Morgunblaðið - 14.01.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 14.01.1995, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 14. JANÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Úttekt endurskoðenda á viðakiptum Hagvirkis-Kletts hf ■ við Hafnarfjarðarbæ Svei mér þá Jóhann minn ef ég er ekki búinn að finna dótakistilinn þinn. . Úttekt á gróðursetningu á Hólmsheiði Árangiir betri en áður var talið Morgunblaðið/Ólafur Sæmundsen SITKAGRENI í Hestabrekkum á Hólmsheiði. RANNSÓKNASTÖÐ Skógræktar ríkisins að Mógilsá hefur gert út- tekt á árangri Skógræktarfélags Reykjavíkur við gróðursetningu á Hólmsheiði. Úttektin leiddi m.a. í ljós að mun minna drepst af plönt- um en áður var talið og að vel hefur verið að verki staðið við upp- eldi plantna og gróðursetningu þeirra. Ásgeir Svanbergsson, deildar- stjóri hjá Skógræktarfélagi Reykjavíkur, segir að byrjað hafi verið að planta á Hólmsheiði að marki árið 1982 en þau gróður- setningarsvæði félagsins sem al- menningur þekkir best eru Heið- mörk og Öskjuhlíð. Ásgeir segir að félagsmenn hafi verið einir til frásagnar um árangur af starfinu, sem sé ekki alltaf sýnilegur allra fyrst. Þess vegna hafi verið stofnað til úttektarinnar og óháður aðili fenginn til að segja álit sitt á starfi félagsins. Reynslan seinvirkur kennari Ingileif Steinunn Kristjánsdóttir plöntulífeðlisfræðingur gerði út- tektina fyrir rannsóknastöðina að Mógilsá. I skýrslu hennar segir um markmiðin að þau hafi verið að kanna ástand plantna 1-2 mánuð- um eftir gróðursetningu, að meta árangur af gróðursetningaraðferð- um og setja upp föst snið til að unnt verði að fylgjast með og meta árangur til langs tíma. Ingileif segir að í skógræktar- starfi sé reynslan dýr kennari og seinvirkur og ýmislegt hefði verið talið um árangur sem úttektin hefði leitt í ljós að væri ekki rétt. Til dæmis hefði komið í ljós að mun minni afföll eru af plöntum en áður var talið. Þess vegna hefði verið plantað mjög þétt en nú hefði komið í Ijós að það væri ekki nauð- synlegt. Birki stendur sig vel Ingileif segir að skýrslan gefi líka upplýsingar um það hvernig staðir séu bestir til að planta í. „Það þýðir ekkert að planta í mel, flag eða grámosa vegna frostlyft- ingar. Það eru svo margir vetur inni í þessum vetri okkar, þíða og frost á víxl og þess vegna er mjög erfitt fyrir plöntur að lifa af. Þá eru greinilegar vísbendingar um það í skýrslunni að það borgar sig að planta í skjóli fyrir helstu vind- átt við þúfu eða stein.“ í ljós kom að birki stendur sig mjög vel og að mikils megi vænta af sitkagreni en þetta sé ekki svæði fyrir lerki. Ánægjulegar niðurstöður Ásgeir segir að niðurstöður skýrslunnar séu ákaflega ánægju- legar fyrir Skógræktarfélagið. í henni sé farið viðurkenningarorð- um um það hversu gróðursetning- araðferð sé vönduð og að í ljós hafi komið að afdrif plantnanna séu furðu góð þar sem 80% af þeim haldi áfram að vaxa við það að koma upp á þessi öræfi. Þegar byijað var að gróðursetja í Hólmsheiðina var hún rótnöguð og ekki fór að sjást þar nein breyt- ing á landinu fyrr en sumarið 1990 en svo virðist sem það taki 5-6 ár fyrir plöntur að taka verulega við sér. Kostnaður aðallega við laun Unglingar í sumarvinnu skóla- fólks hafa unnið við gróðursetning- una og hefur kostnaður við hana aðallega verið fólginn í launum þeirra. Ásgeir segir ánægjulegt fyrir borgarbúa að sjá að skattpen- ingum þeirra hafi ekki verið sóað og að Skógræktarfélagið hafi verið að gera rétt undanfarin ár. Evrópsku laganemasamtökin Efla ábyrgð laganema Haraldur Örn Ólafsson HARALDUR Örn Haraldsson hefur verið forseti ELSA, The European Law Students’ Association, eða Evrópsku laganemasam- takanna eins og þau eru nefnd á íslensku, síðan í nóvember. Samtökin voru stofnuð árið 1981, félagar eru yfír 10 þúsund og starfa í 32 Evrópulöndum. Höfuðstöðvar þeirra eru í Brussel. - Hvert er markmið samtakarma? „Markmið samtakanna er að leggja sitt af mörk- um til að efla og bæta laganám og vera vett- vangur gagnkvæms skiln- ings, samvinnu og per- sónulegra samskipta milli laganema og ungra lög- fræðinga frá ýmsum lönd- um. Einnig er það hlutverk þeirra að auka félagslega ábyrgð laga- nema og ungra