Morgunblaðið - 14.01.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 14.01.1995, Blaðsíða 1
72 SIÐUR LESBOK/C/D traunfcliiMftí STOFNAÐ 1913 11.TBL.83.ARG. LAUGARDAGUR 14. JANUAR1995 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Vaxandi áhyggjur Bandaríkjastjórnar af Tsjetsjníju Bundinn verði endi á blóðbaðið strax Cleveland, Grosní, Moskvu. Reuter. BILL Clinton, forseti Bandaríkjanna,- hvatti í gær Rússa og Tsjetsjena til að setjast að samningaborði og stöðva blóðbaðið í Grosní, höfuðborg Tsjetsjníju, og William Perry varnar- málaráðherra sagði mikla hættu á, að hernaðurinn kynti undir ókyrrð annars staðar í Rússlandi. Hart var barist í Grosní í gær en Rússar segja, að andstaðan sé bundin við nokkrar byggingar í miðborginni. Bendir margt til, að þeir séu að undirbúa lokasóknina gegn varnarsveitum Tsjetsjena. Clinton lagði áherslu á, að Tsjetsjníja væri hluti af Rússlandi og Rússar hefðu rétt á að standa vörð um fullveldi ríkisins en hann dró ekki dul á óánægju sína með ástandið. Hvatti hann til, að bundinn yrði endi á blóðbaðið strax og samið Rússar virðast vera að undirbúa lokasóknina um frið. Clinton nefndi aldrei Borís Jeltsín, forseta Rússlands, á nafn en ítrekaði stuðning sinn við lýðræð- islegar umbætur í landinu. Hættulegur Rússum William Perry, varnarmálaráð- herra Bandaríkjanna, sagði í Nýju Delhí á Indlandi, að hernaðurinn í Tsjetsjníju væri hættulegastur Rúss- um sjálfum og gæti valdið óstöðug- leika annars staðar í landinu. Kvað hann Bandaríkjastjórn hafa rætt við rússnesku stjórnina um þessi mál og reynt að ráða henni heilt. Valentín Kovaljov, dómsmálaráð- herra Rússlands, sagði á frétta- mannafundi í gær, að andstaðan í Grosní væri bundin við forsetabygg- inguna og þrjár aðrar byggingar, sem allar væru umkringdar. Voru mestu bardagarnir við forsetabygg- inguna og taldi Jnterfax-fréttastofan rússneska það benda til, að til stæði að taka hana með áhlaupi. Kristnir krossar Fólk af rússneskum ættum er fjöl- margt í Grosní og segja Tsjetsjenar, að sumt af því, sem enn er í borg- inni, hafi auðkennt dyr og glugga á heimilum sínum með kristnum krossum. Séu þeir skilaboð til rúss- neskra hermanna um að þar búi rétttrúaðir Rússar. Nýstjórn mynduð á > Italíu Ilóm. Reuter. OSCAR Luigi Scalfaro ítalíuforseti fól í gær Lamberto Dini fjármálaráð- herra myndun nýrrar rikisstjórnar, þeirrar 54. eftir stríð. Dini vann við bankastörf þar til hann tók sæti í stjórn Silvios Ber- lusconis í maí í fyrra Hann sagðist ætla að mynda ut- anflokkastjórn og helsta viðfangs- efni hennar yrði að glíma við fjár- lagahalla, stokka upp lífeyrissjóða- kerfið og gera umbætur á kosninga- löggjöfinni. „Stjórnin verður laus við flokka- pólitík," sagði Dini, sem er óflokks- bundinn, og samstundis ruku verð- bréf upp í verði og gengi lírunnar hækkaði. Búist er við að stjórnin taki við völdum um miðja næstu viku. Bæði Berlusconi og Gianfranco Fini, leiðtogi Þjóðfylkingarinnar, hvöttu til þess að nýjar kosningar yrðu haldnar sem fyrst. Umberto Bossi leiðtogi Norðursambandsins sagði hins vegar að kosningar væru ekki í nánd, þegar þær yrðu loks haldnar yrði Berlusconi orðinn leið- inlegt gamalmenni. ----------? ? »--------- Airbus nær Boeing AIRBUS-flugvélaverksmiðjurnar hafa dregið Boeing-verksmiðjurnar uppi hvað sölu varðar, aldarfjórðungi eftir stofnun evrópsku verksmiðj- anna. Undanfarna þrjá áratugi hefur markaðshlutdeild Boeing verið rúm- lega 60% og hlutdeild Airbus aldrei farið upp fyrir 35%. Á