Morgunblaðið - 14.01.1995, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 14.01.1995, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 14. JANÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Kaffikantata fluttí kirkjunni TÓNLEIKAR verða haldnir í Akur- eyrarkirkju og Safnaðarheimili kirkjunnar næstkomandi sunnu- dag, 15. janúar kl. 16.00. Flytjendur á tónleikunum eru Margrét Bóasdóttir, sópran, Sverr- ir Guðjónsson, kontratenór, Guð- laugur Viktorsson, tenór, Wolf- gang Tretzsch, bassi, Sara Buc- kley, víóluleikari, Örnólfur Krist- jánsson, sellóleikari, Richard Korn, bassaleikari, Koibeinn Bjarnason, flautuleikari, og Guðrún Óskarsd- ótir, sem leikur á orgel og sembal. Flutt verða verk eftir þýsku tón- skáldin Heinrich Schútz og Johann Sebastian Bach. í kirkjunni verða fluttir trúarlegir konsertar, en á seinni hluta tónleikanna í Safnað- arheimilinu verður gleðin í fyrir- rúmi, en þar verður flutt Kaffi- kantata BWV 211 eftir J.S. Bach. Athygli er vakin á því að Wolf- gang Tretzsch, þýskur bassa- söngvari sem starfar við Tónlistar- skóla Mývatnssveitar syngur á þessum tónleikum í fyrsta skipti opinberlega á íslandi en hann kom inn í hópinn með litlum fyrirvara vegna veikinda Ragnars Davíðs- sonar. Boðið verður upp á kaffi frá Kaffibrennslu Akureyrar á tónleik- unum og konfekt frá Lindu. Messur AKUREYRARPRESTA- KALL: Sunnudagaskólinn byijar aftur 22. janúar. Helgi- stund verður á FSA á morgun kl. 10.00. Messað verður í Akureyrarkirkju á morgrun kl. 14.00. Biblíulestur í Safnaðar- heimilinu kl. 20.30 næstkom- andi mánudagskvöld. HJÁLPRÆÐISHERINN: Sunnudagaskóli kl. 13.30 á morgun, hjálpræðissamkoma kl. 20.00, Miriam Óskarsdóttir talar. Heimilasamband fyrir konur á mánudag kl. 16.00. Krakkaklúbbur ki. 17.00 á miðvikudögum og hjálpar- flokkur fyrir konur á fimmtu- dag kl. 20.30. HVÍTASUNNUKIRKJAN: Samkoma í umsjá ungs fólks í kvöld, laugardagskvöld kl. 20.30. Vakningasamkoma kl. 15.30 á morgun, sunnudag. Ræðumaður Þórður Jóhanns- son. Bænavika heldur áfram frá 16. janúar, tekið við bæn- arefnum á skrifstofu safnaðar- ins. Bindingar á nýju skíðin Morgunblaðið/Rúnar Þór ERLA Steinþórsdóttir var að fá ný skíði sem hún ætlar eflaust að nota óspart í Hlíðarfjalli í vetur, en hún naut aðstoðar Viðars Garðarsson í Skíðaþjón- ustunni við að festa bindingarnar á skíðin sín. Tíð skíðamanna er nú runnin upp og má búast við fjöl- menni í fjallinu um helgina verði veður skaplegt. Fulltrúar ÍS ræða við bæjarfulltrúa FULLTRÚAR íslenskra sjávaraf- urða eiga fund með viðræðuhópi sem skipaður hefur verið til að ræða við þá aðila sem áhuga hafa á kaupum á hlutabréfum Akur- eyrarbæjar í Útgerðarfélagi Akur- eyringa kl. 10.00 í dag, laugardag. í viðræðuhópi Akureyrarbæjar eru Jakob Bjömsson, bæjarstjóri, Guðmundur Stefánsson, Fram- sóknarfiokki, Gísli Bragi Hjartar- son, Alþýðuflokki, Sigurður J. Sig- urðsson, Sjálfstæðisflokki og Sig- ríður Stefánsdóttir, Alþýðubanda- lagi. Sex