lögfræðinga. Þetta eru því samtök með háleitar hug- sjónir." - Hvernig eru þessi markmið framkvæmd? „Það eru haldnar ráðstefnur allt árið um kring um lögfræðileg málefni og á þær sendum við fólk okkar. Tveir úr samtökunum er nú staddir á ráðstefnu í Passau í Þýskalandi þar sem rætt er um horfur í varnarmálum Evrópu. Líkur eru á því að við sendum fleiri utan í febrúar á ráðstefnu um einkavæðingu og næsta sumar verður ráðstefna í Prag um rétt- indi barna. Á sumrin erum við með vinnu- skipti, þá fara íslenskir laganemar utan til starfa í mánuð og erlend- ir laganemar koma hingað. ís- lenskir laganemar hafa bæði starf- að á Norðurlöndum og í Þýska- landi og á síðasta ári fóru til að mynda sex nemar utan í þeim til- gangi. Við tókum í staðinn á móti sex erlendum laganemum og sáum um að þeir hefðu hér aðstöðu, atvinnuleyfi og annað slíkt. - Hvaða skiiyrði þurfa laga- nemar að uppfylla til að vera send- ir á ráðstefnu eða til að komast í vinnu á erlendri grundu? „í raun er öllum fijálst að fara, en við auglýsum styrki til farar- innar og þeir laganemar sem hafa starfað mest innan ELSA og í Orator, félagi laganema, fá yfir- leitt þá styrki. Þeir sem fara á ráðstefnu núna eru á öðru, þriðja og fjórðu ári í námi.“ - Hvað kostar - að senda laganema á ráð- stefnu? „Ef ráðstefnan er í Norður- eða Mið-Evrópu kostar það yfirleitt í kringum 50 til 60 þúsund krónur. Styrkurinn sem nemarnir fá er um 20.000 kr. Yfírleitt gista þeir á einkaheimilum, þátttökugjaid er frekar lágt og í því er nánast allt innifalið. Dýrustu kostnaðarliðir eru flug- og lestarferðir." - Hvaða mál hafa verið efst á baugi á síðustu ráðstefnum? „Sameining Evrópu er mikið í brennidepli núna, enda þótt segja megi að málin séu jafnmörg og ráðstefnurnar." - Heldurðu að þátttaka ís- lenskra laganema í samtökunum geti leitt til þess að þeir fari til starfa á erlendri grundu að námi lóknu? „Markmið okkar er að opna augu laganema og víkka sjóndeild- arhringinn, gera laganema hæfari til að starfa á erlendum vett- ► Haraldur Örn Ólafsson er fæddur 8. nóvember 1971. Hann varð stúdent frá Versl- unarskóla íslands árið 1991 og er nú á fjórða ári í laganámi við Háskóla íslands. Hann hefur lengi verið í stjórn Alpaklúbbs- ins, hefur meðal annars gengið yfir Grænlandsjökul á skíðum, og einnig hefur hann tekið að sér leiðsögn á gönguferðum hér innanlands á sumrin. Har- aldur hefur verið félagi í ELSA í nokkur ár og forseti Islands- deilarinnar síðan í nóvember. Sambýliskona hans er Una Björk Ómarsdóttir laganemi. vangi, en ég efast um að það verði til þess að fólki fari að flytjast úr landi. Það yrði þá helst til að afla sér meiri menntunar og til að starfa tímabundið erlendis. Hitt er nú frekar markmiðið að auka þekkingu og hæfni laganema. Það er mikið hagsmunamál fyrir okkur íslendinga hver stefnan verður í utanríkismálum. Samtökin eru ópólitísk og hafa þar af leiðandi enga stefnu í þeim málum. En það skiptir kannski ekki öllu máli hver stefna okkar í utanrikismálum verður, mikilvægast fyrir okkur er að þekkja þessi erlendu réttar- kerfi, erlendu lög og aðrar þjóðir." - Finnst þér samtökin hafa skil- að einhverjum árangri? „Mér finnst þau hafa opnað augu okkar fyrir Evrópu og þeim möguleikum sem þar eru í boði, bæði hvað snertir störf fyrir lögfræðinga og einnig fyrir þeim mögu- leikum sem Islendingar hafa í Evrópu. Fjórum sinnum á ári haldnir samstarfsfundir innan ELSA þar sem mál eru skipulögð, ég var á einum slíkum forseta- fundi í Slóveníu um áramótin og það er einstakt að sitja við borð þar sem nánast allar Evrópuþjóðir eru samankomnar og skiptast á skoðunum og ræða um framtíð- ina.“ - Hvernig hafa erlendir laga- nema Iátið af dvölinni hér? „Mjög vel, og vinnuveitendur þeirra bæði hjá stofnunum og fyr- irtækjum voru ánægðir með störf þeirra. Þeir komu hingað fyrst og fremst vegna áhuga á landinu. Þeim fannst fólkið hér hlýlegt og hjálpsamt og þeir voru heillaðir að fegurð landsins. Ég hef orðið var við mikinn áhuga á íslandi og þegar ég var á fundinum úti var ég í stöðugum yfirheyrslum um landið, ekkert land vakti jafnmik- inn áhuga og Island.“ Samtök háleitra hugsjóna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.