber Dean, 242 1V Donna Ave., Ogden, UT 84404, U.S.A. JAPÖNSK 26 ára stúlka með áhuga á tónlist og karaoke: Kaori Ikadatsu, 135-1 Yatsuya, Kurayoshi-City, Tottri, 682 Japan. SEXTÁN ára Ghanapiltur með áhuga á fótbolta, tón- list, dansi: Moro Muhammed, St. Anne’s J-S-S, P.O. Box 493, Sekondi, Ghana. ■ b c d . i fl n irsést. Hvíti biskupinn kemst nú í kóngssóknina með skák og hann og drottningin flækja svarta kónginn í mátnet.) 37. - Kd8, 38. Bb6+ - Kc8, 39. Da6+ - Kd7, 40. Db7+ og svartur gafst upp því hann tapar drottningunni eða verður mát. Brenninkmeijer náði þar með efsta sætinu í opna flokknum ásamt átta öðrum en Nenashev féll af verðlaunalistanum. SAUTJÁN ára ítalskur pilt- ur með margvísleg áhuga- mál: Alessandro Amaolo, Via Mazenta 21, 1-62100, Macerata -MC-, Italia, fax 39+733232348. ENSKUR símkortasafnari vill komast í samband við Islendinga með sama áhuga: Michael Kirk, 329 London Road, Deal, Kent, CT14 9PR, England. FRÖNSK 33 ára og tveggja bama húsmóðir með áhuga vistfræði, bókmenntum, ferðalögum og útivist. Flugmælt á ensku og þýsku auk móðurmálsins: Helene Benoit, 39 Les Forestieres, Gallerand, F-45170 Chilleurs, France. TVÍTUG japönsk stúlka með áhuga á íþróttum og kvikmyndum: Riko Houfuku, 1-41-2 Nagaohigashi- mati, Hiracata, Osaka 573-01, Japan. Sóðaskapur af stjömuljósum KONA hringdi til Vel- vakanda og sagðist vera agndofa yfir sóðaskapn- um af brunnum flugeld- um og hulstrum utan af rakettum sem liggja eins og hráviði út um allan bæ. Henni finnst það vera uppeldislegt atriði að foreldrar brýni það fýrir börnum sínum að hirða upp ruslið strax á nýársdag. Nú, hér um bil hálfum mánuði seinna, er þetta einn í haugum út um allt. Tapað/fundið Gleraugu töpuðust GLERAUGU í stálum- gjörð töpuðust aðfara- nótt laugardagsins 7. desember sl. Finnandi vinsamlega hringi í síma 13419. Gleraugu fundust STÁLSPANGARGLER- AUGU fundust á Mel- haga sl. miðvikudag. Upplýsingar í síma 13462 og 656145. Gleraugu fundust FÍNLEG kvengleraugu í gylltri umgjörð fundust á bílastæði í Mjóddinni sl. fimmtudag. Úpplýsingar í síma 78693. Budda með peningum LÍTIL brún snjáð pen- ingabudda með töluverð- um peningum og inn- eignarnótum upp á mikl- ar ijárhæðir tapaðist í strætisvagni, leið nr. 9, eða í Háteigshverfi sl. miðvikudag á milli kl. 16 og 16.30. Skilríki og skírteini voru einnig í buddunni. Finnandi vin- samlega hafi samband í síma 27319 eða 21920. Farsi /x !/á! /Piér tóhst oá trvfia> fUiQturninn1. ’ Pennavinir Víkveiji skrifar... SVO bar við, þegar Víkveiji ætl- aði að senda jólakortin sín, að hann ætlaði að greiða kostnaðinn með bankakorti, en var þá tilkynnt að Póstur & sími tæki ekki við de- betkortum. Víkveiji spurði af- greiðslumanninn, hveiju þetta sætti, allflestar verzlanir og þjón- ustuaðilar hefðu tekið upp þennan greiðslumáta og varð afgreiðslu- manninum þá fátt um svör. Hann bara dæsti og kvaðst ekkert skilja í þessu, þar eð fjöldi manns óskaði eftir slíkum greiðslumáta daglega. Var hann greinilega orðinn mjög þreyttur á að svara fyrirspumum viðskiptavinanna um þetta efni. Víkveiji minnist þess, að þegar bankakerfið var að þröngva debet- kortum upp á almenning m.a. með því að gera þau ódýrasta greiðslu- mátann og ávísanakostnaður rauk upp úr öllu valdi, þá boðaði Póstur & sími að ekkert kostaði að taka út af innstæðum á póstgírói og létu menn þá að því liggja að mun ódýr- ara væri að eiga viðskipti við þessa þjónustu Póst & síma, en bankana. Það skýtur því dálítið skökku við, þegar greiðsla með greiðslukorti er orðinn hagstæðasti greiðslumiðill- inn, að Póstur & sími skuli enn beija hausnum við steininn og neita að taka við debetkortum. Þar er ekki verið að þjóna viðskiptavinin- um, þegar neitað er að taka við debetkorti og hann þröngvaður til að skrifa út rándýra ávísun. xxx * ODÝRASTI greiöslumátinn er þó ávallt að greiða með pening- um. Nýlega kom fram, að greiðsla með ávísunum hafði stórlega dreg- izt saman við tilkomu debetkort- anna, en hins vegar hafði færslum með debetkort alls ekki fjölgað að sama skapi. Niðurstaðan hlýtur að vera að fólk notar mun meira bein- harða peninga, þegar það greiðir fyrir vöru og þjónustu. Þetta hlýtur aftur að hafa það í för með sér að Seðlabankinn þarf að hafa mun meiri peninga í umferð og seðlarnir hljóta að endast verr þeim mun meir sem þeir eru notaðir. Kostnað- ur við seðlaprentun hlýtur því að hafa stóraukizt. xxx MJÖG er mismunandi, þegar menn greiða með debetkort- um, hvert viðhorf kaupmannanna er. Sumur spyija, þegar greitt er með debetkortum, hvort taka eigi nákvæmlega fyrir upphæðinni, sem greitt er fyrir eða hvort menn vilji hafa upphæðina hærri og fá til baka. Þetta er afskaplega notalegt og jákvætt viðhorf og er áreiðan- legt að viðskiptavinur slíks kaup- manns gengur þakklátur út úr verzlunni. Hins vegar var Víkveiji staddur í bókabúð fyrir jólin, þar sem viðskiptavinur fór fram að slíka þjónustu og óskaði eftir að upphæð- in yrði rúnnuð upp í næsta þúsund- ið, svo að hann gæti fengið einhver hundruð í vasann að viðskiptum loknum. Kaupmaðurinn brást ókvæða við og kvaðst ekki stunda bankaþjón- ustu. Síðan hélt hann fyrirlestur um það hversu dýr þjónusta bank- anna væri, þeir hirtu af sér ákveðna prósentu af öllum viðskiptum með kort og þar sem álagningin væri svo lítii gæti hann alls ekki staðið í slíku. Vesalings kúnninn fór út frá honum niðurbeygður og sár og fannst eins og hann hafí verið að biðja um einhveija ölmusu í bóka- búðinni. Spurning er, hvort hann heimsækir bóksalann aftur, þegar hann þarf að kaupa sér bók eða ritfang. En þannig er nú komið fyrir fólki. Hvergi er hægt orðið að kaupa nokkurn skapaðan hlut án þess að bankinn vilji fá fyrir það þóknun - nema menn greiði með beinhörðum peningum. Þannig tekst mönnum að forðast bankann, sem að vísu nær í sitt, þegar launamaðurinn tekur út híruna sína, sem vinnuveit- andinn leggur inn á bankann að honum forspurðum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.