aðilar hafa óskað eftir við- ræðum við bæjaryfirvöld um kaup á hlutabréfum bæjarins í Útgerðar- félagi Akureyringa, verði þau seld, en um það hefur enn ekki verið tekin ákvörðun. Þetta eru Kaupfé- lag Eyfirðinga, Samherji, hópur ijárfesta á vegum Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna, starfsfólk ÚA, Lífeyrissjóður Norðurlands og í gær bættist Skandia í hópinn. Guðmundur Stefánsson sagði að þesum aðilum hefði verið skrifað bréf þar sem boðið er upp á viðræð- ur. „Við eru tilbúin að ræða við þessa aðila, en engar ákvarðarnir um sölu hlutabréfanna hafa verið teknar," sagði Guðmundur. Tvær kannanir Á fundi bæjarráðs í síðustu viku var samþykkt að láta fara fram könnun á áhrifum þess að sala afurða Útgerðarfélags Akur- eyringa færðist frá Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna yfir til íslenskra sjávarafurða, en verði gengið að tilboði KEA í bréfin er fyrirhugað að færa sölumál fyrirtækisins frá SH til ÍS og jafnframt yrðu höfðuð- stöðvar ÍS fluttar til Akureyrar. Tveir aðilar, Nýsir og Andri Teits- son, hafa verið fengnir til að gera umrædda könnun og er gert ráð fyrir að úttekt á áhrifum þessa flutnings liggi fyrir eitthvað fyrir mánaðamót. Ekki eru fleiri fundir fyrirhugað- ir um helgina með þeim aðilum sem sýnt hafa ÚA-bréfunum áhuga, en gera má ráð fyrir að þeir verði í næstu viku. ■ Enginn kvóti/14 Ber hommunt og lesbíum hólfur hlutur? Samtökin '78, bjóða til borgarafundar sunnudaginn 15. janúar 1995 kl. 14-16 á Hólel Borg. Tilefniö er nýútkomin skýrsla nefndar um málefni samkynhneigSra. w Avörp flutningsmanna þingsályktunar um afnám misréttis gagnvart samkynhneig&um. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri. Gu&rún Helgadóttir alþingismaður. Ossur Skarphé&insson ráöherra. Ávörp fulltrúa Dóms- og kirkjumála-, félagsmála- og menntamálará&uneyta. Lana Kolbrún Eddudóttir kynnir skýrslu nefndgrinnar. Frjálsar umræ&ur - fyrirspurnum svaraö. Hör&ur Torfason flytur eigin tónlist. samtökim Tíu mánaða fangelsi fyrir kynferðisbrot RÚMLEGA þrítugur maður var í Héraðsdómi Norðurlands eystra dæmdur í tíu mánaða fangelsi fyr- ir kynferðisbrot, en fresta skal fullnustu sjö mánaða af refsing- unni og hún látin falli niður að liðnum tveimur mánuðum frá upp- sögu dóms haldi ákærði almennt skilorð. Þá var maðurinn dæmdur til að greiða 50 þúsund krónur í miskabætur ásamt vöxtum auk sakarkostnaðar. Lagðist til svefns Maðurinn var ákærður fyrir kynferðisbrot, með því að hafa snemma að morgni þriðjudagsins 1. mars á síðasta ári haft sam- ræði við 18 ára gamla stúlku sem sökum svefndrunga og ölvunar gat ekki spornað við verknaðinum. Forsaga málsins er sú að tveir karlmenn og tvær stúlkur sátu að öldrykkju í íbúð á Akureyri aðfara- nótt umrædds þriðjudags. Undir morgun lagðist önnur stúlkan til svefns og skömmu síðar sótti þreyta einnig að öðrum karlmann- inum sem fékk heimild húsráðanda til að leggja sig í sama herbergi. Hafði sú