nýliðnu ári seldu verksmiðjurnar tvær hins veg- ar jafnmargar farþegaþotur, eða 120 hvor. Reuter Conner tap- aði fyrir kvennaskútu DENNIS Conner skútustjóri á Stars & Stripes tapaði fyrir Amer- ica8, en í áhöfn hennar eru ein- vörðungu konur, er Ameríkubik- arinn í skútusiglingum hófst i gær undan San Diego í Kaliforníu. America3, sigurskútan frá síðustu keppni, vann startið og var alla leið á undan skútu Conners. Þrjár bandarískar skútur keppa um Citizen-bikarinn og réttinn til að verja Ameríkubikarinn en í áskor- endaflokki eru sjö skútur frá fimm löndum. Innbyrðis keppni þeirra um Louis Vuitton-bikarinn og réttinn til að sigla til úrslita um Amerikubikarinn hefst í dag. Undankeppninni lýkur í lok april og úrslitalotan hefst 6. maí. Á myndinni leggur áhöfn spænsku skútunnar Rioja de Espana síð- ustu hönd á undirbúning sinn undan San Diego. • Reuter Segir móður- ina hafa bjargað sér NIU ára stúlka, Erika Delgado, segir móður sína hafa kastað sér út úr kólumbískri flugvél eftir að sprenging varð um borð í henni og þannig bjargað lífí sínu. Vélin fórst á miðviku- dagskvöld nærri Gartagena í Kólumbiu og með henni 51 far- þegi en Erika komst ein lít's af. Hún brákaðist á öxl og mjöðm en er úr lífshættu. Foreldrar hennar og bróðir fórust í slys- inu. Á myndinni er komið með Eriku á sjúkrahús í Cartagena. ¦ Þakkar móðurinni/20 Nýtt lyf talið geta auk- ið vellíðan í ellinni llnston. Morgunblaðið. VÍSINDAMENN rannsaka nú nýtt efni, sem gæti dregið úr áhrifum ðldrunar. Efnið nefnist dehydroep- iandrosterone, skammstafað DHEA, og virðist samkvæmt tilraunum, sem gerðar voru á fólki, munu geta auk- ið vellíðan í ellinni. Rétt er að taka fram að hér er ekki um það að ræða að æskubrunn- urinn hafí verið fundinn með fyrir- heitum um eilíft líf. DHEA gæti hins vegar leitt til þess að aldraðir eigi síður á hættu að verða gleymnir, þreyttir, þjást af stökkum beinum eða offitu. Það gæti auðveldað öldr- uðum að komst leiðar sinnar, t.d. að fara upp og niður stiga og ferðast með almenningsfarartækjum. Franski læknirinn Emile-Etienne Baulieu, sem fann upp fóstureyðing- arpilluna RU486, einangraði efnið fyrir rúmum 30 árum. Þá var hann að rannsaka áhrif testosteróns og estrógens, sem eru lykilþættir í DHEA. Vísindamenn við Kaliforníuháskól- ann í San Diego hafa nýlokið sex mánaða tílraunum undir forystu" innkirtlafræðingsins Samuels S.C. Yens, þar sem sjúklingum á aldrinum 40 til 70 ára var ýmist gefið DHEA í litlum skömmtum eða óvirkur stað- gengill í sex mánuði. Að sögn Yens sváfu þeir sem tóku DHEA betur, höfðu meiri orku og áttu auðveldara með að þola streitu. Hann sagði að sagnir um áhrif DHEA hefðu verið á sveimi í 20 ár, en eng- inn hefði gert alvöru rannsókn á efn- inu þar til hann kom til sögunnar. Yen birti niðurstöður sínar í bandarísku vísindatímariti, Journal of Clinical Endocrinology and Meta- bolism, í júní, en það virðist hafa farið fram hjá bandarískum fjölmiðl- um. Franskir fjölmiðlar hafa hins vegar slegið málinu upp með stríðs- letri og hampaði tímaritið Le Point Baulieu fyrir „stórkostlega uppgötv- un". Baulieu, sem er góðvinur Yens, vill hins vegar hafa allan vara á og segir að hér sé ekki fundin nein allra- meinabót. Hann kveðst hins vegar bjartsýnn og bendir á að þátttakend- ur í rannsókninni hafi fundið fyrir því að dregið hafi úr verkjum í lið- um, auk þess sem DHEA virðist styrkja ónæmiskerfíð, sem réttlæti að gefa það alnæmissjúklingum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.