Morgunblaðið - 14.01.1995, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 14.01.1995, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. JANÚAR 1995 21 Herlið af götum Belfast LEIÐTOGI SINN Fein á Norð- ur-írlandi, Gerry Adams, fagnaði því í gær að bresk stjórnvöld hefðu ákveðið að hermenn yrðu framvegis ekki á götum Belfast að degi til en Adams sagði að þetta hefði átt að gerast fyrir löngu. Hann sagði að Bretar ættu einnig að ræða kröfur öfgahópa ka- þólikka og mótmælenda um að 800 manns, sem fangelsað- ir hafa verið af öryggisástæð- um, fengju frelsi. Þrýst á Serba SÁTTASEMJARAR fimm- veldanna reyndu ákaft í gær að fá Bosníu-Serba til að sam- þykkja friðaráætlun og binda enda á nær þriggja ára átök í Bosníu. Óttast er að sú ákvörðun Króatíu að fram- lengja ekki dvöl gæsluliða SÞ, sem hafa reynt að hindra átök milli Króata og minnihluta- hóps Serba í Krajina-héraði, muni valda því að á ný verði barist í Króatíu. Dóttir Malcolms X undir grun QURILAH Bahiyah Shabazz, 34 ára dóttir bandaríska blökkumannaleiðtogans Malc- olms X, sem varð vitni að því fyrir 30 árum er faðir hennar var myrtur, er nú grunuð um að hafa ætlað að láta laun- morðingja koma öðrum og af- ar umdeildum blökkumanna- foringja, Louis Farrakhan, fyr- ir kattarnef. Farrakhan hefur verið grunaður um aðild að morðinu á Malcolm X. Mótmæla kálfa- útflutningi HÓPUR manna kom í gær í veg fyrir að flutningabílar kæmust að flugvellinum í Swansea í Wales með farminn, lifandi kálfa, sem seldir hafa verið til meginlandsríkja. Breskir dýravinir segja að kálfarnir muni hljóta illa og ómannúðlega meðferð þar sem þeir verða fitaðir fyrir slátrun- ina. Áður hefur kálfaútflutn- ingur með feijum yfir Ermar- sund verið hindraður. Jackson í mál POPPSTJARNAN Michael Jackson höfðaði í gær mál á hendur Paramount Pictures- kvikmynda- félaginu og útvarpsstöð í Los Ange- les vegna útvarps- þáttarins „Hard Copy“. Þar var fullyrt að lögregla væri á ný byquð að rannsaka ásakanir á hendur Jackson um kynferðislega misnotkun á börnum. Jackson segir þetta svívirðilegan róg og krefst sem svarar 6.800 milljónum kr. í skaðabætur. ERLEIMT Kennedy skorar á demókrata að halda tryggð við hugsjónir Þurfum síst af öllu ann- an Repúblikanaflokk Boston. Morgunbladið. FYRSTA merkið um að demókratar séu reiðubún- ir til að bíta frá sér í rimmunni við meirihluta repúblikana á Bandaríkjaþingi barst á miðviku- dagskvöld. Þá ávarpaði Edward M. Kennedy öld- - ungadeildarþingmaður blaðamenn í Washington með þeim orðum að demókratar yrðu að halda tryggð við hugsjónir sínar, standa með Bill Clin- ton forseta í stað þess að gagnrýna hann vegna þess að það gæti aðeins endað með hruni flokks- ins að demókratar eltust „kindarlegir" við pólitísk- ar skoðanir repúblikana. „Ef við hlaupum í felur, ef við verðum útþynnt- ar eftirlíkingar af andstæðingum okkar og reynum að hegða okkur eins og repúblikanar, munum við tapa og eiga skilið að tapa,“ sagði Kennedy. „Við þurfum síst af öllu annan Repúblikanaflokk í þessu landi.“ Kennedy sagði að ein ástæðan fyrir því að verk Clintons og demókrata á þingi hefðu ekki verið metin að verðleikum hefði verið sú að þeir hefðu færst mikið í fang og „ekki sigrað í hverri orr- ustu“. Önnur ástæða hefði verið þvermóðska repú- blikana og „yfirþyrmandi persónulegar árásir (þeirra) á forsetann og forsetafrúna". Ekki snúa baki við stjórninn „í kjölfar þessara kosninga þurfa demókratar að beijast fyrir þ'ví, sem við trúum á, ekki að snúa baki við stjórninni," sagði Kennedy. Clinton hefur sætt gagnrýni úr röðum flokks- bræðra sinna og sennilegt þykir að demókrati bjóði sig fram á móti honum í forkosningunum fyrir næstu forsetakosningar. David Boren, fyrrum öld- ungadeildarþingmaður, gekk svo langt að segja að Clinton ætti að veita því „alvarlega umhugsun" að gefa ekki kost á sér þannig að demókratar gætu tilnefnt annan forsetaframbjóðanda. Kennedy kvað hins vegar nei við er hann var spurður hvort hann eða aðrir úr fijálslynda armi Demókrataflokksins hygðust bjóða sig fram gegn Clinton, ef forsetinn færði sig yfir á hægri væng- inn til að styrkja pólitíska stöðu sína. Kennedy vísaði í ræðu sinni til einstakra mála sem hefðu farið úr böndunum og tiltók sérstak- lega heilbrigðismálin. Þar hefðu demókratar gert þau mistök að „eltast við tálsýn af málamiðlun, sem andstæðingar okkar höfðu aldrei í hyggju að ná“. „Við töpuðum vegna þess að kaldhæðnir repú- blikanar reiknuðu dæmið þannig að árangursríkar umbætur á heilbrigðiskerfinu myndu gagnast demókrötum í kosningunum og setja strik í reikn- inginn hjá þeim,“ sagði Kennedy. Kjölfesta Það var mál demókrata að ræða Kennedys hefði verið kjölfestan sem demókratar þyrftu til að ná aftur jafnvægi eftir ósigurinn í kosningunum í nóvember. Repúblikanar voru hins vegar þeirrar hyggju að ræða Kennedys hefði borið því vitni að hann væri „fastur í fortíðinni". „Hann hefði getað flutt þessa sömu ræðu fyrir 20 árum,“ sagði Peter Blute, fulltrúadeildarþing- maður repúblikana, í samtali við dagblaðið The Boston Globe. til sunnudags á stórlækkuðu verði. Allt að 50% afsláttur Sértilboð Gróóurmold 6 lítrar kr. 99 Blómaáburöur I lítri kr. 199 Fíkus kr. 999 Messing-markaður Beint frá Indlandi. Mikíð úrval - mjög gott verð. Drekatré kr. 399 Nýtt kortatímabil Jukka kr. 449 3 plöntur saman í bakka aðéins kr. 999 I bakkanum er: Drekatré, jukka og blómstrandi planta (alparós, begónía eða alpafjóla).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.