stúlkan sem vakandi var gætur á herberginu. Er hún kom þar inn snemma morguns var ákærði að hafa samfarir við stúlk- una án hennar vitundar. Ólafur Ólafsson héraðsdómari kvað upp dóm í málinu í Héraðs- dómi Norðurlands eystra í gær. Vernharð Þorleifsson íþrótta- maður KA YERNHARÐ Þorleifsson, jú- dómaður var kjörinn íþrótta- maður KA árið 1994. Kjörið fór fram fyrir skömmu, en hver deild tilnefndi tvo íþrótta- menn úr sínum röðum og einn úr annarri deild og aðalstjórn kaus síðan á milli manna. Að þessu sinni hlutu 11 íþróttamenn tilnefningu og var Vernharð Þorleifsson júdómað- ur kjörinn úr hópnum. Hann varð íslandsmeistari í 85 kg. og opnum flokki, Norðurlanda- meistari í 95 kg flokki og opn- um flokki, hann hlaut gullverð- laun á opna Skandinaviska mótinu í 95 kg flokki, 9. sæti á Evrópumótinu í 95 kg flokki, 7. sæti á opna tékkneska mót- inu, og 9. sæti á opna ung- verska mótinu. Vernharð er í 23. sæti á styrkleikalista Evr- ópu sem er annað besta sæti sem íslendingur hefur náð. Hann var kjörinn júdómaður ársins af Júdósambandi íslands og mun hann dvelja við æfing- ar og keppni á Spáni næstu misseri. í öðru sæti varð Eggert Sig- mundsson, markvörður meist- araflokks KA í knattspyrnu og aðalmarkvörður landsliðs ís- lands í flokki 21 árs og yngri og í þriðja sæti varð skíðamað- urinn Vilheim Þorsteinsson sem hefur verið í hópi fremstu skíðamanna íslands undanfar- in ár. Hann dvelur nú við æf- ingar í Austurríki. Félagsheimili KA reyklaust FÉLAGSHEIMILI KA hefur verið reyklaust frá nýliðnum áramótum. Eitt af markmiðum KA er að skapa félagsmönnum sínum og þeim öðrum sem í heimili koma eins heilsusam- legt og aðlandi umhverfi og kostur er og er samþykkt aðal- stjórnar Knattspyrnufélags Akureyrar um reyklaust fé- lagsheimili liður í þeirri við- leitni. Með reyklausu félagsheimili er stigið skref i þá átt jafnframt því að bæta móttöku viðskipta- vina og annarra sem erindi eiga við KA-heimilið. Undantekn- ingar frá þessari samþykkt eru gerðar ef haldnar eru sérstakar skemmtanir á vegum KA og ef félagið leigir út húsnæði við sérstök tækifæri til annarra aðila. Þessi ákvörðun er sú fyrsta sinnar tegundar en ÍSÍ tók höndum saman við heilbrigðis- ráðuneytið um að stefna að því að gera öll íþróttahús og félags- heimili landsins reyklaus. Tvö ný fram- sóknarfélög TVÖ félög ungra framsókn- armanna hafa nýlega verið stofnuð á Norðurlandi, á Dalvík og Húsavík. Félagið á Húsavík nefnist Félag ungra framsókn- armanna í Þingeyjarsýslum og gerðust um fimmtíu manns fé- lagar á stofnfundi. Formaður þess er Gunlaugur Stefánsson, en aðrir í stjórn eru Þröstur Aðalbjarnarson, Öiver Arnar- son og Jónas Aðalsteinsson. Félagið á Dalvík nefnist Fé- lag ungra framsóknarmanna á Dalvík og gerðust um þrjátíu manns félagar á stofnfundin- um. Formaður félagsins er Eyþór Hauksson, aðrir í stjórn eru Grímlaugur Björnson og Ragnheiður Valdimarsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.